Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 37
 ATVINNU ,/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR I I I I I I I I •i .1 AT VIN N %3AUGL YSINGAR Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Opið hús Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar ósk- ast til sumarafleysinga og framtíðarstarfa. Hjúkrunarnemar sem búnir eru með 3 ár fá stöðu sem hjúkrunarfræðingar. Ýmsar vaktir koma til greina t.d. vaktir kl. 8-16, 16-24, 16-22, 17-23. Höfum leikskólapláss. Verið velkomin að skoða Hrafnistu, þriðju- daginn 26. apríl nk. kl. 14-16. Hjúkrunarfræðingar á Hrafnistu í Reykjavík. Leikskólastjóri Hvammur v/Staðarhvamm er þriggja deilda leikskóli, vel búinn fagfólki. Leikskólastjóri óskast frá 1. júní 1994 eða eftir nánara samkomulagi. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 2. maí. Upplýsingar gefur leikskólafulltrúi í síma 53444. Yfirfóstra óskast á leikskólann Víðivelli í 100% starf frá 1. júní. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 52004. Ennfremur veitir leikskólafulltrúi upp- lýsingar í síma 53444. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Prentsmiðjustjóri Þrjátíu ára rótgróið fyrirtæki í prent- og umbúðaiðnaði óskar að ráða prentsmiðju- stjóra. Starfssvið prentsmiðjustjóra: Stjórnun prentdeildar fyrirtækisins Undirbúningur verkefna fyrir vinnslu Vinna við CAD-CAM teiknikerfi Umsjón með filmugeymslu og hjálparefn- um til framleiðslu Framleiðsluskipulagning með framleiðslu- stjóra Umsjón með ISO-9002 gæðakerfi fyrir- tækisins , Leitað er eftir manni sem hefur reynslu af stjórnunarstörfum, góða fagþekkingu í prent- iðnaði, er þægilegur í umgengni, áhugasam- ur um að takast á við krefjandi verkefni fyrir innlendan markað og til útflutnings. Skriflegar umsóknir skilist til Mbl. fyrir 1. maí nk. merkt: „P - 6543“. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og öllum umsóknum verður svarað. HOTEL EXPRESS INTERNATIONAL Active TeleCard atc *~~*~*"*~s í m ko rt i ö ÞJÓNUSTUFULLTRÚAR ÓSKAST Þjónustufulltrúar óskast til lifandi dagsölu í fyrirtæki í Reykjavík og um land allt. Aldur 30 til 45. Reynsla æskileg. Góð laun í boði. Skriflegar umsóknir berist í pósthólf 3311,123 Reykjavík, fyrir fimmtudaginn 28. apríl 1994. Hárgreiöslu & föröunarsofa Grensásvegur 50 • Simi 885566 Hárgreiðsla Ný hárgreiðslustofa óskar eftir nema, sveini eða meistara. Hlutastarf kemur til greina. Upplýsingar í síma 677794 á kvöldin. Fullum trúnaði heitið. Baðvörður Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa stöðu bað- varðar við baðaðstöðu karla í íþróttahúsinu v/Strandgötu. Umsóknir skulu berast á bæjarskrifstofurnar í Hafnarfirði eigi síðar en 11. maí nk. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður íþróttahúss v/Strandgötu í síma 51711 eða á staðnum. íþróttafulltrúinn í Hafnarfirði. Sölumaður Skeljungur hf. óskar að ráða vélstjóra/vélfræðing til starfa í söludeild. Starfið felst í sölu á smurolíum og skyldum vörum til smurstöðva, verk- stæða og annarra notenda. Leitað er að reglusömum og drífandi ein- staklingi með áhuga á þjónustu- og sölustörf- um. Starfinu fylgja ferðalög innanlands. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Tjarnarg. 14 og skal umsóknum skilað á sama stað fyrir 28. apríl nk. ftTÐNT TÓNSSON RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARÞJÓNUSTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 ~ ' " ' Prentari óskast Lítil prentsmiðja í Reykjavík vill gjarnan ráða vanan prentara á GTO-vél og í önnur tilfall- andi störf. Lipurð og áreiðanleiki áskilinn. Tilboð, merkt: „Prentari - 12887“, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. apríl. Húsvörður Laust er til umsóknar starf húsvarðar við Samvinnuháskólann á Bifröst. Starfið felst m.a. ívenjulegum húsvörslustörfum, en eink- um viðhalds- og eftirlitsstörfum. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið löggiltu iðn- námi og hafi starfsreynslu í iðn sinni. íbúð fylgir starfinu og búseta á Bifröst er skil- yrði. Starfið felur í sér mikil samskipti við samstarfsmenn, en einnig þarf viðkomandi að geta unnið skipulega og sjálfstætt. Frekari upplýsingar gefur rektor Samvinnu- háskólans í síma 93-50000. Umsóknum þar sem koma fram upplýsingar um menntun og starfsreynslu, ásamt með- mælum sendist rektor Samvinnuháskólans, Bifröst, 311 Borgarnes fyrir 5. maí nk. Verkfræðingar Brunamálastofnun ríkisins hyggst ráða verk- fræðing til starfa við stofnunina. Reynt verð- ur að gefa honum smá saman víðtæka starfs- reynslu í verkefnum stofnunarinnar. Gerð er krafa um sérþekkingu á sviði bruna- varna í byggingum. Þekking á Macintoshtölvum, góð málakunn- átta og þekking á íslensku máli er æskileg. Þeir sem áhuga hafa á slíku starfi skulu sækja um það fyrir 20. maí nk. Nánari upplýsingar gefur Árni Árnason verk- fræðingur. Brunamálastofnun ríkisins Laugavegi 59, Reykjavík. Sími 25350. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi auglýsir: Laus ertil umsóknar kennarastaða í sálfræði (1/i staða). Einnig eru auglýstar heilar stöður í rafeinda- virkjun, rafvirkjun, stærðfræði og viðskipta- greinum svo og stundakennsla í líffræði, grunnteikningu, tjáningu, sérkennslu og þýsku. Vegna kennslu í deildum skólans utan Akra- ness er auglýst til umsóknar stundakennsla í dönsku, ensku, félagsfræði, grunnteikningu, raungreinum, íslensku, stærðfræði, sögu, tölvufræði, viðskiptagreinum og þýsku. Umsóknum um ofangreind störf skal skila til Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, Vogabraut 5, 300 Akranesi. Umsóknarfrestur er til 18. maí nk. Skólameistari. rilMMMlK9NMMRV9«K UMHRMUIIIim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.