Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 20
20. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 Uppvakningar fylla tómarúmið eftir gjaldþrot kommúnismans Þjóðremba og goðsagnir ríða húsum í Evrópu á ný EINN af mikilvægustu heimspekingum aldarinnar, Þjóðverjinn Martin Heidegger, lést fyrir 17 árum og hafði þá ekki iðrast þess opinberlega að hafa stutt nasistaforingjann Adolf Hitler. í Svartaskógi stendur enn á fáförnum stað kofi heimspekingsins eins og tákn rómantiskra drauma hans um „Ættlandið" heilaga og óspillta, þar sem vindurinn þýtur í gróskumiklum trjám, tærir lækir renna og fólk er gott einfaldlega af því að það er í átthög- um sínum. Það er fjarri skýjakljúfum og hraðbrautum, sviplausum íbúðarblokkum kommúnismans, ameriskum skyndibitastöðum og þeldökkum innflytjendum. Hefði Heidegger lifað fram á þennan dag hefði einmanaleikinn varla þrúgað hann; afturhvarf til ákafrar þjóðernishyggju og stundum ofstækisfullrar þjóðrembu er á ný ofarlega á baugi víða um Evrópu. Sveitasæla í Svartaskógi KOFI heimspekingsins Martins Heideggers í Svartaskógi. Ofurmennið bjarta og óspillta VEGGSPJALD nasista sem átti að fá unga fólkið til að ganga í stúdentasamtök flokksins. "Fyjóðernisofstæki og hugmyndir um heilaga ættjörð, nasista- hugtök á borð við „Blut und Erde“ (Blóð og jörð) koma upp í hug- ann. Fyrir tilstuðlan óprúttinna stjórnmálamanna í ríkjum gömlu Júgóslavíu hefur þjóðemisofstæki valdið mestu blóðsúthellingum í álfunni frá því í síðari heimsstyij- öld. Byssubófar nota tækifærið, veifa þjóðfánum og ræna og rupla. Gjaldþrot kommúnismans og hugmyndafræðilega tómið sem hann skildi eftir sig hjá mörgum menntamannin- um, einnig óttinn við óstöðvandi sókn kapítalis- mans, valda því einnig að æ fleiri menntamenn grípa dauðahaldi í ákafa þjóðernisstefnu sem einu hugsjónina er hægt sé að hylla. Haldi þessi þróun áfram getur eining Evrópu umhverfst í mar- tröð sundurþykkju ogJpimargra smáríkja er beijast innbyrðis, öll fyrir heilögum málstað sem t'alið er rétt að fóma lífínu fyrir. í versta falli gæti afleiðingin orðið ný Evrópustyijöld, sú þriðja á öld- inni. Hið heilaga Kosovo Serbneska tónlistarkonan Simonida Stankevich er 27 ára gömul og hún talar um heimaslóð- ir sínar, Kosovo í Serbíu, í sama tón og ástfangin kona um elsk- hugann. „Þarna eru kindur. Kon- urnar syngja forna indó-evrópska söngva, viðarklukkur glymja, fugla- og dýrahljóð fylla loftið. Fólk klæðist þjóðbúningum sín- um, hagar lífí sínu í algeru sam- ræmi við allt þetta og iðandi, óspillta og tilgerðarlausa náttúr- una“, segir hún. Serbar eiga sér heilagan stað, Kosovo Polje, í Kosovo-héraði en héraðið er nú að mestu byggt Albönum sem eru múslimar. Við Kosovo Polje biður Serbar ósigur fyrir Tyrkjum árið 1389, við tóku sex aldir kúgunar og uppreisna gegn Tyrkjum og Serbar hafa síð- an talið staðinn fæðingarstað þjóðarinnar, sveipaðan dularblæ og helgi. Örgustu þjóðrembu- sinnarnir vilja að sjálfsögðu reka Albanina á brott úr Kosovo og jafnvel útrýma þeim. Margir spá því að Kosovo verði næsti blóðvöll- ur Balkanskaga þegar Bosníu- stríðinu ljúki. Stankevich og vinkona hennar, leikritaskáldið Isadora Bjelica, hafa heimsótt serbneska hermenn á vígstöðvum í Bosníu og Króatíu til að efla baráttukjarkinn. Hug- myndirnar og slagorðin eru und- arleg blanda af ofurviðkvæmni og þjóðernishyggju, marxisma og popptónlist MTV-stöðvarinnar, andúð á Banda- ríkjamönnum og ást á rússneskri háspeki, um- hverfisvernd og andlegri upplyft- ingu með rætur í serbnesku Rétt- trúnaðarkirkjunni. Erlendu hetj- urnar eru m.a. írska söngkonan Sinead O’Connor og kvikmynda- leikstjórinn Brian de Palma sem bæði eru hyllt fyrir að vera dygg- ir fulltrúar menningararfs íra og ítala, þau gætu bæði verið sannir Serbar. Marxistar og stríðshetjur á borð við heimspekinginn Mihailo Markovic, sem sóru alþjóðahyggju trúnaðareið fyrir mörgum áratug- um, urðu á svipstundu helstu frammámenn þjóðernishyggju Serba árið 1986 með yfirlýsingu þar sem þeir kröfðust þess að Serbar fengju að tryggja „grund- völl serbneskrar menningar“, m. a. í Kosovo. Stjórnmálarefurinn Slobodan Milosevic Serbíuforseti og fleiri áróðursmeistarar nýttu sér þessa strauma og gamlan þjóðakryt til fullnustu er Júgó- slavía liðaðist í sundur. Króatíski ljósmyndarinn Vlad- imir Gudac segist ekki hafa trúað því árið 1990 að stríð gæti hafíst á ný í Evrópu. Eftir loftárásir Serba á Zagreb 1991 ritaði hann gömlum vinum sínum í Belgrad bréf og bað þá um skýringar á framferði stjórnvalda þar en fékk aldrei nein svör, segir hann. Gudac gekk til liðs við króatíska herinn. Gyðingahatur Ungverskir gyðingar spyija sig nú í annað sinn á öldinni hvort þeir geti litið á sig sem hluta þjóð- arinnar; hundruð þúsunda þeirra enduðu í gasklefum nasista en Ungveijaland barðist með Þjóð- veijum í heimsstyijöldinni síðari. Umrótið í kjölfar hruns kommún- ismans og efnahagsörðugleikar hafa orðið til þess að gyðingahatr- ið hefur blossað upp á ný. Margir ungverskir gyðingar sem ólust upp við ungverska þjóðdansa og siði, fengu tár í augun þegar þeir heyrðu þjóðsönginn, hafa nú gef- ist upp og eru byijaðir að læra hebresku og lögmál gyðingatrúar- innar. Skopteiknarinn og rithöfundur- inn Gyorgy Kozma barðist gegn stjórn kommúnista með vopnum sínum. Hann minnist þess að vest- rænir ferðamenn voru yfir sig hrifnir er hann söng hebreska söngva á kaffihúsum Búdapest. En eitt kvöldið eftir velheppnaða dagskrá gekk ungverskur rithöf- undur og kunningi að honum og hvíslaði: „Þetta er ástæðan fyrir því að fólk hatar ykkur gyðinga, þið eruð hvarvetna og alltaf með oflátungshátt". Kozma batt enda á kaffihúsasönginn, gerðist heit- trúar-gyðingur og hyggur á nám í prestlegum fræðum í ísrael. Þrátt fyrir reynslu sína for- dæmir Kozma ekki alla þjóðernis- stefnu, hann segist sjá tengsl milli eigin leitar að gyðinglegum uppruna og óska þeirra Ungveija sem vilja hefja þjóðlegar goðsagn- ir sínar á ný til vegs og virðing- ar. Þetta verður ekki hættulegt fyrr en fólk fer að samsama sig goðsögnunum og ganga út frá þeim sem staðreyndum, segir hann. Meðal Þjóðveija er löng og öflug hefð fyrir því að fegra hið einfalda líf þjóðar í skauti náttúr- unnar. Þeir heillast margir af ímyndum „hreinleikans", þjóðum sem ekki hafa látið iðnbyltinguna og efnishyggju hennar spilla sér. Finna má hugmyndum af þessu tagi stað í ritum Heideggers og Friedrichs Nietzsche, vonina um að geta snúið aftur til horfinna ódáinsvalla eða uppgötvað nýja sælureiti þar sem ný og hæfari manntegund geti unað sér. Manf- red Riedel, prófessor í heimspeki og forseti Heidegger-félagsins í Þýskalandi, kallar þetta tengslin við „Hið leynda Þýskaland“, hug- myndaheim gamalla smáborga þar sem andúð á lýðræði er al- geng. Þar ríkir skynsemishyggjan ekki, fremur er hugað að goðsögn- um og menningarlögmálum sem orðið hafa til á staðnum. Riedel segir að Nietzsche, sem m.a. var spámaður ofurmennisins, sé að verða arftaki Karls Marx og helsta fyrirmyndin meðal pró- fessora í austurhéruðunum, gamla Alþýðulýðveldinu. Riedel varar starfsbræður sína þar við því að hefja nýtt goð á stallinn. Skömmu áður en Berlínarmúr- inn hrundi 1989 ritaði Jochen Kirchoff, heimspekikennari við Humboldt-háskólann, bókina „Hitler, Nietzsche og Þjóðveijar" þar sem hann sagði að í kenning- um nasista hefði verið jákvæður kjarni sem síðar hefði verið bren- glaður. Kirchoff er mikill um- hverfisverndarmaður en þess má geta að stjórn Hitlers mun hafa sett fyrstu umhverfisverndarlög í álfunni. „Dálítill einfeldningur“ Kirchoff segir að Heidegger og fleiri skoðanabræður hans hafí, hvað sem leið allri villimennsku nasista, stutt Hitler í góðri trú. Ýmsir menntamenn, einkum í Þýskalandi, hafi viljað gera upp- reisn gegn því sem þeir hafi talið yfirvofandi hrun menningarinnar. Nú er Kirchoff orðinn ákafur ný- aldarsinni, pólitísk þreyta í Þýska- landi og upphlaup og árásir brennuvarga úr röðum nýnasista á útlendinga hafa valdið nokkrum sinnaskiptum hjá honum. „Ef til vill var ég dálítill einfeldningur", segir hann núna. Heimildir: U.S. News & World Report o.fl. BAKSVID eftir Kristján Jónsson Sól, hiti og vellíðan með HAWAIIAN TROPIC Sólarvaran sem fæst eingöngu í apótekum! ■ MÁLSTOFA í hjúkrunarfræði heldur fyrirlestur mánudaginn 25. apríl kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð f Eirbergi, Eiríksgötu 34. Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, klínískur sérfræðingur í hjúkrun og Herdís Sveinsdóttir, dósent, flytja fyrirlest- urinn: Verkir skurðsjúklinga: Væntingar, viðhorf, upplifun og meðferð. Þekking og reynsla á verkjameðferð í tengslum við skurð- aðgerðir hefur stóraukist á undan- fömum árum. Niðurstöður erlendra rannsókna hafa þrátt fyrir það endur- tekið sýnt að verkir skurðsjúklinga eru ekki meðhöndlaðir sem skyldi. Orsakir þess eru raktir til viðhorfa hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkl- inganna sjálfra. Markmið rannsókn- arinnar, sem kynnt verður, var að kanna viðhorf og væntingar íslenskra Skurðsjúklinga til verkja og verkja- meðferðar, verkjaupplifun þeirra og verkj ameðferð. ■ Á FUNDI Hagsmunasamtaka Bessastaðahrepps sem haldinn var 19. apríl var samþykktur eftirfarandi framboðslisti: Sigtryggur Jónsson, sálfræðingur, Kristján Sveinbjörns- son, rafverktaki, Álfhildur Friðriks- dóttir, húsfreyja, Sigurlín Schev- ing, flugfreyja, Þorgeir Magnússon, sálfræðingur, Þorsteinn Hannes- son, efnafræðingur, Jóhanna Rúts- dóttir, kennari, Steinhildur Sigurð- ardóttir, sjúkraliði, Þorkell Helga- son, ráðuneytisstjóri og Anna Ólafs- dóttir Björnsson, alþingiskona. Samtökin eru þverpólitísk og er þetta í þriðja sinn sem þau bjóða fram til sveitarstjórnar. Samtökin eiga nú einn mann í hreppsnefnd. I I I I \ I \ I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.