Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 51
I I I I I I I I I I I I I I I I I I ( ( MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 Gárur eftir Elínu Pálmadóttur PEYSUFÖT? jóðhátíð er að renna upp með miklum viðbúnaði. íslendingar líta um öxl á hálfr- ar aldar afmæli lýðveldisins. Konur draga fram þjóðbún- inga, sem víða eru til, lagfæra eða sauma þá sjálfar. íslenskur heimilisiðnaður hefur af for- sjálni búið sig undir eftirspurn- ina með því að aðstoða og hafa allt í þjóðbúninga, sem sýnilega var þörf fyrir. Raunar hafa kvenbúningamir árlega minnt á sig á götum borgarinnar, þar sem svokallaðir „peysufata- dagar“ eru löngu orðinn vin- Bjamadóttur, í blaðinu. Hún hafði eignast peysuföt 16 ára gömul og átt slíkan sparifatnað upp frá því. Við vinnu sína í Landsbankanum fór hún svo að ganga hversdagslega í upp- hlut: „Ekki þótti fínt að vera í upphlut. Þetta var í upphafi vesti og höfð treyja utan yfír,“ útskýrði hún. Til gamans má bæta við að hvítu skyrturnar og hvítu svunturnar við upp- hlutinn komust í tísku eftir konungskomuna 1907, þegar tekið var á móti Friðrik 8. með meiri glæsibrag en nokkrum Upphlutur - peysuföt - skautbúningur sæll viðburður í nokkrum fram- haldsskólum. Sjást þá hópar yngismeyja á götum og kaffí- húsum í íslenskum búningum. Orðið „peysufatadagur" virðist rugla karlana í ríminu. Og fréttamenn sjónvarpa eru svo óheppnir að mistök þeirra blasa við öllum á mynd. í fréttum Stöðvar 2 mánudaginn 11.4. birtist að baki fréttamanni hóp- ur ungra stúlkna á upphlut. Samt sem áður tjáði hann áhorfendum að þær væru í peysufötum. í fréttum Ríkis- sjónvarpsins föstudaginn 15. apríl var sama upp á teningn- um. Stúlkurnar á skjánum voru klæddar upphlutum, en frétta- maður tilkynnti landsmönnum að þær væru í peysufötum. Sennilega hefur verið meira til af peysufötum á heimilunum í upphafí „peysufatadaga", en upphluturinn þykir liðlegri og léttari og nú eru flestar skóla- stúlkurnar á upphlut. Sjálfsagt hefur flestum bara þótt þetta atvik á skjánum skondið. Og þó? Skyldi nú á 50 ára lýðveld- isafmælinu þurfa endurhæf- ingu fyrir fréttafólk og þá líka skólana þegar í hönd fara þjóð- búningadagar, hvað þá nú fyrir þjóðhátíðina? Tvær kvikmyndir eru til um nútíma íslenska þjóð- búninga, unnar af sérfróðu fólki. Væri nú ekki tilvalið að sjónvörpin bættu fyrir rugling- inn með því að sýna þær? Til skýringar fylgja teikn- ingar Petrínu Jakobsdóttur af stúlkum í algengustu gerðum af íslenskum þjóðbúningum. Þjóðbúningar kvenna nú á dög- um eru einkum með fernu móti, upphlutur, peysuföt, skautbúningur og kyrtill. Upp- hlutur dregur nafn sitt af erma- lausa reimaða bolnum, sem er aðaleinkenni hans. Peysufötin af einkennisflík búningsins, svartri nærskorinni langerma peysu. Fréttamenn ættu líka að kynna sér muninn á skaut- búningi og kyrtli, til að rugla þeim ekki saman ef hátíðabún- ingurinn verður á vegi þeirra á þjóðhátíð. Að peysuföt og upphlutur voru ekki lögð að jöfnu, peysu- fötin meiri sparibúningur, sést af nýlegum ummælum 95 ára gamallar konu, Sigríðar þjóðhöfðingja fyrr og síðar, undir forustu Hannesar Haf- stein. Þá voru allar fram- reiðslustúlkumar í hvítum skyrtum við upphlutinn og með hvítar svuntur, hvort sem var í hátíðaveislunni í Gamla bamaskólanum eða þær riðu á undan fylkingunni til að skenkja í kristalsglösin í áning- arstöðum á leið austur á Þing- völl, Gullfoss og Geysi. Þetta þótti svo fínt að það varð tíska í áratugi, en er nú að hverfa aftur. Kannski ættum við að hafa áhyggjur af öðrum búningi á þjóðhátíð í sumar, þegar 50-60 þúsund manns skunda á Þing- völl á vordegi sem yfirgnæf- andi líkur eru skv. könnun á að verði rigning á og þá vatns- ósa jörð. I „Fatafella, Þjóðhá- tíðarljóð Fjallkonunnar" yrkir Kristján J. Gunnarsson: Fjallkonan fríða, fatafellan væna, hátt upp til hlíða hvergi sér í græna bót á blásnum urðum, berjalyng né runna. Allir þér unna. Sauðir sjálfala svíða þínar lendur. Blásnum á bala björkin visnuð stendur. Glatast kjóllinn græni, glæðist fok í hæðum. Kastar hún klæðum. Torfærutröllin töffarana kæta, flengjast um flöltin, festast, spóla, tæta, Skreið í brekku skriða, Skolar mold úr götum. Fækkar hún fötum. Djúpum í dali dökkar moldir ijúka, rofbarð og bali burt í mekki fjúka. Gisna gróðurslæðu grimmur vindur sverfur. Hnjáskjólið hverfur. Ástkonan kvalda, kærast manið ljósa, um aldir alda íslendingar hrósa fegurð þinria forma, fýsir þig að hljóta nakta - og njóta. 6 vikna námskeið í prjóntækni: 26. apríl - 31. maí 27. apríl -1. júní Innritun stendur yfir. Helgarnámskeið í prjóntækni: 13.-15. maí 10.-12. júní jðýtt hmw STORKURINN Hönnunarnámskeið •—------gcötniieSs&ui Laugavegi 59, sími 18258. („Qreative Workshop") 4.-5. júní MARKVISS KIÁLFUN - FYRIR SUMARID! Morgunhópur Daghópur Kvöldhópar Barnagæsla fitubrennslu- námskeið Hefst 2. maí. Það er ekki að ástæðulausu að námskeiðin okkar hafa verið fullbókuð frá upphafi! Innifalið í námskeiði: fitumæling og vigtun þjálfun 3-5x í viku uppskriftabæklingur m/léttu fæði mappa með fróðleik og upplýsingum matardagbók fræðsla og aðhald 5 heppnar og samviskusamar frá frítt þriggja mánaða kort Loksins bjóðum við nú upp á námskeið fyrir allar þær sem hafa verið áður á 8-vikna fitubrennslunámskeiði. Fastir tímar og frjálsir Mikið aðhald Allt nýtt fræðsluefni og uppskriftir Persónuleg ráðgjöf fyrir þær sem vilja Fitumælingar & viktun Vinningar í hverri viku fyrir þær sem mæta vel 5 heppnar og samviskusamar fá 3-mán kort í lok námsk. , jþitkö ÁGÚSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.