Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 24. AFRÍL 1994 ATVIN N tMAUGL ÝSINGAR Byggðu skóla i' Af ríku [ Mósambík og Angólu eru þúsundir barna án skóla. Fjöldi barna er munaðarlaus og býr á götum úti. „Development Aid from People to People" (Þróunaraöstoö frá fólki til fólks) leitar aö sjáifboðaliöum til að taka þátt í að byggja upp og endurnýja skóla. Þú verður hluti af evrópsku byggingarliði og munt vinna með innfæddum verkamönnum. Dagskráin er á eftirfarandi leið: - 4 mánaða undirbúningsnámskeið hjá Ferðamálalýðháskólanum í Danmörku. - 6 mánaða hjálparstarf í Mósambfk eða Angóla. - 2 mánaða upplýsingastarf í Evrópu. Upphaf: 1/8 eða 1/11. Um sjálfboðavinnu er að ræða og þú færð fæði, húsnæði og vasapen- inga í Afríku. Engrar sérstakrar reynslu er krafist. Við höldum upplýsingafund á íslandi þann 7. maí. Sendu okkur * fax ef þú vilt fá frekari upplýsingar (faxnúmer 90 45 43 99 59 82) eða sendu línu til: Development from People to People, Tástrup- Valbwei 122, 2635 Ishei. Danmörku. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKtlREYRI Geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri óskar eftir að ráða reyndan aðstoðarlækni (deildarlækni) til sex mánaða frá 1. ágúst 1994. Framlenging ráðningar kemur til greina. Umsóknir um starfið með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar yfirlækni deildarinnar, Sigmundi Sigfússyni, sem gefur nánari upplýsingar í síma 96-30100. Umsóknarfrestur er til 15. júní 1994. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Lögreglumenn Embætti sýslumannsins á Seyðisfirði auglýs- ir laus til umsóknar störf við sumarafleysing- ar hjá lögreglunni á Egilsstöðum, Seyðisfirði og á Vopnafirði. Æsklegt er að umsækjendur * hafi lokið prófi frá lögregluskóla ríkisins. Miðað er við að ráðið verði til starfanna frá 1. júní til 1. september. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist til undirritaðs á Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði, fyrir 10. maí nk. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, Seyðisfirði, 19. apríl 1994. Ungmennadeild Rauða kross íslands í Reykjavík óskar eftir að ráða starfskraft í 75% stöðu. Felst starfið í því að vinna með sjálfboðaliðum og sjá um almennan rekstur. Fer starfið að hluta til fram á kvöldin. Viðkomandi þarf að hafa góða tölvu- og bók- haldsþekkingu. Æskilegt er að hann hafi reynslu af félagsstörfum, geti unnið sjálf- stætt og sé vel skipulagður. Áhugasamir geta komið við á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum milli kl. 16.00 og 20.00 í Þingholtsstræti 3 og fyllt út um- sóknareyðublöð. Umsóknarfrestur rennur út 5. maí. IÐUNN • VANDAÐAR BÆKUR í 45 ÁR • Ertu atvinnulaus eða vantar aukavinnu? í' lEf svo er gætum við á söludeild Iðunnar átt erindi við þig. Við rekum kraftmikla söludeild sem náð hefur góðum árangri með þróun nýrra aðferða við sölu og kynningu bóka. Við höfum pláss fyrir fleiri sölumenn og/eða kynningarfulltrúa í það verkefni sem nú er í gangi og ný sem eru í undirbúningi. Það kostar lítið að hafa samband og fá nánari upplýsingar. Þetta gæti verið tækifæri fyrir þig. Upplýsingar í síma 28787 í dag og næstu daga milli kl. 13 og 17. Laus staða læknis Laus er staða heilsugæslulæknis við Heilsu- gæslustöðina Patreksfirði. Stöðunni fylgir hlutastarf á Sjúkrahúsinu Patreksfirði. Æskileg sérgrein heimilislækningar. Staðan veitist frá 1. júlí 1994, eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknir sendist stjórn Heilsugæslustöðv- arinnar Patreksfirði fyrir 20. maí 1994. Einnig vantar lækna til sumarafleysinga. Nánari upplýsingar veita Jón B. G. Jónsson, yfirlæknir, og Símon Fr. Símonarson, fram- kvæmdastjóri, í síma 94-1110. Kennarar! Grunnskólinn á Patreksfirði Kennara vantar í eftirtaldar greinar: Hand- mennt, myndmennt, smíðar, íþróttir, heimil- isfræði, raungreinar, alm. kennslu. Framhaldsskóli Vestfjarða, Patreksfirði Kennara vantar til kennslu raungreina og stærðfræði í 1. bekk alm. bóknámsbraut. Umsóknarfrestur er til 20. maí nk. Upplýsingar gefa Erna M. Sveinbjarnardóttir, skólastjóri, s. 94-1257, 94-1192 og 94-1366 og Jensína U. Kristjánsdóttir, formaðurskóla- nefndar, s. 94-1434. FELLAHREPPUR Fóstrur - leikskólastjóri Leikskólastjóra vantar við leikskólann „Hádegishöfða" í Fellabæ á Fljótsdalshéraði. Starfið er laust frá og með 1. júní, en æski- legt er þó að viðkomandi geti hafið störf fyrr. Nánari upplýsingar veitir sveitastjóri Fella- hrepps í síma 97-11341. Skólastjóri Laus er til umsóknar staða skólastjóra Tónlistarskóla Seyðisfjarðar. Einnig vantar kennara á eftirtalin hljóðfæri: Bassa, gítar, fiðlu, trommur, píanó, tré- og málmblásturshljóðfæri. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-21366 eða 97-21566. Vélstjóri - vélvirki Seltzer Drinks á íslandi óskar eftir starfs- manni til að sjá um viðhald og keyrslu á vélbúnaði fyrirtækisins. Við leitum að starfsmanni, sem er vanur að sjá um vélar, t.d. vélstjóra eða vélvirkja. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, óskast sendar á skrif- stofu okkar í Þverholti 17-21 fyrir 30. apríl. Snyrtivöruverslun Starfskraftur, vanur verslunarstörfum, á aldr- inum 25-40 ára, óskast strax til framtíðar- starfa. Vinnutími frá kl. 13.00-18.00 fimm daga vikunnar. Umsóknir, er greina aldur og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. apríl, merktar: „Miðbær - 4784.“ Smiöjuvegí 24d - Kópavogi - Sími 78866 og 78820 - Fax 78821 Óskum eftir að ráða kjötiðnaðarmann eða mann vanan úrbeiningu. Um er að ræða sumarvinnu, en framtíðar- starf kemur til greina. Upplýsingar veitir Birgir í síma 78866. Hárgreiðslustofa Óskum eftir að ráða hárskera og hárgreiðslu- svein eða meistara. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „H - 500“. Frá Fræðsluskrif- stofu Vestfjarða- umdæmis Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Sjúkrahúsið Sólvang í Hafnarfirði bráðvantar starfsfólk til sumarafleysinga og til lengri tíma. Um er að ræða: ★ Hjúkrunarfræðing, 60% næturvakt. ★ Hjúkrunarfræðinga, morgun- og kvöldvaktir. ★ Sjúkraliða, allar vaktir. Upplýsingar veitir Sigþrúður Ingimundardóttir, hjúkrunarforstjóri, sími 50281. Afgreiðslumaður - raftæki Lausar stöður Staða sálfræðings, heil staða. Staða kennsluráðgjafa, heil staða, hluta- starf kemur til greina. Framhaldsmenntun áskilin og reynsla af tölvuforritum æskileg. Staða talkennara, 50% starf. Aðsetur skrifstofunnar er á ísafirði, en til greina koma hlutastörf annars staðar í um- dæminu. Umsóknarfrestur er til 22. maí. Upplýsingar gefur Pétur Bjarnason, fræðslu- stjóri, í síma 94-3855. Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis. Fyrirtækið er þekkt innflutnings- og smá- sölufyrirtæki í Reykjavík. Hæfniskröfur eru að viðkomandi séu traust- ir, áhugasamir og þjónustuliprir. Æskilegur aldur um 35 ára. Vinnutími er frá kl. 9-18. Ráðning verður sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skólavörðustlg 1a - 101 Reykjavlk - Slmi 621355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.