Morgunblaðið - 24.04.1994, Side 24

Morgunblaðið - 24.04.1994, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 KVIKIWÍYWPIR/ HÁSKÓLABÍÓ tekur á næstunni til sýninga myndina Backbeat sem fjallar um upphafsár Bítlanna en segir einkum sögu Stuarts Sutcliffe, sem var einn af stofnendum Bítlanna og kærustunnar hans, Astrid Kirchherr. Stu Sutcliffe lést úr heilablóöfalli í Hamborg árið 1962, aöeins 22 ára gamall. Fimmti Bítillinn STUAJRT var vinur og skólafélagi Jons Lennons úr listaskóla í Liverpool. Hann þótti efnilegur mál- ari en um 1960 var hann tvístígandi hvort hann ætti að leggja málaralist- ina fyrir sig. Fyrir pen- ingana sem hann fékk fyrir fyrsta málverkið sem hann seldi, keypti hann sér bassagitar til að spila á í hljómsveitinni sem John vinur hans hafði stofnað ásamt Paul McCartney. Stuart var ekki jafnhæfileikaríkur tónlistarmaður og málari en áhugann vantaði ekki, þvi hann vildi allt til vinna að geta eytt nokkrum mánuðum í Hamborg með John og hinum í hljóm- sveitinni, sem var loksins búið að ákveða að ætti að heita The Beatles. Auk Pauls, Johns og Stuarts voru í hljómsveitinni á þessum tima George Harrison og trommarinn Pete Best. Fimmmenningarnir fóru með feiju tii Hamborg- ar, og héldu sig þar í St. Pauli, hafnarhverfi Ham- borgar og mesta lastabæli álfunnar. Þar fengu þeir gistingu á sóðalegri búllu og fóru að spila kvöld eftir kvöld á klúbbum á Reeperbahn og Grosse Freiheit. Hrá og kraftmikil tónlist Bítlanna aflaði þeim fljótt býsna mik- illa vinsælda í Hamborg. John var foringinn og vegna ákafrar og djarflegrar sviðs- framkomu var hann mest í sviðsljósinu frá upphafi en Stu, alltaf jafn kaidur og rólegur á sviði og gjarnan líkt við James Dean, var sá sem átti mestri hylli að fagna hjá kvenfólkinu. Aðdáendum Bítlanna í Hamborg fór sífellt fjölgandi og kvöld eitt kom í Kaiser- keller Klaus Voorman, ung- ur listamaður og tónlistar- maður. Hann féll strax fyrir hljómsveitinni, kynntist meðlimunum og tók kær- ustuna sína með sér að hlusta á þá strax næsta kvöld. Kærastan var Astrid Kirchherr, hún hreifst af hljómsveitinni en var dolfall- in yfir bassaleikaranum. Stuart sá Astrid í salnum og leit ekki af henni. Eftir það varð ekki aftur snúið. Astrid og Kurt fóru með Bítlana á bar eftir tónleikana og kynntu þá fyrir vinum sínum úr listamannaklíku Hamborgar. Paul, George og Pete leið illa innan um þetta fólk og John gerði grín að tilgerðinni sem honum fannst einkenna þetta lið en Stuart kunni vel við sig og sá ekkert nema Astrid. Þetta kvöld sauð í fyrsta skipti upp úr hjá vinunum Stu og John vegna Astrid og alltaf hvíldi yfir samskiptum Johns og Astrid skuggi þess að John fannst hún vera að koma upp á milli sín og vinar síns. Og þannig var það. Stuart dróst að Astrid og eyddi öll- um þeim tíma sem hann gat með henni og vinum hennar. Hann bytjaði að máia aftur, Örlagavaldur ASTRID Kirchherr var alltaf svartklædd og skar sig úr fjöldanum, jafnvel í fullu húsi aðdáenda Bitlanna. Vinirnir JOHN Lennon og Stu Sutc- liffe voru miklir vin- ir. Eins og James Dean STUART Sutcliffe var iðulega líkt við James Dean. Á sviði MEÐAN Stu Sutcliffe var í Bítlunum sá hann um bassaleikinn en Paul McCartney spilaði á gítar. hljómsveitin skipaði þriðja sætið á forgangslista hans. í Hamborg fara Bítlarnir í fyrsta skipti i stúdíó, að vísu aðeins til að syngja bakradd- ir en á þeim tímamótum kom í Ijós að hveiju stefndi. Stu var búinn að lofa að eyða deginum með Astrid. Hann tók hana fram yfir hljóm- sveitina og sat fyrir í mynda- töku hjá henni meðan Bítl- arnir sungu inn á plötu í fyrsta skipti. Fyrstu ferð Bítlanna til Hamborgar lauk skömmu síðar þegar Iögregl- an í Hamborg handtók þá og vísaði þeim úr landi vegna þess að þeir höfðu ekki at- vinnuleyfi. Þar sem George var ekki orðinn 18 ára var útilokað að fá slíkt leyfi. Strax og George náði 18 ára aldri árið 1961 sneru Bítlarnir aftur til Hamborg- ar. Þar beið Astrid og Stu, sem hafði hugsað stöðugt um hana, var orðinn svo upptekinn af henni að jafn- vel á sviðí frammi fyrir fullu húsi gat hann ekki einbeitt sér að hljómsveitinni ef Astrid var á staðnum. Við eitt slíkt tækifæri sauð upp úr í miðju lagi, tónleikamir leystust upp í rifrildi, Stu gekk af sviði og lenti í fram- haldi af því í slagsmálum við John úti á miðri götu. Á þessum tíma var Stuart með Astrid öllum stundum, hann málaði og málaði, vakti heilu sólarhringana og hélt sér gangandi á amfetamíni. Hann lifði hátt og hratt, sagðist vita að hann ætti ekki eftir að verða gamall og heilsa hans lét fljótt á sjá. Það kom í ljós þegar hann missti meðvitund í partíi. Eftir það fór hann í læknisskoðun og fékk að vita að gamall höfuðáverki væri farinn að há honum og þrátt fyrir ráðleggingar um að hægja á sér og halda sig frá amfetamíni lét Stuart Sutc- liffe ekki segjast. Þarna var hann búinn að ákveða að hætta í Bítlunum, setjast að í Hamborg og giftast Astrid. Hann spilar með hljómsveit- inni í síðasta skipti, skilur sáttur við John og Paul og verður eftir þegar þeir snúa heim til Liverpool. í Liverpool kemur fljót- lega í ljós að Bítlamir eru komnir á beinu brautina. Þær frábæru undirtektir sem þeir fá í Cavern Club spyij- ast út en Hamborg skipar sérstakan sess í huga þeirra og þangað snúa þeir aftur sigri hrósandi. Á flugvellin- um tekur Astrid á móti þeim, og færir þeim þær fréttir að Stuart sé dáinn. Hann hafði fengið heilablóðfall nokkrum klukkustundum áður en Bítl- arnir sneru aftur til Ham- borgar. Backbeat er fyrsta kvik- mynd leikstjórans Iains Soft- leys sem hingað til hefur unnið við að leikstýra tónlist- armyndböndum og auglýs- ingum. í tíu ár gekk hann með hugmyndina að mynd- inni í maganum. Árið 1983 að hann var að gramsa í hillum fornbókaverslunar í Manchester þegar hann fann bunka af gömlum svarthvít- um ljósmyndum og varð starsýnt á eina þeirra. Á henni voru þijár ungar manneskjur. Hann þekkti strax John Lennon en hin voru Stuart Sutcliffe og Astrid Kirchherr. Af augna- ráði þremenninganna og þeirri spennu sem honum fannst einkenna ljósmyndina réð hann strax að samskipti þessara þriggja ættu sér sögu sem þyrfti að segja. Það hugboð fékk hann stað- fest þegar hann fór að kynna sér söguna. Hann heimsótti móður Stuarts og systurií Liverpool, ræddi við kennara Johns og Stu og vini þeirra frá Liverpol og komst að þeirri niðurstöðu að þarna væri komin sagan sem hann hefði verið að Ieita að til að festa á filmu. „Það var ljóst að sagan um þetta nána samband Johns og Stuarts hafði aldrei verið sögð og með tilkomu Astrid varð þetta að einkonar þríhyrn- ingi. Ég var mér alltaf mjög meðvitaður um að sagan um Bítlana mætti ekki yfir- gnæfa ástarsögu Stu og Astrid eins og hefur marg- sinnis gerst í ótal bókum og ævisögum. Það sem mér fannst athyglisvert var að skoða samband Stuarts og Astrid og svo samband þeirra tveggja við John.“ Þegar hér var komið sögu fór Iain Softley til Þýska- lands hafði uppi á Astrid og Klaus Voorman og fékk hjá þeim söguna frá fyrstu hendi. Astrid féllst á að Iain reyndi að afla fjár til að gera myndina. Honum tókst að fá styrk til að vinna að handritinu árið 1987 og þá fóru hlutirnar að gerast, of- urhægt. Handritsdrögum Ia- ins Softleys var hafnað æ ofan í æ en hann fékk vana handritshöfunda til liðs við sig og árið 1992 lá fullgert handrit fyrir og Polygram samþykkti að taka þátt í kostnaði við gerð myndar- innar. í hlutverk Bítlanna völd- ust lítt þekktir leikarar. Fyrstur varð fyrir valinu Ian Hart í hlutverk Johns Lenn- ons, sem áður hafði vakið nokkra athygli í hlutverki Lennons í kvikmynd sem heitir The Hours And The Times og fjallar um frí sem þeir fóru í saman John Lenn- on og framkvæmdastjóri Bítlanna Brian Epstein. Gary Bakewell heitir skosk- ur leikari sem leikur Paul McCartney. Chris O’Neill leikur George Harrison. Hann leikur hér í sinni fyrstu kvikmynd, rétt eins og Scot Williams, tvítugur Liverpool- búi, sem ólst upp í næstu götu við æskuheimili Johns Lennons og fer með hlutverk Pete Best. í aðalhlutverkum mynd- arinnar, hlutverkum Stuarts og Astrid, eru hins vegar nokkuð þekktir bandarískir leikarar. Sheiyl Lee leikur Astrid og Stephen Dorff Stu- art. Sheryl Lee þekkja ís- lenskir sjónvarpsáhorfendur mætavel því hún sló í gegn í sínu fyrsta sjónvarpshlut- verki í framhaldsþáttum Davids Lynch um Twin Pe- eks. Þar lék hún sjálfa Lauru Palmer. Stephen Dorff, sem leikur Stuart, lék fyrst í kvik- mynd árið 1987 og vakti at- hygli fyrir nokkrum árum fyrir leik í mynd Johns Ávildsens, The Power of One, þar sem hann lék á móti Morgan Freeman og John Gielgud. Hann hefur einnig m.a. leikið í myndunum PK og Judgement Night. Backbeat var tekin á söguslóðum Bítlanna í Liv- erpool og á Reeperbahn og Grosse Freiheit í Hamborg. Klúþbarnir þar sem Bítlarnir lékuT Hamborg: Kaiserkell- er, Star Club og einnig Ca- vern Club í Liverpool voru endurskapaðir í upphaflega mynd með aðstoð Astrid Kirchherr sem lék talsvert hlutverk við undirbúning myndarinnar. Að sjálfsögðu leikur tón- list Bítlanna stórt hlutverk í Backbeat. Don Was var fenginn til að hafa umsjón með tónlistinni og hljóm- sveitin sem hann safnaði saman til þess að hljóðrita tónlistina er m.a. skipuð meðlimum úr Nirvana, R.E.M. og Sonic Youth.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.