Morgunblaðið - 24.04.1994, Síða 26

Morgunblaðið - 24.04.1994, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRIL 1994 + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpájsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Hjálmar og hjólreiðar Slysaskýrslur staðfesta að höf- uðslys barna og unglinga við hjólreiðar eru tíð hér á landi. Þann- ig kemur fram í grein, sem Krist- inn R. Guðmundsson heilaskurð- læknir skrifar í Læknablaðið fyrir skemmstu, að rúm 50% þeirra barna er vistast á. Borgarspítala vegna höfuðáverka slasast á reið- hjólum. Afleiðingar slíkra slysa geta verið mjög alvarlegar. Það er því full ástæða til þess að hvetja landsfeður og uppalendur til þess að taka hvatningu Ólafs Ólafssonar landlæknis hér í blað- inu fyrir skömmu um fyrirbyggj- andi aðgerðir, meðal annars með lögbindingu hjálmanotkunar, til gaumgæfilegrar athugunar. Fram kemur í grein landlæknis að fyrirbyggjandi aðgerðir í um- ferðinni hafí skilað góðum árangri, meðal annars að því er varðar tíðni heilaskaða á bömum og ungmenn- um. Þar kemur til aukin notkun bflstóla, bflbelta, höfuðhjálma og endurskinsmerkja. Ennfremur aukin umferðarfræðsla, aukinn áróður og aukin aðgát uppalenda. Þessi árangur á að vera okkur hvati til að gera enn betur. Landlæknir minnir á að nú séu liðin rúm tíu ár frá Norrænu slysa- þingi í Reykjavík (1983), þar sem hvatt var til lögbindingar á hjálmanotkun bama og unglinga. Astralir lögleiddu notkun hjálma við hjólreiðar bárna að 12 ára aldri fyrir nokkmm árum. Alvarlegum höfuðméiðslum barna. fækkaði þar í landi um 60-70% í kjölfar þeirr- ar ákvörðunar. í fimm fylkjum Bandaríkjanna, þ.e. New Jersey, Kalifomíu, Massachusetts, New York og Pennsylvaníu, hefur skyldunotkun hjálma einnig verið samþykkt. Orðrétt segir landlæknir í grein sinni: „Satt er að ýmsar fyrirbyggj- andi aðgerðir spara ekki fjármuni. Það kostar að halda heilsu. Annað mál er að fyrirbyggjandi aðgerðir kosta yfirleitt mun minna en lækn- ismeðferð til þess að halda heilsu. Heilsuhagfræðingar em yfirleitt sammála um að fyrirbyggjandi aðgerðir gegn umferðarslysum spari fé sökum lítils kostnaðar við framkvæmdina“. Mikið kynningarstarf Umferð- arráðs og fleiri aðila hefur leitt til þess að hjálmanotkun hefur aukizt um 20%. Sjálfgefíð er að halda áfram fyrirbyggjandi áróðri og fræðslu um þetta efni. Landlæknir telur hins vegar að stjórnvöld þurfi að leggja til þann herzlumun, sem á skorti enn, til að gera það sem hægt er gjöra með góðu móti og tiltölulega litlum kostnaði, það er að lögleiða hjálmanotkun barna og ungmenna í hjólreiðum. Það er í senn hagkvæmt og réttlátt að styrkja fyrirbyggjandi heilsu- og slysavarnir á öllum svið- um mannlífsins; að færa okkur í nyt lærdóm reynslunnar, hvort heldur er okkar. eigin reynsla eða annarra. Höfuðskaðar barna í hjól- reiðaslysum eru einn reynsluþátt- ur af mörgum, sem horfa verður til. Sá þáttur hefur þó þá sér- stöðu, að þar á í hlut ungviði, sem er í ábyrgð og umsjá hinna eldri. Sá árangur sem liggur fyrir af lögleiðingu Ástrala á notkun hjálma við hjólreiðar barna að 12 ára aldri er vegvísir sem ekki er hægt að horfa framhjá. cy A VIÐ EIGUM w^l:»heldur lítið af sannfærandi sögum úr hversdagslegum veruleika okkar og sjaldgæft maður rek- ist á jafn áhrifamikil verk úr íslenzkri samtíð og Jám- gresi Kennedys, The Prince of Ti- des eftir Conroy eða Breathing Lessons eftir Tyler sem leiftra upp bandarískt samfélag með þeim hætti að sterka samúð vekur með þessum ofurvenjulegu fórnarlömb- um “vestrænnar menningar" sem eiga meira sameiginlegt með náttú- rubömum Jacks Londons en virðist í fljótu bragði. Tolstoj fjallar um þennan hráslaga- lega hversdagsleika í skáldsögu sinni Dauði Ivans Illyich. Líf hans hafði verið afar einfalt og ofur venjulegt og þess vegna hið hræði- legasta, segir í 2. kafla þessa ein- stæða meistaraverks sem fjallar um aðalpersónuna andspænis dauðan- um einsog í öðru stuttu meistara- verki Tolstojs, Maður og húsbóndi, en dauðinn er aldrei hversdagsleg- ur, heldur einstæður og þess vegna mætti segja að sögumar fjölluðu báðar um einstæða atburði í lífí söguhetjanna. Bandarísku sögumar em skrifað- ar af fullkomnu öryggi sem skilar sér í stíl, persónusköpun og and- rúmi. Við gætum margt lært af þessari list, hún birtist ekkisízt í samtölum sem era 'einatt brotalöm- in í íslenzkum skáldverkum, óekta og tilbúin svoað til vandræða horfir þegar allt er ósmurt og .ískrar í ryðguðum lömunum. Stundum era samtöl í íslenzkum skáldsögum svo vandræðaleg að þau eyðileggja ann- ars ágætt efni og heldur vel skrifað- an texta að öðru leyti. Það er engu líkara en Gosi sé að tala við annan spýtukarl í tilbúinni veröld tréverks- ins; manneskjan einsog brottnumin úr umhverfi sínu. Góð samtöl era á fárra færi. r ÞESSIR BANDARÍSKU LátJ • höfundar og ýmsir aðrir þar vestra ijalla um veröld sem er, ofur- hversdaglegt og lítt spennandi mannlíf sem minnir einna helzt á HELGI spjoll goðsöguna um Sisy- fos og eilífa endur- tekningu; semsagt til- vistarlega harla óskemmtileg glíma við jafnvonlaus örlög sem Sartre segir við ættum sjálf að geta stjórnað, þótt allt annað sé ævinlega uppá ten- ingnum. En tilvistarstefnan boðar ekki einungis svartnætti, heldur á hún einnig sínar björtu hliðar og leggur þá ekki minnsta áherziu á að við getum haft lífíð í hendi okk- ar; það sé aðminnstakosti ekki bara dapurt og fáránlegt einsog eilíf endurtekning Sisyfos sem Camus skrifaði um með jákvæðu hugarfari og svo ætti einstaklingshyggja þessa boðskapar að vera þónokkuð uppörvandi; þ.e. tilgangsleysið er tilgangur í sjálfu sér. En þá mætti líka íhuga hvort þau örlög sem Sisy- fos var dæmdur til af guðunum, þ.e. að velta grettistaki uppímóti að eilífu, sé í raun neitt merkilegri en sú iðja kleppssjúklinga á sínum tíma, að bera sand uppá loft og kasta honum jafnóðum útum gluggana. Camus mundi þó líklega telja það þjónaði sínum tilgangi svolengi sem sjúklingamir væra með allan hugann við sandinn. Slík- ur verknaður væri tilgangur í sjálfu sér. En þá mætti spyija hvort síend- urtekningar í hversdagslegu lífí okkar séu sama eðlis og í raun fjalla flest skáldverk um það með einhveijum hætti; og þá ekkisízt íslendinga sögumar, þótt tilbrigði þeirra séu með ýmsum hætti og yfirleitt eftirminnileg. Þessar sögur fjalla öðram þræði um mannlíf á sturlungaöld, þótt þær séu í sögu- aldarbúningi. Þær fjalla semsagt um veröld sem er. Höfundur Völu- spár reynir afturámóti að varðveita sína heiðnu veröld sem var í þessu mikla ljóði og þannig hafa merkir skáldsagnahöfundar á þessari öld geymt komandi kynslóðum átakam- ikið mannlíf á aldahvörfum og sam- félag í fjörbrotum. Við eigum mikil skáldrit um þau efni. Einsog sturlungaöldin lifir áfram í fornum sögum 13. aldar, þannig varðveitist inntak og andrúm deyj- andi sveitamenningar í verkum þessara höfunda mikilla tímamóta og þjóðfélagsátaka. Þannig getur veröld sem var orðið að veröld sem er. Það er í listinni sem maðurinn lifír. Þar rís hann í andörlögum sín- um þótt hann haldi áfram að velta steini eða stunda kleppsvinnu. Það er svo annað mál hvað lifír af listinni, því þótt duttlungar okk- ar séu miklir og margvíslegir, eru þeir ekkert móts við duttlunga tímans sem vinsar úr og hefur ævinlega síðasta orðið. Einsog sjálfsævisögur Rousseaus og Goethes eða Þórbergs, Hagalíns og Laxness era þeirra sannleikur, þótt þær séu öðrum þræði sérstök tegund skáldskapar, þannig á tíminn einnig sinn sannleika sem er öllum skáldskap lygilegri. Þannig eram við öll viðstöðulaust að segja sögur úr lffí okkar og samtíð sem era sambland af skáldskap og veru- leika einsog í Fjallkirkjunni; eða Dichtung und Wahrheit einsog Go- ethe orðaði það. Við getum verið viss um það eitt, að það sem gert hefur verið er ekki ógert. Um það ekkisízt fjalla leikrit Shakespeares. Og öll list fjallar um þá staðreynd að við erum hér, hvortsem okkur líkar betur eða ver. Og við verðum að horfast í augu við það. Skilaboð Camus í Plágunni fjalla um það. En við reynum með ýmsu móti að gleyma því. En óttinn verður ekki læknaður með afþreyingu. Listin segir mikil tíðindi. Hún er sendi- boði. En við hlustum sjaldnast. List- in er kröfuhörð en við sækjumst eftir afþreyingu og reyfurum. En það er ekki sama hver sendiboðinn er. Kierkegaard hefur bent okkur á það með dæmisögunni um trúðinn sem var sendur inní bæinn þegar kviknaði í sirkustjaldinu til að segja frá tíðindunum. Enginn tók mark á honum. Uppá hveiju finna þeir næst, sagði fólkið, til að auka að- sóknina? Og hló að trúðnum meðan sirkusinn brann til kaldra kola. Maður sendir ekki trúðinn til að segja frá bruna og biðja um hjálp. Hann á að skemmta fólki og segja brandara. En hann á ekki að flytja vofeifleg tíðindi. M (meira næsta sunnudag) IMORGUNBLAÐINU í DAG, laugardag, er frá því skýrt, að vinna við undirbúning fjárlaga sé hafin af fullum krafti. Jafn- framt kemur fram, að sérfræð- ingar fjármálaráðuneytis vinni nú að langtímaáætlun í tengsl- um við fjárlagagerðina og í sam- vinnu við starfsmenn Þjóðhagsstofnunar og Seðlabanka, sem miði að því að eyða fjárlagahallanum í þrepum á næstu þrem- ur áram. Því markmiði eigi að ná með frekari niðurskurði og spamaði. I sömu frétt kemur fram, að fjárlög yfírstandandi árs geri ráð fyrir 9 milljarða halla en þegar séu vísbendingar um, að sú áætlun standist ekki að óbreyttu. Þess vegna sé nú unnið að því að koma í veg fyrir, að þessar áætlanir fari úr skorðum og að hallinn verði ekki meiri á þessu ári en fjárlög gera ráð fyrir. Fyrirsjáanlegt sé, að fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár verði lagt fram með umtalsverðum halla en ríkisstjórnin stefni að því að sá halli verði minni en fjárlög þessa árs geri ráð fyrir. Líklega er fátt mikilvægara í íslenzkum efnahagsmálum um þessar mundir en ein- mitt það að ná tökum á hallarekstri ríkis- sjóðs. Það hefur ekki gengið eins vel og núverandi ríkisstjórn stefndi að í upphafi þessa kjörtímabils. Hins vegar sýnir sú vinna, sem nú er hafin við undirbúning fjárlaga fyrir næsta ár og þriggja ára áætlun um að eyða fjárlagahallanum, að hvorki ríkisstjórnin né Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, hafa gefizt upp við þetta verkefni og væntanlega kemur sú reynsla sér vel, sem núverandi ríkisstjórn hefur öðlast á þessum þremur árum. í athyglisverðri grein, sem Davíð Odds- son, forsætisráðherra, skrifaði hér í Morg- unblaðið fyrir u.þ.b. tíu dögum fjallaði hann m.a. um þann árangur, sem náðst hefði í vaxtamálum á undanförnum mán- uðum og næstu skref í þeim efnum. í grein þessari lýsti hann þeirri skoðun, að svig- rúm væri til frekari vaxtalækkunar og færði ýmis rök fyrir því m.a. þessi: „I fímmta lagi er stefnt að því, að fjárlaga- halli verði minni á næsta ári en á þessu ári auk þess, sem fjármálaráðherra vinnur nú að viðmiðunar fjárlagavinnu fyrir næstu þrjú ár, þar sem forsendan er sú að eyða fjárlagahalla ríkisins." Það er ekki að ástæðulausu, að forsætis- ráðherra fyailar um fjárlagahalla ríkisins í tengslum við umræður um frekari vaxta- lækkun. Á undanförnum árum höfum við íslendingar lært ýmislegt í efnahagsmál- um. í fyrsta lagi gera bankar nú ekki leng- ur tilraun til að horfa framhjá því, að ein meginástæða fyrir háu vaxtastigi í landinu nú og á undanförnum áram era útlánatöp bankanna. Það er svo önnur saga hver ástæðan fyrir hinum miklu útlánatöpum er. Má kannski líta svo á, að sú fjármála- pólitík, sem hér hefur verið rekin í rúman áratug, þ.e. verðtrygging og mjög háir raunvextir séu ein meginorsökin fyrir út- lánatöpum bankanna? En í öðru lagi er landsmönnum væntanlega flestum orðið ljóst það skýra samhengi, sem er á milli vaxtastigs og lánsfjárþarfar hins opinbera. Lægra vaxtastig þýðir augljóslega bætta stöðu atvinnufyrjrtækjanna og aukna möguleika þeirra' á að leggja í nýj- af fjárfestingar. Lægra vaxtastig er aug- ljóslega ein bezta leiðin til þess að bæta kjör fjölmargra heimila í landinu, þótt auðvitað megi ekki horfa framhjá því, að því fylgja einnig lægri vaxtatekjur fyrir skuldlaus heimili. En miðað við þær upp- lýsingar, sem fyrir liggja um skuldastöðu heimila fer ekki á milli mála, að þau heim- ili eru margfallt fleiri, sem njóta góðs af vaxtalækkun en hin, sem verða fyrir tekju- skerðingu af þeim sökum. Og það er einmitt vegna þessa samheng- is á milli lánsfjárþarfar hins opinbera og vaxtastigsins, sem sú vinna, sem nú er hafin í fjármálaráðuneytinu að fjárlaga- gerð fyrir næsta ár og þriggja ára áætlun um eyðingu fjárlagahallans er svo mikil- væg. Við sækjum ekki kjarabætur og for- sendur fyrir nýrri uppsveiflu í efnahags- málum í þorskveiðar. Við sækjum heldur REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 23. apríl ekki kjarabætur og forsendur fyrir nýrri uppsveiflu í nýjan orkufrekan iðnað að öllu óbreyttu. Við sækjum hugsanlega ein- hveijar kjarabætur og forsendur fyrir nýrri uppsveiflu í þann vöxt, sem nú má merkja í efnahagslífí Bandaríkjanna, Bretlands og jafnvel Þýzkalands. En veigamesta fram- lag okkar sjálfra í þessum efnum er að óbreyttum aðstæðum það, að draga úr fjár- lagahallanum og eyða honum með öllu, draga þar með stórlega úr lánsfjárþörf hins opinbera og tryggja með þeim hætti veralega lækkun raunvaxta frá því, sem nú er. í þessum efnum stöndum við að mörgu leyti í sömu sporam og Bretar gerðu fyrir einum og hálfum áratug og rakið er með athyglisverðum hætti í fyrsta bindi ævisögu Margrétar Thatcher, sem út kom á sl. ári. Stríð Thatcher við fjárlaga- hallann MARGRÉT Thatcher tók við völdum í Bretlandi í maí 1979. Hún hafði þá verið leið- togi brezka íhalds- flokksins í stjómar- andstöðu í nokkur ár. Þann tíma hafði hún notað til þess að skilgreina þann vanda, sem Bretar stóðu frammi fyrir en stöðug hnignun Bretaveld- is alla tuttugustu öldina hafði ekki farið fram hjá nokkrum manni. Niðurstaða hennar var sú, að Bretar hefðu fjárfest of lítið, þjóðin hefði látið menntakerfí sitt drabbast niður og látið bæði verkalýðsfélög og atvinnurekendur komast upp með að mynda margvísleg hagsmunasamtök, sem hefðu dregið úr samkeppni og hagkvæmni í atvinnulífinu. Líttö samræmi hefði verið í orðum og gerðum íhaldsflokksins á und- anförnum áratugum. Flokkurinn hefði sagt eitt en gert annað. Hann hefði í stjórnar- andstöðu haldið fram kostum hins fijálsa atvinnulífs en ekki fylgt þeim orðum eftir í ríkisstjórn. Hann hefði talið sér til tekna að eyða meiru af opinberu fé en Verka- mannaflokkurinn hefði gert. Eitt af því, sem Thateher hélt fram á stjórnarand- stöðuárum sínum var að upplýsa yrði um kostnað við allar nýjar hugmyndir og stefnumótun, sem sett væri fram á vegum íhaldsflokksins. Ef sá kostnaður rúmaðist ekki innan ramma opinberra útgjalda yrðu slíkar hugmyndir ekki samþykktar. Nokkr- um dögum eftir að hún tók við völdum fyrir einum og hálfum áratug setti hún á ráðningarbann hjá hinu opinbera. í ævisögu sinni vitnar Thatcher til orða eins helzta samstarfsmanns síns, Keith Joseph í ræðu, sem hann flutti á árinu 1976, þar sem hann sagði m.a.: „Vissulega er það rétt, að við eram alltaf að tala um að skera niður opinber útgjöld, en reynslan er sú, að það er nánast ekkert annað en tal. Niðurskurður á opinberum útgjöldum hefur í raun þýtt, að við höfum leikið okk- ur með tölur... Niðurskurður opinberra útgjalda verður sjaldnast að raunveruleika, en þiýstingurinn á einkageirann er raun- veralegur. Vextir hækka, útlán banka dragast saman, skattar hækka, aðrar gam- aldags samdráttaraðgerðir eru notaðar. Einkageiranum er refsað fyrir sóun hins opinbera.“ Thatcher segir í bók sinni, að ríkisstjórn sín hafi orðið að bijóta upp þennan víta- hring. Hún hafí orðið að hemja opinber útgjöld og lántökur, hversu erfítt, sem það væri vegna þess að ella yrði einkageirinn að bera ofurþungar byrðar opinberrar só- unar. Hún gerði sér jafnframt grein fyrir því, að einstakir fagráðherrar mundu veija útgjöld sinna ráðuneyta með kjafti og klóm. Hún vissi að það mundi leiða til pólitískra erfíðleika en var sannfærð um, að hún hefði almenna flokksmenn með sér í þessari baráttu. „Þessi ríkisstjórn mun horfast í augu við efnahagslegar stað- reyndir,“ sagði Thatcher. Margrét Thatcher lýsir mismunandi sjónarmiðum, sem uppi voru innan brezka íhaldsflokksins, þar sem sumir ráðherra hennar hvöttu til þess, að lántökur yrðu auknar til þess að standa undir margvísleg- um útgjöldum. Hún segir: „Því meiri, sem opinberar lántökur yrðu, þeim mun meiri yrði þrýstingurinn á að hækka vexti til þess að fá fólk til að lána ríkissjóði þá peninga, sem hann þurfti á að halda.“ Umræður innan ríkisstjómarinnar komust á það stig, að rætt var um hækkun skatta til þess að komast hjá hækkun vaxta. Ein aðferðin var sú að skattleggja stórgróða bankanna. Hún segir: „Auðvitað vora bankamir mjög andvígir þessu; en stað- reyndin var sú, að þeir höfðu hagnast svo mjög vegna stefnu okkar, sem leiddi til hárra vaxta en ekki vegna aukinnar hag- kvæmni í eigin rekstri eða betri þjónustu við viðskiptamenn sína.“ Hefur þessum sjónarmiðum nokkum tíma verið hreyft hér á tímum, þegar bankamir hafa grætt mikið?! Thatcher segir frá fundi með einum helzta ráðgjafa sínum, Alan Walters, og lýsir orðum hans á þennan veg: „Hann fór aftur yfír ástæður þess, hvers vegna við gætum ekki lækkað vexti, sem efnahags- og atvinnulífíð þurfti bráðnauðsynlega á að halda, nema við takmörkuðum lántök- ur, sem nú væri ekki hægt nema með því að hækka skatta." Thatcher hækkaði skatta með því að hækka skattafslátt ekki í samræmi við verðbólgu, sem þá var 13% í Bretlandi. Hún lýsir mismunandi sjónar- miðum sínum og andstæðinga sinna á þennan veg: „Gagnrýnendur okkar töldu stefnu okk- ar í grandvallaratriðum ranga. Ef menn trúðu því, eins og þeir gerðu, að auknar lántökur hins opinbera, væra leiðin upp úr efnahagslegum öldudal, var afstaða okkar óskiljanleg. Ef menn trúðu því, eins og við gerðum, að leiðin til þess að koma uppsveiflu af stað: í efnahagslífínu væri sú, að lækka vexti, þá urðum við að draga úr opinberam lántökum." Margrét Thatcher hafði sitt fram. Stefna hennar leiddi af sér mikla erfíðleika í Bretlandi næstu misserin á eftir en bar að lokum eftirminnilegan árangur. Umræður þar og hér ÞESSAR UM- ræður fóru fram í Bretlandi fyrir ein- um og hálfum ára- tug. Þær hafa farið fram hér á nokkrum undanfömum árum. Að þessu leyti erum við áratug á eftir Bretum. Frá miðjum síðasta áratug hafa ------------1 ___________________ raunvextir á íslandi verið um og yfír 10% þar til nú síðustu mánuði. Hvorki atvinnu- fyrirtæki né heimili hafa staðizt þetta vaxtastig. Nú orðið er ljóst, að það er ein af helztu ástæðunum fyrir gjaldþrotum fyrirtækja og einstaklinga á undanförnum áram. Útlánatöpin sem bankamir eru að kljást við þessi misserin era m.a. tii komin vegna þessarar vaxtastefnu, þótt margt fleira komi að sjálfsögðu til. Við íslendingar bjuggum svo lengi við neikvæða vexti, þar sem eignir sparifjár- eigenda vora brenndar á báli verðbólgunn- ar, að menn skildu einfaldlega ekki áhrif og afleiðingar verðtryggingar og hárra raunvaxta. Nú er þjóðin reynslunni ríkari og skilur betur hvað um er að ræða. Alveg með sama hætti og Margrét Thatcher taldi óhugsandi að ná brezku atvinnulífí upp úr þeim öldudal, sem það var í fyrir rúmum áratug, án þess að tryggja umtalsverða vaxtalækkun og var þess vegna tilbúin til að beita öllum ráðum jafnvel skattahækkunum til að ná fram slíkri vaxtalækkun, er alveg ljóst, að ís- lenzkt atvinnulíf nær sér ekki á strik nema vextir lækki enn frekar en orðið er. Alveg með sama hætti og Margrét Thatcher gerði sér ljóst, að vextir mundu ekki lækka að ráði í Bretlandi nema hið opinbera drægi úr lántökum sínum, fer ekki á milli mála, að veralegur samdráttur í opinberam lántökum er ein helzta for- senda þess, að vextir geti lækkað enn frek- ar hér. Þess vegna er það átak, sem nú er unn- ið að í fjármálaráðuneytinu og Davíð Odds- son gerði að umtalsefni í fyrrnefndri grein svo mikilvægt. Og þess vegna skiptir svo miklu máli, að orð Keith Josephs verði ekki að veraleika hér á næstu mánuðum og misseram, að öll áform um niðurskurð opinberra útgjalda séu leikur að tölum og innantómt tal. Raunveraleikinn er sá, að orð þessa samstarfsmanns Thatcher eiga við um það, sem hér hefur gerzt á undan- förnum árum m.a. í tíð núverandi ríkis- stjómar. En ráðherrar í þessari ríkisstjórn eru reynslunni ríkari. Þess vegna hljóta menn að binda miklar vonir við þá vinnu, sem nú er hafin í fjármálaráðuneytinu. Morgunblaðið/Ingibjörg „ Alveg með sama hætti og Margrét Thatchertaldi óhugsandi að ná brezku atvinnullfi upp úr þeim öldu- dal, sem það var í fyrir rúmum áratug, án þess að tryggja umtals- verða vaxtalækk- un og var þess vegna tilbúin til að beita öllum ráðumjafnvel skattahækkunum til að ná fram slíkri vaxtalækk- un, er alveg ljóst, að íslenzkt at- vinnulíf nær sér ekki á strik nema vextir lækki enn frekar en orðið er.“ +

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.