Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUÐAGUR 24. APRÍL 1994 8 • * IT\ \ /""'er sunnudagur 24. apríl, 114. dagur ársins mJ VJ 1994. 3. s.e. páska. Árdegisflóð í Reykja- vík er kl. 4.58 og síðdegisflóð kl. 17.25. Fjaraerkl. 11.15 og 23.41. Sólarupprás í Reykjavík er kl. 5.25 og sólarlag kl. 21.29. Myrkurer kl. 22.31. Sól í hádegisstað er kl. 13.26 ogtunglið í suðrikl. 24.38. Því að þeim sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það sem hann hefur.“ (Mark. 4,25.) ÁRNAÐ HEILLA Q pTára afmæli. Á morgun O O 25. apríl verður átta- tíu og fimm ára Daníel Gislason, verslunarmaður, Sörlaskjóli 20, Reykjavík. Kona hans var Guðbjörg Elín Guðbrandsdóttir. Daníel dvelur nú í Borgar- spítalanum. verður sjötug Anna Jóns- dóttir, frá Hólmavík. Eigin- maður hennar var Kristján Jónsson, en hann Iést árið 1993. Anna tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Ár- bæjarbletti 4, Reykjavík á afmælisdaginn. Q/\ára afmæli. Á morg- Ov/un, 25. apríl, verður áttræð María Katrín Ár- mann, húsfreyja, Orms- stöðum, Norðfirði. Eigin- maður hennar er Aðalsteinn Jónsson, bóndi og fyrrver- andi oddviti Norðfjarðar- hrepps. pT/\ára afmæli. Á morgun O U 25. apríl er fimmtug Kolfinna Sigurvinsdóttir, íþróttakennari, Goðalandi 16, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Sverrir M. Sverr- isson, löggiltur endurskoð- andi. Þau taka á móti gestum í Rafveituheimilinu í Elliðaár- dal frá kl. 18 á afmælisdag- inn. GULLBRÚÐKAUP eiga í dag hjónin Pálína Hraundal og Óskar Hraundal, til heimilis í VR-húsinu, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Þau verða að heiman í dag. ORÐABÓKIIM Þrjú gleraugu - þrenn gleraugu Ég á von á því, að einhver lesenda þessara pistla hafi hrokkið við, þegar hann las eftirfarandi skýringu með mynd, sem birtist í Mbl. 16. þ.m., þar sem segir frá fyrstu gler- augnasýningu hér á landi: „Óskar Guðmundsson með þrjú af þeim gleraugum sem hann hefur hannað.“ Satt bezt að segja hefði ég seint búizt við þess konar orðalagi, en það færir mér heim sanninn um það, að málkennd virðist eitt- hvað fara hrakandi. Ofangreint dæmi eru engu betra en sagt væri: Hann á þrjár buxur. Vonandi segir enginn svo og heldur sig við þrennar buxur enn um sinn. I málfræðibók- um er talað um svonefnd tölulýsingarorð eða fleirfaldstöl- ur: Einir, tvennir, þrennir og fernir, með orðum, sem höfð eru í fleirtölu. Minna má á no. tónleikar. Haldnir eru einir eða tvennir tónleikar. Því miður má heyra menn tala um tvo eða þijá tónleika. Tónskáldið semur eitt lag eða tvö lög. Hins vegar semur Alþingi ein lög eða tvenn, enda get- ur það aldrei samið eitt Iag eins og tónskáldið. Þar sem alltaf er talað um gleraugu í ft., á að tala um ein gleraugu eða tvenn og þrenn. Nú vill svo til, að no. glerauga er til, en þá er átt við auga úr gleri, sem nefnist gerviauga. í því sambandi mætti tala um þrjú gleraugu, en alls ekki í ofan- greindu dæmi. - J.A.J. Þyrlukaupamál íslendinga eru nú komin í algjöra óvissu Þetta eru nú bara smá mistök, hr. Pálsson. Þið voruð heppnir að vera ekki farnir að fljúga þeim ... FRÉTTIR/MANNAMÓT VIÐEY. í dag kl. 14 er hald- in svonefnd „sögustund á síð- degi“. 200 ár eru liðin frá andláti Skúla Magnússonar og verður þess minnst með ýmsum hætti og er þetta fyrsta samkoman. Erindi flytja Lýður Bjömsson og sr. Þórir Stephensen, Helgi Skúlason les ljóð, Skúli Hall- dórsson tónskáld leikur eigin píanóverk og tveir listamenn, afkomendur Skúla, koma fram. Kaffiveitingar. Að- gangur er ókeypis og öllum opinn. Bátsferðir úr Sunda- höfn kl. 13.30 og kl. 13.50. Komið verður í land eigi síðar en kl. 17. SLYSAVARNAKONUR í Rvík. verða með afmælisfund fimmtudaginn 28. apríl kl. 19.30 stundvíslega í Höllu- búð, Sigtúni 9. Landsfrægir skemmtikraftar, söngdúett. Glæsilegt hlaðborð. VESTURGATA 7, Félags- og þjónustumiðstöð aldr- aðra. Miðvikudaginn 27. apríl kl. 14.15 verður kynning á verkum Tómasar Guðmunds- sonar undir stjórn Sigurðar Björnssonar. Leikarnir Hákon Waage, Jón Gunnarsson og Benedikt Árnason sjá um ljóðalestur. Ingibjörg Mar- teinsdóttir syngur við undir- leik Sigfúsar Halldórssonar. Kaffíveitingar. KVENFÉLAG Seljasóknar heldur kirkjudag sinn í dag. Guðsþjónusta verður kl. 14. Dóra Ingvarsdóttir, bankaúti- bússtjóri, prédikar. Kaffisala að lokinni messu. AFLAGRANDI 40, félags- og þjónustumiðstöð 67 ára og eldri. Félagsvist kl. 14 á morgun mánudag. Uppl. í síma 622571. fjallastöðinni, flytur erindi sem hann nefnir: Landris og sig vegna jöklabreytinga á íslandi. Öllum opið. SAMBAND dýraverndarfé- laga er með flóamarkað í Hafnarstræti 17, kjallara, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. KVENFÉLAG Bústaðar- sóknar heldur fund mánu- daginn 11. apríl kl. 20 í Safn- aðaheimilinu. Spilað verður bingó og veitt kaffi. HANA-NÚ, Kópavogi. Kleinukvöld verður í Gjá- bakka á morgun mánudag kl. 20. Arngrímur og Ingibjörg spila fyrir dansi. KIWANISKLÚBBURINN Góa er með fund á morgun mánudag kl. 20.30 í Kiwanis- húsinu v/Smiðjuveg 13a, Kópavogi. Öllum opið. ITC deildin íris heldur fund á morgun kl. 20.15 í Hjalla- hrauni 9, Hafnarfirði. Ollum opinn. FÉLAG eldri borgara í Rvík. og nágrenni. Brids- keppni, tvímenningur kl. 13 og félagsvist kl. 14 í Risinu í dag. Dansað í Goðheimum kl. 20. Á morgun mánudag opið hús í Risinu kl. 13-17. Síðasta söngvaka vetrarins kl. 20.30 mánudagskvöld. Stjórnandi Björg Þorleifsdótt- ir, undirleikur Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. ABK er með félagsvist í Þing- hól, Hamraborg 11, á morgun mánudag kl. 20.30 og er hún öllum opin. KIRKJA__________________ ÁSKIRKJA: Opið hús fyrir alla aldurshópa mánudag kl. HALLGRÍMSKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu Örk í kvöld kl. 20. HÁTEIGSKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. L AU G ARNESKIRK J A: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. Samvera hjóna- klúbbs kirkjunnar I safnaðar- heimili á morgun mánudag kl. 20.30. Umræður um starf- ið. Gestur verður sr. Ólafur Jóhannsson. SELTJARNARNES- KIRKJA: Fundur í æskulýðs- félaginu í kvöid kl. 20.30. NESKIRKJA: 10-12 ára starf á morgun mánudag kl. 17. Fundur í æskulýðsfélag- inu mánudagskvöld kl. 20. LÁRÉTT: 1 móða, 5 tungl, 8 hrognin, 9 rengla, 11 tuðra, 14 spil, 15 skordýr, 16 meið- ir, 17 yfírlið, 19 grennd, 21 lítilsvirt, 22 bragðgott, 25 fæða, 26 málmur, 27 leðja. ÁRBÆJARKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. Opið hús fyrir aldraða mánu- dag kl. 13—15.30. Mömmu- morgunn þriðjudagkl. 10-12. FELLA- og Hólakirkja: Fyr- irbænir í kapellu mánudaga kl. 18. Umsjón: Ragnhildur Hjaltadóttir. Æskulýðsfundur mánudag kl. 20. SELJAKIRKJA: Fundur hjá KFUK á morgun mánudag fyrir 6-9 ára kl. 17.30 og 10-12 ára kl. 18. Mömmu- morgnar þriðjudaga kl. 10. BORGARPRESTAKALL: Mömmumorgunn þriðjudag kl. 10-12 í Félagsbæ. Helgi- stund í Borgarneskirkju kl. 18.30.________________ Sjá Dagbók Háskóla íslands á bls. 46 LÓÐRÉTT: 2 bilbugur, 3 selfing, 4 teygist, 5 borða, 6 kjána, 7 ílát, 9 kústanna, 10 gamlingja, 12 hjara, 13 ákveður, 18 ákefð, 20 andað- ist, 21 skammstöfun, 23 dýrahljóð, 24 sauðkind. HIÐ ÍSLENSKA náttúru- fræðifélag verður með fund á morgun mánudag kl. 20.30 í stofu 101 í Odda, Hugvís- indastofnun Háskólans. Frey- steinn Sigmundsson, jarðeðl- isfræðingur á Norrænu eld- 14-17. BÚSTAÐAKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20.30. LANGHOLTSKIRKJA: Aft- ansöngur mánudag kl. 18. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRETT: 1 fomt, 5 óminn, 8 óraga, 9 ógáti, 11 angan, 14 sem, 15 glens, 16 aftri, 17 agn, 19 soga, 21 átta, 22 undrast, 25 óar, 26 ónn, 27 aki. LÓÐRÉTT: 2 org, 3 nót, 3 trissa, 5 ógaman, 6 man, 7 nía, 9 ólgusjó, 10 ágengur, 12 götótta, 13 neitaði, 18 garn, 20 'an, 21 ás, 23 dó, 24 an. . , -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.