Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 Skurðlnknar á Borgarspítalan- um. Frá vinstri: Ragnar Jónsson, gjaldkeri Slcwrð- læknafélags is- lands, Siguróur Þorvaldssan, for- maður félagsins, Guðmundur Geirsson, sér- frcoðingur i þvag- fmraskurðlsekn- ingwm, Guðjón Birgisson deildar- lceknir og Tómas Guðbjartsson deildarleeknir. Guðjón Haralds- son, sérfreeðingur i þvagfeeraskurð- leekningum, og Þórir Ragnarssen, sérfreeðingur i hoilaskwrðleekn- ingum, gátu ekki verið viðstaddir myndatökuna. eftir Grétu Ingþórsdóttur FRAMFARIR í skurðlækningum hafa ver- ið miklar og hraðar síðustu árin og sér enn ekki fyrir endann á þeirri þróun, sem betur fer. Með nýrri smásjár- og mynda- tökutækni hafa skurðlækningar tekið á sig nýja mynd. I stað þess að gera stóra holskurði er nú i mörgum tilfellum hægt að fara inn í líkamann um örlítil göt, skurðlæknirinn framkvæmir aðgerðina með aðstoð sjónvarpsskjás og sjúklingur- inn fær oftar en ekki að fara heim eftir færri legudaga og getur fyrr byijað að vinna en eftir hefðbundna aðgerð. Með færri legudögum sparast kostnaður en á móti kemur að tækjabúnaðurinn til að gera þessar aðgerðir er mjög dýr. Félag- ar í Skurðlæknafélagi íslands fylgjast vel með nýjungum á sviði skurðlækninga auk þess sem mikil og merk rannsóknavinna er stunduð af félögum. Þeir deila þekk- ingu og niðurstöðum rannsókna sinna hver með öðrum á Skurðlæknaþingum sem haldin eru árlega. Þar nota einnig ungir skurðlæknar, sem verið hafa erlend- is í námi, tækifærið til að segja frá nýjung- um sem þeir hafa kynnst þar. ♦ ISkurðlæknafélagi íslands eru almennir skurðlæknar, bijóstholsskurðlæknar, lýta- læknar og beinalæknar. Félagið var stofnað árið 1957 og hefur haldið Skurðlæknaþing frá árinu 1972 eða í 22 ár. Fyrstu árin voru þing- in annað hvert ár en frá 1986 á hveiju ári. Þingin hafa vaxið að umfangi og er nú svo komið að hvert þing stendur í tvo daga og samhliða því er sett upp sýning á nýjustu tækjum og tækni sem notuð eru í faginu. A nýafstöðnu þingi var 51 fyrirlestur fluttur af íslenskum læknum auk þess sem sérstakur gestafyrirlesari, Martyn Webster frá Cannies- bum Hospital í Glasgow, flutti þijú erindi. í þinglok var hann síðan gerður að heiðursfélaga í Skurðlæknafélagi íslands. Hér á eftir verður tæpt á nokkrum þeim erindum sem flutt voru á þinginu og gerð grein fyrir því í hverju sum- ar helstu nýjungamar eru fólgnar. Þórir Ragnarsson, sérfræðingur í heila- skurðlækningum, flutti á Skurðlæknaþingi yf- irlit yfir tæplega 30 aðgerðir vegna æxla eða hnúða í heiladingli sem gerðar hafa verið í samvinnu við fleiri lækna á Borgarspítala frá 1987. Heiladingull er innkirtill og er hann mikil- vægur í framleiðslu og stjórnun hormónamynd- unar annarra líffæra. Æxli í heiladingli veldur ýmist breytingum í hormónastarfsemi eða þrýstingi á heilann sjálfan, aðallega á sjóntaug- ar og veldur þannig sjóndepru. Það sem óvana- legt er við aðgerðimar, sem Þórir gerði grein fyrir, er að í stað þess að gera gat á höfuðkúp- una til að komast að heiladingli, sem situr í skál í botni hennar, þá er farið með skurðsmá- sjá um nef og nefkok. Þeirri aðferð fylgir minna álag og minni áhætta fyrir sjúklinginn. Góðkynja stækkun blöðruhálskirtils Árlega fara um 400 íslendingar í skurðað- gerð vegna góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun- ar. Með nýrri tækni, sem Guðmundur Geirs- son, sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum, kynnti á Skurðlæknaþingi má að öllum líkind- Hættum við að leggjast undir hnífinn? Meó nýrri smásjár- og myndatöku- tækni haffa skurólækn- ingar tekió á signýía mynd. I staó þess aó gera stóra hol- skurói er nú í mörgum til- ffellum hægt aó fara inn i líkamann um örlítil göt Aógeró geró á heiladingli meó þvi aó lara inn um nef og nef- kok meó skurósmásjá. A mynd- unum heegra megin eru þver- snió af heila fyrir og eflir eexlis- brottnám. um fækka þeim töluvert. Einnig má áætla að fleiri karlmenn sem hafa ein- kenni stækkunar en fara ekki í aðgerð gætu haft not af þessari nýju með- ferð. Góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli er einn al- gengasti sjúkdómur eldri karlmanna. Stækkunin byijar þegar eftir miðjan aldur og vex síða^ með árunum. Nýlegar rann- sóknir í Skotlandi hafa sýnt að u.þ.b. fjórðungur karlmanna, á aldrinum 40-79 ára hafa talsverð einkenni vegna góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun- ar og gera má ráð fyrir að u.þ.b. tíundi hver karl- maður fái það mikil ein- kenni að einhverskonar meðferð sé nauðsynleg. Sýking getur breiðst í blóð og nýru Einkennin koma fram þegar kirtillinn stækkar það mikið að hann þrýstir saman þvagrásinni. Oft byija þau með tíðari þvagl- átum, jafnt á nóttu sem degi. Þetta gerir það að verkum að blaðran tæmist oft illa. Ófullkomin tæm- ing eykur líkur á sýkingu í blöðru sem í sum- um tilfellum getur breiðst í blóð og nýru. Stundum þrengir blöðruhálskirtillinn það mikið að þvagrásinni að algjört þvagstopp verður. Algjör þvagstíflun veldur sárum verkjum í neðri hluta kviðar vegna kröftugrar þenslu á blöðrunni. Kirtillinn skrældur út Að sögn Guðmundar hafa um 90% sjúklinga sem hingað til hafa verið meðhöndlaðir vegna góðkynja blöðruhálskirtilsstækkunar farið í skurðaðgerð. Aðgerðin er oftast framkvæmd í gegnum þvagrásina og er kirtillinn skrældur út í smá bitum. Árangurinn af þessum aðgerð- um er yfirleitt mjög góður. Árlega eru fram- kvæmdar um 400 slíkar aðgerðir hér á landi. Eins og allar skurðaðgerðir þá felur þessi með sér vissar líkur á aukaverkunum, m.a. vegna blæðinga og sýkinga. Eftir slíka aðgerð er einn- ig algengt að við sáðlát fari mestur hluti sæðis- vökvans upp í blöðruna í stað þess að spraut- ast út. Svona aðgerð felur í sér dálitla hættu á örmyndunum í þvagrás sem gæti krafist við- bótar aðgerðar. Mjög sjaldgæft er að aðgerðin leiði til þvagleka en áhættan er fyrir hendi. Örbylgjuhitun Á undanfömum ámm hafa komið fram nýir möguleikar, bæði iyf og ný tækni, til meðhöndl- unar á stækkuðum blöðmhálskirtli. Ein slík aðferð er svokölluð örbylgjuhitun. Meðferðin fer þannig fram að sérstakur þvagleggur, útbú- inn með örbylgjuloftneti, kæligöngum og hita- nemum, er færður inn í þvagrásina. Örbylgj- urnar hita miðhluta kirtilsins upp í 45-60 gráður þannig að hann dregst saman og sam- tímis er þvagrásin kæld til að koma í veg fyr- ir verki og óþægindi. Meðferðin fer fram án innlagnar á sjúkrahús og einungis er þörf á staðdeyfingu í þvagrásina. Sjálf meðferðin, sem er að nokkra leyti stjórnað af tölvu, tekur u.þ.b. 60 mínútur og fara sjúklingar heim að henni lokinni. Minni aukaverkanir í nýlegri framsýnni rannsókn, sem Guð- mundur tók þátt í á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg og hann kynnti á Skurðlækna- þingi, var örbylgjuhitameðferð borin saman við hina hefðbundnu skurðaðgerð hjá 70 sjúkl- ingum. í ljós kom að örbylgjumeðferðin gaf mjög góðan árangur. Hjá flestum sjúklinganna minnkuðu einkenni mikið, þ.á m. blöðrutæm- ing, þvagflæði og hin tíðu þvaglát. Þótt árang- ur skurðaðgerðarinnar væri tölfræðilega heldur betri voru aukaverk'anir örbylgjumeðferðarinn- ar mun minni og vægari samanborið við skurð- aðgerð. Árangur þessarar nýju meðferðar er því, að sögn Guðmundar, mjög viðunandi og sýnir rannsóknin að árangurinn varir í a.m.k. 2 ár. Tæknin gætur leitt til sparnaðar Sá tækjabúnaður sem er nauðsynlegur fyrir hitameðferð samanstendur af ómunartæki og örbylgjugjafa með tilheyrandi tölvubúnaði. Þessi tækjabúnaður er ekki til hér á landi. Guðmundur segir að þrátt fyrir að tækin séu nokkuð dýr hafi tæknin fljótt orðið vinsæl í flestum löndum beggja vegna Atlantshafsins og á hinum Norðurlöndunum sé þegar fjöldi svona tækja í notkun. „Mikilvægt er að við Islendingar tileinkum okkur fljótt nýjungar í læknisfræði. Benda má á að oft getur ný tækni, þótt hún sé kostn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.