Morgunblaðið - 24.04.1994, Side 16

Morgunblaðið - 24.04.1994, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 yfir gömlu og virðulegu húsi þeirra hjóna, enda þótt frúin sjálf þvertaki fyrir að hafa franskan smekk. Hún getur þó ekki neitað því að Frans- menn áttu stóran þátt í því að gera hana að dömu, því í heilan vetur var hún í námi hjá Madame Lucky, fyrrum sýningarstúlku hjá Dior, sem kenndi stúlkum tiginna manna siði og leiddi þær í sannleikann um hátískuna. Þegar hún hafði numið þau fræði í París kom hún heim og stofnaði Tískuskóla Andreu sem hún rak í ellefu ár. Afhjúpun Andrea segist alltaf hafa verið fagurkeri. „Móðir mín var líka mik- ill fagurkeri og kvenleg kona. Hún var óþreytandi að innprenta mér háttvísi og kurteisi og talaði um hluti sem kannski allir vita en ræða ekki upphátt, eins og til dæmis það, að ekki væri nóg að vera í failegum kjól ef undirfötin væru í ólagi. Döm- ur ættu ekki að setja naglalakk á lykkjuföll eða vera í bijóstahöldum með siitnum hlýra. Þú gætir lent í slysi, sagði hún, og þurft að fara upp á sjúkrahús. Þar yrðir þú af- hjúpuð og mundu, að allir hafa tungu! Eg var síðar með hóp hjúkrunar- kvenna í skólanum hjá mér og sagði að það væri kannski óþarfi af mér að ræða um þrifnað við þær, en þá sagði ein yfirhjúkrunarkonan fast- mælt: Frú Andrea, þér getið aldrei farið of ítarlega í þessa hluti.“ Áður en Andrea hélt til Parísar dvaldi hún á þriðja ár í Boston í Bandaríkjunum þar sem hún vann á verkfræðiskrifstofu, en fékk síðan um sér sem öðrum. Það er óþarfí að taka fram að mannasiðir tíðkast jafnt í heimahúsi sem á vinnustað, á opinberum stöðum sem í nærveru sálar. Þeir eru í vissum skilningu ytra borð eða ef til vill brot af þeim innra manni sem okkur þóknast að sýna umheiminum hveiju sinni. Af ýmsu má mæla siðfágun fólks og umgengnisþroska. Af tali þess og klæðaburði, látbragði og viðmóti, raddblæ og rithætti svo eitthvað sé nefnt.“ Andrea fékk þá hugdettu, eins og hún segir, að stofna skóla og kenna íslenskum konum háttvísi. Frænka hennar Högna Sigurðar- dóttir arkitekt í París, þær frænkur eru reyndar bæði systra- og bræðradætur, kannaði hvaða skólar stæðu henni til boða_ og hóf Andrea síðan nám í París. í skólanum var hún í einn vetur ásamt stúlkum hvaðanæva úr heiminum. „Við vor- um bæði í hóp- og einkatímum. Þetta voru stúlkur sem þurftu að kunna að taka á móti gestum. Við lærðum að umgangast fólk, hreyfa okkur, ganga uppi á pöllum, klæða okkur úr og í kápu, halda á regn- hiíf og svo framvegis. Það er ekki sama hvernig maður hreyfir sig, það er til dæmis ekki meiningin að mað- ur dingli höndunum í samkvæm- iskjól." Og frú Andrea stendur upp og sýnir mér hvernig dömur eiga að hreyfa sig og býður mér síðan inn í borðstofu með þeim þokkafyllstu hreyfingum sem ég hef nokkru sinni séð. „Mér fannst ekki vanþörf á því að kenna mannasiði hér heima,“ hún mætti borða með þá? Maðurinn sem gaf sig út fyrir að kunna helstu siði og reglur, sagði að það ætti hún vitanlega að gera. En að sjálfsögðu borða dömur ekki með hanska. Skólinn minn hafði kannski lítið með tísku að gera, enda þótt ég hafi eitt sinn staðið fyrir mikilli tiskusýningu. Það var fremur hátt- vísi sem ég var að kenna og kvenleg- ar dygðir. Nemendur mínir voru konur úr öllum stéttum þjóðfélags- ins á aldrinum 15 til 70 ára og það var alltaf mikil aðsókn að skólan- um.“ - Samt hættir þú með skólann? „Ég hafði eignast son og mér fannst svo leiðinlegt að geta aldrei háttað hann á kvöldin. Mér fannst það synd að geta ekki átt með hon- um meiri tíma, þetta er nú einka- barnið okkar.“ Ósiðir Eftir að Andrea hætti með skól- ann hefur hún verið húsmóðir í þessu stóra húsi. í húsinu er þó reyndar enn skóli, því í kjallaranum er eiginmaðurinn með Málaskóla Halldórs. Sonurinn, sem nú er upp- kominn, er úti í heimi sem stendur og á örugglega ekki í vandræðum með að umgangast fólk af háttvísi. „Að sjálfsögðu kenndum við hon- úm góða siði, ég og móðir mín, en hún bjó iengi hjá okkur. Þegar hann var ijögurra ára sendi ég hann þó í ieikskóla svo hann gæti lært að umgangast önnur börn. Ég man að einn daginn kom hann heim úr leik- skólanum og spurði mig hvað ég væri gömul. Þegar ég spurði hann hvers vegna hann vildi vita það, Frú Andrea: Hvað skyldu margir vita að enginn má setjast fyrr en húsmóðirin hefur fengið sér sæti? Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson eftir Kristínu Marju Baldursdóttur/myndir Sverrir Vilhelmsson FÁGUÐ framkoma hefur ekki verið aðalsmerki ís- lendinga þótt alltaf hafi verið til kurteisir menn á íslandi sem hafa mannast á erlendri grundu og fært með sér háttvísi heim. Fyrir öld hippa og aga- leysis var ástandið alls ekki svo slæmt hér á landi, menn þéruðust og tóku ofan fyrir dömum, en síðan fór allt niður á við og er nú rætt um brussugang á báða bóga þegar samskipti kynja eru höfð í huga. WMUKEHB&BBBi En nú þegar íslendingar vilja Meistarinn í manna- siðum, frú Andrea Oddsteinsdóttir, segir að mæla megi siðfágun fólks af tali þess og klæðaburði, látbragði og viðmóti, raddblæ og rithætti vera þjóð meðal þjóða sjá þeir mikilvægi þess að kunna þá mannasiði sem gilda meðal sið- menntaðra þjóða og ef einhver Islendingur er vel að sér í þeim fræðum, er það frú Andrea Oddsteinsdóttir. Hún stofnaði skóla á sínum tíma til að kenna íslenskum konum háttvísi og telst af mörgum vera frum- heijinn á því sviði hér á landi og lærimeistari þeirra sem á eftir komu. að fer ekkert á milli mála að menn eru að heimsækja dömu þegar þeir stíga inn- fyrir hjá frú Andreu. Jafnvel fram- koma heimilishundsins er óað- fmnanleg og segir Halldór, eigin- maður Andreu, að frúin hafi að sjálf- sögðu kennt tíkinni þessa hæversku framkomu. Franskur andblær er starf hjá Útvegsbankanum þegar hún kom heim. „Það var nú ekki auðvelt að fá vinnu hjá bankanum á þessum tíma og ekkert óalgengt að menn fengju það í gegnum klíku. En ég pantaði mér tíma hjá skrif- stofustjóranum Henrik Thorarensen og mætti síðan á fund hans. Hann sagði að það væri enga vinnu að fá hjá þeim, en spjallaði aðeins við mig og spurði mig hvað ég hefði verið að gera til þessa. Síðan kvödd- umst við og ég bjóst ekki við að heyra frá honum meir. En viku seinna, á laug- ardegi, er bankað upp á hjá mér og úti fyrir stendur Henrik Thorar- ensen. Hann sagði: Ég átti leið hér um og vildi segja yður að þér getið mætt á mánudaginn. Þetta var nú bara ofurlítil grobb- saga,“ bætir hún svo við. SiAfágun Andrea vill nú ekkert fuilyrða um að framkoman hafi ráðið úrslitum í þetta sinn, en það er ekki úr vegi að spyrja hana hvað séu að hennar mati mannasiðir? „Mannasiðir ná til flestra ef ekki allra mannlegra samskipta," segir Andrea. „Það sama gildir um þá og siðfræðina sem þeir eru að nokkru leyti runnir frá. Hvoru tveggja fylgja skyldur, jafnt gagnvart sjálf- Fólk er sí- borðandi, úti á götu og hvar sem er segir hún. „Ég stofnaði skólann árið 1962 og var með hann fyrstu átta árin á Skólavörðustígnum í mjög skemmtilegu húsnæði sem Högna frænka mín innréttaði. Síð- ustu Ijögur árin var ég svo með hann hér í húsinu. Skólinn byijaði síðdegis hvern dag og var langt fram á kvöld. Hvert námskeið stóð í sex vikur og ég var bæði með einstaklinga og hópa frá fyrirtækj- um. Til dæmis fékk dr. Broddi Jóhannsson þá- verandi rektor Kenn- araskólans, mig til að halda fyrirlestra yfir kennaranem- um um mannasiði. Þetta var stór hópur og ég kveið þessu voðalega því ég er nú frekar til baka að eðlis- fari. Þarna voru sætir strákar sem reyndu auðvitað að setja mig út af laginu. Af hveiju má_ ekki sleikja hnífinn? hrópuðu þeir. Ég skýrði það fyrir þeim að það væru ástæður fyrir öllum reglum. Mörgum er illa við reglur, en á þeim byggist nú einu sinni lífið. Það veitir öryggi að vita hvernig manni ber að haga sér. Mér dettur nú í hug í þessu sam- bandi galaballið sem var í Perlunni um síðustu áramót. Stuttu áður var þáttur á einhverri útvarpsrásinni þar sem maður sat fyrir svörum varðandi mannasiði. Stúlka hringdi inn, sagðist ætla að vera með háa hanska á umræddu balli og hvort sagði hann að fóstrurnar vildu vita það. Og hveiju svaraðir þú, spurði ég. Ég sagði að þú værir sjötu , sagði hann í einlægni." Og Andrea hlær innilega þegar hún riQar þetta upp. „Frændi hans hafði nefnilega orðið sjötugur skömmu áður og honum fannst eðli- legt að fullorðnir væru allir á þeim aldri. En vitanlega talaði fólk um mig og skólann á þessum árum.“ I skóla Andreu lærðu konur að umgangast fólk á fágaðan máta, lærðu borðsiði, veislusiði, kynning- ar, lærðu að hreyfa sig rétt, snyrta sig, greiða og allt sem snerti klæða- burð. í einkatímum tók frúin þær svo fyrir og las heldur betur yfir þeim, einkum ef þær höfðu gleymt að lauga hendumar eftir að þær komu af snyrtingu. - Það er nú liðin tíð að þær gleymi því, er það ekki? segi ég. Hún horfir í aðra átt og getur vart leynt vanþóknun sinni. Tíkin Táta opnar dyrnar út á svalir, hverf- ur út og lokar hljóðlega á eftir sér. „Jú, það tíðkast því miður enn- þá,“ segir hún. „Ég tek eftir því þegar ég fer á snyrtingu í leikhús- inu. Mörgu er enn ábótavant í þrifn- aði. Ég sé oft illa hirtar tennur, kannski af því að fólk hefur ekki efni á að fara til tannlæknis, og alltof margir eru í óburstuðum skóm. Auk þess eru ósköp að sjá sumt kvenfólk ganga á háhæluðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.