Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 11 aðarsöm í byijun, leitt af sér þjóðfélagslegan sparnað, t.d. minni þörf á innlögnum á sjúkra- hús og kostnað við að senda sjúklinga utan ef ný meðferð er ekki til hérlendis," segir Guðmundur. Samanburiur á opinni aógeró og br jóslholsaógeró meó kvió- sjá. Í kviósjáraógeró er farió meó myndavél inn um litió gat á hlió brjóstkassans og meó verkfæri inn um tvö göt, framan og aftan á br jóstkassanum. Skuróurinn (brotin lina) sem geróur er i opinni brjóstholsaó- geró nær nokkurn veginn á milli þessara tveggja gata. Aðgerðir við loftbrjósti Fyrsta gallblöðrutakan um holsjá á Borgarspítalanum var gerð í nóvember 1991. Eftir að ákveðin reynsla hafði fengist af þessari tækni var byijað á bijóst- holsspeglunum og aðgerð- um við sjálfkrafa loftbijósti um holsjá í apríl 1992. Loft- bijóst er það kallað þegar leki kemur að lunga og stundum leggst það saman í kjölfarið. Frá apríl 1992 og þar til í mars á þessu ári var gerð 41 bijósthols- aðgerð um holsjá, þar af 28 vegna loftbijósts. Karlar voru í meirihluta, eða 23, og meðalaldur var 28 ár. Gunnar H. Gunnlaugsson, yfirlæknir á skurðlækn- ingadeild, gerði flestar að- gerðirnar en Guðjón Birgis- son, deildarlæknir á skurð- lækningadeild, tók saman yfirlit yfir þær og gerði grein fyrir þeim á Skurð- læknaþingi. Ótvíræðir kostir Svo virðist sem hávöxn- um, grönnum mönnum sé hættara við að fá loftbijóst en flestum öðrum en að sögn Guðjóns er ekki vitað nákvæmlega hvað veldur. Aður en holsjárnar komu til sögunnar var yfirleitt lagður inn keri en ef það dugði ekki til þá þurfti að gera mjög stóran skurð til að gera litla aðgerð þegar inn var komið. Að sögn Guðjóns eru kostir holsjáraðgerðarinnar bundna aðgerð hefur lítið breyst í rúma öld þar til nú, að reynt er að framkvæma hana með kviðsjá," segir Tómas. Einar ellefu nárakviðslitsaðgerðir hafa verið gerðar með kviðsjá á Landspítalanum frá því í apríl í fyrra og þar til í mars í ár. Tómas segir aðgerðina taka lengri tíma en með hefð- bundinni aðferð en sá tími eigi eftir að stytt- ast með aukinni þjálfun læknanna. Hann segir enga fylgikvilla hafa komið upp í aðgerð en eftir aðgerð hafi einn sjúklingur fengið endur- tekið kviðslit. Samkvæmt erlendum rannsókn- um virðast sjúklingar ótvírætt vera komnir mun fyrr til vinnu eftir kviðsjáraðgerð en ekki er enn fulltreynt með fylgikvilla. „Ég tel að ekki eigi að hafa fyrir reglu að beita kviðsjárað- gerð þegar sjúklingur fær kviðslit í fyrsta sinn fyrr en frekari reynsla er komin á aðgerðirn- ar. En í dag er ljóst að um er að ræða fýsi- lega valaðgerð þegar sjúklingur fær endurtek- ið kviðslit eða hefur kviðslit báðum megin, enda er hefðbundin aðgerð erfiðari í slíkum tilvikum." Hins vegar segir Tómas að tíminn eigi eftir að leiða í ljós hvort þessi aðferð muni leysa hina hefðbundnu af hólmi. Helstu vangavelturnar í því sambandi séu þær hvort færri veikindadagar muni vega upp á móti miklum kostnaði við aðgerðina. Auk þess sem enn sé ekki á hreinu hver tíðni endurtekinna kviðslita sé eftir kviðsjáraðgerð í samanburði við hefðbundna aðferð. 100 aðgerðir Magnús Eric Kolbeinsson, sem starfar í Bandaríkjunum, hefur gert um eitthundrað holsjáraðgerðir við nárakviðsliti. Hann starfar nú tímabundið í afleysingum á Borgarspítala og flutti erindi um kosti og galla áðurnefndra aðgerða á Skurðlæknaþingi. Niðurstöður og reynsla Magnúsar sýna fram á að ágæti holsjá- raðgerða sé óumdeilanlegt við endurtekið kvið- slit og kviðslit báðum megin. „Fylgikvillar eru sjaldgæfir, sjúklingar eru hæfir til skrifstofu- starfa eftir 3 daga og erfiðisvinnu innan viku. Geta ekið bifreið á öðrum degi og geta hætt að nota verkjalyf eftir einn eða tvo daga. Kostnaður er meiri ef holsjá er notuð. Svæfing er nauðsynleg og tækjabúnaður flóknari. Ef verkfæri eru endurnýtt og kostgæfni beitt í innkaupum verður kostnaðarmunur innan við 20.000 krónur fyrir hvern sjúkling," segir Magnús. Nýsköpun brjósta Nýsköpun brjósts meó vef ja- flutningi og æóatengingu. Á myndinni til hægri sést hvar byr jaé er aé skapa nýtt br jést úr húéfituflipa af kvié. Tekié skal frant aé hér er brjóstsköp unin á byrjunarstigi. Ný aéferé vié meéhöndlun góé- kynja stækkunar á blöéruháls- kirtli. Kirtillinn er hitaéur upp ■ 45-60 gráéur meé örbylgjum eg um leié er þvagrásin kæld niéur. Kirtillinn dregst saman vié hitun, þrýstingur á þvagrás minnkar og einkenni hverfa aé mestu. ótvíræðir. I fyrsta lagi eru aðeins gerð þijú lítil göt inn í bijóstholið í stað stórs skurðar og þar að auki sér læknirinn mun betur til með holsting, getur skoðað lungað frá öllum hliðum. Læknirinn þarf ekki að handfjatla lungað en að öðru leyti er meinið lagfært á sama hátt og í opinni aðgerð. Áverkinn er minni fyrir sjúklinginn, aðgerðin tekur skemmri tíma og verkir eftir aðgerð eru mun minni. Þá verður sjúklingur vinnufær mun fyrr heldur en eftir opna aðgerð. Guð- jón segir að nú sé fafið áð gera holsjáraðgerðir við -loftbijósti hjá þeim sem koma með meinið í fyrsta skipti en af hveijum fimm sjúklingum sem fá loft- bijóst má reikna með að einn þeirra komi aftur. „Meðhöndlun við fyrsta loftbijósti tekur miklu skemmri tíma með þessari aðferð en kerameðferð eingöngu eða 1-2 daga á móti 6-7 dögum og gera má ráð fyrir að endurinnlögnum fækki. Segja má að opnar aðgerðir við sjálfkrafa loftbijósti séu ekki leng- ur gerðar á skurðlækningadeild Borgarspítal- ans,“ segir Guðjón. Kviðsjáraðgerðir við nárakviðsliti Tómas Guðbjartsson, sem síðustu tvö ár hefur starfað á handlækningadeild Landspítala en starfar nú á svæfínga- og gjörgæsludeild Borgarspítala, gerði á Skurðlæknaþingi grein fyrir fyrstu reynslu af kviðsjáraðgerðum við nárakviðsliti á Landspítala. Nárakviðslit er geysilega algengt og hefðbundin nárakviðslits- aðgerð hefur verið meðal algengustu aðgerða á Islandi til langs tíma. „Aðferðin við hefð- Sigurður Þorvaldsson, lýtalæknir og formað- ur Skurðlæknafélags íslands, flutti erindi á Skurðlæknaþingi um vefjafiutninga og æða- tengingar í holhönd til nýsköpunar bijósts eft- ir brottnám vegna krabbameins. Þær eru gerð- ar þannig í grófum dráttum að húðflipi, ásamt undirliggjandi fituvef og lítill vöðvi sem nærir svæðið, er tekinn af svæði á kvið sem nær frá nafla og niður að lífbeini. Úr þessum húðflipa er nýtt bijóst búið til með því að flytja með vöðva og tengja saman æðar í holhönd. Sigurð- ur hóf að gera slíkar aðgerðir fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári en hann hefur stundað bijóstaný- sköpun í einhverri mynd í lengri tíma. Hann segir það m.a. fara eftir iíkamsbyggingu og aldri sjúklings hvaða tækni sé beitt. í yfírliti yfir þær 11 aðgerðir sem Sigurður gerði með húðflipaflutningi á 16 mánaða tímabili 1992-93 kom fram að meðalaldur sjúklinga hefði verið 48 ár og aðgerðatími að meðaltali átta og hálf klukkustund. Einn sjúklingur af þessum 11 gekkst undir flipaaðgerð í sömu svæfingu og brottnámsaðgerð bijósts og tókst það mjög vel. Staklingar valda skemmdum Guðjón Haraldsson, sérfræðingur í þvagfæ- raskurðlækningum á Landspítala, flutti erindi á Skurðlæknaþingi um afleiðingar súrefniss- korts á líffæri og hvort hægt sé að fyrir- byggja eða minnka þær. Erindið kallaði hann Myndun staklinga við blóðflæðisskort og er það byggt á rannsóknum sem gerðar hafa verið við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg og standa enn. Við stórar skurðaðgerðir og líffæraflutninga þarf að stöðva blóðflæði til líffærisins. Þegar blóðflæði er hleypt á að nýju myndast svokall- aðir staklingar (radicals). Þeir losna úr súr- efni, eru súrefnisafleiður. Þeir eru með mjög stuttan líftíma og valda skemmdum á frumu- himnum og frumulíffærum og þar með frumu- dauða. Við venjulega frumuöndun myndast stakl- ingar í litlum mæli en við stöðvun blóðflæðis myndast þeir í miklum mæli og valda skemmd- um. Mestar skemmdir verða á því líffæri sem lokað er af en staklingar geta borist víðar og valdið skaða á stærra svæði. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að draga úr myndun staklinga og vefjaskemmdum og bæta starfrænan árang- ur líffæra eftir aðgerðir með lyfjagjöf. Að sögn Guðjóns er þar bæði um að ræða skráð lyf og lyf á rannsókna- og framleiðslustigi. „Við telj- um að rannsóknir bendi til þess að í mörgum tilfellum megi bæta árangur af stærri aðgerð- um, t.d. nýrna- og hjartaaðgerðum, með lyfjag- jöf þessari og muni hún e.t.v. eiga framtíðar- þátt í meðferð á kransæðastíflu og blóðtappa í heila,“ sagði Guðjón. A-listi Jafnaðarmanna og óháðra Fyrsti framboðslistinn í sameinuðu sveitarfélagi Ólafsvík. FRAMBOÐSLISTI jafnaðar- manna og óháðra, A-listi, er fyrsti framboðslistinn, sem birt- ist í hinu nýja sameinaða sveitar- félagi undir Jökli og eru fram- bjóðendur 18. í 1. sæti er Sveinn Þór Elinbergs- son, bæjarfuíltrúi, í 2. sæti er Gunn- ar Már Kristófersson, hreppsnefnd- armaður, í 3. sæti er Haukur Már Sigurðarson, sjómaður, í 4. sæti er Málfríður Gylfadóttir, kaupmaður, í 5. sæti er Kristján Kristjánsson, skipstjóri, í 6. sæti er Gréta Björg Hafsteinsdóttir, húsmóðir, í 7. sæti er Gústaf Geir Egilsson, pípulagn- ingarmeistari, í 8. sæti er Vilhjálm- ur Örn Gunnarsson, sjómaður, í 9. sæti er Hilmar B. Guðmundsson, tannlæknir, í 10. sæti er Kristján Grétarsson, sjómaður, í 11. sæti er Sigurður Arnfjörð Guðmundsson, sjómaður, í 12. sæti er Eyþór Áki Sigmarsson, sjómaður, í 13. sæti er Sjöfn Katrín Aðalsteinsdóttir, kennari, í 14. sæti er Jón Sigurðs- son, rafeindavirki, í 15. sæti er Guðbjörn Ásgeirsson, rennismiður, í 16. sæti er Gunnhildur Hafsteins- dóttir, hárgreiðslumeistari í 17. sæti er Metta Guðmundsdóttir, skrifstofumaður og í 18. sæti er Guðmundur Ólafsson, verkamaður. Helgi EÐALVAGN Til sölu er bifreiöin R-5650, Dodge Royal Monaco Brougham árgerö 1976. Bifreiöin er dekurbifreiö og er þarafleiöandi sem ný. Hún er ekin 56.000 km og einungis á sumrin. Einn eigandi frá upphafi. Verö 790.000,- stgr. Er bifreiöin til sýnis og sölu á Bílasölunnl Skeifunni, Skeifunni 11, sími 689555. Morgunverðarfundur miðvikudaginn 27. april 1994 f Átthagasal, Hótels Sögu kl. 08.00 - 09.30 RÍKISKAUP, ÚTBOÐABANKIÍSLANDS OG ÚTBOÐABANKI EES Þessi fundur fjallar um ný viðhorf og nýja möguleika. Annars vegar varðandi innkaup hins opinbera á verkum, vörum og þjónustu, svo og innkaupakerfi Ríkiskaupa. Hins vegar um "byltingu" í umfangi og kynningu útboða, aðganginn að TED, Útboðabanka EES og stofnun ÚTÍS, Útboðabanka íslands (dæmi tekið um útboð hugbúnaðarverkefna). __ F-ummælendur: Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, Asgeir Jóhannesson, fv. forstjóri, Lilja Ólafsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra SKÝRR og Jón Þór Þórhallsson, forstjóri SKÝRR. Op/ð "púlt" Fundarmönnum býðst að kynna viðhorf sín og bera fram fyrirspurnir. Fundurinn er opinn, fundargjald m. morgunverði kr. 1.000 Afsláttarverð fyrir námsmannahópa. Þátttöku þarfað tilkynna fyrirfram í síma 676666 (svarað kl. 08-16 virka daga). VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.