Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 56
’sÍMI169nOo!ISlMB^F69n811,PÓS'rHÓLFJ3040/AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Júlíus Þorgrímur Haraldsson situr á bílnum en félagi hans Jóhann Jóhannsson stendur við hlið hans. Fjórtán ára gera stuttmynd NOKKRUM öryggisvörðum er falið að gæta gullpenings í einn sólarhring. Innbrotsþjófar gera tilraun til að ræna peningnum, en einn þeirra hverfur spor- laust. Þannig hljóðar söguþráð- urinn í nýrri stuttmynd sem tveir ungir piltar úr Hóla- brekkuskóla ætla að taka um helgina. Piltarnir Jóhann Jóhannsson 15 ára og Þorgrímur Haralds- son 14 ára eru engir viðvaning- ar í kvikmyndagerð þrátt fyrir ungan aldur. Þeir hafa á sínum ferli gert hvorki fleiri né færri en tólf myndir og þætti, þar af þijár eiginlegar stuttmyndir. Myndin um öryggisverðina er tekin í Sjóvárhúsinu. Forráð- menn Sjóvár-Almennra hafa góðfúslega veitt þeim leyfi til að nota húsið um helgina. Glób- us hefur lánað þeim bíl og Secu- ritas hefur lánað búninga sem öryggisverðirnir verða í. Mynd- in verður sýnd í unglingavinn- unni í sumar, en einnig áforma þeir félagar að senda hana í stuttmyndasamkeppni. Tsjemomyrdin sendir Davíð Oddssyni bréf um Smuguna Boðar tafarlausar aðgerðir gegn fiskveiðum Islendinga TSJERNOMYRDIN, forsætisráðherra Rúss- lands, sendi Davíð Oddssyni, forsætisráðherra bréf vegna veiða íslenzkra fískiskipa í Smug- unni hinn 20. apríl sh, þar sem segir m.a., að hagsmunir íbúa norðurhéraða Rússlands kalli á það, að Rússar grípi til „tafarlausra aðgerða“ til þess að tryggja efnahagslega hagsmuni rúss- neskra borgara. Rússneski forsætisráðherrann segir í bréfí sínu, að rússnesk stjómvöld bíði eftir því, að íslenzk stjórnvöld grípi til viðeig- andi aðgerða til þess að koma í veg fyrir „eftir- litslausar þorskveiðar" íslenzkra fískiskipa. Á blaðamannafundi, sem rússneski sjávarút- vegsráðherrann efndi til fyrir skömmu, er hann var á ferð í Noregi sagði hann, að Rússar hygð- ust senda varðskip í Smuguna. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins mun Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs hafa sent Davíð Oddssyni bréf um svipað efni skömmu áður en bréfíð barst frá rússneska forsætisráð- herranum. I bréfi rússneska forsætisráðherrans er komið á framfæri sjónarmiðum rússneskra stjórnvalda til þess, sem kallað er „eftirlitslausar þorskveið- ar“ íslenzkra fískiskipa í Barentshafi. Minnt er á, að rússnesk stjómvöld hafi lýst alvarlegum áhyggjum af þessum veiðum við Þorstein Páls- son, sjávarútvegsráðherra, þegar hann kom til Moskvu haustið 1993. Jafnframt er harmað að þrátt fyrir athugasemdir og andmæli hafi íslenzk fískiskip haldið uppteknum hætti. Með veiðum íslenzku skipanna sé verið að ganga á sameiginlegan rússnesk-norskan þorsk- stofn. Hagsmunir íbúa norðurhéraða Rússlands kalli á það, að Rússar grípi til „tafarlausra að- gerða“ til þess að tryggja efnahagslega hags- muni rússneskra borgara. í bréfí Tsjernomyrdins mun vera vitnað til afstöðu íslendinga á úthafsveiðiráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna og tillögur um ábyrgð strand- ríkja á nýtingu flökkustofna. Bréfinu lýkur með því, að rússnesk stjórnvöld bíði eftir því, að ís- lenzk stjórnvöld grípi til viðeigandi aðgerða til þess að koma í veg fyrir „eftirlitslausar þorsk- veiðar“ íslendinga í Barentshafi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er tal- ið að bréf forsætisráðherra Noregs og Rússlands til forsætisráðherra íslands séu til marks um sameiginlegar aðgerðir Rússa og Norðmanna gegn veiðum íslendinga á hafsvæðinu. Harkaleg ummæli rússneska sjávarútvegsráðherrans, þeg- ar hann var í heimsókn í Noregi, vöktu athygli. Jafnvel er talið, að samkomulag hafi orðið um þá verkaskiptingu milli Rússa og Norðmanna, að Rússar beiti sér gegn veiðum íslendinga í Smugunni en Norðmenn gegn hugsanlegum veiðum Íslendinga við Svalbarða. Egg úr blöðrum ÞEIR sem áttu leið framlyá Grensáskirkju í gær ráku upp stór augu. Engu var líkara en risafugl hefði gert sér þar hreiður og verpt nokkrum myndarlegum eggjum. En skýr- ingin kom fljótt í ljós. Nemend- ur í heilsdagsskóla Hvassaleitis- skóla höfðu útbúið hreiðrið úr greinum sem klipptar höfðu verið af tijám í nærliggjandi görðum og eggin voru upp- blásnar blöðrur, húðaðar með gifsi. Sólrún Guðmundsdóttir og Harpa Sigurbjörnsdóttir leiðbeindu krökkunum. Það eru þau Elvar Már Ásgeirsson, Vala Védís Guðmundsdóttir, Harald- ur Gísli Sigfússon og Daniel Fogle sem halda á eggjunum. Morgunblaðið/Emilía Halli fyrirtækja í sjávarútvegi um 2,5 milljarðar SAMTÖK fiskvinnslustöðva áætla að 2,5 milljarða halli hafi verið á rekstri sjávarútvegsfyrirtækja á síðasta ári. Sú niðurstaða er byggð á rekstrarreikningum 32 fyrirtækja í öllum landshlutum, en halli á rekstri þeirra var í fyrra um 960 milljónir króna og útflutningsverðmæti þeirra um 29 milljarðar. Kjaradeila meinatækna og viðsemjenda Lausn í sjónmáli? TÖLUVERT miðaði í samkomulagsátt í kjaradeilu meinatækna og viðsemjenda þeirra í gærkvöldi. Ekki var að sögn Guðlaugs Þor- valdssonar, ríkissáttasemjara, útilokað að saman drægi í nótt. Hvor- ugur deiluaðilanna vildi uppvísa um hvað var rætt. Þessi 32 fyrirtæki eru í öllum landshlutum, eru öll í frystingu, flest einnig í saltfiskvinnslu og pokkur einnig í rækju- og mjöl- vinnslu. Fyrirtækin eru flest með eigin útgerð og bæði kaupa eða selja fisk á fiskmörkuðum og í beinum viðskiptum auk þess sem nokkur þeirra hafa keypt frystan fisk til vinnslu. Útflutningsverð- mæti þessara 32 fyrirtækja var á síðasta ári liðlega 29 milljarðar króna. Þar af var hlutur vinnslu í Iandi 23 milljarðar. Helztu kostnaðarliðir í fiskvinnslu þessara fyrirtækja voru hráefnis- kaup sem námu rúmlega 50% og launakostnaður við framleiðslu, sem nam 22% af tekjum. Loðnu- og rækjuafurðir léttu undir Heildarafkoma þessara 32 fyrir- tækja á síðasta ári var rekstrar- halli upp á 960 milljónir króna, eða um 3,3% af tekjum. Útflutningur þessara fyrirtækja er tæplega 40% af heildarútflutningi sjávarafurða á síðasta árj. Af þessu má áætla að 2,5 milljarða króna halli hafi verið á rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja á síðastliðnu ári. Þessi niðurstaða er nokkru lak- ari en nýleg áætlun Þjóðhagsstofn- unar gerði ráð fyrir um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja á árinu 1993, en heldur skárri en Samtök fiskvinnslustöðva áætluðu í kjölfar lækkandi verðlags á sjávarafurð- um á erlendum mörkuðum og minnkandi þorskkvóta á síðast- liðnu ári. Loðnu- og rækjuafurðir léttu undir hjá mörgum fyrirtækj- um. Verkfall meinatækna hefur staðið frá því 4. apríl og hafa stöð- ugir fundir staðið yfir frá því um helgina. Boðað var til fundar kl. 10 í gærmorgun og hafði hann staðið með hléum þegar liðið var fram yfir miðnætti í nótt. Samningaviðræður eru á viðkvæmu stigi Guðlaugur Þorvaldssson, ríkis- sáttasemjari, sagði að töluvert hefði þokast í samkomulagsátt. ,jEn það er eitthvað eftir ennþá. Eg reikna með að fundur standi eitthvað lengur fram eftir. Þetta gæti svosem gengið í nótt. Ég full- yrði ekkert,“ sagði Guðlaugur og tók fram að viðræðumar væru á viðkvæmu stigi. Meinatæknar hafa farið fram á launahækkun á grundvelli saman- burðar við sambærilegar stéttir og hafa hjúkrunarfræðingar m.a. ver- ið nefndir í því sambandi. Viðsemj- endur hafa fallist á réttmæti þessa. Hins vegar fallast þeir ekki á að hið sama gildi um meinatækna út á landsbyggðinni. Þeir hafi ekki dregist aftur úr í launum og ekki sé hægt að fallast á launahækkun þeim til handa. Ekki var vitað hvort samkomulag hafði náðst um þetta atriði í gærkvöldi enda vildi hvorugur deiluaðilanna tjá sig um gang mála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.