Morgunblaðið - 14.05.1994, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 14.05.1994, Qupperneq 56
’sÍMI169nOo!ISlMB^F69n811,PÓS'rHÓLFJ3040/AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Júlíus Þorgrímur Haraldsson situr á bílnum en félagi hans Jóhann Jóhannsson stendur við hlið hans. Fjórtán ára gera stuttmynd NOKKRUM öryggisvörðum er falið að gæta gullpenings í einn sólarhring. Innbrotsþjófar gera tilraun til að ræna peningnum, en einn þeirra hverfur spor- laust. Þannig hljóðar söguþráð- urinn í nýrri stuttmynd sem tveir ungir piltar úr Hóla- brekkuskóla ætla að taka um helgina. Piltarnir Jóhann Jóhannsson 15 ára og Þorgrímur Haralds- son 14 ára eru engir viðvaning- ar í kvikmyndagerð þrátt fyrir ungan aldur. Þeir hafa á sínum ferli gert hvorki fleiri né færri en tólf myndir og þætti, þar af þijár eiginlegar stuttmyndir. Myndin um öryggisverðina er tekin í Sjóvárhúsinu. Forráð- menn Sjóvár-Almennra hafa góðfúslega veitt þeim leyfi til að nota húsið um helgina. Glób- us hefur lánað þeim bíl og Secu- ritas hefur lánað búninga sem öryggisverðirnir verða í. Mynd- in verður sýnd í unglingavinn- unni í sumar, en einnig áforma þeir félagar að senda hana í stuttmyndasamkeppni. Tsjemomyrdin sendir Davíð Oddssyni bréf um Smuguna Boðar tafarlausar aðgerðir gegn fiskveiðum Islendinga TSJERNOMYRDIN, forsætisráðherra Rúss- lands, sendi Davíð Oddssyni, forsætisráðherra bréf vegna veiða íslenzkra fískiskipa í Smug- unni hinn 20. apríl sh, þar sem segir m.a., að hagsmunir íbúa norðurhéraða Rússlands kalli á það, að Rússar grípi til „tafarlausra aðgerða“ til þess að tryggja efnahagslega hagsmuni rúss- neskra borgara. Rússneski forsætisráðherrann segir í bréfí sínu, að rússnesk stjómvöld bíði eftir því, að íslenzk stjórnvöld grípi til viðeig- andi aðgerða til þess að koma í veg fyrir „eftir- litslausar þorskveiðar" íslenzkra fískiskipa. Á blaðamannafundi, sem rússneski sjávarút- vegsráðherrann efndi til fyrir skömmu, er hann var á ferð í Noregi sagði hann, að Rússar hygð- ust senda varðskip í Smuguna. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins mun Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs hafa sent Davíð Oddssyni bréf um svipað efni skömmu áður en bréfíð barst frá rússneska forsætisráð- herranum. I bréfi rússneska forsætisráðherrans er komið á framfæri sjónarmiðum rússneskra stjórnvalda til þess, sem kallað er „eftirlitslausar þorskveið- ar“ íslenzkra fískiskipa í Barentshafi. Minnt er á, að rússnesk stjómvöld hafi lýst alvarlegum áhyggjum af þessum veiðum við Þorstein Páls- son, sjávarútvegsráðherra, þegar hann kom til Moskvu haustið 1993. Jafnframt er harmað að þrátt fyrir athugasemdir og andmæli hafi íslenzk fískiskip haldið uppteknum hætti. Með veiðum íslenzku skipanna sé verið að ganga á sameiginlegan rússnesk-norskan þorsk- stofn. Hagsmunir íbúa norðurhéraða Rússlands kalli á það, að Rússar grípi til „tafarlausra að- gerða“ til þess að tryggja efnahagslega hags- muni rússneskra borgara. í bréfí Tsjernomyrdins mun vera vitnað til afstöðu íslendinga á úthafsveiðiráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna og tillögur um ábyrgð strand- ríkja á nýtingu flökkustofna. Bréfinu lýkur með því, að rússnesk stjórnvöld bíði eftir því, að ís- lenzk stjórnvöld grípi til viðeigandi aðgerða til þess að koma í veg fyrir „eftirlitslausar þorsk- veiðar“ íslendinga í Barentshafi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er tal- ið að bréf forsætisráðherra Noregs og Rússlands til forsætisráðherra íslands séu til marks um sameiginlegar aðgerðir Rússa og Norðmanna gegn veiðum íslendinga á hafsvæðinu. Harkaleg ummæli rússneska sjávarútvegsráðherrans, þeg- ar hann var í heimsókn í Noregi, vöktu athygli. Jafnvel er talið, að samkomulag hafi orðið um þá verkaskiptingu milli Rússa og Norðmanna, að Rússar beiti sér gegn veiðum íslendinga í Smugunni en Norðmenn gegn hugsanlegum veiðum Íslendinga við Svalbarða. Egg úr blöðrum ÞEIR sem áttu leið framlyá Grensáskirkju í gær ráku upp stór augu. Engu var líkara en risafugl hefði gert sér þar hreiður og verpt nokkrum myndarlegum eggjum. En skýr- ingin kom fljótt í ljós. Nemend- ur í heilsdagsskóla Hvassaleitis- skóla höfðu útbúið hreiðrið úr greinum sem klipptar höfðu verið af tijám í nærliggjandi görðum og eggin voru upp- blásnar blöðrur, húðaðar með gifsi. Sólrún Guðmundsdóttir og Harpa Sigurbjörnsdóttir leiðbeindu krökkunum. Það eru þau Elvar Már Ásgeirsson, Vala Védís Guðmundsdóttir, Harald- ur Gísli Sigfússon og Daniel Fogle sem halda á eggjunum. Morgunblaðið/Emilía Halli fyrirtækja í sjávarútvegi um 2,5 milljarðar SAMTÖK fiskvinnslustöðva áætla að 2,5 milljarða halli hafi verið á rekstri sjávarútvegsfyrirtækja á síðasta ári. Sú niðurstaða er byggð á rekstrarreikningum 32 fyrirtækja í öllum landshlutum, en halli á rekstri þeirra var í fyrra um 960 milljónir króna og útflutningsverðmæti þeirra um 29 milljarðar. Kjaradeila meinatækna og viðsemjenda Lausn í sjónmáli? TÖLUVERT miðaði í samkomulagsátt í kjaradeilu meinatækna og viðsemjenda þeirra í gærkvöldi. Ekki var að sögn Guðlaugs Þor- valdssonar, ríkissáttasemjara, útilokað að saman drægi í nótt. Hvor- ugur deiluaðilanna vildi uppvísa um hvað var rætt. Þessi 32 fyrirtæki eru í öllum landshlutum, eru öll í frystingu, flest einnig í saltfiskvinnslu og pokkur einnig í rækju- og mjöl- vinnslu. Fyrirtækin eru flest með eigin útgerð og bæði kaupa eða selja fisk á fiskmörkuðum og í beinum viðskiptum auk þess sem nokkur þeirra hafa keypt frystan fisk til vinnslu. Útflutningsverð- mæti þessara 32 fyrirtækja var á síðasta ári liðlega 29 milljarðar króna. Þar af var hlutur vinnslu í Iandi 23 milljarðar. Helztu kostnaðarliðir í fiskvinnslu þessara fyrirtækja voru hráefnis- kaup sem námu rúmlega 50% og launakostnaður við framleiðslu, sem nam 22% af tekjum. Loðnu- og rækjuafurðir léttu undir Heildarafkoma þessara 32 fyrir- tækja á síðasta ári var rekstrar- halli upp á 960 milljónir króna, eða um 3,3% af tekjum. Útflutningur þessara fyrirtækja er tæplega 40% af heildarútflutningi sjávarafurða á síðasta árj. Af þessu má áætla að 2,5 milljarða króna halli hafi verið á rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja á síðastliðnu ári. Þessi niðurstaða er nokkru lak- ari en nýleg áætlun Þjóðhagsstofn- unar gerði ráð fyrir um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja á árinu 1993, en heldur skárri en Samtök fiskvinnslustöðva áætluðu í kjölfar lækkandi verðlags á sjávarafurð- um á erlendum mörkuðum og minnkandi þorskkvóta á síðast- liðnu ári. Loðnu- og rækjuafurðir léttu undir hjá mörgum fyrirtækj- um. Verkfall meinatækna hefur staðið frá því 4. apríl og hafa stöð- ugir fundir staðið yfir frá því um helgina. Boðað var til fundar kl. 10 í gærmorgun og hafði hann staðið með hléum þegar liðið var fram yfir miðnætti í nótt. Samningaviðræður eru á viðkvæmu stigi Guðlaugur Þorvaldssson, ríkis- sáttasemjari, sagði að töluvert hefði þokast í samkomulagsátt. ,jEn það er eitthvað eftir ennþá. Eg reikna með að fundur standi eitthvað lengur fram eftir. Þetta gæti svosem gengið í nótt. Ég full- yrði ekkert,“ sagði Guðlaugur og tók fram að viðræðumar væru á viðkvæmu stigi. Meinatæknar hafa farið fram á launahækkun á grundvelli saman- burðar við sambærilegar stéttir og hafa hjúkrunarfræðingar m.a. ver- ið nefndir í því sambandi. Viðsemj- endur hafa fallist á réttmæti þessa. Hins vegar fallast þeir ekki á að hið sama gildi um meinatækna út á landsbyggðinni. Þeir hafi ekki dregist aftur úr í launum og ekki sé hægt að fallast á launahækkun þeim til handa. Ekki var vitað hvort samkomulag hafði náðst um þetta atriði í gærkvöldi enda vildi hvorugur deiluaðilanna tjá sig um gang mála.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.