Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ t i g b o a FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 3 FRÉTTIR Mjög saxast á atvinnuleys- isskrár í Reykjavík Atvinnulausum fækkar um 800 AVINNULAUSUM á atvinnuleysisskrá Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar hefur fækkað um rúmlega 800 frá því flestir voru á skrá í mars. Oddrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri, segir að enn eigi eftir að ráða rúmlega 600 einstaklinga til átaksverkefna á vegum Reykjavíkurborgar. Hún segir að búið verði að ráða meirihluta skólafólks, eldra en 16 ára, sem staðfest hafi umsókn sína, fyrir næstu helgi. Alls sóttu 2.500 14 og 15 ára ungling- ar um störf á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur og hafa þeir verið ráðnir. Oddrún sagði að af 3.600 á at- vinnuleysisskrá í mars hefðu um þijú hundruð fengið atvinnu á fijáls- um markaði eða fallið út af skrá af öðrum orsökum og 566 hefðu verið ráðnir til átaks á vegum Reykjavíkurborgar. Væri um að ræða ýmiss konar störf, m.a. fyrir ÍTR, trésmíðadeild og gatnamála- stjóra. Hún sagði að borgarráð hefði samþykkt að ráða um 1.200 manns til átaksverkefna og afleysinga- starfa og ætti því enn eftir að ráða um 600 manns. Um atvinnuleysið nú sagði Odd- rún að 2.792 manns, 1.122 karlar og 1.670 konur, hefðu verið á at- vinnuleysisskrá á mánudag. Hún sagðist fínna fyrir meiri eftirspurn eftir vinnuafli nú en í vetur. Hún væri hins vegar þeirrar skoðunar að líklega væri um árstíðarbundna sveiflu að ræða. Eftirspurn væri jafnan meiri á vorin og haustin en yfir vetrartímann. Skólafólk fær vinnu Hvað skólafólk eldra en 16 ára varðaði sagði Oddrún að 4.162 hefðu sótt um vinnu samtals. Af þeim hefðu 1.290 ekki staðfest umsókn sina. Um helgina yrði búið að ráða þijá fjórðu hinna. Áfram yrði haldið að ráða skólafólk þar til allir umsækjendur hefðu fengið vinnu. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Gert við Árbæjarstíflu í SUMAR verður unnið að við- gerð á Árbæjarstíflu í Elliðaánum ofan við Höfðabakkabrúna. Vegna þessa hefur göngubrúin yfir stíflunni verið tekin niður en að sögn Hauks Pálmasonar aðstoðarrafmagnssljóra verður lögð ný og breiðari göngubrú yfir stífluna þegar viðgerð er lok- ið. Sagði hann að steypan í stífl- unni hefði verið farin að gefa sig enda væri hún að hluta frá árinu 1921. Áður hefði verið reynt að laga hana en það tókst ekki sem skyldi og hefur efsta lag steyp- unnar verið brotið upp á ný með það fyrir augum að leggja járn- benta klæðningu yfir yfirborðið. Áætlaður kostnaður við viðgerð- ina og brúarsmíði er um 15 millj. Lífrænn landbúnaður Erlendir sérfræð- ingar kynna markaði BÆNDASAMTÖKIN hafa boðið til landsins þremur bandarískum sérfræðingum á sviði lífrænna og vistvænna matvæla. Sérfræðing- arnir dvelja hér 20. til 26. júní og halda opinn fræðslufund á Hótel Sögu 24. júní. Þeir munu einnig kynna sér framleiðslu landbúnað- arafurða og möguleika íslendinga á útflutningi matvæla á forsendum hollustu, hreinleika og gæða. Sérfræðingarnir munu halda erindi á fræðslufundinum og fjalla meðal annars um myndun mark- aða fyrir lífrænt ræktaðar íslensk- ar landbúnaðarafurðir, framleiðslu Coleman búgarðanna sem þekktir eru fyrir náttúruvænt kjöt og markaðsmöguleika í Bandaríkjun- um og Japan. Sérfræðingarnir eru vel þekktir hver á sínu sviði. Thomas B. Hard- ing Jr. er formaður alþjóðasam- taka bænda sem stunda lífræna ræktun og söluaðila á því sviði, IFOAM. Samtökin veita ráðgjöf um flest sem lýtur að framleiðslu lífrænna afurða. Einnig koma feðgar, Mel Cole- man eldri og yngri, en þeir eru bændur og reka einn stærsta nautabúgarð Bandaríkjanna sem framleiðir vistvænt kjöt. Fyrir- tæki þeirra, Coleman Natural Meats, hefur sérhæft sig í fram- leiðslu vistvæns nauta- og lamba- kjöts. Á vegum búsins er slátrað ,um 500 nautgripum á viku árið um kring. b ó k b ú ð u m afsláttur s t í n æ s t u bókabúó Þingvellir eru í senn helgasti sögustaður íslensku þjóðarinnar og sá staður landsins sem er hvað fjöl- skrúðugastur og fegurstur að náttúrufari. í þessari bók, sem nú er endurútgefin í tilefniJýðveldishátíðar, leiðir Björn Th. Björnsson lesandann um Þingvelli og freistar þess „að gera þjóðgarðinn á Þingvöllum enn frekar en nú er að sannri eign íslensku þjóðarinnar". Þingvellir eru þjóðinni „skuggsjá sög- unnar, hraunin og gjárnar dulið töfraland, sem hún á en þekkir ekki.“ Bókin geymir margháttaðan sögulegan fróðleik um Þingvelli jafnframt því sem hún er leiðaryísir um svæðið. Fjölmargar myndir og kort prýða þessa bók eftir einn vinsælasta höfund íslendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.