Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JUNI 1994 LISTIR Ný ljóðabók Matthíasar frumbirt í Noregi LYÐVELDISAFMÆLISINS ís- lenska verður minnst með ýmsum hætti í Noregi. I tengslum við það mun Cappelen-forlagið gefa út ljóðabók eftir Matthías Johannes- sen með nýjum ljóðum sem ekki hafa birst á íslensku. Þýðandi ljóð- anna er Knut 0degárd. Knut 0degárd sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði unnið að þýðingu ljóðanna í vor og sumar. Áður hefði hann þýtt ljóð eftir Matthías og fleiri skáld á nýnorsku, en til að leggja áherslu á Matthías sem borgarskáld hefði hann breytt til og þýtt ljóðin á ríkismál. Hann sagðist ekki þekkja fordæmi þess að íslensk ljóðabók kæmi út á erlendu máli áður en hún væri gefin út hér heima. Titillinn sóttur í Völuspá Bók Matthíasar nefnist Om vindheim vide (Um vindheim víð- an) og er titillinn sóttur í Völuspá. Matthías Johannessen Lars Roar Langslet, fyrr- verandi menntamála- ráðherra Nor- egs, skrifar for- mála. Eiður Guðnason, sendiherra ís- lands í Noregi, mun hafa mót- töku 16. júní í tilefni af út- komu bókarinnar. Á þjóðhátíðar- dagskrá í Akershus-kastala í Ósló 17. júní lesa þeir Matthías og Knut úr bókinni. íslenskir og norskir leikarar munu koma fram og flytja valda kafla úr Eddu og einnig verk eftir Henrik Ibsen. Hljómsveit mun einnig leika ís- lenska og norska tónlist. Lýðveldisdagskráin hefst 9. júní og stendur til 11. júlí. Mennta- málaráðherra íslands og varnar- Knut 0degárd Verk Svavars seljast í Arósum YFIR þijátíu myndir eftir Svavar Guðnason seldust á sýningu sem Galleri Profilen í Árhúsum hélt nú um mánaðamót maí-júní. Að sögn Péturs Þórs Gunnarsson- ar hjá Gallerí Borg sem var í samvinnu við Galleri Profilen um sýninguna vakti hún mikla athygli. Mikið var fjallað um hana í dönskum fjölmiðlum og virt söfn sýndu áhuga á að kaupa verk Svavars. Pétur sagði að Galleri Profi- len væri mjög virt gallerí. Marg- ir virtir listamenn væru á snær- um þess. Má þar nefna Ejler Bille en hann skrifaði formála að sýningarskránni á sýningunni á verkum Svavars. Á sýningunni voru bæði verk sem Gall- eri Profilen safnaði saman í Danmörku og verk sem Gallerí Borg safnaði saman hér heima og erlend- is, að sögn Péturs. Sýndar voru 17 olíu- myndir og 50 krítar- og vatnslitamyndir. Myndirnar voru aðal- lega frá árunum milli 1940 og 1946. Pétur sagði að hann hefði haft sam- band við forráða- menn Gallerí Profilen síðasta sýningardag- inn, 6. júní, og þá hefði sér verið tjáð að yfir 30 myndir hefðu verið seídar á sýning- unni. Mörg listasöfn hefðu sýnt áhuga á verkum Svavars, t.d. hefði Listasafnið í Væle keypt þtjár myndir og Listasafnið í Silkiborg hefði sent menn til að skoða hvað í boði væri. Áhugi fjölmiðla Sýningin fékk einnig tals- verða umfjöllun í dönskum fjöl- miðlum. Pétur sagði að geysi- mikið hefði verið skrifað um sýninguna í dönskum dagblöð- um. Gagnrýni birtist t.d. í Morg- enaviscn Jyllands-Posten þar sem farið er lofsorðum um sýn- inguna og fjallað um þýðingu Svarvars í danskri myndlist. Að sögn Péturs var einnig fjallað um sýninguna í danska ríkissjónvarpinu í þættinum Galleri 11, en í honum er sagt frá því helsta sem er að gerast RAUÐI fuglinn eftir Svavar Guðnason var á sýningunni í Árósum. í listinni hveiju sinni. Hann sagði að umsjónarmenn sjón- varpsþáttarins hefðu fengið myndir lánaðar af sýningunni til að hengja upp í stúdíóinu þegar fjallað var um hana. Pétur sagði að Gallerí Borg yrði áfram í samvinnu við Gall- eri Profilen. í september stæði til að halda sýningu á verkum 7-8 íslenskra listamanna í .til- efni af lýðveldisafmælinu. Á henni verða verk eftir Þorvald Skúlason og Svavai, og arftaka þeirra. Að sögn Péturs hélt Gall- eri Profilen sýningu á verkum Þorvalds fyrir rúmu ári og seld- ust þá myndir fýrir um 10 millj- ónir íslenskra króna. málaráðherra Noregs setja dagskrána. Ánægulegt þýðingarstarf Þýðandinn, Knut 0degárd, sagði um ljóð Mátthíasar í nýju bókinni að þau væru mjög merkileg og sýndu sérstöðu hans sem borgar- skálds sem drægi dám af bók- menntaarfi margra þjóða, ekki bara sinnar eigin. Með þessum hætti fengi íslenskur menningar- arfur alþjóðlegt samhengi í ljóðun- um, enda ætti hann þar heima. Skáldið ferðaðist fram og aftur í tíma og skírskotanir ljóðanna bæru vott um kunnáttu og mennt- un. Þýðingarstarfið hefði verið einkar ánægjulegt. Ágæt aðsókn á Listahátíð MIÐASALA á Listahátíð í Reykjavík hefur gengið vel segir Rut Magnús- son, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Hún sagði að ekki væri talið á hveij- um degi hve mikið hefði selst þannig að ekki væri hægt að nefna nákvæm- ar tölur. Öðruvísi mynstur hefði ver- ið á sölunni á Listahátíð í ár en áður. Rólegt hefði verið framan af en tveimur til þremur dögum fyrir atriði hefði fólk farið af stað og salan tek- ið kipp. Síðustu daga hefði þetta breyst og góð sala verið á öll atriði jafnvel Theatre de complicite sem sýnir ekki fyrr en í lok júní. Rut sagði að aðsókn að Niflunga- hringnum hefði farið stígandi og hætt hefði verið fyrir troðfullu húsi. Uppselt hefði verið á tónleika á Igor Oistrakh og næstum fullt á Gerry Mulligan. Aðspurð um söluna á atriði í næstu viku sagði Rut að mikið væri selt i á tónleika Vladimirs Ashkenazys og stefndi allt í að uppselt yrði. Nú væru eingöngu til miðar á öftustu bekkjum. Hún sagði að einnig mikla eftirspurn eftir miðum á tónleika Kristjáns Jóhannssonar. Jafnframt væri góð sala á sýningu íslenska dansflokksins. KESTREL 5 manna tjald. Innra tjald 100% bómull Ytra tjald nælon 8,90 kg. Verð kr. 26.360 5% staðgrelðsluafsláttur, elnnlg af póstkröfum grelddum Innan 7 daga mmuTiuFmm GLÆSIBÆ • SÍMI 812922 Mörg þúsund fyrirtæki á einum stað Gulu síðurnar eru nú komnar í Atvinnuskrána sem er sér bók og annar hluti nýju Símaskrárinnar. Gulu síðunum hefur verið fjölgað og þær betrumbættar. Þegar þú leitar þess sem þig vantar á Gulu síðunum, leitarðu ýmist í vöruflokkinn (t.d. Augnlækna - Bílasölur - Plastílát) eða í atriðisorða- skrána þar sem þú færð alla vöruflokka í stafrófsröð. Leitaðu í Ql^i^íðurnar næst þegar þiq vantar vöru eða Þjónustu. GULU S í Ð U R N A R PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.