Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Magnús Jón Arnason sest í sæti bæjarstjóra í Hafnarfirði Yaldaskipti í næstu viku Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags tekur við af Alþýðuflokknum í bæjarstjóm Hafnarfjarðar á bæjarstjómar- fundi 14. júní. Guðmundur Hermannsson flallar um valdaskiptin. Magnús Jón Árnason ►MAGNÚS Jón Árnason næsti bæjar- sljóri Hafnarfjarðar er kennari að mennt og hefur starfað undanfarin ár sem yfir- kennari Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Magnús fæddist á Akureyri 30. nóvember 1947 en fluttist til Hafnarfjarðar árið 1962. Hann hefur setið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir Alþýðubandalagið frá 1986, og var áður varabæjarfulltrúi eitt kjörtímabil. Árin 1986 til 1990 var Magnús formaður bæjarráðs Hafn- arfjarðar í meirihlutasamstarfi Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. Magnús hef- ur einnig starfað fyrir skátahreyfinguna. Magnús er kvæntur Jóhönnu Axelsdótt- ur kennara og á með henni tvo stjúp- syni. Hann á auk þess eina dóttur. Ijl § Magnús Jóhann Gunnarsson Bergþórsson Lúðvík Geirsson MAGNÚS Jón Árnason oddviti Al- þýðubandalagsins í Hafnarfirði tek- ur á þriðjudaginn við embætti bæj- arstjóra og Magnús Gunnarsson oddviti Sjálfstæðisflokksins tekur við embætti formanns bæjarráðs. Þeir Magnús Gunnarsson og Ell- ert Borgar Þorvaldsson frá Sjálf- stæðisflokki og Magnús Jón Árna- son og Lúðvík Geirsson hittust á þriðjudagskvöld og fóru yfir ýmis atriði sem ekki hafði verið gengið frá áður í viðræðum flokkanna. Síð- ar um kvöldið bættust Jóhann G. Bergþórsson og Valgerður Sigurð- ardóttir frá Sjálfstæðisflokki og Guðrún Ámadóttir og Gunnur Bald- ursdóttir frá Alþýðubandalagi í hóp- inn og ritað var undir yfirlýsingu um meirihlutasamstarf flokkanna nokkru eftir miðnættið. Samkvæmt því verður embætti bæjarstjóra í höndum Alþýðubanda- lagsins og flokkurinn ráðstafar einnig hver verður staðgengill bæj- arstjórans í forföllum hans. For- maður bæjarráðs og forseti bæjar- stjórnar koma úr röðum sjálfstæðis- manna og er ákveðið að Magnús Gunnarsson verði formaður bæjar- ráðs. Ekki liggur enn fyrir hver verður forseti bæjarstjórnar en lík- legast að það verði Ellert Borgar Þorleifsson. Einnig er talið líklegt að Ellert Borgar sitji með Magnúsi í bæjarráði fýrir Sjálfstæðisflokk. Venja er að efstu menn á framboðs- listum sitji í bæjarráði, en Jóhann G. Bergþórsson, sem var í 2. sæti hjá sjálfstæðismönnum, er einn umsækjenda um stöðu bæjarverk- fræðings Hafnarfjarðar og fái hann stöðuna getur hann ekki setið í bæjarráði. Lúðvík Geirsson verður fulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjarráði'en Magnús Jón hefur sem bæjarstjóri seturétt og tillögurétt í ráðinu. Fjármálum komið í viðunandi horf Sjálfstæðismenn fá 2 fulltrúa í öllum fímm manna nefndum og formennsku í atvinnumálanefnd, bygginganefnd, ferðamálanefnd, hafnarstjórn, heilbrigðisráði, menn- ingarmálanefnd, skipulagsnefnd, skólanefnd, vímuvarnanefnd, æsku- lýðs- og tómstundaráði og öldrunar- ráði. Alþýðubandalagið fær einn fulltrúa í fímm manna nefndir og formennsku í bókasafnsstjórn, brunamálanefnd, félagsmálanefnd, framtalsnefnd, húsnæðisnefnd, íþróttaráði og umhverfísnefnd. I nefndum þar sem einn fulltrúi er frá bæjarstjórn skipta flokkarnir nokkurn veginn með sér nefndar- sætum. í sameiginlegri yfirlýsingu flokk- anna tveggja kemur fram að megin- viðfangsefnið verði að styrkja og efla atvinnulífið í bænum og koma fjármálum hans í viðunandi horf. Áð sögn Magnúsar Jóns Árnasonar verður fyrsta verkefnið að fara gegnum fjármál bæjarins og láta gera óháða úttekt á fjárhagsstöð- unni. Einnig er gert ráð fyrir að fjárhagsáætlun bæjarins verði end- urskoðuð fyrir 1. september. Þá leggja flokkarnir áherslu á endurskoðun stjómkerfísins í því skyni að gera það skilvirkara og efla með því móti og treysta sam- skipti bæjaryfirvalda og bæjarbúa. Til stendur að fækka nefndum bæjarins og sagði Magnús Jón að nú í upphafí kjörtímabilsins verði aðeins kosið til eins árs í þær nefnd- ir sem það sé lagalega mögulegt og þessi mál síðan skoðuð betur í sumar. Þá stendur til að samræma upplýsingamiðlun frá bæjarstjórn og nefndum til bæjarbúa og bæjar- kerfisins, og færa alla útgáfu og upplýsingamiðlun á eina hendi. Magnús Jón bar til baka fréttir um að búa ætti til embætti upplýsinga- fulltrúa bæjarins. Fallið frá bæjarstjóra kröfunni Fuiltrúar flokkanna tveggja settust aftur við samningaborðið á þriðjudagskvöld eftir að Jóhann G. Bergþórsson hafði fyrr um kvöldið fallið frá kröfu sinni um að ráðinn yrði ópólitískur bæjar- stjóri. Mikill þrýstingur var á Jó- hann frá flokksbræðrum hans að láta af þessari kröfu en í atkvæða- greiðslu á fundi aðal- og varabæj- arfulltrúa sjálfstæðismanna á mánudag var samþykkt með 7 at- kvæðum gegn atkvæði Jóhanns að halda áfram samningum við Al- þýðubandalagið á þeim grundvelli sem lagður hafði verið. Þar var gert ráð fyrir að bæjarstjóraemb- ættið kæmi í hlut Álþýðubanda- lags. Jóhann hefur gagnrýnt Magnús Gunnarsson harðlega fyrir það hvernig hann leiddi samningavið- ræðurnar við Alþýðubandalagið og sakar hann um að hafa gefið Al- þýðubandalaginu loforð um bæjar- stjóraembættið án þess að hafa til þess umboð samninganefndar bæj- arfulltrúanna. Þessu hefur Magnús vísað á bug. í ljósi þessa hafa menn velt því fyrir sér hvernig bæjar- stjórnarmeirihlutanum muni ganga samstarfið en flokkarnir tveir hafa samtals 6 bæjarfulltrúa af 11. Jó- hann sagði við Morgunblaðið á þriðjudagskvöld að hann myndi áfram vinna að framfaramálum bæjarins í samræmi við þá stefnu sem hann setti fram fyrir prófkjör sjálfstæðismanna í vor. Og Magnús Jón Árnason sagði við Morgunblað- ið, að hann teldi það frekar styrk en veikleika að bæjarstjómin hafí svona nauman meirihluta. Það gæti einnig spilað inn í, að Jóhann er einn umsækjenda um stöðu bæjarverkfræðings Hafnar- fjarðar og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins þykir hann óum- deilanlega hæfasti umsækjandinn. Sem bæjarverkfræðingur myndi Jóhann ekki geta setið í bæjarráði, en þyrfti væntanlega ekki að segja af sér sem bæjarfulltrúi og hefur sagt í fjölmiðlum að það ætli hann sér ekki að gera. 2ja manna kúlutjald. 3 kg. Verð kr. 7.950 5% staðgreiðsluafsláttur, einnlg af póstkröfum greiddum Innan 7 daga mmúTiLíFm GLÆSIBÆ . SÍMI 812922 1 Aðfinnslur við þjónustu- o g öryggiskerfi atvinnulausra Lög um atvmnuleysis- tryggingar endurskoðuð 0 JÓHANNA Sigurðardóttir félags- málaráðherra kynnti í gær skýrslu starfshóps, sem falið var að endur- skoða þjónustu- og öryggiskerfi at- vinnulausra. Starfshópurinn lagði fram fjölbreyttar hugmyndir um úr- bætur. Jóhanna Sigurðardóttir sagð- ist í ljósi niðurstaðna skýrslunnar munu beita sér fyrir heildarendur- skoðun laga um atvinnuleysistrygg- ingar og hefur kynnt rikisstjóminni tillögurnar. Starfshópurinn rekur í skýrslu sinni ástæður þess að heildarendur- skoðun laga um atvinnuleysistrygg- ingar sé þörf. Hann bendir á að að- eins sé í núgildandi lögum gert ráð fyrir atvinnuleysi í skamman tíma. Hópurinn kemst að þeirri niður- stöðu að afmarka verði betur hóp atvinnulausra. Hann leggur ríka áherslu á að auka sveigjanleika í bótakerfinu m.a. í því skyni að kerfi atvinnuleysisbóta sé ekki notað í stað annarra úrræða. Til að mynda er talið að endurskoða megi reglur um örorkubætur. Einnig er lagt til að rýmkaðar verði heimildir atvinnulausra til að nýta ónýttan persónuafslátt og til greina komi að endurskoða reglur um fæðingarorlof. Starfshópurinn kemst að þeirri niðurstöðu að menntakerfið sé mjög ósveigjanlegt gagnvart atvinnulausu fólki. Lagt er til að ráðgjöf við at- vinnulausa verði efld. Þá er lagt til að einstaklingar geti í auknum mæli stundað nám á fullum atvinnu- leysisbótum. Brotalöm hefur verið á fjárhags- aðstoð sveitarfélaga til íbúa sinna að mati starfshópsins. Fimmti hver Islendingur búi í sveitarfélagi, þar sem fjárhagsaðstoð sé óaðgengileg. Nauðsynlegt sé að sveitarfélög setji sér reglur um fjárhagsaðstoð, sem nægi til framfærslu. Sveitarfélög sinni skyldum sínum Félagsmálaráðherra kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með þessar niðurstöður enda kveði lög skýrt á um skyldu sveitarfélaga í þessum efnum. Hún hyggst fara fram á það við sveitarfélög að þau sinni skyldum sínum. í skýrslunni segir eftirfarandi um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga: „Það virðist ... mega álykta, að fjárhags- aðstoð sveitarfélaga sé engan veginn það öryggisnet sem lög gera ráð fyr- ir á atvinnuleysistímum og að fjárhag atvinnulauss manns sé mjög misvel borgið, eftir því hvar hann á heimili.“ Bilun hjá P&S Skrefin hlóðust upp í apríl UMFRAMSKREF virðast hafa hlaðist upp hjá hluta þeirra símnot- enda sem hafa símanúmer sem byija á 3 á höfuðborgarsvæðinu í apríl og hefur Pósti og síma borist íjöldi kvartana. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa stofnunarinnar, verða umfram- skrefin felld niður þar sem kemur í ljós að um mistök sé að ræða. Hrefna segir að verið sé að kanna umfang bilunarinnar, en orsök hennar sé ekki kunn enn. Kvartan- ir séu enn að berast og á eftir að fara í gengum þær og athuga hveij- ar þeirra séu á rökum reistar. Þegar búið verði að fara í gegn- um kvartanirnar verður meðalnotk- un símnotendanna mánuðina áður reiknuð saman og það sem er um- fram fellt niður, segir Hrefna. Misjafnt er hversu mörg skref hafa bæst við notkun símnotend- anna, segir hún, og því er ekkert hægt að segja um umfang bilunar- innar né um hversu háar upphæðir sé að ræða. -----»-»-4---- Snæfellsbær Meirihluti myndaður Ólafsvík. Morgunblaðið MEIRIHLUTI hefur verið myndað- ur í fyrstu bæjarstjórn Snæfellsbæj- ar undir jökli. Meirihlutann mynda D-listi sem fékk íjóra menn, B-listi sem fékk tvo og G-listi sem fékk einn mann í kosningunum. Forseti bæjarstjórnar verður Páll Ingólfs- son, efsti maður Sjálfstæðisflokks, en Atli Alexandersson úr Fram- sóknarflokki verður formaður bæj- arráðs. Stefán Garðarsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri en hann var bæjarstjóri í Ólafsvík síðasta kjör- tímabil. .... ♦ ♦------ Sjálfsbjörg Athygli vaMn á ólestri í að- gengimálum SJÁLFSBJÖRG vekur athygli á að- gengimálum fatlaðra á útifundi við umhverfisráðuneytið kl. 12.45 á föstudag. Landssambandsþing Sjálfsbjargar verður sett síðar sama dag. I fréttatilkynningu segir að borin verði upp tillaga að áskorun til Al- þingis um að taka myndarlega á aðgengimálum fatlaðra, mannrétt- indamáli sem sé í miklum ólestri víðast hvar. Síðan verði farið í kröfu- göngu með lúðrablæstri að Alþingis- húsinu. Þar verði forseta Alþingis og forsætisráðherra afhent ályktun fundarins. Veitt ádrepa Ennfremur segir að umhverfis- ráðuneytinu, sem flutt hafi í gjör- samlega óaðgengilegt húsnæði eftir að það hafi tekið við byggingar- og skipulagsmálum, verði veitt „Sjálfs- bjargarádrepan - Þrándur í Götu nr. 1 1994“ ef félögum Sjálfsbjargar takist að skríða upp tröppur að inn- gangi ráðuneytisins. Síðar sama dag verður 27. lands- sambandsþing Sjálfsbjargar sett í Ársal Hótel Sögu. Við þingsetning- una flytja m.a. ávörp Össur Skarp- héðinsson, umhverfísráðherra, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, verðandi borgarstjóri, og Ólöf Ríkarðsdóttir, formaður Öryrkjabandalags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.