Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 9 KÖNNUN Á ÁFENGISVENJUM UNGLINGA Hefur þú einhverntíma neytt áfengis? 12- 14- 16- 18- 20- 22- 13ára 15ára 17ára 19ára 21 árs 24ára Hversu oft drekkur Drykkja nú miðað við þú áfengi á mánuði? hvenær drykkja hófst Meðalfjöldi 17n 18 ára og eldri spurðir 12- 14- 16- 18- 20- 22- Hóf drykkju 13 14 15 16 17 13 ára 15 ára 17 ára 19ára 21 árs 24ára 12ára ára ára ára ára ára Flestir byrja að drekka á aldrinum 14 til 17 ára AF 12 TIL 13 ára ungmennum hafa 17% einhvern tíma neytt áfengis en þetta hlutfall er komið í 62% í aldurshópnum 14 til 15 ára og 88% hjá 16 til 17 ára. Þetta gefur að mati Gallup, sem gerði könnun á áfengisvenjum ung- menna fyrir Áfengisvarnarráð og heilbrigðisráðuneyti, til kynna að flestir kynnist áfenginu milli 14. og 17. aldursárs. Þóroddur Bjama- son deildarstjóri á Rannsókna- stofnun uppeldis- og menntamála segir að niðurstöðurnar séu gagns- lausar. Samkvæmt könnuninni er hlut- fall þeirra, sem drukku sterkt vín fyrst allra áfengra drykkja, um og yfir 70% hjá 18 til 24 ára. Það hlutfall fer lækkandi eftir því sem aldurinn lækkar. Að sama skapi hækkar hlutfall þeirra, sem fyrst prófuðu bjór, með lækkandi aldri og virðist vera hæst hjá 12 til 13 ára. Það ber samt að hafa í huga að mjög fáir 12 til 13 ára hafa drukkið sinn fyrsta sopa og óviss- an j tölunum því mikil. Á aldrinum 16 til 24 ára telja yfir 80% sig vera í vinahópi, þar Sérfræðingur segir nið- urstöður áfengiskönn- unar gagnslausar sem flestir eða allir drekka. Á aldr- inum 12 til 13 ára telja hins vegar um 68% sig vera í vinahópi, þar sem enginn drekkur. Á aldrinum 14 til 15 ára telja um 58% sig vera í vinahópi, þar sem helmingur, fáir eða enginn drekkur. í aldurshópnum 12 til 13 ára drekka 98% ekki sterk vín eða landa. 14 til 15 ára drekka að meðaltali 2,46 flöskur á ári, 16 til 17 ára 7,03 flöskur, 18 til 19 ára 12,73 flöskur, 20 til 21 árs 8,57 flöskur og 22 til 24 ára 7,58 flösk- ur á ári að meðaltali. Gagnslausar upplýsingar „Þetta eru fullkomlega gagns- lausar upplýsingar. Niðurstöður eru mjög mismundandi eftir aldri og nú orðið snerta menn ekkert við því að gera svona kannanir, nema þeir hafi að minnsta kosti þúsund manns úr hveijum ár- gangi. Það, sem gerist þarna, er að það eru um 125 á bak við hvern árgang. Ef við tökum til dæmis svör 12 til 13 ára aldurshópsins við spurningunni hvort áfengis hafi einhvern tíma verið neytt og tökum inn skekkjumörk þá kemur í ljós að það er um það bil einn tíundi til einn af hverjum fjórum, sem svara játandi. Það segir auð- vitað ekki neitt,“ segir Þóroddur Bjarnason. Olafur Árnason hjá Gallup segir að auðvitað væri betra að hafa 5-600 manns í hveijum aldurshópi en hins vegar væri öryggi í niður- stöðunum þónokkuð mikið þegar um 250 manns í hveijum aldurs- hópi svara. Þúsund manns telur hann hins vegar allt of stórt úrtak nema verið sé að kanna hvern árgang sérstaklega. Hann segir að Gallup hafi verið að kanna umræddan hóp 12 til 24 ára ung- menna og ef hópnum sé skipt upp í grunnskólaaldur, framhalds- skólaaldur og háskólaaldur, sé verulegur hópur á bak við tölurnar og góð mynd fáist af stöðunni í dag. SUMARFATNAÐU Stakir jakkar Síðbuxur, gott úrval Gallabuxur Bermudas Stuttbuxur Pils Bolir Biússur Peysur DRAGTIR SUMARÚLPUR sokkabuxur. Opið daglega frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl 10-14. úJÓunti tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnai !S 3 X Könnunina gerði Gallup fyrir Áfengis- varnarráð og heilbrigðis- ráðuneytið Franskir, tvískiptir frúar- kjólar í litlum stærðum TESS NEÐST VIÐ DUNHAGA, 622230. NEÐi Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. ÞÚ ÞARFT EKKI KASKO EF ÞÚ KAUPIR ASKO! Sænsku ASKO þvottavélarnar frá FÖNIX eru trygging þín fyrir tandurhreinum þvotti, ítrustu sparneytni og sannkallaðri maraþonendingu. ASKO-DAGAR í FÖNIX VERULEG VERÐLÆKKUN Á 8 GERÐUM ASKO ÞVOTTAVÉLA ASKO framhl. ytralok stillanl. Verð Verð nú aðeins: gerð topphl. tauborð vinduhr. áður: m/afb. staðgr. 10504 framhl. 800/1000 74.180 69.980 64.990 10524 framhl. 800/1200 81.700 75.250 69.980 10624 framhl. tauborð 800/1200 85.990 79.980 74.380 11004 framhl. 900/1400 94.600 89.200 82.960 12004 framhl. tauborð 900/1400 97.840 92.400 85.930 20004 framhl. tauborð 600-1500 119.980 113.900 105.930 14004 topphl. 800/1000 80.640 75.250 69.980 16004 topphl. 900/1400 90.960 85.980 79.960 □ERTZEN STORVIRKAR HÁÞRÝ STIDÆLUR FRÁDERTZEN Getum boðið þýsku OERTZEN háþrýstidælurnar fyrir verktaka og aðra aðila, sem þurfa kraftmiklar dælur, t.d. til húsahreinsunar, skipahreinsunar og sandblásturs. Dælur og dælustöðvar fyrir sjávarútveginn. Sérstakar rörahreinsidælur sem losa og hreinsa úr stífluðum rörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.