Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 128. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Styður að- ild að ESB Stúdent við Vínarháskóla lýsir stuðningi við aðild að Evrópusam- bandinu sveipaður fána þess með mynd af „Hetjunni frá Brussel", Alois Mock, utanríkisráðherra Austurríkis. Þar í landi verður á sunnudaginn gengið til þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðild að ESB. ■ Úrslitin/14 Major ver köttinn London. The Daily Telegraph. JOHN Major, forsætisráðherra Bret- lands, neyddist í gær til að bera blak af heimiiiskettinum í Downingstræti 10, Humphrey, sem grunaður er um að vera valdur að dauða nokkurra þrastarunga. Sagði Major ásakan- irnar afar óréttmætar, þrestirnir væru vissulega dauðir, en af eðlileg- um orsökum. „Ég fullyrði að Hump- hrey er enginn fjöldamorðingi," sagði forsætisráðherrann. Humphrev hefur einnig verið sak- aður um að eltast við endur í St. James Park, nærri heimili sínu. Pierce Brosnan Fallist á vopnahlé í Bosníu í einn mánuð Sar^jevo. Reuter. STRÍÐANDI fylkingar í Bosníu komust í gær að samkomulagi um eins mánaðar vopnahlé frá og með föstudegi, svo að Sameinuðu þjóðunum (SÞ) gefist ráðrúm til að reyna til þrautar að semja um frið. Sagði Yasushi Akashi, sérlegur sendifulltrúi SÞ að um væri að ræða fyrsta skrefið í átt að því að stöðva með öllu bardaga í Bosníu-Herzegóvínu en frekari viðræður hefjast á næstu dögum. A sama tíma háðu múslim- ar og Bosníu-Serbar harða bardaga um birgðaleiðir í norðurhluta landsins. Kínverjar andvíg- ir refsiaðger ðum Peking. New York. Reuter. KÍNVERJAR lýstu sig í gær and- víga refsiaðgerðum gegn stjórn- völdum í Pyongyang vegna deilunn- ar um eftirlit með kjarnorkuverum í Norður-Kóreu. Qian Qichen utanríkisráðherra Kína sagði að refsiaðgerðir af hálfu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) myndu einungis virka sem olía á eld. Stjórnarerindrekar meta yfirlýsing- una sem svo að í bráð séu litlar lík- ur á stefnubreytingu af hálfu Kín- verja sem hafa neitunarvald í ör- yggisráði SÞ. Þá sagði Jian Zemin forseti Kína í gær það vera ófrávíkj- anlega stefnu Kínverja að þróa og efla vináttu við „blóðbræður“ sína í Norður-Kóreu. Kínverjar sökuðu Bandaríkja- menn um tvöfeldni í mannréttinda- málum í gær og sögðu að kínversk- ir fangar, konur og fátæklingar nytu jafnvel meiri réttinda og betri kjara í Kína en Bandaríkjunum. Samninginn undirrituðu fulltrú- ar Bosníu-Serba og sambandsríkis Króata og múslima en þeir hittust hins vegar aldrei á meðan sex daga samningalotunni stóð og varð Akashi að færa samnings- drög á milli samningamanna sem voru í sitt hvoru herberginu. Um er að ræða fyrsta heildarvopna- hléssamning sem stríðandi fylk- ingar hafa undirritað í Bosníu. Hann er hins vegar langt frá því sem Akashi gerði sér vonir um, en það var fjögurra mánaða vopnahlé. Viðurkenndi hann að sú von hafi ekki verið raunhæf. Vilja ekki festa land- vinninga í sessi Múslimar og Króatar hafa verið andvígir löngu vopnahléi, þar sem það myndi mögulega festa í sessi landvinninga Serba í Bosníu. Bandaríkjamenn og Rússar vonast til þess að stríðsaðilar samþykki friðaráætlun þar sem gert er ráð fyrir að Serbar fái 49% landssvæð- is í Bosníu. Þá úrskurðaði dómstóllinn að bresk stjórnvöld hefðu ekki staðið við þær skuldbindingar sínar sam- kvæmt lögum ESB að tryggja rétt starfsmanna í þeim fyrirtækjum þar sem skipt væri um eigendur. Ekki væri tryggt í lögum að ráðgast væri við fulltrúa starfsmanna þegar einka- eða ríkisrekin fyrirtæki skiptu um eigendur eða störfum væri fækkað. Breska stjórnin sagðist í gær myndu meta áhrif dómsins á rétt starfsmanna í fyrirtækjum sem hefðu verið einkavædd en benti á að bætt hefði verið úr mörgum þeirra atriða sem dómstóllinn hefði fundið að með lagasetningu í fyrra. Bresk verkalýðsfélög telja að úrskurður dómstólsins leiði til þess að allt að ein milljón starfsmanna ríkisfyrirtækja sem hafa verið einkavædd, kunni að krefjast bóta. hinn nýi Bond London. Reuter. ÍRSKI leikarinn Pi- erce Brosnan mun fara með hlutverk njósnarans James Bond í næstu kvik- mynd um kappann, sem er sú sautjánda í röðinni og nefnist Gullna augað (Gold- Brosnan en Eye). Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í gærdag. Brosnan er 41 árs gam- all og hefur áður verið boðið að leika hlutverk leyniþjónustu- mannsins 007, en þurfti að hafna því tilboði vegna þess að hann var samningsbund- inn. Breskir fjölmiðl- ar höfðu flestir veðj- að á að Brosnan hlyti hlutverkið, svo valið kom fáum á óvart. Myndin verður tekin í Pétursborg, í Karíbahafinu, Mex- íkó og Monte Carlo en handritið skrifar Michael France, handritshöfundur „Cliffhanger“. Höfuðandstæð- ingur James Bonds að þessu sinni verður breskur vopnasali, Trevelyan að nafni. Krefjast starfsmenn bóta? Tútsar leita liðsauka hjá flótta- mönnum ÚTSENDARAR uppreisnar- manna Þjóðernisfylkingar Rú- anda hafa að undanförnu reynt að efla hersveitir sínar í stríðinu við stjórnarherinn. Hefur hund- ruða manna liðsauki verið sóttur í flóttamannabúðir í grannríkinu Búrúndí. Starfsmenn hjálparstofnana hafa staðfest að undanfarnar vik- ur hafi rútur á vegum upp- reisnarmanna komið daglega í flóttamannabúðirnar og snúið til baka fullar af karlmönnum úr röðum tútsa. Eru þeir fluttir til héraðsins Kirundo í Rúanda sem er á yfirráðasvæði Þjóðernisfylk- ingarinnar en þar hljóta þeir þjálfun áður en þeir eru sendir til bardaga. Talið er að Þjóðfylkingin, sem verið hefur á undanhaldi, freisti þess að snúa vörn í sókn og hefna fyrir fjöldamorð á þúsundum tútsa í Rúanda frá því stríðið braust út fyrir tveimur mánuðum. Þrátt fyrir að 700 munaðar- leysingjar hafi verið fluttir á brott frá Rúanda undanfarna daga hafast þúsundir enn við I húsakynnum Rauða krossins í borginni Butare í Rúanda en þar var myndin tekin. Úrskurður Evrópudómstólsins Lög brotin á launþegnm Brassel^ Londom Reuter.^ EVRÓPUDÓMSTÓLLINN úrskurðaði í gær að bresk stjórnvöld brytu lög á launþegum með því að koma í veg fyrir að þeir nytu þeirra réttinda sem þeim bæri samkvæmt lögum Evrópusambands- ins (ESB). Staðfestir úrskurður dómstólsins rétt starfsmanna til þess að tjá sig um einkavæðingu, sameiningu, yfirtöku og fjöld- auppsagnir í þeim fyrirtækjum sem þeir starfa hjá. Úrskurðurinn gæti leitt til bóta- krafna þeirra fjölmörgu launþega sem misstu vinnuna við einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja og hafa verka- lýðsfélög hótað því að fara í mál við ráðherra. Viðurkenndi stjórnin ekki réttmæti slíkra krafna. Dómstóllinn vísar á bug þeim rökum breskra stjómvalda að lög ESB kveði ekki á um að í aðildar- löndum eigi fulltrúar starfsmanna rétt á að hafa áhrif á stjórnun fyrir- tækja. Segir hann lög ESB miða að því að tryggja starfsmönnum í hinum ýmsu aðildarlöndum sama rétt. Upplýsa verði fulltrúa starfs- manna um fyrirhugaðar uppsagnir og þá möguleika sem fyrir hendi séu til að draga úr áhrifum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.