Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 39 FRÉTTIR TRYGGVI Ólafsson ásamt starfsmanni Odda með fyrstu eintök af kynningarplakatinu um útiskákmótið. Islenskir stórmeist- arar tefla á Strikinu ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Kaup- mannahöfn minnist 50 ára afmælis íslenska lýðveídisins með því að sjö íslenskir stórmeistarar í skák, Frið- rik Ólafsson, Guðmundur Sigur- jónsson, Jóhanna Hjartarson, Jón L. Árnason, Helgi Olafsson, Mar- geir Pétursson og Hannes Hlífar Stefánsson, tefla við danska skák- áhugamenn á stóru opnu útifjöltefli í hjarta Kaupmannahafnar. Nýja- torg við göngugötuna Strikið varð fyrir valinu sem mótsstaður. Stórmeistararnir munu tefla eins margar skákir og þeir komast yfir á þremur klukkutímum í Nýjatorgi á sjálfan lýðveldisdaginn, 17. júní, kl. 15. Stefnt er að því að alls skuli tefldar 565 skákir og er sú tala miðuð við þann árafjölda sem Dan- ir og íslendingar voru undir sameig- inlegri konungsstjórn. Skákfróðir menn telja að þetta muni verða eitt stærsta útiJQöltefli sem haldið hefur verið í Vestur-Evrópu. Mikill áhugi er á þátttöku í fjöl- • teflinu og þrátt fyrir að ekki áður hafi birst auglýsingar um mótið hafa skákáhugamenn alls staðar í Danmörku skráð sig til leiks. Góð samskipti hafa verið milli Dana og „Islands- banki hinn eldri“ í Ar- bæjarsafni í ÁRBÆJARSAFNI hefur verið opn- uð sýningin íslandsbanki hinn eldri. Þar er reynt að gera skil þeim þætti Reykjavíkursögunnar sem snýr að bankastarfsemi í upphafi. Á sýningunni verða ýmsir munir sem tengjast rekstri banka í upp- hafi aldarinnar, en 7. júní voru liðin 90 ár frá því að íslandsbanki hinn eldri tók til starfa. Meðal annars verður sýndur peningaskápur sem verið hefur í fullri notkun frá árinu 1904, en segja má að miðpunktur sýningarinnar séu skrifstofuhús- gögn sem m.a. voru notuð í banka- stjóratíð Hannesar Hafstein, ráð- herra. Þessi húsgöng bárust Árbæjar- safni að gjöf frá íslandsbanka hf. í tilefni 90 ára afmælis eldri bankans. Einnig eru þar til sýnis munir úr eigu safnsins frá íslandsbanka hin- um eldri. Ráðgjöf við sýninguna veit- ir Ellen Sighvatsson, tengdadóttir Sighvatar Bjarnasonar, sem var bankastjóri árið 1904. Gífurlegt fjármagn kom inn í stofnun íslandsbanka árið 1904 og átti það ríkan þátt í þeim straum- hvörfum sem urðu í atvinnulífi lands- ins þegar það breyttist úr frumstæjiu bændasamfélagi í iðnvætt þjóðfélag, segir í frétt frá safninu. Sýningin er til húsa í Læknisbústaðnum frá Kleppi efst á safnsvæðinu. íslendinga á skáksviðinu. Margir minnast viðureignar Friðriks Ólafs- sonar og Bents Larsens, einnig má nefna að Guðmundur Arnlaugsson lék með landsliði Dana í skák á árunum 1939-1942, en hann hefur tekið að sér að stjórna útitaflinu. Tryggvi Ólafsson, myndlistar- maður, hannaði merki mótsins og er prentun þess nýlokið í prent- smiðjunni Odda, sem sér um alla prentvinnu í tengslum við fjölteflið. í tengslum við fjölteflið verður gefinn út kynningarbæklingur _ á dönsku, með kveðju frá forseta Is- lands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. í honum verða stuttar greinar um íslenskt atvinnulíf, íslenska menn- ingu, sögulegt ágrip um samskipti þjóðanna, um þróun skáklistarinnar og íslensku stórmeistarana. Þessu kynningarriti verður dreift á móts- stað og það sent til fyrirtækja og stofnana á Isladni og í Danmörku. Fjölteflið verður fjármagnað með framlögum frá opinberum aðilum og fýrirtækjum, íslenskum sem dönskum, auk þess hafa nokkur bæjarfélög í vinarbæjarsamtökum veitt framtakinu ómetanlegan stuðning. JQq ej jIa Ilfj Frá sýningunni íslandsbanki hinn eldri í Árbæjarsafni. „Allt fyrir garðinn“ í Kringlunni í KRINGLUNNI hefst í dag blóma- og garðyrkjumarkaður. Þar munu nokkrir aðilar í garðyrkju og gróð- urrækt sýna og selja og veita góð ráð. Byggt og búið stækkar verslun sína fram í göngugötu og sýnir öll áhöld, sláttuvélar, áburð og garðhús- gögn, sem þarf í garðinn. Gróðrastöð Ingibjargar verður með Hveragerðis- verð á sumarblómum þessa þijá daga og Gróðrastöðin Lundur verður með runna og fleira. Sólblóm, blómaversl- unin í Kringlunni, hefur fært sig í göngugötuna og verður með 30-50% afslátt á pottaplöntum. Fersk jarðar- ber verða seld í göngugötunni og Skógræktarfélagið, Túnþökusalan og Stétt hf. munu kynna vörur sínar og starfsemi. Hagkaup setur upp ávaxtamarkað og Heilsuhúsið býður fe'rskar kryddjurtir. Verslunin Sólblóm mun einnig bjóða bömum að búa til blómaskreyt- ingar. Þar verður fagfólk sem mun aðstoða börnin við skreytingagerð- ina. „Einslags stórt hrúgald af grjóti Tónleikur um ísland fyrir fimm söngvara, Ijóðskáld og sjö manna djasshljómsveit. íslenska óperan, laugardaginn 11. júní kl. 21:00 Miðasala í íslensku óperunni sími 11475 Staðreyndir um Skoda: Allir þekkja Skoda, en færri þá byltingu sem Skoda hefur gengið í gegnum. Skoda framleiðir nn eftir gæðastöðlmn móðurfyrirtækisins Volkswagen Gronp. Skoda er því t.d. ryðvarinn cins og aðrir bílar V\V Group - með 6 ára ábyrgð. Skoda Favorit er mjög vel búinn m.a. með samlæsingar, styrktarbita í hurðum, o.if. Skoda eru með bensínsparandi Boscli innspýtingu og kveikju. Skoda er þrátt fyrir allar nýjungar, ódýrasti evrópski bíllinn á markaðnum. Skoda. Nýr bíll frá Evrópu. Skoda Favorii Colour Line kr. 718.000 á götuna. SKODA Volkswagen Group Nýbýlavogiir 2. Kópavogur. sími S'2()Ö0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.