Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Viðgerðir á öllum tegundum af töskum. Fljót og góð þjónusta. TÖSKU- VIÐGERÐIN VINNUSTOFA SÍBS Ármúla 34, bakhús Sími 814303 TREKKA I40+ 4ra manna tjald Innra tjald 100% bómull. Ytra tjald nælon. 7,85 kg. Verð kr. 14.980 5% staögrelösluafsláttur, elnnlg af póstkröfum grelddum Innan 7 daga wúnúFtmm GLÆSIBÆ. SÍMI 812922 ____________AÐSENPAR GREINAR Hún snýst nú samt Fyrri grein ÞAÐ VAR hinn 14.-15. mars árið 1989 sem Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, bauð forsætis- og utanríkis- ráðherrum EFTA-ríkj- anna sex til leiðtoga- fundar í Ósló. Það var á þessum fundi sem EFTA-ríkin skuld- bundu sig sameigin- lega til að ýta úr vör samningunum um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES). Fjórum árum síðar varð það að veruleika. Nú er vitað að það voru þau Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins, og Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, sem vom guðfeður hugmyndarinnar um EES. Fulltrúar íslands á þessum fundi vom Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, og ut- anríkisráðherrann í ríkisstjórn hans, sá sem þessar línur skrifar. Með fullum rétti má því segja að Steingrímur Hermannsson hafi ver- ið guðfaðir EES-samningsins á ís- landi, þótt hann hafi síðar af mis- skildum pólitískum hyggindum snú- ist gegn þessu afkvæmi sínu. Breytt heimsmynd Frá því að samningaferlið um EES hófst á fyrri hluta árs 1989 hefur umheimurinn tekið algjömm stakkaskiptqm. Pólitískar forsend- ur fyrir samskiptum þjóða em ger- breyttar. Berlínarmúr- inn er fallinn. Mið- og Austur-Evrópa er frjáls. Sovétríkin eru hmnin. Tvískiptingu heimsins í tvær and- stæðar blokkir er lokið. Vígbúnaðarkapp- hlaupinu hefur slotað. Samningar hafa tekist um afvopnun, sam- drátt heija og fækkun herstöðva. Fráhvarfseinkennin eftir fall kommúnis- mans hafa skapað ný vandamál. Kommún- isminn skilur hvar- vetna eftir sig sviðna jörð. Hin miðstýrðu efnahagskerfi vom að hruni komin. Skelfileg umhverfisslys blasa við augum. Fráhvarfið frá miðstýrðum áætlun- arbúskap hernaðarhagkerfa Rúss- lands og Austur-Evrópu hefur leitt af sér annars konar vandamál: Óðaverðbólgu og óstöðugleika, ijöldaatvinnuleysi, lífskjaraskerð- ingu og félagslegt öryggisleysi tug- milljóna manna. Þessi vandamál em svo stór í sniðum að ekkert eitt ríki fær við þau ráðið. M.a. þess vegna hefur Evrópusambandið jafn mikið að- dráttarafl og raun ber vitni, ekki einasta fyrir ríki Mið- og Austur- Evrópu, heldur einnig fyrir fyrrver- andi EFTA-ríki. Það er ekki tilviljun að brautryðjendur lýðræðisbylting- arinnar í Mið- og Austur-Evrópu, menn á borð við Havel hinn tékk- neska og Walesa hinn pólska, em innblásnustu málsvarar Evrópu- sammnans. Atlantshafsbandalagið, Geta íslendingar tryggt þjóðarhagsmuni sína í framtíðinni, sem eina Evrópuríkið utan Evr- ópusambandsins, spyr Jón Baldvin Hanni- balsson, og segir Evr- ópusambandið smám saman vera að breytast í allsherjarsamtök lýð- ræðisríkja í Evrópu. sem þeir vilja ólmir og uppvægir komast í, hefur tekið djúpstæðum breytingum, til að laga sig að nýrri veröld sem er að rísa úr rústum kommúnismans. Þess vegna hefur þeim öflum sem beita sér fyrir stækkun Evrópusambandsins innan ESB vaxið ásmegin. Örlög Evrópu- þjóða em samofin sem aldrei fýrr. Allsherjarsamtök lýðræðisríkja Evrópu EES-samningurinn var hugsaður sem iausn fyrir hin þróuðu EFTA- ríki, sem þurftu mjög á að halda hindmnarlausum aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins undir reglum fjórfrelsisins, án þess að þau væm þá reiðubúin til að falla frá hlutleysisstefnu gagnvart banda- lögum kalda stríðsins eða að taka á sig skuldbindingar sameiginlegrar Jón Baldvin Hannibalsson stefnu í utanríkis- og vamarmálum. Allar em þessar forsendur brostnar. Fjögur EFTA-ríki lýsa sig nú reiðubúin til að taka á sig allar þær skuldbindingar sem aðild að Evrópusambandinu hefur í för með sér. Þjóðarleiðtogar Mið- og Aust- ur-Evrópu eru uggandi um þróun mála í Rússlandi og fyrrum sam- bandslýðveldum þess. Þeir eru skelfingu lostnir við þá tilhugsun að vofa árásargjarnrar þjóðernis- hyggju gangi aftur ljósum lögum um álfuna austanverða. Ríkisstjórn- ir Mið-Evrópulandanna sækja því fast eftir aðild að Atlantshafs- bandalaginu og Vestur-Evrópusam- bandinu (VES) til þess að tryggja öryggi sitt og fullveldi á óvissutím- um. Öll hafa þessi ríki sett sér það markmið að gerast aðilar að Evr- ópusambandinu við fyrstu hentug- leika. Þeim öflum innan Evrópu- sambandsins, undir forystu Þýska- lands, sem vilja af pólitískum ástæðum, við þessar gerbreyttu aðstæður, hraða stækkun banda- lagsins, hefur vaxið fiskur um hrygg. Evrópusambandið er því smám saman að breytast í allsheij- arsamtök lýðræðisríkja í Evrópu. Samstarf þessara þjóða mun í fram- tíðinni ná til hvors tveggja við- skipta- og efnhagsþróunar og utan- ríkis- og öryggismála. Innan tíðar kunna íslendingar að standa frammi fyrirJjessari einföldu spurn- ingu: Getur Island eitt og sér tryggt hagsmuni sína með viðunancli hætti sem eina Evrópuríkið utan Evrópu- sambandsins? 1 síðari grein sinni, sem birtist í Morgunblaðinu á morgun, mun utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins — Jafnaðarmannaflokks íslands, fjalla um breytt hlutverk Atlantshafsbandalagsins, samstarf Norðurlandaþjóða og áhrif smáþjóða. TEPPAVERSLUN FRKMUKS BERTELSEN FÁKAFENI 9 - SÍMI 686266 í SAMVINNU VIÐ HEIMSFRÆGA TEPPAFRAMLEIÐENDUR GETUM VIÐ BOÐIÐ VÖNDUÐ EINLIT OG MYNSTRUÐ ULLARTEPPI Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI LEITIÐ UPPLÝSINGA OG VERÐTILBOÐA Brockway Carpet LTD. Axminster Carpet LTD. Innilegar þakkir og kveðjur til Jjölskyldu minnar og allra þeirra Jjölmörgu, sem glöddu mig og sýndu vinarhug á níutíu ára afmœli mínu 28. mai síðastliÖinn. GuÖ blessi ykkur öll. Guðmunda S. Kristinsdóttir frá Miðengi i Grímsnesi, Freyjugötu 34, Reykjavik. Þrjggja Rétta Kvöldverður Humarsúpa meá safranrjóma Ristaáur villtur lax meá vanillu-sítrónusósu Marzípanís meá hindberjum Verp kr. i.q6o,- SLólabrú Sími 62 44 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.