Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HALLGRIMUR KRISTINSSON + Hallgrímur Kristinsson var fæddur á Vífilsmýrum í Önundarfirði 8. júlí 1951. Hann varð bráðkvaddur í Reykjavík 1. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju í gær. SJALDAN er ein báran stök. Það var eitt af því fyrsta sem mér kom í hug er mér barst sú harmafregn að kvöldi hins 1. júní sl., að Hall- grímur mágur minn væri látinn. Hver hafði getað trúað því er við stóðum við banabeð Kristins föður hans og tengdaföður míns fjórum sólarhringum áður að Hallgrímur yrði næstur? Svona skyndilegur og ótímabær dauði kemur manni til að hugleiða fallvaltleika þessa jarð- neska lífs og að enginn ræður sínum næturstað. Drottinn hefur nú kallað Hallgrím til sín til eilífrar sæluvist- ar og munu þeir feðgar fá að hvíla í sömu mold. Hallgrímur var fæddur á Vífil- smýrum í Önundarfirði, sonur Kristins R. Guðmundsonar og Þór- hildar Þórðardóttur. ábúenda þar, næstyngstur systkina sinna. Hann fór snemma úr föðurhúsum að vinna fyrir sér og ævistarfið varð rennismíði. Honum voru dugnaður og samviskusemi í blóð borin og kom það glögglega fram í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hallgrímur var hlédrægur og dulur maður sem ekki bar tilfinn- ingar sínar á torg. Hann var vinur vina sinna og vildi allra vanda leysa er til hans leituðu. Hann lét sér sérstaklega annt um foreldra sína og aðstoðaði eftir mætti, bæði með- an þau stunduðu búskapinn fyrir vestan og ekki síður eftir að þau brugðu búi 1974 og fluttu til Akur- eyrar. Þær voru ófáar ferðirnar sem hann, Ágústa kona hans og synirn- ir áttu til Akureyrar. Þetta var sér- staklega ómetanlegt hin síðari ár eftir að heilsu foreldranna og þá einkum Kristins fór að hraka. Tengdaforeldrarnir nutu líka hjálp- semi og handlagni Hallgríms í rík- um mæli. Sár harmur er nú kveðinn að fjöl- skyldu Hallgríms vegna hins snögga og ótímabæra fráfalls hans. Sárastur er harmurinn hjá eigin- konu hans, Ágústu Björnsdóttur, og sonunum Kristni Loga og Birni Þór og hjá aldraðri móður sem á sama tíma sér nú á bak manni sín- um og syni. Megi góður guð styrkja þau og blessa í sorg þeirra, þerra tárin og græða sárin. „Guð er oss hæli og styrkur, ör- ugg hjálp í nauðum." (Sálm. 46:2.) Bragi Jóhannsson og fjölskylda. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 t Frænka mín, ÁSTA HELGADÓTTIR, Skipholti 51, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn lO.júníkl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Bjarnadóttir. t Okkar ástkæri faðir og afi, ÞORLÁKUR GUÐMUNDSSON, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 11. júní kl. 14.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Ingimar Þorláksson, Guðfinna Ingimarsdóttir. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTMARS ÓLAFSSONAR frá Siglufirði, Bjarnhólastfg 20, Kópavogi, síðast til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu. Kristfríður Kristmarsdóttir, Eyjólfur Ágústsson, Haraldur Kristmarsson, Anna Jóna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærr- ar eiginkonu, móður okkar, tengdamóð- ur og ömmu, KRISTÍNAR PÁLSDÓTTUR frá Krossum, Kirkjuteigi 21, Reykjavik. Vilhelm Heiðar Lúðvíksson, Hrönn Vilhelmsdóttir, Þórólfur Antonsson, Lúðvík Vilhelmsson, Kristfn Gunnarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Sveinn Rúnar Hauksson, Jón Páll Vilhelmsson, Ásmundur Vilhelmsson, Svanhvít Sveinsdóttir og barnabörn. FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 35 LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 Fallegt og varan- legt á leiði Smíðum krossa og ramma úr ryðfríu-stáli, hvíthúðaða. Einnig blómakrossa á leiði. Sendum um land allt. Ryð- fritt stál endist um ókomna tíð. Sendum myndalista. Blikkverk sf., sími 93-11075. leysir vandann Reflectix er 5/16" þykk endurgeislandi einangrun í rúllum. 1 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann. Breiddir: 2' &4'. Rúllulengdir: 50', 125' og 250'. háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri, heftibyssa og límband einu verkfærín. f BVGGINGAVÖRUVERSLUN _ Þ. ÞORGRIMSSON & CO Alltaf tll 6 lager Ármúla 29, sími 38640 t Minningarathöfn um eiginmann minn, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, BJARNA S. KRISTÓFERSSONAR, Fremri Hvestu, Arnarfirði, fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 10. júní kl. 10.30. Útförin fer fram frá Bíldudalskirkju mánudaginn 13. júní kl. 14.00. Ragnhildur Finnbogadóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Kristján Bersi Ólafsson, Finnbogi Bjarnason, Guðbjartur Ingi Bjarnason, Margrét Bjarnadóttir, Guðbjörg Bjarnadóttir, Marinó Bjarnason, Kristófer Bjarnason, Jón Bjarnason, Ingibjörg Bjarnadóttir, Elín Bjarnadóttir, Gestný Bjarnadóttir, Katrín Bjarnadóttir, Gestur Bjarnason, Dagur Bjarnason, Ragnar Bjarnason, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ættingjar. Jónína Gunnarsdóttir, Ingibjörg Lilja Gísladóttir, Guðni Sigurjónsson, Ægir Jóhannsson, Freyja Magnúsdóttir, Valdfs Bjarnadóttir, Halla Hjartardóttir, Albert Álbertsson, Smári Adolfsson, Einar Aðalsteinsson, Guðrún Geirsdóttir, Valborg Mikaelsdóttir, m 130 GLÆSIlf GUR SÝNINGARSALUR MMC Pajero turbo diesel, árg. '88, sjálfsk., ek. 132 þús. km, ný vél. Sk. mögul. Verð 1.420.000,-. Chevrolet C20 pick up, árg. '88, 5 gíra, ek. 61 þús. km. Verð 600.000. Toyota Corolla XL, árg. '91,5 gíra, ek. 62 þús. km., vðkvast, samlæsingar. Verð 740.000. MMC Galant GLS, árg. '88, 5 gíra, ek. 94 þús. km. Sk. mögul. Verð 760 þús. Toyota Corolla XL, árg. '90, 5 g., ek. 40 þús. km., vökvast., samlæsingar. Sk. mögul. Verð 720 þús. Subaru station 4x4 DL, árg. '90, ek. 71 þús. km. Verð 930 þús. Suzuki Swift GLi, árg. '91 (92), 5 dyra, 5 gíra, ek. 31 þús. km. Verð 690 þús. Buick Skyhawk, árg. '88, sjálfsk., 4ra dyra, ek. 114 þús. km. Verö 675 þús. Tjaldvagn Alpin Kreuzer, árg. '91, með fortjaldi. Verö 300 þús. Tjaldvagn Combi Camp Night Rider, árg. '91, með fortjaldi. Verð 200 þús. BILASALAN BÍLFANG HÖFÐABAKKA9 112 REYKJAVÍK © 91 -879333 - kjarni málsins! SKILABOÐ til tékkareikningseigenda hjá sparisjóðunum . Frá og með 9. júní verður tekið sérstakt gjald af færslu tékka, útborgunarmiða og skuldfærslubeiðna af tékkareikningi. Gjaldið er 19 kr. fyrir hverja færslu. Samanlögð fjárhæð þessara gjalda á tilteknu tímabili verður tilgreind og sundurliðuð á póstsendu tékkareikningsyfirliti og skuldfærð tíu dögum eftir dagsetningu yfirlits. U Gjald fyrir hverja færslu með debetkorti er 9 kr. & Árgjald af debetkorti verður 250 kr. frá og með 1. júlí. 8 Frá 9. júní verður tekið útskriftargjald vegna yfirlita, 45 kr. gjald fyrir hverja útskrift Tékkareiknings- og SÉR-tékkareikningsyfirlita. Færsiur vegna debetkorta færast inn á þessi yfirlit. 8 Peir sem fá debetkort fyrir 1. júlí greiða ekki árgjald fyrsta árið. Ekkert gjald verður tekið af færslum í hraðbönkum eða fyrir upplýsingar í þjónustusíma. KOMDU í ÞINN SPARISJÖÐ OG LEITAÐU NÁNARI UPPLÝSINGA. SPARISJÓÐIRNIR -fyrir þig og þína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.