Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Eiginkona mín, t móðir okkar og amma, UNNUR JÓNSDÓTTIR, Bárugötu 13, lést 8. júní. Úlfar Þórðarson, börn og barnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, HALLDÓRA TRYGGVADÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 7. júní. Tryggvi Eyvindsson, Jóhanna Björnsdóttir, Guðrún Eyvindsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson. Vinur okkar. + ÓLAFUR JÓNSSON, Keilufelli 12, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 6. júní. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 15. júní kl. 15.00. Ingunn Sigurjónsdóttir, Guðmar Andrésson, Jón Thorsteinsen. t Kær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR, lést 2. júní á elliheimilinu Grund. Útför hennar hefur farið fram. Sérstakar þakkir til starfsfólks elliheimilisins Grundar. Jón Ásmundsson, Guðfinna Guðmundsdóttir, Ásdfs Anna Ásmundsdóttir, Eyþór Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, NAREIWIUM málarameistari, Háaleitisbraut 69, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. júní kl. 13.30. Svanhvít Aðalsteinsdóttir, ÞórdísWium, Úlfar Þór Indriðason, Snorri Wium, Unnur María Þórarinsdóttir, HeimirWium, Asa Elmgren, Sólveig Wium, Guðmundur Kr. Pétursson og barnabörn. Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS BJARNASONAR, Þóristúni 7, Selfossi, er lést 2. júní sl., fer fram frá Selfoss- kirkju laugardaginn 11. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað- ir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sjúkrahús Suðurlands eða líknarstofnanir. Þurfður Steingrímsdóttir, Hallgerður E. Jónsdóttir, Páll Á. R. Stefánsson, Ingveldur Jónsdóttir, Helgi Guðmundsson og barnabörn. Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför dóttur minnar, BERGLINDAR GRÖNDAL. Fyrir hönd systkina og annarra vanda- manna, Kolbrún Ingólfsdóttir. OLAFURJONAS HELGASON -I- Ólafur Jónas ■ Helgason fædd- ist 12. október 1914 á Steinum undir Eyjafjöllum. Hann lést 2. júní 1994. Foreldrar hans voru Helgi Jónas- son, bóndi á Helgu- söndum og Selja- landsseli undir Eyjafjöllum, og kona hans Guðlaug Sigurðardóttir, komin af ætt Jóns Steingrímssonar eldklerks. Jónas var var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Solveig Magnea Guð- jónsdóttir frá Þúfu í Vestur- Landeyjum, Magnússonar. Son- ur þeirra er Guðjón Hilmar f. 26. júní 1950 á Hellu. Hann er kvæntur Unni Daníelsdóttur. Hann býr nú í Svíþjóð. Seinni kona hans,_5. september 1964, er Guðrún Ólafsdóttir frá Þóru- stöðum í Svínadal. Þau eru barnlaus. Útför Ólafs fer fram frá Akraneskirkju í dag. Við kveðjum hann í dag og þökk- um samfylgdina. Hann ólst upp í fagurri sveit undir Eyjafjöllum, og lærði að unna íslenskri náttúru og lærði að þekkja sögu lands og þjóð- ar og bera virðingu fyrir því sem íslenskt er. Því miður er ég ekki nógu kunnugur fyrri hluta ævi hans, en þó nóg til að vita að hvar sem hans var getið meðal þeirra sem þekktu hann, var góðs manns getið. Ungur að árum gerðist hann sjó- maður í Vestmannaeyjum, flutti síðar að Heklu og var vélstjóri við íshúsið á Hellu 1947-’60. Haustið 1961 gerðist hann húsvörður við Bamaskóla Akraness, nú Brekku- bæjarskóla. Þar starfaði hann með- an heilsan leyfði við ágætan orðs- tír. Bæði starfsfólk og ekki síður börnin kunnu að meta störf hans og hlýlega framkomu við hvern sem var. Mörg lítil sál leit- aði sér huggunar og styrks við hlið hans þegar eitthvað bjátaði á. Þegar St. Akurblóm vantaði söngstjóra var leitað til Jónasar og þá gengu þau hjónin í stúkuna. Þar bættist okkur góður liðsauki, og hann spilaði undir söng meðan heilsan leyfði, og bæði störf- uðu þau í stúkunni af heilum hug. Það er þar sem við kynntumst Jónasi sem hinum ijúfa og góða félaga. Auk þess að spila á hljóð- færið sagði hann sögur á sinn sér- stæða og skemmtilega hátt. Fann alltaf það sem sniðugt var og hitti oft naglann á höfuðið. Honum þótti vænt um æskubyggð sína og kunni frá mörgu að segja sem gaman var að hlusta á. Fyrir allt þetta, trú- festi hans og tryggð þökkum við. Minningin lifir þó maðurinn hverfí. Okkur verður oft hugsað til hans þó sætið hans sé autt. Jónas var listhneigður, og fyrir utan orgelleik málaði hann fallegar landslagsmyndir í frístundum sín- um, einnig batt hann inn bækur. Síðast sá ég Jónas að morgni kosn- ingadags á kjörstað. Það var sama hlýja handtakið og stutt í brosið, það er dýrmæt minning. Jónas átti við veikindi að stríða mörg ár, en naut frábærs stuðnings konu sinn- ar, sem með fómfúsri ást og um- hyggju hugsaði um hann í erfiðum veikindum, svo hann gat verið heima þar til yfír lauk. Við sam- hryggjumst henni og sendum kveðju og þakklæti stúkunnar til fjölskyldu hans, sem getur glaðst yfir að þar er genginn góður maður á guðs fund. Helga og Ari Gíslason. Látin er á Akranesi heiðursmað- urinn Jónas Helgason á áttugasta aldursári. Síðustu ár langrar starfs- t Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, LAUFEY KARLSDÓTTIR, Geithellum, Álftafirði, andaðist í Brekkubæ, Hornafirði, laugardaginn 4. júní. Jarðarförin ákveðin 11. júní kl. 14.00 frá Hofi í Álftafirði. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, JÓN GUÐMUNDSSON, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 10. júní kl. 15.00. Árni Jónsson, Hulda Bjarnadóttir, Hrafnhildur Arnadóttir, Svavar Þorvaldsson, Bjarni Árnason, Margrét Stefánsdóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð vegna andláts og útfarar SNORRA H. BERGSSONAR, Bergholti, Þórshöfn. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafn- istu, Reykjavík. Edda Snorradóttir, Þorkell Guðfinnsson, Sæbjörg Snorradóttir, Þorgils Arason, Bergur Vilhjálmsson, Kristbjörg Kristjánsdóttir og barnabörn. ævi var Jónas húsvörður Brekku- bæjarskóla en hafði eins og margir af hans kynslóð lengi stundað sjó- mennsku. í Brekkubæjarskóla lágu leiðir okkar saman fyrir fimmtán árum og hafði ég, eins og aðrir sem kynntust Jóilasi, gott af þeim kynn- um. Jónas var bókamaður, víðlesinn og margfróður, og var gaman að ræða við hann um menn og málefni en ekki síst um landið okkar fagra og náttúruperlur þess. Í skólanum var Jónas í afahlut- verki hvað börnin okkar áhrærði og þau hændust að honum ekki síst þeir drengir sem áttu í samskipta- erfíðleikum við sitt umhverfi og var oft gaman að fylgjast með sam- bandi þeirra við húsvörðinn. Sam- skipti þeirra við hið hægáta ljúf- menni og samviskusama starfs- mann var þeim góður skóli. Jónas var náttúruunnandi og átt- um við samstarfsmenn hans því láni að fagna að fara undir hans fararstjórn í Þórsmörk. Þar var Jónas á heimaslóð, alinn upp á ein- um Merkurbæjanna, þekkti hverja þúfu, hríslu og drang ásamt ótal sögum tengdum staðnum. Þessar ferðir verða mér ógleymanlegar og gaman að fylgjast með Jónasi á æskuslóðum. A æskuslóðum eyðir maður ekki tímanum í svefn og hann var uppi fyrir allar aldir. Síðustu ár hefur heilsuleysið hrjáð Jónas og þvr' verður honum nú hvíldin kær. Hann lét samt van- líðan ekki hindra sig í að halda sínu góða sambandi við sinn gamla vinnustað og reyndi alltaf að koma í heimsókn á tyllidögum skólans þótt stundum væri það meira af vilja en mætti. Þá sem endranær var stoð hans og stytta eiginkonan Guðrún Ólafsdóttir og svo samrýnd voru þau hjón að við samstarfsmenn nefnum þau oftast í sömu andrá og tölum um Jónas og Guðrúnu, Guðrúnu og Jónas eins og við séum að tala um eina persónu. Ég þakka Jónasi samfylgdina og umhyggjuna fyrir Brekkubæjar- skóla og trúi því að handan landa- mæra sé aðra Þórsmörk að finna. Guðrún mín, ég sendi þér hug- heilar samúðarkveðjur á þessum erfiðu stundum. Ingi Steinar. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð iallegir salirogmjög gi>ð jjjónustíL Dpplýsingar ísínia 22322 FLUGLEIDIR HðTEL LOFTLEIBIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.