Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jóhanna Sigurðardóttir býður sig fram gegn Jóni Baldvin Mundi styrkja Alþýðu- flokkinn að fá mig í brúna , Ótimabært að flokksþingið taki afstoðu til | ! 11 J} | j I [ j | j I I pusambandsins eða aðildar að því i I ' I ! , . ,, . r, I ■ • ' 11 | I I ' '! \ Farvel Frans . . . Málflutning-skeppni laganema í Reykjavík Myndlista- og handíðaskólinn Gunnsteinn ráðinn skólastjóri MENNTA- MÁLARÁÐ- HERRA hefur ráðið Gunn- stein Gíslason skólameistara Myndlista- og handíðaskóla íslands frá 1. ágúst 1994 til 31. mars 1998 í fjarveru Bjama Daníelssonar. Gunnsteinn fékk 7 af 10 at- kvæðum skólastjórnar, en aðrir umsækjendur um stöðuna voru Ásrún Kristjánsdóttir, Daði Guðbjömsson, Gunnar J. Árna- son, Hannes Lárusson og Hlyn- ur Helgason. UM 200 erlendir gestir eru væntanlegir til landsins vegna málflutningskeppni norrænna laganema 10. til 12. júní. í hópnum eru meðal annarra þrír dómforset- ar, dómarar og laganemar frá öll- um Norðurlöndum. Þetta er í tíunda sinn sem mál- flutningskeppnin er haldin. í henni keppa laganemar undir nöfnum lögmannaklúbba sem sérstaklega var komið á fót vegna keppninnar. Að þessu sinni verður fjallað um meint brot á Mannréttindasátt- mála Evrópu og á meðal dómara eru Hrafn Bragason, forseti Hæstaréttar, Þór Vilhjálmsson, dómari við EFTA-dómstólinn, Rolf Ryssdal, forseti Mannréttindadóm- stóls Evrópu, Niels Pontoppidan, forseti Hæstaréttar Danmerkur, Olavi Heinonen, forseti Hæstarétt- ar Finnlands, Isi Fiogel, dómari við Evrópudómstólinn, og Sven Norberg, dómari við EFTA-dóm- stólinn. Fyrir íslands hönd keppir lög- mannsklúbbur Ólafs Axelssonar, hæstaréttarlögmanns, en hann skipa laganemarnir Ásdís Ár- mannsdóttir, Einar Páll Tamini, Haraldur Örn Ólafsson, Hildur Sólveig Pétursdóttir, Inga Björg Hjaltadóttir, Jóhann Halldórsson og Jón G. Valgeirsson. Undanúrslit fara fram í Héraðs- dómi Reykjavíkur 11. júní, kl. 9 til 17, en úrslitaviðureign í aðal- dómsal Hæstaréttar 12. júní kl. 10. Að henni lokinni fer fram verð- launaafhending á Amarhóli. Suzuki Swift GLSi Lipur og sparneytinn > Beinskiptur/sjálfskiptur. > Eyðsla frá 4,0 I á 100 km. ^ SUZUKI S UZUKI BILAR HF, ími 685100 Ráðstefna SÞ um náttúruhamfarir Skaði af völdum náttúruhamfara hefur sífellt aukist Ólafur Proppé afur Proppé er ný- kominn af ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Yokohama í Japan, þar sem fjallað var um náttúruhamfarir. Árið 1989 lýsti allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna yfir að áratugurinn frá 1990 að telja skyldi helgaður baráttunni fyrir því að draga úr dauðsföllum og tjóni af völdum náttúru- hamfara. Ráðstefnan nú var haldin til að meta hvernig til hefði tekist hingað til og leggja á ráð- in um framtíðina. Ólafur sagði að fulltrú- ar 148 ríkja hefðu sótt ráðstefnuna, auk fulltrúa frá 47 stofnunum, sem tengjast björgunarmál- um, en starfa utan vébanda ríkis- valdsins, líkt og Landsbjörg. Þá hefðu setið ráðstefnuna fulltrúar hinna ýmsu stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðastofnana, auk vísindamanna. „Hvert ríki lagði fram skýrslu um stöðu mála heima fyrir og ég saknaði þess að þarna var enginn fulltrúi frá íslenska ríkinu og engin íslensk skýrsla lá frarnmi," sagði Ólafur. Ólafur sagði að fram hefði komið að skaði af völdum nátt- úruhamfara, s.s. jarðskjálfta, eld- gosa, fellibylja og flóða hefði aukist jafnt og þétt. „Þarna er að sjálfsögðu ekki því um að kenna að náttúruhamfarir séu algengari en áður, heldur verður þéttbýlismyndun æ meiri og skaðinn því margfaldur á við það sem gerðist þegar strjálbýlla var. Þá verður einnig sífellt erfiðara að skilgreina mun á náttúruham- förum og hamförum af manna- völdum. Sem dæmi má nefna, að mannskaða og tjón i borg vegna jarðskjálfta má ekki aðeins rekja til skjálftans sjálfs, heldur þess að fólk hefur kosið að búa svo þétt og mannvirkin oft ekki byggð með stóra skjálfta í huga.“ Olafur sagði að á ráðstefnunni hefði komið skýrt fram að fýrir- byggjandi starf væri mjög mikil- vægt. „Japan er gott dæmi um hvernig slíkt fyrirbyggjandi starf skilar sér,“ sagði hann. „Japanir þurfa að horfast í augu við jarð- skjálfta, eldgos, fárviðri og flóð, en þeir hafa í áratugi lagt áherslu á hættumat, rannsóknir til að auðvelda spá um náttúruhamfarir og samræmd viðbrögð björgunar- sveita, auk þess sem lögð er áhersla á það innan skólakerfis þeirra að allir læri rétt viðbrögð við hamför- um af þessum toga. Loks má svo nefna að þeir standa einna fremst þjóða í hönnun húsa með tilliti til jarðskjálftahættu. Með þessum aðgerðum hefur Jap- önum tekist að draga mjög úr afleiðingum náttúruhamfara." Ólafur sagði að á ráðstefnunni hefði verið lögð mikil áhersla á samstarf stjómvalda og hinna ýmsu félagasamtaka, sem að björgunarmálum ynnu. „Hér á landi eru Almannavamir ríkisins á ábyrgð stjórnvalda og starfa bæði í tengslum við sveitarstjórn- ir og ýmis félagasamtök eins og Landsbjörg, Slysavamafélag ís- lands og Rauða krossinn. Nú er að vísu rúmt ár frá því að endur- skoða átti samning þessara fé- lagasamtaka við Almannavamir, ►ÓLAFUR Proppé, formaður Landsbjargar, landssambands björgunarsveita, fæddist þann 9. janúar 1942 í Reykjavík. Hann lauk kennaraprófi frá KI1964 og stundaði nám við framhaldsdeild KHÍ 1972- 1973. Ólafur lauk MS-prófi í uppeldissálarfræði frá Uni- versity of Illinois 1976 og doktorsprófi í uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla 1983. Hann hefur kennt við ýmsa skóla, verið lektor við KHI, kennslustjóri þar, dós- ent, aðstoðarrektorog nú pró- fessor við skólann. Ólafur hef- ur látið að sér kveða á sviði björgunarmála, m.a. sem for- maður Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði og formaður Landssambands Hjálparsveit- ar skáta. Hann hefur verið formaður Landsbjargar frá stofnun, 1991. en það hefur ekki verið gert enn, þrátt fyrir tillögur samtakanna þar um.“ Ólafur var inntur eftir því hvort þessi staða væri til marks um einhvern sofandahátt stjórn- valda í þessum málum. „Nei, svo er ekki,“ svaraði hann. „íslend- ingar eru að mörgu leyti framar- lega á þessu sviði, til dæmis hvað skipulagningu björgunaraðgerða varðar. Það má þó alltaf gera betur og ég er sannfærður um að sú ákvörðun Sam- einuðu þjóðanna, að helga áratug þessu verkefni, leiðir til góðs. Það kom til dæmis skýrt fram á ráðstefn- unni, að margar fátækari þjóðir geta ekki sinnt forvömum og skipulagningu á þessu sviði sem skyldi, því þær eiga fullt í fangi með dagleg vandamál. Ríkari þjóðir heims þurfa því að styðja við bakið á þeim, ef árangur á að nást.“ Alþjóðlegt samstarf á sviði björgunarmála eykst sífellt, að sögn Ólafs. „Það hefur verið unn- ið mjög að samræmingu aðgerða á alþjóðlegum grundvelli og lögð áhersla á að þjóðir aðstoði hver aðra ef hamfarir dynja yfir. Ýms- ir staðlar hafa verið búnir til og upplýsingastreymi samræmt, til að tryggja að slíkt alþjóðlegt samstarf gangi sem best, þurfi til þess að koma,“ sagði Ólafur Fyrirbyggj- andi starf mikilvægast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.