Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 27
26 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. ÚTBOÐ OG SPARNAÐUR Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, upplýsti í grein hér í Morgunblaðinu í gær, að útboð á vegum ríkisins gætu spar- að skattgreiðendum um 1,5 milljarð króna á næsta ári og bygg- ir þá annars vegar á reynslu af útboðum Ríkiskaupa og Vega- gerðarinnar og hins vegar á reynslu annarra þjóða. Þetta er töluverð upphæð og vekur óneitanlega athygli, að hægt skuli vera að ná slíkum árangri með útboðum einum. Langt er síðan opinberir aðilar hófu að bjóða út framkvæmd- ir og margvíslega þjónustu. En á síðasta ári samþykkti núver- andi ríkisstjórn sérstaka útboðsstefnu, skv. því, sem fram kemur í grein fjármálaráðherra í þeim tilgangi að tryggja skattgreiðend- um sem hagkvæmast verð á vöru og þjónustu. Markmiðið með stefnumörkun ríkisstjórnarinnar var einnig að efla samkeppni á milli fyrirtækja og gefa nýjum fyrirtækjum tækifæri til þess að sýna, hvað þau hefðu að bjóða. Er að því stefnt skv. útboðs- stefnu ríkisstjórnarinnar að fyrir lok þessa árs verði a.m.k. helm- ingur rekstrarvara keyptur inn skv. útboðum. En það jafngildir innkaupum fyrir um 4 milljarða króna. Þá er að því stefnt að innkaup og aðkeypt þjónusta, sem nemur yfir tveimur milljónum króna skuli boðin út og verksamningar yfir fimm milljónir króna einnig boðnir út. í grein sinni segir Friðrik Sophusson m.a.: „Danska ríkisstjórn- in kynnti fyrir nokkru útboðsstefnu, þar sem miðað er við, að innkaup á vöru og þjónustu samkvæmt útboðum jafngildi árið 2000 um 20% ríkisútgjalda. Ef stjórnvöld hérlendis ná svipuðum árangri með útboðum og Danir stefna að, má ætla að útboð spari skattgreiðendum um 3 milljarða á ári um aldamót.“ Hér eru augljóslega á ferðinni mikilsverðar umbætur í opinber- um rekstri, sem vert er að veita athygli. En jafnframt er ljóst, að íslenzk fyrirtæki geta búizt við samkeppni erlendis frá á þessu sviði sem öðrum. Um þetta segir fjármálaráðherra: „Samn- ingurinn um Evrópska efnahagssvæðið kveður á um, að kaup opinberra aðila á framkvæmdum, vöru og þjónustu skuli boðin út á alþjóðlegum markaði. Unnið er að reglum um útboð á þjón- ustu á vettvangi Evrópusambandsins en þær munu leggja aukn- ar skyldur á íslenzk stjórnvöld um útboð. Búast má við, að er- lend fyrirtæki muni í auknum mæli sækjast eftir að bjóða í verk hér innanlands. í stað þess að leggjast í vörn á heimamarkaði þarf íslenzkt atvinnulíf að hefja öfluga sókn í verkefnaútflutn- ingi á Evrópumarkaði.“ í þessu sambandi bendir Friðrik Sophusson sérstaklega á ýmsar aðgerðir, sem gripið hefur verið til í því skyni að auð- velda íslenzkum fyrirtækjum slíka þátttöku á alþjóðavettvangi. Hann bendir á upplýsingabanka á vegum EES, þar sem öll út- boð opinberra aðila verða skráð svo og upplýsingabanka Ríkis- kaupá og SKÝRR, sem veitir upplýsingar um öll útboð á innan- landsmarkaði en mun síðar einnig þjóna þeim, sem vilja taka þátt í útboðum á Evrópumarkaði. Á undanförnum árum hefur mikil hagræðing orðið í rekstri einkafyrirtækja á íslandi. Rekstri margra þeirra hefur verið gjör- breytt og þau eru nú vel undir það búin að takast á við áfram- haldandi samdrátt en jafnframt eru þau í sterkri stöðu til þess að hagnýta sér til hins ýtrasta nýja uppsveiflu í efnahagslífinu, þegar þar að kemur. Ríki og sveitarfélög hafa ekki verið jafn framsækin og einkafyrirtækin að þessu leyti. Útboðsstefna ríkis- stjórnarinnar og sá árangur, sem hún virðist vera að skila skv. grein fjármálaráðherra, er hins vegar til marks um ný vinnu- brögð og nýjan hugsunarhátt hjá ríkinu. Ríki og sveitarfélög þurfa að fylgja slíkum umbótum fast eftir. Það stuðlar að sparn- aði hjá hinu opinbera og heilbrigðu viðskiptalífi hjá viðskiptafyr- irtækjum opinberra aðila, sem með þessum hætti sitja allir við sama borð. Fyrr á árum má segja, að útboð hafi fyrst og fremst snúizt um verklegar framkvæmdir. Hin síðari ár hefur ríkið tekið upp þann hátt að bjóða út kaup á rekstrarvörum og ýmis konar þjón- ustu t.d. ræstingum. Þessi útboðsstefna hefur orðið til þess, að ný fyrirtæki hafa sprottið upp í ýmsum greinum. En það má bjóða út fleira en vegagerð, rekstrarvörur og ræstingu. Samkeppni milli lánastofnana hefur aukizt töluvert seinni ár- in, þótt hún mætti vissulega vera meiri. Eitt af því, sem ríki, sveitarfélög, opinberar stofnani", opinber fyrirtæki geta boðið út eru bankaviðskipti þessara aðila. Ganga má út frá því sem vísu, að hægt sé að ná fram umtalsverðum sparnaði í opinberum rekstri með útboðum á þeirri fjármálaþjónustu, sem þessir aðilar þurfa á að halda og er áreiðanlega í mörgum tilvikum mjög mikil. Ekki er úr vegi, að opinberir aðilar hugi í auknum mæli að þessum þætti í starfsemi þeirra, þegar útboð eru annars vegar. Alþýðuflokkurinn 1 384 - ÚRSLITUM fagnað á flokksþingi árið 1984. Þá sigraði Jón Baldvin Hanni- balsson þáverandi formann Kjartan Jóhannsson í formannskosningunum og Jóhanna Sigurðardóttir var kosin varaformaður. ATOK UM BRÚNA 1992 - Jón Baldvin og Jóhanna takast í hendur að loknu for- mannskjöri á flokksþinginu árið 1992. Mikil átök urðu á milli þeirra á þinginu um ályktun um þjónustugjöld. Ýmsir alþýðuflokksmenn telja að formannskosn- ingin milli Jóns Baldvins og Jóhönnu sé óumflýj- anlegt uppgjör þeirra en aðrir óttast að klofningur kunni að fylgja í kjölfar- ið. Ómar Friðriksson varpar ljósi á átökin og óvissu um varafor- mannskjör. Alþýðuflokksfólk skiptist í tvö horn gagnvart framboði Jóhönnu Sigurðardóttur. Sumir segja einfaldlega; gerum þetta upp, bindum endi á þetta! Aðrir segjast fyrst og fremst hafa áhyggjur af að þetta geti leitt til klofn- ings í flokknum." Þannig lýsti áhrifa- maður innan Alþýðuflokksins fram- boði Jóhönnu gegn Jóni Baldvini á flokksþinginu sem hefst í íþróttahúsi Suðurnesjabæjar í dag. Milli 320 og 330 fulltrúar sitja þing- ið og ríkir mikil spenna vegna upp- gjörsins sem frarnundan er. Einn stuðningsmanna Jóhönnu sagði að Jóhanna tæki mikla pólitíska áhættu með framboði sínu. Ef hún tapaði kosningunum með miklum mun væri ljóst að henni yrði ekki stætt á að sitja áfram sem ráðherra og í raun ríkti mikil óvissa um hversu mikinn stuðning hún hefði í kosningunum. „Ég tei að stór hluti flokksmanna muni ekki taka afstöðu fyrr en á sjálfu flokksþinginu," sagði hann. Segja má að átökin milli Jóhönnu og Jóns Baldvins hafa staðið yfir að allt ríkisstjórnatímabil flokksins frá árinu 1987. Á flokksþingum árið 1990 og aftur 1992 kom til heiftarlegra deilna á milli þeirra, í báðum tilfellum vegna krafna Jóhönnu í tengslum við útgjöld og sparnaðaraðgerðir við fjár- lagagerð. Málamiðlun náðist á báðum þessum þingum en sú skoðun er ríkjandi inn- an „formannsarmsins" í flokknum að Jóhanna hafi ævinlega fallið frá öllum fyrirvörum sínum eftir mikið þóf og sé því samábyrg fyrir þeirri stefnu sem hún segist vera á móti. Hún sækist eftir vinsældum á kostnað fé- laga sinna, og hafi veikt málflutning flokksforystunnar í stjórnarsamstarf- inu. Jóhanna rökstyður hins vegar framboð sitt fyrst og fremst með því að vísa til lítils fylgis Alþýðuflokksins og ágreinings við formanninn um rík- isfjármál og velferðarmál. Margir al- þýðuflokksmenn sem rætt var við telja að ekki sé grundvallar málefnaágrein- ingur milli formannsefn- ------------- anna um stefnu Alþýðu- flokksins eða jafnaðarhug- sjónina. Þó sé augljós nokkur áherslumunur um félags- og velferðarmál. „Forystan boðar tiltölulega skýra stefnu, sem ég kalla nútímalega jafn- aðarstefnu," segir Jón Baldvin. Hann segir að aðalatriði þeirrar stefnu séu tvennskonar; Efnahagslífið eigi að lúta lögmálum markaðsbúskapar og samkeppni, sem tryggi neytendum lægra vöruverð og það byggist á reynslu annarra jafnaðarmannaflokka erlendis. Hin hliðin á sömu mynt séu útgjöld til opinberrar þjónustu og fé- lagsmála. Því aðeins að efnahagslífið sé í vexti, verði einhveijir fjármunir til að standa undir þörfum velferðar- kerfisins. Jóhanna segir ágreininginn fyrst og fremst vera í ríkisf|'ármálum, vel- ferðarmálum og um einkavæðingu. Verði gengið eins langt og Jón Bald- vin vilji ganga í niðurskurði ríkisút- gjalda geti það komið niður á atvinnu- stiginu og þrengi um of að þeim sem hafi þurft að bera þyngstar byrðar. Uppákomur hafa skaðað flokkinn Jóhanna segist alls ekki hafa skor- ist undan ábyrgð á aðgerðum ríkis- stjórnarinnar og hafí þurft að ganga langt í málamiðlunum. Hún telji hins vegar að forystan hafi oft farið allt of geyst og sveigt of mikið til hægri- stundum lengra en Sjálfstæðisflokk- urinn í ýmsum málum. Segir hún að ef ekki verði breytt um áherslur sé jafnvel hætta á að Alþýðubandalagið gæti farið að yfirtaka hlutverk Al- þýðuflokksins sem jafnaðarmanna- flokks. Jóhanna hefur verið í forystu flokksins í mörg ár og hefur setið í ráðherrastól frá 1987. Aðspurð af hveiju henni ætti að ganga betur að laða fylgi að flokknum en Jón Bald- vin svaraði Jóhanna: „Ég myndi standa öðru vísi að málum en Jón Baldvin gerir, til dæmis varðandi vinnubrögð við ijárlagagerðina, breyta áherslum flokksins og ímynd,“ segir hún. „Ég gef mér ekki meiri tíma en tvö ár til að stækka flokkinn. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti hann að eiga að minnsta kosti 30% fylgi en ég gef mér tvö ár til að stækka flokkinn og yrði ekki ánægð ef ég væri ekki þá komin með hann í að minnsta kosti 20% fylgi. Ef það skilar ekki árangri mun ég gefa öðrum tækifæri til að taka við,“ segir hún. Jón Baldvin hefur stýrt flokknum í tíu ár og átt stærstan þátt í að tryggja honum áhrif í ríkisstjómum óslitið undanfarin sjö ár. Hann telur að uppá- komur undanfarinna ára hafi aflað Jóhönnu vinsælda en skaðað flokkinn og vinsældir hennar hafi aldrei skilað sér til flokksins, heldur séu einkum meðal stuðningsmanna stjórnarand- stöðuflokkanna. Jón Baldvin segist taka umræður um hugsanlegan klofning mjög alvar- lega. „Alþýðuflokkurinn þekkir það betur en aðrir flokkar af sárri reynslu og klofningur liðinnar tíðar hefur skaðað flokkinn. Það er reyndar skýr- ingin á því að jafnaðarmannaflokkur Islands er ekki sú fjöldahreyfing sem jafnaðarmannaflokkar nágrannaland- anna eru. Það er ekkert við því að segja ef einn af forystumönnum flokksins gerir tilkall til forystu ef það er alveg skýrt að flokksþingið megi treysta því að hann sætti sig við niður- stöður flokksþingsins, bæði varðandi málefni og forystu. Svör Jóhönnu um það eru óskýr,“ segir hann. Jón Baldvin og Jóhanna segjast bæði ætla að una úrslitum kosning- anna en hún segir hugsanlegt að hún myndi draga sig í hlé ef hún tapaði kosningunum með miklum mun. „Ef um verulegan mun yrði að ræða má líta svo á að þingið hafi hafnað því sem ég stend fyrir og vilji áframhald- andi stefnu sem Jón Baldvin hefur staðið fyrir. Ég verð að finna að í Alþýðuflokknum sé rúm fyrir mínar skoðanir. Jón Baldvin hefur sagt að í húsi hans séu margar vistarverur en mér hefur fundist að þær hafi ver- ið læstar. Það skiptir verulegu máli í þessu sambandi hver verður málefna- leg niðurstaða þingsins. Ég myndi endurmeta stöðu mína innan flokksins ef verður verulegur munur á milli okkar í kosningunum og mín sjónar- mið bíða afhroð,“ segir hún. Jón Baldvin segir að ef hann félli í formannskjöri á grundvelli ágrein- ings um Evrópustefnuna þá vakni sú spurning hvort nýr formaður, sem boði aðrar áherslur, gæti sætt sig við að hann sæti áfram sem utanríkisráð- herra og hann yrði þá að skrifa lausn- arbeiðni frá ráðherrastörfum. Hann segir að spurningin sé líka ------- sú, hvort þetta sé ekki gagnkvæmt. Ef hann beri sigur úr býtum og einn af ráðherrum hans, sem hafi boðið sig fram gegn honum —— vegna óánægju með stefnuna, ætti ekki þar með að taka afleiðingunum og víkja úr ráðherrastól. „Það er verið að kjósa um formann í flokknum en ekki um ráðherra,“ segir Jóhanna. „Ég geri greinarmun á því hvort um væri að ræða afhroð hjá þeim sem tapaði eða hvort lítill munur yrði milli frambjóðenda. Ef niðurstaðan verður sú að mikill munur verður á milli er það vantraust á þann málstað sem sá sem tapar hefur stað- ið fyrir. Þá gæti annað tveggja gerst, að viðkomandi kysi þá sjálfur að segja af sér og gefa formanni tækifæri til að manna sitt að lið að nýju í ríkis- stjórn eða hitt, að formaður kysi sjálf- ur að óska eftir því,“ sagði Jóhanna. Jón Baldvin hefur lýst yfir í Morg- unblaðinu að ekki verði tekin ákvörð- un um aðild að Evrópusambandinu á flokksþinginu þó taka þurfi þessi mál til ítarlegrar skoðunar en hann er 1990 - HEIFTARLEGAR deilur urðu milli Jón Baldvins og Jóhönnu á flokks- þingi árið 1990. Jón Baldvin og Jón Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, sátu sem fastast eftir ræðu Jóhönnu, sem sagði að pólitísk aftaka hefði átt sér stað á þinginu. ósammála Jóhönnu um að endurskoð- un á afstöðu flokksins í þessum mál- um sé ekki komið á dagskrá. Guð- mundur Árni Stefánsson tekur svip- aða afstöðu í þessu máli og Jóhanna. „Ég tel skynsarhlegt að við nýtum sumarið og fram á haustið til að fá niðurstöður Hagfræðistofnunar Há- skólans, sem ríkisstjórnin hefur sam- þykkt að taki þessi mál til ítarlegrar skoðunar og að við veltum öllum þess- um valkostum fyrir okkur, förum ofan í saumana á þeim öllum og lokum engum dyrum, en hins vegar mörkum við ekki næstu skref fyrr en það ligg- ur fyrir hvernig Norðurlöndunum reið- ir af,“ segir Guðmundur. Mikil óvissa ríkir um varaformanns- kjör á flokksþinginu og var það mál viðmælenda að ósennilegt væri að þau mál skýrðust fyrr en kæmi á sjálft flokksþingið. Það kom flokksmönnum mjög á óvart þegar Rannveig Guð- mundsdóttir lýsti því yfir að hún gæfí ekki kost á sér til endurkjörs en skv. heimildum Morgunblaðsins hefur verið þrýst mjög á hana að endur- skoða hug sinn. Ýmsir áhrifamenn innan flokksins telja að hún hafi með þessu gert mistök. Er einnig litið á þetta sem ákveðið áfall fyrir konur í flokknum, og hafa þær nú skv. heim- ildum Morgunblaðsins m.a. rætt við Petrínu Baldursdóttur þingmann um að gefa kost á sér. Jón Baldvin segist vona að Rann- veig endurskoði afstöðu sína en hún mun engu hafa svarað því enn. Skv. heimildum Morgunblaðsins hefur ver- ið rætt við Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra um að gefa kost á sér í varaformannskjöri en hann hefur ekki svarað því. Átökin í kringum ráðherrastólana í fyrrasumar munu hafa áhrif á afstöðu Össurar, sem hefur ákveðið að styðja Jón Baldvin. Guðmundur Ámi er einnig oft nefndur sem varaformannsefni. Raun- ar staðhæfa stuðningsmenn Jóhönnu að hann muni styðja hana á þinginu. Guðmundur Árni hefur ekki fengist til að lýsa afstöðu sinni en viðurkenn- ir að rætt hafí verið við sig um að gefa kost á sér. Þegar Jón Baldvin stakk upp á Sighvati Björgvinssyni sem málamiðlun á fundinum með Jó- hönnu um formannsframboð hennar --------- á dögunum tók hún það ekki í mál. Telja má allar likur á að nafn Sighvats komi nú einnig upp í um- ræðunum um hugsanleg varaformannsefni þegar farið er að ræða um Össur og Guð- mund Árna í því sambandi. Jóhanna ætlar að gefa sér tvö ár Fyrir seinustu helgi hafði Ámundi Ámundason samband við Valgerði Bjarnadóttur, starfsmann EFTA í Brussel, um hvort hún gæti hugsað sér að gefa kost á sér sem varafor- maður flokksins ef hún fengi stuðning sterkra aðila í flokknum. Skv. heimild- um blaðsins hafnaði Valgerður þessu boði eftir nokkra umhugsun. Innan stuðningsmannahóps Jóhönnu hefur nokkuð verið rætt um Ágúst Einars- son prófessor sem varaformannsefni en hann mun sjálfur enga afstöðu hafa tekið til þess. Einnig hefur kom- ið til tals að leita til aðila úr verkalýðs- hreyfingunni en Jóhanna hefur hins vegar engar yfírlýsingar gefið um varaformannsmálið og segist ætla að hlusta betur eftir röddum alþýðu- flokksmanna. Álit forystu- og áhrifamanna í Alþýðuflokknum á formannskosningunum Skiptar skoðanir um framboð Jóhönnu Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra segist ekki telja því neitt til for- áttu þótt einhverjir bjóði sig fram til áhrifaembætta í Alþýðu- flokknum. Hann segir enga ástæðu til að óttast klofning í flokknum vegna framboðs Jóhönnu. „Þessir tveir ein- staklingar hafa verið í forystuveit flokksins um tíu ára skeið og hafa unnið vel saman en á stundum skipst á skoðunum. Það er ekkert óeðlilegt við að æðsta stjórn flokksins taki af skarið í þeim efnum. Það er alveg ljóst að í gegnum tíðina hefur verið áherslumunur á milli þeirra bæði hvað varðar verklag og sjónarmið,“ sagði Guðmundur. „Ég styð eindregið framboð Jóns Baldvins og áframhaldandi for- mennsku hans,“ segir Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra. Hann segir að fram fari uppgjör á flokks- þinginu, sem Jóhanna hafi sjálf beðið um en formaðurinn hafi ekki óskað eftir slíku. Hann segir að forystumenn flokksins eigi þá kröfu á hendur flokksþingi að það taki af öll tvímæli þegar uppákomur af þessu tagi eiga sér stað. „Ef einstaklingar í forystu flokksins taka þá ákvörðun að biðja flokksþing að skera úr um deilur um afstöðu til manna og málefna þá verða þeir sem um það biðja að una þeirri niðurstöðu sem fæst,“ sagði Sighvat- ur. Hann sagðist vera þess eindregið hvetjandi að Rannveig Guðmunds- dóttir gefi kost á sér áfram sem vara- formaður. Óumflýjanlegt framboð Gunnlaugur Stefánsson alþingis- maður segir framboð Jóhönnu óumf- lýjanlegt eftir allt sem á undan er gengið. „Það er ekkert óeðlilegt við að það fari fram kosning um for- mannsembættið í flokknum og þó boðið sé fram gegn sitjandi for- manni. Það hefur gerst áður í Alþýðu- flokknum og öðrum stjómmálaflokk- um og á ekki að vera óeðlilegt. Aðal- atriðið er að þegar úrslit liggja fyrir taki flokksmenn allir höndum saman. Ég óttast ekki klofning, enda ekki stofnað til þessara kosninga að mínu mati til að kljúfa flokkinn,“ sagði Gunnlaugur. Hann kvaðst eiga von á að úrslit í formannskjörinu gætu orð- ið tvísýn. „Þau eru bæði sterkir stjórn- málamenn og góðir kostir í formanns- embætti og ég tel að þau hafi bæði mikið fylgi,“ sagði Gunnlaugur. Sigbjörn Gunnarsson þingmaður er sömu skoðunar og Guðmundur Árni og Gunnlaugur að ekkert sé óeðlilegt við að boðið sé fram gegn sitjandi formanni. Hann vill ekki gefa upp afstöðu sína en segir erfitt að spá fyrir um hver úrslitin muni verða. Hann segist telja að málefnaágrein- ingur frambjóðendanna sé minni en margir yilji vera láta. Gísli Einarsson þingmaður segist styðja núverandi formann í kosning- unum en telji Jóhönnu mjög hæfan félagsmálaráðherra, og að hún hefði örugglega náð kosningu sem formað- ur „við örlítið aðrar aðstæður,“ eins og hann orðaði það. Gísli sagði að kosningarnar myndu skyggja á mál- efnavinnuna á flokksþinginu og kvaðst telja að í þessum kosningum blönduðust saman málefnaágreining- ur og persónuleg mál. Skaðar flokkinn „Því er fljótsvarað, mér líst mjög illa á það. Ég tel þetta eingöngu skaða flokkinn. Ég ætla rétt að vona að takist að leysa þetta, fólk er að reyna það eins og mögulegt er en það virð- ist vera lítill flötur á því eins og er,“ sagði Pétur Jónsson, formaður kjör- dæmisráðs Alþýðuflokksins í Reykja- vík, aðspurður um framboð Jóhönnu. „Það er ekki mjög skýr ágreiningur en það er kannski blæbrigðamunur á stefmu þeirra en ég held að það sé ekki skýrt. Þetta hefur mjög slæm áhrif andann í flokknum. Ég vona nú að ekki komi til klofnings og reikna raunar ekki með því. Ég reikna með því að ég styðji formanninn áfram. Ég tel ekki að það sé neinn tími núna til þess að skipta um formann,“ sagði Pétur. „Ég held að miðað við hvernig málin hafa gengið undanfarin ár, þá sé þetta í rauninni óumflýjanlegt upp- gjör. Það sé betra að það fari fram en að pakka því niður,“ segir Böðvar Björgvinsson, formaður kjördæmis- ráðs Alþýðuflokksins á Vesturlandi. „Þessi togstreita sem hefur verið á milli Jóns Baldvins og Jóhönnu og fylgismanna hefur valdið flokknum skaða og ég held að það sé mikið minni skaði fyrir flokkinn að hreinsa almennilega andrúmsloftið og gera upp við sig hvaða leiðtoga hann ætlar að fylgja,“ sagði Böðvar. „Ég hef stutt Jón Baldvin og held að flestir geri það sem hafa fylgst með lengi, þó er það einn og einn sem er Jóhönnu maður. Þau eru bæði nauðsynleg flokknum og manni fínnst þess vegna slæmt að það skuli ekki vera hægt að vinna saman,“ sagði hann. Sólveig Adolfsdóttir, formaður kjördæmisráðs flokksins á Suðurlandi gefur ekki upp hvom frambjóðandann hún styður. „Þetta er búið að liggja í loftinu. Þetta gerist á bestu bæjum, það hefur maður séð í gegnum tíðina. Fólk hlýtur að vera í pólitík til að hafa áhrif og þú hefur meiri áhrif eftir því sem þú kemst ofar,“ sagði hún. Magnús Jónsson, varaþingmaður Alþýðuflokksins, sagði að þó hann væri ekki að öllu leyti sáttur við form- anninn þá fyndist honum fráleitt að fara að fella Jón Baldvin núna. „Ég er mjög óánægður með að þessi staða skuli vera komin upp. Ég held að þetta hljóti að hafa mjög slæm áhrif á málefnalega umræðu á þinginu og auk þess er ég dauðhræddur um að þá verði þetta varanleg sprunga, alveg sama á hvorn veginn þetta fer, sagði Magnús. „Þetta er fyrst og fremst spurning um málefni og framtíðarsýn. Það er alltaf gleðiefni þegar fleiri en einn sækjast eftir embætti. Það er aukaat- riði hver gegnir þessu, aðalatriðið er hvað við erum að gera. Ég kvíði ekki átökum, þetta er vant fólk. Það er ekki mikill stefnumunur á milli Jó- hönnu og Jóns Baldvins. Ég styð að sjálfsögðu formanninn,“ sagði Stefán Gunnarsson, formaður kjördæmis- ráðsins á Norðurlandi vestra. „Þingið mun snúast um málefni en ekki fólk. Þetta er ekki tvísýnt. Jón Baldvin mun sigra með 80% atkvæða gegn 20%,“ sagði hann. „Þau eru bæði ágætisfólk og mér finnst hroðalegt að lenda í þeirri að- stöðu að þurfa að velja á milli tveggja hæfra forystumanna, sem ég hefði viljað að fyndu aðferðir til að starfa saman,“ sagði Eyjólfur Sæmundsson, formaður kjördæmisráðsins á Reykja- nesi. Hann kvaðst ekki vera búinn að gefa upp vonina um að fundin verði lausn á málinu bak við tjöldin. Hervar Gunnarsson, formaður verkalýðsmálanefndar flokksins og annar varaforseti ASÍ, segist ekki hafa gert upp hug sinn gagnvart þess-' um kosningum. „Ég hef stutt Jóhönnu til góðra verka,“ sagði Hervar en kvaðst óttast að málefnavinna hyrfí í skugga kosningaátakanna á flokks’- þinginu. Gunnar B. Salomonsson, formaður kjördæmisráðsins á Norðurlandi eystra, er ekki tilbúinn að gefa upp afstöðu sína en hann sagði að á fundi kjördæmisráðsins sl. mánudag hefði málið borið á góma og sitt sýnst hveij- um. „Mér sýnist að þetta geti skipst nokkuð á milli þeirra út um landið,“ sagði hann. Valgerður M. Guðmundsdóttir, for- maður Sambands Alþýðuflokks- kvenna, er á þeirri skoðun að uppgjör- ið milli Jóns Baldvins og Jóhönnu sé óumflýjanlegt. Hún segist styðja Jón Baldvin til áframhaldandi for- mennsku. „Mér fínnst miður að þessir tveir hæfustu leiðtogar okkar skuli ekki geta fundið sér samstarfsgrundvöll og starfað saman,“ sagði Kristján Möller á Siglufirði en hann á sæti í framkvæmdastjórn flokksins. Kristján sagðist trúa því í lengstu lög að tak- ist að ná sáttum milli Jóns Baldvins og Jóhönnu. „Sagan sýnir að þrátt fyrir einhvern málefnalegan ágreining þá verður að vera hægt að lagfæra hann svo klofningur komi ekki enn einu sinni í flokkinn. Það er ekki stefn- unni eða pólitíkinni í landinu til fram- dráttar," sagði Kristján. „Mér segir svo hugur að það muni margt velta á því hvaða lyktir verða í þessu formannskjöri og ég lít á þetta framboð Jóhönnu sem nýtt tækifærí fyrir íslenska jafnaðarmannahreyf- ingu, að hefja höfuðvígi sitt Alþýðu- flokkinn til vegs og virðingar," sagði Ólína Þorvarðardóttir, oddviti ný- stofnaðs Jafnaðarmannafélags Is- lands. Hún kvaðst jafnframt vera á þeirri skoðun að ef Jóhanna tapaði kosningunni myndu hefjast erfiðir tímar í flokknum, þá væri hætta á frostavetrinum mikla í Alþýðuflokkn- um. Guðmundur Árni Stefánsson Sighvatur Björgvinsson Sigbjörn Gunnarsson Uppgjörið á flokksþinginu Engin ástæða til að óttast klofning í flokknum vegna kosninganna. Styður eindregið Segir ekkert óeðli- áframhaldandi for- legt við að boðið sé mennsku Jóns Bald- fram gegn sitjandi vins Hannibalssonar. formanni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.