Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 11 Minnis- merki af- hjúpað á Akranesi Akranesi - Minnismerki sem helgað er þeim einstaklingum úr Akranessöfnuði sem farist hafa og ekki fundist var afhjúpað og vígt á sjómannasunnudaginn í kirkju- garðinum á Görðum á Akranesi að viðstöddu fjölmenni. Sr. Björn Jónsson framkvæmdi vígsluna en tvær konur, sjómannsekkjan Vald- ís Guðnadóttir og móðir horfins sjómanns, Þuríður Jónsdóttir, af- hjúpuðu minnisvarðann. Að sögn Björn Jónssonar má rekja forsögu þessara fram- kvæmda til hinna miklu sjóslysa sem Akurnesingar urðu fyrir á árinu 1993. Eftir viðræður við marga aðstandendur þeirra sem fórust og fyrir eindregna hvatn- ingu úr þeirra hópi segist sr. Björn hafa borið upp tillögu á sóknar- nefndarfundi um að reist yrði slíkt minnismerki. Tillagan var sam- þykkt og fljótlega hafist handa við undirbúning og framkvæmdir und- ir forystu Jóhannesar Ingibjarts- sonar sóknarnefndarmanns. Af- markaður var 7X7 metra minnig- arreitur og í honum miðjum reist stuðlabergssúla með áletrunum og táknum. Umhverfis hana er komið fyrir fjörusteinum, slípuðum á einni hlið. Þar á eru festir skildir með nöfnum þeirra sem farist hafa, ásamt fæðingar- og dánardegi. Sr. Björn segir að sú ákvörðun hafi Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson FRÁ vígslu minnismerkis á Akranesi um þá sem farist hafa á sjó og ekki fundist. verið tekinn að fara til að bytja með aðeins 20 ár aftur í tímann og setja aðeins upp minningar- skildi þar sem þess væri óskað af aðstandendum. Hins vegar telur sóknarnefnd sjálfsagt að heimila uppsetningu minnigarskjalda þeirra sem fyrr hafa farist, hvort sem um er að ræða heilar skips- hafnir eða einstaklinga úr söfnuð- inum. Hönnun og gerð minnismerkis- ins annaðist Steinsmiðja S. Helga- sonar hf. í Reykjavík í samráði og samstarfi við sóknarnefnd Akra- ness. Framhaldsskóli Vestfjarða Vegleg bókagjöf við skólaslit Isafirði - Skólaslit Framhaldsskóla Vestfjarða voru laugardaginn 21. maí síðastliðinn. Nemendur á haust- önn voru 230 auk 23 sem stunduðu nám í meistaraskóla iðnaðarmanna. Brautskráðir voru 22 nýstúdent- ar, auk 15 vélavarða og fjögurra nemenda með 2. stigs véistjórn- arnám að baki. Einnig luku fjórir skólaprófi í iðngrein og tveir iðn- meistarar fengu skírteini. Hæsta meðaleinkunn, 8,7, vegið meðaltal einkunna í öllum áföngum, hlaut Ingvi Stígsson frá ísafirði, nemandi á eðlisfræðibraut. Skólameistari, Björn Teitsson, skýrði frá því við athöfnina að skólanum hefði borist vegleg bókagjöf, um 2.000 bindi, úr dánarbúi hjónanna Eyjólfs Árnason- ar gullsmiðs og Guðrúnar Guðvarð- ardóttur frá Súðavík. Einnig komu fram áform um að styrkja nám í skiðavali við skólann og stofna mat- artæknabraut. NÝSTÚDENTAR frá Framhaldsskóla Vestfjarða. EIGNAHÖLLIN FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 20 Sími 680057 Faxnúmer 680443. MIÐBÆJARAÐALL Sérstök eign á tveimur hæðum í góðu steinh., 135 fm. Allt endurn. Laus fljótl. Getur sameinað heimili og atvinnurými. Gott verð. Makaskipti. ÞINGHOLTIIM Aðalhæð, 125 fm í nýju tvíbhúsi. Bílsk. fylgir. Makaskipti mögul. Einstök eign á albesta stað í miðb. VESTURBÆRINN 2ja herb. íbúð á 2. hæð í KR-blokkinni. Áhv. byggsjlán 3,4 millj. Laus fljótl. Stutt í Vesturbæjarlaugina, Háskólann og miðbæinn. AUSTURSTRÖND Góð 2ja herb. íb. í lyftuh. Áhv. byggsjlán. ÁSVEGUR Efri sérh. í tvíbh., steinh. Stór gróin lóð. Gott verð. FOSSVOGUR Við Kelduland á besta stað 3ja-4ra herb. íb. á 2. hæð. Góð sameign. Stórar sólsval- ir. Laus strax. Gott verð. Góð fjárfesting. LAUFENGI - GRAFARV. 111 fm íb. á 3. hæð m. bílskýli tilb. u. trév. Stórar suðursvalir. Góð staðsetn- ing. Útsýni. Afh. strax. Áhv. húsbr. ca 5,8 millj. Ótrúlegt verð. GARÐHÚS Vel byggt endaraðh. í smíðum. Maka- skipti mogul. VIÐARRIMI í smíðum ca 200 fm einb. á einni hæð. Hagst. verð. Makaskipti. Mjög góð staðs. Skráum, skoðum og verðmetum eignina án kostnaðar þegar við seljum hana. Sigurður S. Wiium, sölustjóri, hs. 627788 og 622788. Grillveisla í Rauðsdal í FYRRAVETUR var tekin upp sú nýbreytni á Barðaströnd að leikskóli var á laugardögum hjá 1 'k árs til 5 ára börnum. Þetta mæltist vel fyrir og hélt áfram nú í vetur. Fór þetta þannig fram að mæðurnar skiptust á að vera með leikskólann þijár í senn í tvo tíma á dag eftir hádegi. Börnin voru látin lita, föndra, syngja og fara í leiki svo eitthvað sé nefnt. í vetur voru fjórtán börn í leik- skólanum og lauk honum nú í vor með grillveislu í fjörunni í Rauðsdal. Morgunblaðið/Sveinn J. Þórðarson Frú Unnur Jónsdóttir Andlát UNNUR JÓNSDÓTTIR FRÚ Unnur Jónsdóttir, Bárugötu 13, lést í Landakotsspítala aðfara- nótt miðvikudagsins 8. júní, eftir langvarandi veikindi. Frú Únnur, sem var 78 ára að aldri, var eigin- kona Úlfars Þórðarsonar augn- læknis. * Unnur var fædd í Reykjavík 16. apríl 1916. Foreldrar hennar voru hjónin Elísabet Sigfúsdóttir, sem var Húnvetningur og Jón Hjálmars- son vélstjóri, ættaður úr Aðalvík. Unnur varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1934 og lauk BA-prófí í ensku og dönsku frá Háskóla Islands. Árið 1938 gift- ist hún Úlfari Þórðarsyni lækni. Varð þeim fjögurra barna auðið. ÍBÚÐ SÝND í DAG ^sfÐUMÚWUT* I FÍFUSEL 34 '812744 I Stórgæsileg ca 110 fm 4ra-5 herb. ibúð í fjölbýlishúsi. Rúm- góð stofa. Parket. Þvottahús innaf eldhúsi. Bílskýli. Skipti á minni eign kemur til greina. Verð 8 millj. Sölumaður okkar verður á staðnum kl. 18.00 í dag. BOSCH HANDVERKFÆRI TILKYNNING til þeirra, sem vilja aðeins það besta. Bræðurnir ORMSSON hf. hafa tekið viö umboði og allri þjónustu á hinum viöurkenndu BOSCH handverkfærum. Öll viðgerðar- og varahlutaþjónusta er nú í góöum höndum hjá okkur. Við munum leggja allan okkar metnaö í góöan lager og fullkomna þjónustu. BOSCH Svissnesk og þýsk gæðavara. Áratuga reynsla okkar í meðhöndlun handverkfæra segir allt sem þarf... £ —. S BRÆÐURN_IR DJ ORMSSONHF Lágmúla 9, sími 38825 Ath: ekiö inn frá Háaleitisbraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.