Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 37 Matur og matgerð Grillað á góðum degi Gasgrill Kristínar Gestsdóttur stendur á palli fyrir utan eldhúsdyrnar - einskonar framhald af eldhúsinu enda er eldavélinni að mestu gefið frí á sumrin. ÞETTA er skrifað í maílok, en sá mánuður hefur verið einstaklega góður og lygn og þvi verið auð- velt að grilla. Aðal vandi okkar grillara er rokið en í rokinu verð- ur mjög mikil kæling á grillinu, sem er úr þunnu járni. Gaman er að byrja alltaf á að baka brauð meðan grillið er að hitna. Það er oftast alls konar flatbrauð, sem fljótlegt er að baka. Mér finnst taka of langan tíma að grilla heil- ar, stórar kartöflur, þess vegna sker ég þær í rif, pensla með olíu og örlitlu salti og set beint á grind- ina án álpappírs. Fæstir grilla ýsu, en þegar grillið er eins mikið notað og hjá mér, verður ýsan að vera með - hún er nú einu sinni þjóðarréttur okkar íslendinga. Að þessu sinni verður boðið upp á grillaða ýsu, sem legið hefur í sítr- ónusafa og olíu, grænmetissalat sem er sett á grillið í álbakka, kartöflubáta og brauðið ómiss- andi, sem er flatbrauð með hveiti og heilhveiti. Undirbúningstími þessarar matreiðslu var 15 mínút- ur, brauðið var 2 mínútur að bak- ast, grænmetið í 6 mínútur, en kartöflurnar og ýsan voru í 10 mínútur á grillinu. Grilluð ýsuflök 750-1.000 g ýsuflök safi úr 1 sítrónu (um 1 dl) 1 dl matarolía ________2 tsk. salt_____ 1 msk. sykur 1. Roðdragið og beinhreinsið flökin og leggið á djúpt fat. 2. Kreistið safa úr sítrónu, setj- ið í skál ásamt matarolíu og sykri. Þeytið saman, hellið yfir flökin og látið standa í minnst 1 klst. 3. Hitið grillið, hafið háan hita. Hitið samlokugrind, smyrjið hana síðan með matarolíu. Leggið ýsu- flökin á grindina, stráið salti yfir og setjið á grillið. Grillið í 5 mínút- ur, stráið salti yfir og setjið í aðr- ar 5 mínútur. 4. Takið úr grindinni, leggið á fat, setjið grænmetissalatið yfir og berið ýsuna á borð. Grilluð ýsa er alltaf þurr, berið smjör með. Grænmetissalat á grillið Þetta þolir ekki mikinn hita, þess vegna er gott að byija á því, meðan grillið er að hitna. 1 græn og önnur gul eða rauð paprika ______1 stór laukur_________ 100 g ferskir sveppir (má ______ sleppa) _____________ 3 msk. matarolía nýmalaður pipar 1. Hreinsið steina og himnur úr paprikunum, skerið í litla bita. Afhýðið lauk og skerið í litla bita. Hreinsið sveppi og skerið í sneið- ar. 2. Setjið matarolíu á álbakka, setjið grænmetið í olíuna, hrærið í þessu svo að olían þeki allt græn- metið. Setjið á grillið og látið vera þar í 5-7 mínútur. Hrærið í svo að þetta brenni ekki. Stráðið pipar yfir og setjið yfír grilluðu ýsuflök- in. Grillaðir kartöflubátar 6 stórar bökunarkartöflur 'h dl matarolía______ örlítið salt 1. Þvoið kartöflurnar vel, skerið langsum í 4 báta. Penslið bátana vel með matarolíu, stráið salti yfír. 2. Leggið kartöflubátana á smurða grindina af grillinu. Grill- ið á hvorri skornri hlið í 8-10 mínútur. Indverskt flatbrauð (Chapatti) ___________5 dl fínt heilhveiti__ _____________5 dl hveiti_________ _____________1 tsk. salt_________ ___________2 msk. matarolía______ 4 dl volgt vatn 1. Geymið 1 dl af hveiti, en setj- ið hitt hveitið, heilhveiti, salt og matarolíu í skál. Setjið vatnið út í og hrærið. Leggið stykki yfir skálina og látið standa í 'h klst. 2. Setjið 1 dl af hveiti á borðið, takið deigið úr skálinn og hnoðið. Skiptið deiginu í 10 hluta. Búið til kúlur, fletjið síðan út, 12-15 sm í þvermál. I heimalandi deigsins er þetta gert með höndunum, en nota má kökukefli. Pikkið með gafli. 3. Hafið hæstan hita. Smyrjið grindina með matarolíu. Leggið síðan brauðið beint á hana og bak- ið á hvorri hlið í u.þ.b. 1 mínútu. Fylgist með, þetta er fljótt að brenna. Ef brauðin blása út, þarf að þrýsta á þau með stykki. 4. Takið af grindinni, vefjið stykki utan um brauðin, setjið síð- an álpappír utan um, þannig hald- ast þau heit. Sltlá auglýsingar Kl. 20.30: Almenn samkoma. Miriam Óskarsdóttir talar. Ath.: Föstudaginn 17. júrtí: Kaffi- sala á Her frá kl. 14.00-19.00. Verið velkomin. Orð Iffsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir! FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Næstu ferðir F.Í.: 10. -12. júní: Helgarferð til Þórsmerkur. Gönguferðir og notaleg gisting í Skagfjörðs- skála/Langadal. Byrjið sumar- ferðalögin í Þórsmörk - komiö með og njótið hvíldar í ferð með Feröafélaginu. Sjálfboðaliðar óskast í vinnu- og landgræðsluferð til Þórsmerkur 10.-12. júní. Skráning á skrifstofu F.í. sem fyrst. 11. -12. júníkl. 09.00: Botnssúlur - Þingvellir (gist í Bratta) Dagsferðir: Laugardag 11. júni kl. 09.00: Söguferð á Náluslóðir. Farar- stjóri: Árni Björnsson. Verð kr, 2.200. Kl. 13.00: Esja - Þverfellshorn. Gengið frá Mógilsá - allir vel- komnir. Verö kr. 800 (tilboð). Sunnudagur 12. júní: 7. áfangi Lýðveldis- göngunnar: Kl. 10.30: Jórukleif - Heiðarbær. Kl. 13.00: Á slóðum Jóru, fjöl- skylduferð. Þetta eru næst síð- ustu áfangar, en gangan endar á Lögbergi 26. júní. Hornstrandir: Fyrsta ferðin verður 19.-28. júní. Jónsmessuganga fró Hest- eyri um Hlöðuvík í Hornvík. Gist í húsum. Hornstrandir hafa sér- stöðu, engin vélvædd umferð, göngufólk hefur landið fyrir sig - leitið upplýsinga á skrifstofu F.l. Ferðafélag íslands. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. AFMÆLI DR. ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON DR. ÞÓRIR Kr. Þórðarson, prófessor við guðfræðideild Há- skóla íslands, pr sjö- tugur í dag. Hann á að baki fjörutíu ára far- sælan kennaraferil við guðfræðideildina og hefur lengst af þess tímabils sett sterkan svip á deildina og mót- að hana á umtalsverð- anhátt. í tilefni afmælisins heiðrar Guðfræðistofn- un Háskóla íslands dr. Þóri, fyrsta forstöðu- mann stofnunarinnar, með útgáfu afmælisritsins „Trú og þjóðfélag", sem hefur að geyma fjölmargar greinar Þóris einkum um guðfræði en einnig um ýmsa af samferða- mönnum hans, um málefni Háskóla íslands og Reykjavíkurborgar. Þá eru í ritinu birtar greinar um dr. Þóri eftir þrjá af kennurum Háskól- ans. Það er trú okkar sem að þessu afmælisriti stöndum að það gefi góða innsýn í guðfræði dr. Þóris og hina miklu hugmyndaauðgi hans. Þórir Kr. Þórðarson fæddist í Reykjavík 9. júní 1924, sonur hjón- anna Þórðar Nikulássonar vélstjóra og Þorbjargar Baldursdóttur hús- móður. Ölst Þórir upp í foreldrahús- um á Hverfisgötu 88. Á unglingsár- um starfaði hann sem túlkur í Breta- vinnunni og komu þá þegar í ljós einstakir tungumálahæfíleikar hans. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1944 lá leið Þóris fljótlega út í heim. Lagði hann fyrst stund á semítísk mál og guðfræði við háskólana í Uppsölum og Árósum þar sem hann lauk fyrrihlutaprófi í guðfræði árið 1949 og tók sama ár próf í semítísk- um málum frá Lundarháskóla. Emb- ættisprófí í guðfræði lauk hann frá Háskóla íslands 1951. Á árunum 1951-54 stundaði Þórir nám við „Oriental Institute" háskólann í Chicago eða þar til hann var skipað- ur dósent við guðfræðideild Háskóla íslands er kennarastóllinn í gamlat- estamentisfræðum losnaði við bisk- upskjör sr. Ásmundar Guðmunds- sonar 1954. Næstur á undan sr. Ásmundi hafði sr. Haraldur Níelsson setið þann stól frá stofnun Háskóla íslands 1911 til 1928.- Það eru því aðeins þrír menn sem gegnt hafa þessu embætti við guðfræðideildina það sem af er öldinni, allir mjög áhrifamiklir fræðimenn. Á árunum 1957-59 var Þórir gistiprófessor við McCormick Theological Semin- ary í Chicago og lauk doktorsprófi frá Chicagoháskóla 1959. Þórir er tvígiftur. Fyrri kona hans var Inger Margrethe Schiöth, en hún lést árið 1961. Síðari kona hans er Jakobína Guðríður Finnbogadóttir. Hefur hún reynst Þóri mikil stoð og stytta, ekki síst í þeim erfiðu veikindum sem hann hefur átt við að stríða á undanförnum árum. Sjálfur hefur hann í þeim veikindum sýnt ótrúlegt þrek og mikinn sálar- styrk. Þórir er skapmikill tilfinn- ingamaður, sem er gæddur miklum persónutöfrum. Oftar en einu sinni hef ég heyrt menn sem hitta hann í fyrsta sinn, ekki síst útlendinga, láta í ljósi þá skoðun sína, að loknu spjalli við hann, að þar fari heill- andi (sjarmerandi) maður. En per- sónu Þóris væri ekki rétt lýst ef því væri leynt að honum hættir líka til að fá menn upp á móti sér og staf- ar það fyrst og fremst af eðlislægri hreinskilni hans. Hér er þess að sjálfsögðu enginn kostur að gera neins konar úttekt á guðfræði dr. Þóris. Þó skal þess getið að eins konar stefnuskrá allrar ritskýringar hans er að finna i grein eftir hann sem birtist í afmælisriti Háskóla íslands 1961, „Vísindin efla alla dáð“. Nefnist ritgerðin Ný kirkjuleg guðfræði. Þar er komist svo að orði að hið eiginlega mark- rnið ritskýringarinnar sé að láta textann tala til manna trúarsamfé- lagsins á líðandi stund og að Biblían skuli túlkast í ljósi safnaðarins sem notar hana. Þórir hefur aldrei látið sér nægja mál- fræðilega greiningu textanna og sögulega rannsókn þeirra heldur ætíð viljað „byggja brúna yfir til sam- tímans". Ég hygg að mörgum nemendum Þóris fari éins og mér að minnast*~ einkum „heimfærslu“ hans í kennslustundum í ritskýringu spá- mannaritanna þar sem hin sterka þjóðfélagsgagnrýni dómsspámanna Gamla testamentis- ins var látin tala til veruleika líð- andi stundar. Á fjölbreytilegum starfsferli dr. Þóris hefur heimfærsl- an á boðskap spámannanna reynst meira en orðin tóm. Um það vitnar einkum starf hans í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem hann sat sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í tvö kjörtímabil á árunum 1962-70. Þeir sem best þekkja til starfa hans þar fullyrða að hann hafí verið hug- myndafræðingurinn að baki stofnun Félagsmálaráðs og Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar og minnast jafnframt forystuhlutverks hans í miklu átaki sem gert var í þágu aldraðra á borgarstjórnarárum hans. Er það til vitnis um að félags- legar áherslur eru fjarri því að vera nýjar af nálinni í starfi Sjálfstæðis- flokksins í borginni, eins og margir hafa gefið í skyn í nýafstaðinni kosningabaráttu. Sem kennari er dr. Þórir fáum líkur og hefur alveg sérstakan stíl.'- Hann flytur nánast aldrei skrifaða fyrirlestra heldur leggur allt kapp á að stuðla að því að nemendur taki sjálfstæða afstöðu til vandamálanna sem við er að glíma hverju sinni og tjái skoðun sína á þeim. Sjálfur er Þórir fæddur ræðumaður sem nýtur sín aldrei betur en þegar hann fær viðbrögð nemenda og áheyrenda. Mér er ómögulegt að ljúka þess- ari grein um Þóri án þess að gerast persónulegur. Á 2. námsári mínu í guðfræðideild hóf ég sérnám í hebr- esku undir handleiðslu hans og var um árabil eini nemandi hans í þeirri grein. Kynntist ég þar vel höfuð- kosti Þóris sem kennara þ.e. hæfi- leika hans til að hrífa nemendur* með sér og örva þá til dáða. Ótrú- lega snemma fékk hann mér það hlutverk að annast byijendanám- skeiðið í hebresku og segir það meira um hann — og viðleitni hans tii að hvetja nemendur sína með því að treysta þeim fyrir erfiðum verk- efnum — heldur en hugsanlega hæfileika mína. Þegar ég síðan dvaldi erlendis í doktorsnámi í gaml- atestamentisfræðum að ráði Þóris þá skildi ég betur en áður hvers vegna svo oft er ljós í gluggum vinnuherbergis hans löngu eftir að flest önnur Ijós hafa verið slökkt í aðalbyggingu Háskólans. Þá fékk ég reglulega margra síðna löng bráðskemmtileg bréf frá honum sem*- nú fylla þykka möppu. Auk frétta að heimán höfðu bréfin að geyma hvatningu, gagmýni og margvísleg- ar leiðbeiningar. Þá skildi ég að vinnudagur hans hlaut að vera lang- ur því að ég er fjarri því að vera einn meðal fyrrum nemenda hans sem þannig hafa notið áframhald- andi leiðsagnar hans löngu eftir að náminu við Háskóla íslands var lok- ið. Fyrir það vil ég nú þakka af heilum hug um leið og ég fyrir hönd guðfræðideildar og Guðfræðistofn- unar Háskóla íslands færi honum_ árnaðaróskir á þessum tímamótum’ með þeirri von að heilsa hans leyfi að hann muni áfram leggja guð- fræðinni lið á komandi tíð. Gunnlaugur A. Jónsson, forstöðumaður Guðfræðistofnunai’. Þórir og Jakobína taka á móti gestuir,- í veislusalnum Borgartúni 6 (Rúg- brauðsgerðinni) kl. 17-19 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.