Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Jón Engilberts: Vorgleði. 1944. Náttúrufar litarins MYNPLIST Norræna húsið og FI M - s a 1 u r MÁLVERK, TEIKNINGAR OG GRAFÍK Jón Engilberts. Opið 14-19 daglega til 3. júlí. Aðgangur ókeypis. Sýning- arskrá 400 kr. EIN ÞAU forréttindi sem tíminn býður upp á er tækifæri til að endurmeta stöðugt fyrri ályktanir og afstöðu í ljósi breyttra aðstæðna og þeirrar þekkingar og reynslu, sem tíminn hleður upp. Þessi forréttindi hafa verið vanmetin, ekki síst á sviði sögunnar, þar sem menn ríghalda oft í gamlar skoðanir og kenning- ar, sem voru ef til vill fremur byggðar á þröngsýni eða mis- skilningi en þekkingu og umburð- arlyndi. Listasagan er full af dæmum um slíka fordóma, ekki síður en almenn stjórnmálasaga. Við skoð- un þessara tveggja sýninga verð- ur ljóst, að Jón Engilberts á skil- ið nokkuð hærri sess en íslensk listasaga hefur ætlað honum til þessa, en sú staða er líklega meira byggð á mati á persónunni en list hans. Bragi Ásgeirsson bendir á þetta með ákveðnum hætti í grein sinni í sýningarskrá: „Hann var lengi atkvæðamaður í félagsmál- um, fylginn sér og sagði þar hik- laust meiningu sína, og slíkum eru búin þau örlög að axla grann- ans róg . .. Listamenn sem horf- ast í augu við samtíðina gjalda fyrir misskilning og andstreymi, því þeir eru margir sem neita að vera hér meðvitaðir og lifa í myrkri fordóma, tvískinnungs og skinhelgi." Jón Engilberts stóð á mótum tveggja tíma í íslenskri myndlist, ef svo má komast að orði, þegar hann flutti heim frá Danmörku; annars vegar voru svonefndir frumherjar, sem voru enn í fullu fjöri (Ásgrímur Jónsson, Jón Stef- ánsson, Jóhannes Kjarval), og hins vegar komandi kynslóð ab- straktmálara (Svavar Guðnason og aðstandendur Septem-sýning- anna), sem áttu eftir að verða alls ráðandi í listinni um langt skeið. Jón tilheyrði í raun hvorug- um hópnum, og þrátt fyrir ótví- ræða viðurkenningu í hópi lista- manna, var staða hans ekki eins sterk meðal listunnenda, þó hon- um væri falið að vinna ýmis stór- verk fyrir opinbera aðila. Jón vann í ýmsa miðla, og taka sýningarnar mið af því; í FÍM- salnum við Garðastræti er að finna þrjátíu grafíkmyndir frá hendi listamannsins, en í sýning- arsölum Norræna hússins eru ol- íumálverk, teikningar, vatnslita- myndir og verk unnin með krit og blandaðri tækni. Grafíkmyndirnar eru sterkur þáttur í listsköpun Jóns, einkum á fjórða áratugnum, og þar er nánast um brautryðjendastarf að ræða, því þá hafði Guðmundur frá Miðdal einn íslenskra listamanna eitthvað fengist áður við grafík. Þessar myndir skiptast í tvö meginviðfangsefni; annars vegar eru það myndir helgaðar lífsbar- áttu verkafólks til lands og sjáv- ar, en Jón hefur verið einn sterk- asti myndlistarmaður okkar á því sviði, eins og margar myndir úr sjávarþorpum vitna hér um; hins vegar er það munúðin, ástarblíð- an, og í þeim er tilvísunin í verk Edvards Munchs afar sterk. í bók um listamanninn, sem kom út 1988 í bókaflokknum ís: lensk myndlist sem Listasafn ASÍ og Lögberg gáfu út, benti Ólafur Kvaran á að áhrifamáttur litarins hafi alla tíð verið eitt helsta ein- kenni listar Jóns Engilberts. Þessi ályktun er ríkulega studd af ýms- um verkum í Norræna húsinu, t.d. „Mánasilfur" (nr. 2) og „Við höfnina“ (nr. 10). Hins vegar kemur einnig skýrt fram á þessari sýningu, að hvati hans í listinni var kominn frá náttúrunni, bæði eins og Bragi vísar í orð listamannsins („... að ég ætti að leggja sömu tilfinningu í málverkið og menn gerðu þegar þeir elskuðu konu í fyrsta skipti!“) og þeirra þriggja tilvísana orðs- ins, sem Hannes Lárusson ræðir um í grein sinni — og þar er nátt- úrufar mannsins sýnu mikilvæg- ast. Efnisleg undurgreining sýning- arinnar í Norræna húsinu kemur vel á móts við þessar vangavelt- ur. í fremri sal eru litrík olíumál- verk, þar á meðal ýmis sem ekki hafa verið á sýningum áður; í innri sal eru hins vegar vatnslita- myndir, ýmis erótísk verk (en á því sviði var framlag Jón ríku- legra en flestra samtímamanna hans), og loks skissur og frum- myndir af stórvirkinu „Vorgleði“, sem prýðir afgreiðslusai Búnaðar- banka- íslands. Sýningarskrá sem fylgir sýn- ingunum báðum er vel unnin, og þar er að finna ritgerðir sem hafa annars vegar að geyma persónu- legar minningar Braga Ásgeirs- sonar um kynni hans af lista- manninum og íhugun um stöðu hans í listasögunni, og hins vegar fróðlega greiningu Hannesar Lár- ussonar á ákveðnum þætti í list- sköpun Jóns; sú umfjöllun er jafn fersk nú og fyrst þegar hún kom fram, og einkum er athyglisverð umræðan um tilurð „Vorgleði“, og gaman að bera saman ætlan Jóns og þá útkomu, sem bankinn krafðist á endanum. Hér hafa verið settar upp sýn- ingar á ákveðnum þáttum í list- sköpun þessa vanmetna lista- manns, og er það vel, en ekki yfirlitssýning í venjulegri merk- ingu þess orðs; til þess vantar of margt mikilvægt úr hans ferli, t.d. nánari umfjöllun um pólitíska list hans á fjórða áratugnum, svo og frjálslegt formspil ýmissa stór- verka frá síðasta áratug ævi hans, sem endurspeglast í stórvirkinu „Sól yfir íslandi“ frá 1967 og fleiri verkum. Nú eru brátt tveir áratugir liðnir frá síðustu yfirlits- sýningu á verkum Jóns, og greini- lega orðin þörf á að setja verk hans í nýtt og ef til vill vinsam- legra samhengi í ljósi þess sem hefur verið að gerjast í íslenskri myndlist síðan. Allir aðstandendur þessa fram- taks eiga þakkir skildar, því hér eru á ferðinni sýningar sem eng- inn áhugamaður um íslenska myndlistarsögu ætti að láta fram hjá sér fara. Eiríkur Þorláksson Kaldalóns- tgnleikar í Arbæjar- safni ÁRBÆJARSAFNI barst ný- lega að gjöf flygill dr. Sigvalda Kaldalóns tónskálds. Af því tilefni verður efnt til Kalda- lónstónleika, sunnudaginn 12. júní kl. 15. Sigvaldi Kaldalóns sonarsonur skáldsins og dóttir hans Anna Mar- grét Kalda- lóns sópran munu flytja verk eftir sty1ta af Sig- hann í Kqrn- valda Kaldalóns húsinu á Árbæjarsafni. Kl. 16 sama dag verður flutt erindi í veitingastofunni í Dill- onshúsi um ævi og ástir madd- ömu Sire Ottesen og Dillons lávarðar á 19. öld. Norrænir flakkarar NORRÆNA húsið stendur í tilefni af lýðveldisafmælinu fyrir ferðalagi norrænna lista- manna um landið, dagana 9.-19. júní. Byrjað verður á Egilsstöð- um og farið þaðan til Húsavík- ur, og síðan Akureyrar, Blönduóss og Stykkishólms. Því næst til Reykjavíkur, en 18. júní verður hópurinn í Borgarnesi og loks þann 19. í Keflavík. Hópurinn kallar sig Nor- rænu flakkarana og í honum eru átta manna danskur kór, fimm þjóðlagatónlistarmenn frá Svíþjóð og Danmörku og tveir leikarar frá Færeyjum með barnaleikrit. Komið verð- ur fram í félagsheimilum, á vinnustöðum, barnaheimilum, leikskólum og jafnvel á götum úti. tílefni tónleikanna með í Laugardalshöll 19. júní 1994 eru eftírfarandi plötur á tílboðsverði: Debutkr. 1.790,- Life’s too good Here today, tomorrow next weekl Stick Around For Joy It’s It Glíngló Smekkleysa f hálfa öld „Upphaf aJls - Evrópa undirlögö14 „Ameríka sigruö“ „Heimsveldið styrkír sig“ „Bestu Molamir meö dansbíti" „ Dœgurlagademantar lýöveldissins“ „Ný lægð“ (Útgáfudagur 17. júní) kr.990,- kr. 990,- kr. 990,- kr. 990,- kr. 1.790,- kr. 1.994,- Ósóttar miðapantanir seldar eftir 14. júní. + allar tólftommur á kr. 790,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.