Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 HREINLÆTISTÆKI MORGUNBLAÐIÐ Baðkör m. 120x70 170x70 KR. 5.600 !5nr ®-940 160x70 Kr. 6.600 Setkar 140x70 kr. 6.150 Kr’ 6*150 WC sett með stút í vegg eða yfirbyggt I gólf m/harðri setu Kr. 9.970 Sturtubotnar 70x70 80x80 Kr. 3.150 Kr. 3.450 Handlaugar Á vegg frá kr. 2.590 í borð frá kr. 6.670 't Sturtuklefar og sturtuhorn Verð frá kr. 8.600 Öll verð eru stgr.verð m/VSK. Opið mánudaga til föstudaga 9-18. Opið iaugardaga 10-14. -tryggtng FAXAFEN9 SÍMI 91-677332 Blab allra landsmanna! IRofgtntliIikMb - kjarni málsins! LISTIR “...annars blasir fasismi við innan tveggja ára“ BOKMENNTIR Biskops Arnö FUNDUR NORRÆNNA OG BALTNESKRA BÓK- MENNTAGAGNRÝNENDA í seinustu grein um fundinn í Biskops Arnö var greint frá því áliti margra bókmenntagagnrýn- enda að bókarýni sé í kreppu. Ekki voru þó allir á sama máli. Almanat- as Samalavicius er frá Litháen. Hann er bókmenntafræðingur, há- skólakennari og rithöfundur. Á gagnrýnendafundinum í Biskops Amö hélt hann erindi um bók- menntagagnrýni út frá þjóðlegu sjónarhorni. Margt af því sem kom fram í máli Almanatas vakti spum- ingar um menningarlegt ástand í heimalandi hans. Eg lagði því fyrir hann nokkrar spurningar í beinu framhaldi af erindi hans. Við fengum okkur sæti við opinn glugga þar sem sjá mátti yfir ósprottin engin og eldgamlar eikur stóðu vörð um veginn. Almanatas keðjureykti meðan við. spjölluðum saman. Reykurinn liðaðist út í logn- ið og blandaðist á ónáttúrulegan hátt saman við vaknandi náttúru eyjunnar. Ég hitti Almanatas fyrst fyrir tveimur árum í Jyveskylá, áhugasaman og hraðmæltan um bókmenntir og bókmenntagagn- rýni. Hvernig miðar lýð- ræðisþróuninni í Lit- háen? „Að sumu leyti má segja að okkur hafi miðað vel áfram. Flokkseinræðinu er lokið, við búum nú við fjölflokkakerfi og höf- um starfandi þing. Það sem stendur frekari lýðræðisþróun fyrir þrifum er veik staða miðjuflokkanna. Arf- taki gamla kommún- istaflokksins, Fijáls- lyndi verkamanna- flokkurinn, og öflugur, róttækur hægri flokk- ur eru of stórir til þess að eðlileg lýðræðisþróun geti átt sér stað. I raun endurspeglar sterk staða þess- ara öfgaflokka alls ekki þær já- kvæðu breytingar sem átt hafa sér stað hingað til. Að hinu leytinu staðfestir þessi staða flokkakerfisins að við höfum aðeins náð að teikna rammann um lýðræðið, dýpri merkingu þess vant: ar. Hvernig á lýðræði að virka? í Litháen er, enn þá að minnsta kosti, fátt um svör. Á meðan blómstrar spillingin." Hvað með fjölmiðla? Veita þeir ekki stjórnmálamönnum aðhald? Gera þeir ekki kröfu um ákveðna uppbyggingu? „Fjölmiðlar hafa því miður alls Almanatas Samalavicius ekki nógu mikil áhrif á lýðræðisþróunina. Þer eru viljugir til að fletta ofan af alls kona spill- ingu en í kjölfarið ger- ist ekkert. Spillingin bara vex.“ Hvaða áhrif hafa samfélagslegar breytingar haft á menningu og listir? „Breytingarnar eru miklar og einkennast öðru fremur af ákveðn- um öfgum. I tíð Sovét- valdsins var forsjár- hyggja áberandi. Ríkið mótaði menninguna með því að hampa listamönnum sem voru því þóknan- legir-og halda hinum í skefjum sem þybbuðust við. Fjármagni var veitt til „æskilegrar" listsköpunar, jafnt innan bókmennta, kvikmyndagerð- ar og leiklistar. Þetta er horfínn heimur, sem betur fer. Það sem hefur komið í staðinn er hins vegar illskárra. Það er núna ríkjandi við- horf að hinn ftjálsi markaður skuli bjarga öllu, einnig menningunni. Margir vilja taka bandaríska módel- ið og aðlaga það okkar aðstæðum. Slíkt gengur ekki upp. fjóðin er alltof fámenn (3 1/2 milljón) til þess að það gangi upp. í Litháen eru heldur engir sjóðir til sem styrkja listsköpun eins og á Vestur- löndum. Af þessum sökum er verið að loka leikhúsum á meðan fjölmiðl- ar eyða miklum fjárhæðum í íþrótt- ir og fegurðarsamkeppnir. Það versta er kannski það að þetta ástand verður vatn á myllu afturhaldsaflanna. Lítt eftirsóknar- verð fortíðarþrá magnast upp hjá of mörgum sem kunna að þrá gömlu dagana þegar ríkið sá um sína.“ Hvernig hefur staða rithöf- undanna breyst? Hvert er nú hlutverk þeirra? „Með opnun landsins og ný- fengnu frelsi nýtur fólk þess að hafa áhuga á hlutum sem voru áður bannaðir. Samfélagið er fjöl- þættara. Þetta sést meðal annars af því að meðalsala á nýrri bók, sem var til skamms tíma 30-50 þúsund eintök, er nú komin niður í 3-5 þúsund. Þetta þýðir að hlutverk rit- höfundanna sem rödd fólksins hefur horfið. Rithöfundar eru ekki eins mikilvægir og áður, hvort heldur er átt við þá sem rituðu fyrir vald- hafana eða gegn þeim. Fyrir unga rithöfunda er þetta óviðunandi ástand. Verk þeirra eru lítið lesin og öllum virðist sama. Sumir þeirra bregðst við á barnalegan máta og ásaka samfélagið fyrir að vera hallt undir efnishyggju, rétt eins og sam- félagið sé orðið til fyrir rithöfunda!" Hvert stefnir Litháen? „Það er erfítt að segja. Við náð- um fljótlega áttum eftir fögnuðinn yfir fengnu fullveldi. Seinustu tvö til þijú árin höfum við síðan verið að missa vonina. Ákveðnir flokkar hafa viljað loka þjóðfélagið af frá umheiminum. Segja má að við séum að loka það sjálf af með eilífri nafla- skoðun sem litlu skilar. Við þurfum að horfa meira út, annars blasir ekkert annað við en einræði, kom- múnískt eða fasískt, innan tveggja ára.“ Ingi Bogi Bogason Færeyingar og fé annarra _______Bækur________ Efnahagsmál og stjórnmál HLUTSKIPTI FÆREYJA eftir Eðvarð T. Jónsson Mál og menn- ing 1994-132 síður. 1590 kr. KREPPUNA í Færeyjum hefur oft borið á góma í stjórnmálaum- ræðum hér á landi undanfarna mánuði. Því hefur verið fagnað, að við höfum ekki lent í sömu hremm- ingum og nágrannar okkar og frændur. I bókinni Hlutskipti Fær- eyja lýsir Eðvarð T. Jónsson, sem lengi bjó í Færeyjum og var meðal annars fréttaritari Ríkisútvarpsins, því sem gerst hefur í færeysku efnahags- og stjórnmálalífi undan- farin ár og leitt hefur til þess að Færeyingar hafa í raun verið svipt- ir fjárforræði. Áf bókinni má ráða, að saman- burður milli þróunar hér á landi og í Færeyjum er varasamur vegna ólíkra þjóðfélagsaðstæðna. Þó er ljóst, að undirrót fær- eysks efnahagsvanda síðustu ár er oftrú á sjóðakerfi og íhlutun- armátt hins opinbera við verðmyndun í sjáv- arútvegi. Stundum höfum við verið komin hættulega langt á þeirri braut að hafna aga markaðarins og leggja allt okkar traust á opinbert tilfærslu- kerfi. Við höfum þó orðið að gera út á eig- in sjóði en ekki ann- arra eins og Færeying- ar gátu gert vegna tengslanna við Danmörku. Eðvarð T. Jónsson dregur einnig þá mynd af Færeyjum samtímans, að þar séu mörkin svo óskýr milli opinbers valds annars vegar og einkahagsmuna þeirra, sem með það fara, hins vegar, að eigin fjár- öflun eða gæsla hafi ráðið of miklu um ákvarðanir landsfeðranna. Þá hafí skipting eyjanna í sjálfstæð, fámenn sveitarfélög og mörg kjör- Eðvarð T. Jónsson. dæmi leitt til sam- keppni um dýr opinber mannvirki og þar með sóun á fé annarra. Allt eru þetta víti til að varast og áminning um nauðsyn hagræð- ingar á öllum sviðum opinbers rekstrar og skýrra reglna um hæfí þeirra, sem gegna op- inberum trúnaðar- störfum. Almennt ber Eðvarð færeyskum stjórn- málamönnum ekki vel söguna. Dæmi sem hann nefnir um störf þeirra réttlæta ekki heldur mikið hrós. Fáereyingar hafa gengið í gegnum vanhugsuð fjárfestingar- ævintýri eins og við fyrir frum- kvæði eða með öflugum stuðningi stjórnmálamanna. Honum virðist sérstaklega í nöp við Sambands- flokkinn og telur hann hafa dregið svo kjark úr Færeyingum vegna andstöðu við sjálfstæði frá Dönum, að nú blasi aðeins við „örmögnun Bft STOFNAÐ I946 stendur í blóma Limgerðisplöntur, skógarplöntur, tré, sumarblóm, áburður, trjákurl, verkfæri og margt fleira. Nýtt: Lífmold, ljúf til ræktunar. Opið 8-19 - um helgar 9-17 SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVÍKUR Fossvogsbletti 1, fyrir neðan Borgarspítalann, simi 641770. Beinn simi söludeildar 641777 og uppgjöf þjóðarinnar". Hér skal ekki lagður dómur á það, hvort Færeyingum hefði vegn- að betur utan danska ríkisins en innan. Dönum verður tæplega kennt um, hvernig Færeyingar hafa haldið á eigin málum eða að þeir gengu á lagið og gerðu sam: band sitt við Dani að féþúfu. í bókinni kemur einmitt fram, að forystumenn Þjóðveldisflokksins, þess flokks, sem hefur lagt mesta áherslu á að slíta sambandinu við Dani, komu um miðjan áttunda áratuginn á áætlunarbúskap í fær- eyskum sjávarútvegi og grófu hon- um þar með gröf. Heildarlausn í sósíalískum anda lagði grunninn að hruni færeysks athafna- og efnahagslífs. Opinbert tilfærslukerfí ýtti undir ábyrgðar- leysi og eyðslusemi þar eins og hvarvetna annars staðar. Þegar hugað er að framtíð sjávarútvegs innan slíks styrkjakerfís, til dæmis innan Evrópusambandsins, virðist mun lífvænlegra fyrir heilbrigðan rekstur að berjast með þeim hætti sem við íslendingar höfum gert, þrátt fyrir gengisfellingar og óða- verðbólgu. Það sýnist útgerðinni jafnvel hættulegra að gera út á sjóði annarra en rýr fískimið. Þessi stutta kiljubók er fróðleg fyrir þá, sem hafa áhuga á snöggri yfírsýn yfír sögu og samtíð Fær- eyja. í bókinni eru kort, ljósmyndir og töflur. Skortur á efnisyfírliti eða atriðisorðaskrá bendir til að ekki hafi verið lögð nægileg alúð við frágang bókarinnar, en hún er prentuð og fílmuunnin í Danmörku. Bækur um stjórnmál samtímans missa marks, ef ekki er auðvelt að nota þær sem uppflettirit. Framtíð búsetu í Færeyjum er í óvissu. Sé það mat höfundar rétt, að ástæðuna megi að mestu rekja til misviturra stjórnmálamanna og hugleysis vegna sambandsins við Dani hljóta umskipti í stjórnmálum og breytt afstaða til Dana að vera á næsta leiti. Björn Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.