Morgunblaðið - 05.07.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.07.1994, Qupperneq 1
88 SÍÐUR B/C 149. TBL. 82.ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Öll nöfn leyfileg Lundúnum. Reuter. BRESKIR foreldrar geta skírt börn sín hvaða nöfnum sem er og Bretar eru duglegir að not- færa sér þetta frelsi, samkvæmt lista sem breskur embættismað- ur hefur tekið saman. Embættismaðurinn hefur gert sér það til gamans undan- farin 14 ár að safna sjaldgæfum nöfnum og mörg þeirra eru harla furðuleg. Til að mynda ákváðu foreldrar með eftirnafn- ið Beer að skíra son sinn Bottled Beer (Flöskubjór). Ennfremur má nefna stúlku sem heitir River Jordan (Áin Jórdan), drenginn Stone Wall (Steinvegg) og stúlkuna Mineral Waters (Olkelduvatn). Þá ákvað Castle-fjölskyldan að skíra son sinn Windsor og dæmi eru um skírnamöfnin Rheumatism (Gigt), Fatso (Fitubolla) og Daft (Kjánalegur). „Aðeins ef nöfnin eru mjög andstyggileg þurfum við að fá sérstaka heimild og vara við því að börnin kunni að líða fyrir þau síðar. Og jafnvel í þeim tilvikum getum við ekki bannað nöfnin," sagði embættismaðurinn. Evrópusambandið Gonzales og Amato líklegir Brussel. Reuter. FELIPE Gonzales, forsætisráðherra Spánar, og Giuliano Amato, fyrrver- andi forsætisráðherra Ítalíu, eru tald- ir langlíklegastir til að ná kjöri sem forseti framkvæmdastjórnar ESB. Vilji er fyrir því að sitjandi forsæt- isráðherra verði fyrir valinu sem eftirmaður Jacques Delors og hafa menn helst augastað á Gonzaeles. Hann er tregur til og takist ekki að fá hann í framboð binda menn helst vonir við Amato, að sögn diplómata. Reuter Tap á þjóðhátíðardaginn BANDARÍKJAMENN töpuðu 0-1 fyrir Brasilíumönnum á þjóð- hátíðardegi sínum, 4. júlí, er liðin kepptu í 16 liða úrslitum í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Það verða því Brasilíu- menn sem keppa við Hollendinga 9. júlí, en þeir fóru með sigur- orð af írum, 2-0, í 8 liða úrslitum . Á myndinni er kokhraustur stuðningsmaður bandaríska liðsins á Ieiknum í gær, en hann hafði dubbað sig upp í líki bandaríska varnarmannsins Alexei Lalas og veifaði þjóðfánanum í tilefni dagsins. Kigali féll í hendur tútsímönnum Frakkar ætla að stöðva upp- reisnarmenn Kigali. Reuter. KIGALI, höfuðborg Rúanda, féll í hendur uppreisnarmönnum af tútsí- ættbálknum í gær og einnig Butare í suðurhluta landsins, síðasti stóri bærinn á valdi ríkisstjórnar hútú- manna. Frakkar hafa kúvent stefnu sinni í málefnum Rúanda og hefur franska herliðinu í landinu verið skipað að koma í veg fyrir frekari sókn uppreisnarmanna. Uppreisnarmenn í Föðurlands- fylkingunni náðu Kigaíi á sitt vald í dögun í gær og flýðu þá stjómar- hermenn upp í hæðirnar fyrir sunn- an borgina en þær eru ekki enn í höndum uppreisnarmanna. Fögn- uðu uppreisnarmenn sigrinum mjög en mestur var þó fögnuðurinn í Sainte Famille-kirkjumiðstöðinni en þar ráku hútúmenn dauðabúðir og voru með um 2.000 tútsímenn í haldi. „Snemma í morgun hurfu hútúmennirnir á brott og þá vissi ég, að þessari skelfíngu væri að ljúka,“ sagði Lin Niyonzima, 27 ára gamall tútsímaður. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Kigali féll réðust uppreisn- armenn inn í Butare en það er greið leið til þeirra svæða, sem hútúmenn ráða enn í Rúanda. Didier Thibaut, ofursti í franska hernum í Gikong- oro, sem er í 20 km fjarlægð frá vígvellinum, sagði í gær, að yfir- maður sinn, Jacques Rodier, hefði skipað sér að veija bæinn yrði á hann ráðist og koma i veg fyrir frekari sókn uppreisnarmanna. Frakkar hafa þar jneð gjörbreytt stefnu sinni i Rúanda en hingað til hafa þeir fullyrt, að þeir ætluðu aðeins að koma flóttafólki til að- stoðar en hafa engin afskipti af innanlandsátökunum að öðru leyti. Tútsímenn hafa haldið því fram, að tilgangur Frakka með því að senda herlið til Rúanda væri að koma stjórnarher hútúmanna til hjálpar en þeir þjálfuðu hann og vopnuðu á sínum tíma. ----» ♦ ♦---- Skógareld- ar kosta átta lífið Valencia. Reuter. ÁTTA manns hafa farist í miklum skógareldum, sem geisað hafa í austurhluta Spánar. Þrír slökkviliðsmenn og tveir aðr- ir létu lífið í baráttu við elda á Valencia-svæðinu sem hafa lagt undir sig 800 hektara lands. í Teru- el-héraði hafa 15.000 hektarar orð- ið eldinum að bráð. Þrír puttaferðalangar fórust og sjö hlutu alvarleg brunasár í Kata- lóníu er þeir leituðu skjóls undan eldinum í helli. -----» » ♦--- Hart barist um Aden Ottast að Arafat mun setjast að á Gaza Jeríkóför frestað af öryggisástæðum Gaza, Jeríkó. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Pal- estínu (PLO), hyggst setjast að á Gazasvæð- inu, og hafa þar með höndum forráð á sjálf- stjórnarsvæðum Palestínumanna á Gaza og í Jeríkó. Hann hefur verið í heimsókn á Gaza síðan á föstudag, en í dag flýgur hann til Jer- íkó. Á laugardaginn kemur Arafat frá París og að sögn nánustu ráðgjafa hans mun hann þá setjast að á Gaza til frambúðar. í gær heimsótti Arafat gamla fangelsisbygg- ingu sem leynilögregla ísraels notaði til þess að yfirheyra palestínska fanga þau 27 ár sem svæðið var hersetið af ísraelum. Upphaflega var ætlunin að Arafat færi til Jeríkó í gær, en ráðgjafar leiðtogans sögðu að ástæða þess að heimsókninni hefði verið frestað um einn dag væri andstaða harðlínusinnaðra gyðinga, sem væni andvígir friðarsamningi ísra- ela og PLO. Leiðtogar ísraelskra landnema, sem eru andvígir því að nokkru herteknu landsvæði verði skilað, hétu því að halda áfrarn mótmælum sem þeir hafa haft í frammi síðan Arafat kom til Gaza. Öryggisverðir vilja sem minnst segja um hvar í Jeríkó Arafat myndi leggja leið sína, en af öryggisástæðum væri nokkrum möguleik- um haldið opnum og hægt yrði að gera breyting- ar á síðustu stundu ef þurfa þætti. Hann mun eiga fund með Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, í París á morgun. Fjandskapur Sýrlendinga samur Þrýst hefur verið á Arafat að hann beiti sér ekki bara á vettvangi stjórnmálanna, heldur vinni að því að oki fátæktarinnar verði létt af Palestínumönnum. Hann hefur kvartað yfir því að stjórn sín njóti ekki fjárhagslegs stuðnings frá stjórnvöldum bæði á Vesturlöndum og í arabalöndum. En þótt hann sé kominn til Gaza virðist það hafa breytt litlu um andstöðu við hann í Mið-Austurlöndum, og þá sérstaklega af hálfu Sýrlendinga. Málgagn stjórnarinnar þar í landi hafði ekki minnst á heimkomu Ara- fats einu orði þangað til í gær að blaðið sagði það vera kaldhæðnislegt að Arafat hefði ekki getið komist til sjálfstjórnarsvæða Palestínu- manna, nema vegna óhemju strangrar öryggis- gæslu af hálfu Israelshers. ■ íslendingar hýstu /2 Reuter PALESTÍNSKIR drengir með þjóðfána sinn fyrir framan höfuðstöðvar stjórnar Palestínumanna í Jeríkó. Gífurlegar ör- yggisráðstafanir liafa verið gerðar í borg- inni vegna heimsóknar Arafats þangað í dag. Búist er við að hann ávarpi útifund af svölum höfuðstöðvanna. fólk deyi úr þorsta Aden. Reuter. MIKILL vatnsskortur er nú í hafn- arborginni Aden í Suður-Jemen vegna harðra bardaga norðan- og sunnanmanna um borgina. Er ótt- ast að fólk kunni að deyja úr þorsta. í gær hélt tankskip með 2,5 milljón- ir lítra vatns af stað til borgarinn- ar, en brottfluttir S-Jemenar stóðu að þeim flutningum. Að minnsta kosti 30 manns létust í bardögum í gær um Aden og 150 særðust. Bardagarnir eru hinir hörðustu frá því að stríðið í landinu hófst í byijun maí. Hefur ástandið í Aden versnað mjög að undanförnu vegna vatnsskortsins en hálf milljón manna, sem í borginni er, fær vatn úr 70 brunnum. Þá bætir það ekki úr skák að íbúafjöldi Aden hefur þrefaldast, þar sem fólk úr nágrannabæjum hefur flúið stríðsátök. Óttast Al- þjóða Rauði krossinn að fólk kunni að deyja úr þorsta en mikill hiti er í Jemen, um 40°C.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.