Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Tommi og Jenni
Jæja, Snati, við er- Vá! Ertu viss um að þú sért með Ég er feginn að þú
um tilbúnir að fara! nógan farangur? minntir mig á ... ég
gleymdi keiluspils-
kúlunni minni!
BREF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 091100 • Símbréf 691329
Enn um fatlaða
og fötlun
Frá Helgu Garðarsdóttur:
KOMDU sæll, Jóhann Pétur!
Af sömu ástæðu og þú þakkar
mér í Morgunblaðinu þann 25. júní
sl. fyrir bréf mitt .Hveijir eru fatlað-
ir?“, sem birt var í sama blaði þann
17. júní sl., þakka ég þér fyrir bréf
þitt ,Að vera eða vera ekki fatlað-
ur“.
í bréfi þínu segir þú: ,... að opin
umræða um hugtök á sviði fötlunar
sé af hinu góða og mjög nauðsynleg
til að almenningur og stjórnvöld
geri sér grein fyrir því að fatlaðir
eru í raun það ólíkur hópur að erf-
itt ef ekki ómöguiegt er að skil-
greina þá undir eitt allsheijarhug-
tak“. Við þetta vil ég bæta að
umræðan getur komið öllum fötluð-
um einstaklingum til góða, ef rétt
er haldið á spöðunum, en ef ekki
er hætta á að hún fleyti sumum
áfram á kostnað annarra. í hvaða
farveg umræðan fer skiptir sköp-
um. Eg vil ekki gera lítið úr þeirri
skoðun þinni að spurning sé hvort
hægt sé að nota eitt og sama orðið
um alla fatlaða vegna þess hve fötl-
un er misjöfn, en læt í ljós það álit
mitt að leikur að orðum er síst til
þess fallinn að bæta aðstöðu fatl-
aðra. Það eru mörg dæmi um að
hagsmunafélög hafi flækst í orða-
leik og vona ég að félög fatlaðra
beri gæfu til að feta ekki í spor
þeirra.
Orðið fötlun hefur
margar merkingar
Það er vafalaust hárrétt hjá þér
að fyrir 36 árum, þegar Sjálfsbjörg
var stofnuð, hafi orðið fötlun fyrst
og fremst verið haft um hreyfihöml-
un, en að á ,alþjóðaári fatlaðra“
hafi orðið fengið víðari merkingu,
sem staðfest hafi verið með lögum
um málefni fatlaðra. Þar sem mikið
vatn hefur runnið til sjávar frá því
á ,alþjóðaári fatlaðra" finnst mér
tímabært að í daglegri umræðu
verði lögð áhersla á að með orðinu
fötlun er átt við margs konar frá-
vik frá reglunni, s.s. hreyfihömlun,
lömun, blindu/sjóndepru, heyrnar-
leysi, andleg veikindi o.s.frv. Með
hliðsjón af viðurkenndri merkingu
orðsins fötlun finnst mér rétt að
breyta heiti félags þíns, Jóhann
Pétur, í .Sjálfsbjörg, landssamband
hreyfihamlaðra". En það er ykkar
félaganna að ákveða það. Það er
hins vegar umhugsunarvert hvort
félag sem í heiti sínu segist vera
landssamband fatlaðra eigi ekki að
tala máli allra fatlaðra jafnt.
Þú minnist eðlilega á þá skoðun
mína, sem ég setti fram í fyrr-
nefndu bréfi mínu, að aðalatriði sé
ekki að fólk í hjólastólum geti farið
um húsnæði opinberra stofnana
heldur það að fólkið hafi aðgang
að þjónustu stofnananna. Það kem-
ur mér ekki á óvart að þú skulir í
bréfi þínu ítreka þá skoðun þína
að það sé ,réttur“ allra að geta
farið um allar byggingar í landinu
og læt ég því ógert að karpa við
þig hér um þennan skoðanaágrein-
ing okkar, en tek fram að ég stend
við hvert orð í bréfi mínu .Hveijir
eru fatlaðir?" I því lét ég m.a. í ljós
þá skoðun mína að því fé sem ætl-
að er fötluðu fólki sérstaklega eigi
að veija í annað en breytingar á
gömlum húsum, t.d. Vonarstræti
4, þar sem umhverfisráðuneytið er
til húsa. Aftur á móti finnst mér
sjálfsagt að í byggingum, sem hægt
er að komast inn í og um í hjóla-
stól, sé snyrtiherbergi sem tekur
mið af þörfum manns í hjólastól og
að komið verði fyrir, þar sem hægt
er, brautum fyrir hjólastóla, sbr.
stigar fyrir þá sem þá komast. Þá
vil ég einnig sjá handrið á veggjum
og bekki í sem flestum byggingum
fyrir gangfært en hreyfihamlað fólk
og blinda/sjónskerta. Einnig vil ég
sjá bekki á þeim svæðum sem fólk
er hvatt til að ganga um sér til
heilsubótar, því það geta ekki allir
sest á jörðina eða stóra steina.
Raða þarf verkefnum
í forgangsröð
Um allt land eru svo margar
hindranir sem fatlað fólk mætir að
ekki verður komist hjá því að raða
þeim í forgangsröð; það verður að
vega og meta í hvaða röð á að ráð-
ast gegn þeim. Fólk í hjólastólum
verður að sætta sig við að draumur-
inn um að allar byggingar verði
færar öllum er langtímaverkefni.
Það gengur ekki að stinga höfðinu
í sandinn og segja: Allar byggingar
eiga að vera færar öllum. Því auk
þess að vera rándýrt krefst það
þess að margar byggingar um allt
land verða dæmdar ónothæfar.
Hins vegar kostar lítið sem ekkert
að beijast gegn sumum hindrunun;
hindrunum sem fólk setur sérstak-
lega upp af kvikindisskap og tillits-
leysi. Gegn slíku á að beijast af
hörku, s.s. þeirri óþolandi og óafs-
akanlegu frekju gangfærs fólks að
stöðva/leggja bílum sínum í stæði
sem eru aðeins ætluð fólki í hjóla-
stólum og að stöðva/leggja bílum á
gangstéttum og leiða með því blinda
og sjónskerta í stórhættulega
gildru. Það kostar ekkert fyrir hið
opinbera að útrýma þessu tillits-
leysi, þvert á móti getur það orðið
því tekjulind; a.m.k. sé ég ekkert
því til fyrirstöðu að gengið verði
hart fram í því að innheimta hjá
fólki háar upphæðir fyrir þessi brot,
eins og fyrir það að keyra yfir
gatnamót á rauðu ljósi.
Þótt okkur greini á, Jóhann Pét-
ur, um mikilvægi þess að allar
byggingar séu færar öllum og að
ég andmæli þeim orðum þínum að
það sé ,brot á mannréttindum" fólks
í hjólastólum, að komast ekki inn
í og um allar byggingar, er ég sann-
færð um að þú ert með sammála
um að hafi okkur með bréfaskrifum
okkar tekist að vekja einhveija til
umhugsunar um þau mál sem varða
fatlaða sérstaklega, getum við bæði
vel við unað.
HELGA GARÐARSDÓTTIR,
Bjarnarstíg 6, Reykjavík.
Gagnasafn
Morgnnblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.