Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 5

Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 5 FRÉTTIR Athugasemdir við einkasölu ÁTVR Fjármálaráðuneytið svarar athuga- semdum Eftirlitsstofnunar EFTA í þessari viku EFTIRLITSSTOFNUN EFTA hef- ur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem gerðar eru athugasemdir við fyrirkomulag einkasölu áfengis hér á landi. Stjómvöldum annars staðar á Norðurlöndunum hefur verið sent samskonar bréf. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagði . að athugasemdunum yrði svarað í þessari viku eða næstu. Verslunarráð íslands óskaði á sínum tíma eftir áliti Eftirlitsstofn- unar EFTA á einkasölu áfengis. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Verslunarráðsins, sagði að þetta bréf stofnunarinnar fæli í sér kröfu um afnám einkasölu á inn- flutningi og útflutningi, fram- leiðslu, vörudreifingu og heildsölu áfengis, þar með talin dreifing til bara og veitingahúsa. Hins vegar yrði heimilt að viðhalda áfengisút- sölum með tilteknum skilyrðum. Friðrik segir það ekki rétt, sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum, að bréfið feli í sér formlega niður- stöðu af hálfu Eftirlitsstofnunar EFTA. Hann sagði að stofnunin hefði sent íslenskum stjórnvöldum óformlegt bréf þar sem óskað væri eftir skýringum á vissum hlutum. Bréfið væri trúnaðarmál. Hann sagði að því yrði svarað á næstu dögum. Hann sagði hugsanlegt að Eftirlitsstofnunin léti skýringarnar nægja eða óskaði eftir frekari skýr- ingum. Eins gæti svo farið að stofn- unin gerði formlegar athugasemdir síðar. Breytingar undirbúnar Friðrik sagði að fjármálaráðu- neytið og ÁTVR hefðu verið að ganga frá reglum um hvemig skuli meðhöndla ágreiningsmál sem upp kæmu varðandi sölu áfengis. Hann sagði að ráðuneytið hefði talið að EES-samningurinn kallaði ekki á verulega breytingar á þessari starf- semi. Hann sagðist aftur á móti hafa áhuga á að breyta ýmsu í starfsemi ÁTVR, en það væri þessu bréfi óviðkomandi. Friðrik sagðist vilja afnema einkasölu ÁTVR á tób- aki og eins að gerðar yrðu ákveðn- ar breytingar á sölu áfengis bæði í heildsölu og smásölu. Þegar samningar stóðu yfir um EES-samninginn var einkasala áfengis talsvert til umræðu. Vil- hjálmur sagðist telja að samninga- menn EFTA hefðu gengið alltof bláeygðir frá þessum hluta samn- ingsins. Af hálfu samningamanna ESB hefði alltaf legið fyrir að það gengi ekki upp að haga einkasölu áfengis með óbreyttum hætti. Nú gætu íslensk stjórnvöld ekki skákað í því skjóli að þau vissu ekki betur en þetta væri í lagi. Þau yrðu þegar í stað að fara að undirbúa breyting- ar á ÁTVR. HEILSA MED HEIMSKLUBBI INGÓLFS Hmhvikiii á Ítalín MONTECATINITERME ITOSCANA-HÉRAÐI einn frægasti heilsulindabær evrópu ALLT FRÁ nnri IM '•EINU lista'JÐUgasta og fegurstI hérIS ™s#INns;1 nagrenn, listaborganna flórens, pisa og LUCCA OG BAÐSTAÐARINS VIAREGGIO. Falleg borg og yndislegt umhverfi, trjábrydduð stræti og fagrir garðar. Stutt i listaborgir og sögustaði allt í kring STÓRKOSTLEG AÐSTAÐA TIL HVÍLDAR, HEILSUBÓTAR OG ALHLBA cNDURHÆFINGAR. ORFA SÆTI LAUS 16. júlí. KYNNING: Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri, kynnir staðinn í máli og myndum frá Toscana á nýja ítalska veitingastaðum CARUSO annað kvöld, miðvikudag 6. júlí kl. 20.30 (Hom Bankastrætis og Þingholtsstrætis. KVÖLDVERÐUR á aðeins kr. 990,- fjölrétta pasta- og sjávarréttahlaðborð (kalt og heitt). Matreiðslumeistari Pétur Bogi Hockett. Borðapantanir í síma 627335. Kvöldverður hefst kl. 19.15. I KYNNINGARVERÐ: Vikudvöl á hóteli ásamt flugfari báðar leiðir frá kr. 49.000 með morgunverði kr. 56.700 með hálfu fæði (flugvallarsk. ekki innif.) AUSTURSTRÆT117,4. hæð 101 REYKJAVÍK-SÍMI 620400*FAX 626564 eWhá ttaX Hvað er Kvarg? Nú fá íslenskir neytendur að gæða sér á Kvargi - nýrri, undurgóðri mjólkurafurð! Kvarg er ekki eins og skyr og ekki eins og jógúrt - en eitthvað einstaklega ljúffengt þar á milli. Margir íslendingar þekkja Kvargið erlendis frá en þessi eftirsótta mjólkurafurð er upp- runnin í Mið- og Austur-Evrópu. Mikið hefur verið lagt í þróun Kvargsins hér á landi og hefur sérstök áhersla verið lögð á bragðgæðin og rétta þykkt og áferð. Við erum afar stolt af útkomunni: Kvargið er meiriháttar gott á bragðið og leynir sér ekki að það er unnið úr íslensku úrvals hráefni. Kvarg er til með jarðarberjum, bláberjum og blönduðum ávöxtum og er kjörið á morgnana, í hádeginu og sem ejtirréttur. m ógleymanlega gott MJÓLKURSAMSALAN z Zlu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.