Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 10

Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 10
ÍÖ ÞRIÐJUDAGÚR £. JÚLÍ lé94 AKUREYRI MORGUXBLAÐID Fjörutíu störf yrðu til við breytingar á Kristnesspítala Kostnaðurinn ámilli 170-250 milljónir króna ALLT AÐ 40 störf gætu skapast ef áfonn um breytingar á starfsemi Kristnesspítala verða að veruleika. Áformin byggjast á greinargerð sem starfshópur á vegum Fjórðungs- sjúkrahúsins á Akureyri, sem rekur spítalann, hefur skilað og verið sam- þykkt af stjórn FSA. Búið er að kynna tillögumar fyrir heilbrigðisráðherra og landlækni og kveðst Vignir Sveins- son, framkvæmdastjóri FSA, vera ánægður með viðbrögð þeirra, en nið- urstöðu sé að vænta á næstu vikum. Áformin gera m.a. ráð fyrir því að starfsemi öldrunarlækningadeildar verði hafín á næsta ári í samræmi við samstarfssamning sem gerður var þegar FSA tók yfir starfsemi Krist- nesspítala fyrir um hálfu öðru ári. Opnuð yrði legudeild fyrir einstakl- inga með heilabilun í húsnæði, þar sem áður var eldhús og mötuneyti, og segir Vignir að sú aukning gefi möguleika á flytja öldrunarrými af bráðadeildum FSÁ yfir á Kristnesspít- ala sem sé einnig samkvæmt samn- ingnum. „Við stefnum að því að auka starfsemi endurhæfingardeildar í 19 legurými og 11 dagvistarrými í kjöl- far þess að húsnæði til staifseminnar eykst og við teljum þeirri aukningu best borgið á Akureyri, enda hægt að samnýta endurhæfingarþátt deild- anna að einhveiju marki,“ segir Vign- ir. „Auk þess leggjum við til að athug- aður verði möguleiki á rekstri sjúkra- hótels, til þess að mæta þörfum þeirra sem þurfa ekki sólarhringsumönnun og myndi það auka möguleika deildar- innar og annarra deilda sjúkrahúss- ins.“ Hann kveðst gera ráð fyrir að nokkurn tíma taki að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd, en nú þegar liggi fyrir vilyrði fyrir stofnun öldrunarlækningadeildar í samningi FSA við heilbrigðisráðuneytið, enda sé staðsetning hennar á Ákureyri í samræmi við heilbrigðisáætlun. Vignir segir að áætlaður kostnaður við húsnæðisbreytingar samfara frmkvæmd hugmyndanna, og þar með talin eðlileg endumýjun hús- næðis og innrétting á sundlaug á spítalanum, nemi um 100-150 millj- ónum króna. Kostnaður við fjölgun stöðugilda nemi um 75-90 milljónum króna á ári. Hluti af heildarkostnaði yrði hins vegar greiddur af íjárveit- ingum tii viðhalds auk þess sem reikna megi með fulltingi félagasam- taka á borð við Lions-hreyfinguna vegna sundlaugarinnar. Mikill mývargur er við Mývatn Lélegt fálkavarp Morgunblaðið/Rúnar Þór INGI Yngvason eftirlitsmaður og Árni Einarsson vistfræðingur. FJÖLDI fugla við Mývatn er nú ná- lægt meðaltali miðað við þær rann- sóknir sem Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn hefur gert í þau 20 ár sem hún hefur starfað. Sveiflur eru nokkrar á þessu tímabili að sögn Áma Einarssonar, vistfræðings og starfsmanns við stöðina, og t.d. gæt- ir töluverðrar fækkunar í húsanda- stofninum eða frá um 900 steggjum þegar mest var 1977 og niður í um 480 steggi í ár. Ingi Yngvason, fálka- eftirlitsmaður á Mývatnssvæðinu, segir að ástand fálkans þar sé afar bágt og varp sé nánast ekkert í ár eða aðeins um einn tíundi hluti þess sem það var fyrir fáeinum árum. „Þetta er lélegasta ár með tilliti til fálkavarps sem ég hef séð síðan ég hóf gæslu 1989,“ segir Ingi. Ingi kveðst skella skuldinni af lé- legu fálkavarpi á lítið æti fálkans, ijúpan hafi horfið í vetur þegar fálk- inn var að undirbúa varp. Rjúpan hafí horfíð um sama leyti seinustu ár og kennir hann ofveiði um. „Fálk- inn framfleytir sér á músum og ein- hveijum smáfuglum, sem nægja ekki til að byggja hann upp fyrir varp. Ég vil láta alfriða ijúpuna í nokkur ár og vona að stofninn taki við sér, bæði til að vernda ijúpuna og fálk- ann sem hverfur annars fyrir fullt og allt af þessu aðalsvæði fálkans á landinu, hér í Þingeyjarsýslum," seg- ir Ingi. Hann segir að hjá þeim fálk- um þar sem varp tókst séu fáir ung- ar í hveiju hreiðri, en þeir spjari sig þó sæmilega. Hornasíli í sögulegu lágmarki Árni segir að á sl. tveimur áratug- um hafí toppandarstofninn stækkað og þannig hafi steggjum fjölgað úr um 400 í rúmiega 700 fugla. Stofn straumandarinnar hafi einnig stækk- að mikið eða úr um 50 steggjum í um 200 steggi síðastliðin 6-7 ár. Milli þróunar þessara tegunda sé ekki beint orsakasamhengi, að því kunnugt er, og beri fjölgunina helst að þakka vel heppnuðu varpi fugl- anna og hversu margir ungar kom- ast á legg. Fækkun hafí mest orðið hjá húsöndinni á árunum 1978-1979, þegar átuleysi var áberandi í Mý- vatni og Laxá með þeim afleiðingum að húsöndin yfirgaf svæðið að miklu leyti. Árni segir að fuglar og fiskar í Mývatni séu háðir sömu átunni að mestu og afkoma þeirra velti á henni. „Átuskilyrði fuglsins í ár eru nokk- uð góð, að minnsta kosti hvað varðar mýið, en minna reynir á aðra átu fyrr en seinni hluta júlímánuðar og í ágúst," segir Árni. „Það er talsvert mikið af mýi og aukningin hefur verið mikil frá því að stofninn hrundi að stórum hluta 1989. Annars vegar er um að ræða margar tegundir af rykmýi sem valda litlum óþægindum og hins vegar bitmýið eða mývargur- inn sem er ættaður úr Laxá og er í essinu sínu um þessar mundir og er mikið af honum, ferðafólki til ama.“ Rannsóknarstöðin telur endur og ýmsa aðra vatnafugla við Mývatn tvisvar á ári, auk þess sem aðrir þættir lífríkisins eru athugðir reglu- lega, með t.d. talningu mýflugna og athugun á ástandi silungs. Einnig er hornasílastofninn kannaður og hann ei- nú í sögulegu lágmarki að sögn Árna, en í veiðiátaki 1992 veiddust um 1.300 síli en í ár aðeins 10 síli. Skýringar liggja ekki fyrir á þessu hruni, en skortur á æti er tal- in hugsanleg skýring. Keppt í Tröllaskaga tvíþraut Ólafsfjörður. Morgunblaðið. FERÐAMÁLARÁÐ Ólafs- fjarðar, Skíðadeild Leifturs og björgunarsveitirnar á Ólafs- firði gengust fyrir sérstæðu íþróttamóti um helgina. Efnt var til svonefndrar Trölla- skagatvíþrautar, sem fólst í því að hlaupið og hjólað var frá Dalvík til Ólafsfjarðar. Lagt var upp frá Dalvík og hlaupið gamlan fjallveg, yfir Reykjaheiði, um 13 km leið og síðan hjólaðir 15 km frá Reykjum innst í Ólafsfirði til kaupstaðarins. Þátttakendur í þessari erfiðu þraut voru 10 og báru kunnir íþróttamenn sigur úr býtum; Sigurgeir Svavarssonj skíðagöngumað- ur frá Ólafsfirði, sigraði Tröllaskagatvíþrautina á 2 klukkustundum og 14 mínút- um, en annar varð Ólafur Björnsson, skíðamaður frá Ól- afsfirði, á 2 klukkustundum og 22 mínútum. í kvenna- flokki sigraði Hólmfríður Vala Svavarsdóttir frá Ólafsfirði á tímanum 2 klukkustundir og 45 mínútur. Listasumar ’94 Þriðjudagur 6. júlí. SÖNGVAKA, dagskrá í tali og tónum í umsjá söngvaranna Rósu Kristínar Baldursdóttir og Þórarins Hjartarsonar í kirkju Minjasafnsins kl. 20.30. Grafíksmiðja í umsjón Birgis Snæbjörns Birgissonar í Myndlistarskólanum á Akur- eyri til 10. júlí. SIEMENS IMY ÞVOTTAVEL A NYJU VERÐI! • 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og uil • Vinduhraði 500 - 800 sn./mín. • Tekur mest 4,5 kg • Sparnaðarhnappur (1/2) • Hagkvæmnihnappur (e) • Skolstöðvunarhnappur • Sérstakt ullarkerfi • íslenskir leiðarvísar Og verðið er ótrúlega gott. Siemens þvottavél á aðeins kr. 59.430 stgr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 Viljir þú endingu og gæði- Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur: Ásubúð ísafjörður: Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Sigluhörður: Torgiö Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi Þórshöfn: Norðurraf _ Morgunblaðið/Rúnar Þór STEINGRÍMUR Jónsson, útibússtjóri Hafrannsóknastofnunar á Akureyri, við nýjan rannsóknarbát stofnunarinnar. Hafraimsóknastofnun á Akureyri Nýr bátur gjörbreytir rannsóknaraðstöðu HAFRANNSÓKNASTOFNUN á Ak- ureyri tekur á morgun nýjan rann- sóknarbát í notkun, sem gerbreytir aðstöðu stofnunarinnar þar, að sögn Steingríms Jónssonar, útibússtjóri hennar. Háskóli íslands á Akureyri mun einnig hafa afnot af bátnum, svo og hafnaryfírvöld sem hyggjast nota bátinn til viðgerða og annarra fram- kvæmda. Báturinn er um 10 tonn að stærð og mun fulibúinn kosta rúmar 6 milljónir króna. Rannsóknarbátnum verður gefíð nafn á morgun við sérstaka athöfn, að viðstöddum forstjóra Hafrann- sóknastofnunar, starfsmönnum stofn- unarinnar á Akureyri, hafnarstjóra og fleiri aðilum. Steingrímur segir að bátnum sé aðallega ætlað að stunda rannsóknir á grunnsævi, þar á meðal á fiskistofnum og hafstraumum. Bát- urinn er keyptur fyrir tryggingafé sem fékkst fyrir skólabátinn Mími sem fórst árið 1991 í Homarfirði. Steingrímur kveðst telja að bátur- inn verði nær fullnýttur allt árið með samvinnu þeirra aðila sem að rekstri hans standa, en hafnaiyfírvöld munu m.a. leggja til skipstjóra í rannsóknar- ferðir og sjá um daglega umhirðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.