Morgunblaðið - 05.07.1994, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Verðbólga
lækkar í
Rússlandi
MÁNAÐARLEG verðbólga í
Rússlandi var 4,8% í júní og hef-
ur ekki verið minni síðan verð-
lagning var gefin fijáls í janúar
1992. Lækkaði hún mikið milli
mánaða því í maí var hún 8,1%.
I janúar var verðbólgan 22% en
talið er nú, að hún fari í 2,5-3%
fyrir árslok. Mun þessi þróun ýta
enn frekar undir vaxtalækkanir
en í síðustu viku lækkaði seðla-
bankinn endurfjármögnunarvexti
í 155% úr 170%. Var það fimmta
vaxtalækkunin frá því í apríl.
Fundu leifar
af taugagasi
TALIÐ er, að taugagas hafi
valdið dauða sjö manna í bænum
Matsumoto í Japan í síðustu viku
en ekki er vitað hvernig það
barst út í andrúmsloftið. Um 50
manns voru flutt á spítala með
öndunarerfíðleika. Við rannsókn
fundust leifar af efni, sem líkist
sarin, en það er taugagas, sem
nasistar framleiddu og_ var t.d.
notað í stríðinu milli íraka og
Irana. Fyrrverandi efnasali, sem
varð fyrir eitruninni ásamt öðr-
um, hefur verið yfírheyrður en
hann neitar allri sök.
Ekki samstarf
við PDS
RUDOLF Scharping, leiðtogi
jafnaðarmanna í Þýskalandi,
hefur ekki í hyggju að nýta sér
stuðning lýðræðislegra sósíal-
ista, PDS, arftaka austur-þýskra
kommúnista, til að verða kansl-
ari. Lýsti hann þessu yfir í gær
í framhaldi af því, að jafnaðar-
menn í Sachsen-Anhalt í austur-
hlutanum ætla að mynda þar
minnihlutastjórn með græningj-
um en þurfa að reiða sig á stuðn-
ing PDS á fylkisþinginu. Scharp-
ing sagði, að þetta stjómar-
mynstur myndi hann ekki endur-
taka á landsmælikvarða.
Sósíalistar
verða að selja
ofan af sér
SVO illa er komið frönskum sós-
íalistum, að þeim er nauðugur
einn kostur að selja höfuðstöðvar
flokksins í París og koma sér
fyrir í ódýrara húsnæði. Verða
þær auglýstar á næstunni en
þær eru á vinstri bakka Signu
pg skammt frá franska þinginu.
í kosningunum til Evrópuþings-
ins á dögunum fengu sósíalistar
ekki nema 14,4% atkvæða.
Expo ’96
Hætta
Ungverj-
ar við?
Búdapest. Reuter.
SAMNINGAR hafa verið undir-
ritaðir og gestunum hefur verið
boðið en gestgjafarnir eru samt
að hugsa um að aflýsa veisl-
unni. Hér er átt við heimssýn-
inguna í Búdapest í Ungveija-
landi eftir tvö ár, Expo ’96.
Stuðningsmenn sýningarinnar
segja, að hún muni vekja mikla
athygli á landinu og draga að
sér milljónir ferðamanna en
stjórnvöldum, samsteypustjórn
sósíalista og fijálsra demókrata,
ofbýður kostnaðurinn.
Áætlaður kostnaður við
heimssýninguna er um 35 millj-
arðar ísl. kr. og hafa stjórnvöld
lofað að leggja fram rúmlega
20 milljarða. Hitt átti að koma
frá einkaaðilum og fyrirtækjum
en ólíklegt er, að það standist.
Ævarandi háðung
Stjórnvöld segja, að fénu yrði
betur varið til að örva efnahags-
lífið en stuðningsmenn sýning-
arinnar segja, að það verði best
gert með sýningunni, með þeim
samgöngubótum, sem unnið er
að hennar vegna í Búdapest,
með ferðamannastraumnum og
þeirri kynningu, sem Ungveija-
land og ungversk framleiðsla
muni fá. Auk þess yrði það
landsmönnum til ævarandi háð-
ungar hættu þeir við allt saman.
Valdaránstilraun
afstýrt í Kambódíu
Sonur Sihanouks ætlaði að steypa af stóli hálfbróður sínum
Phnom Penh. Reuter, Daily Telegraph.
STJÓRNVÖLD í Kambódíu komu
í veg fyrir tilraun til valdaráns um
helgina og handtóku samsæris-
mennina. Hefur einum þeirra,
Norodom Chakrapong prinsi og
syni Norodoms Sihanouks kon-
ungs, verið vísað úr landi og er
hann nú í Malasíu.
Aðfararnótt sunnudagsins var
mikill orðrómur um valdarán í
Phnom Penh, höduðborg Kambód-
íu, enda voru þá skriðdrekar á
götunum og hermenn gættu heim-
ila beggja forsætisráðherranna.
Hefur mikil spenna verið í
Kambódíu síðustu daga vegna fyr-
irliggjandi tillögu á þingi, sem
gerir ráð fyrir, að skæruliðasam-
tök Rauðra khmera verði bönnuð
en friðarviðræður þeirra og stjórn-
valda fóru út um þúfur í síðasta
mánuði. Flestir fulltrúar konungs-
íjölskyldunnar í ríkisstjórninni eru
andvígir banninu og segjast ótt-
ast, að það verði til að kynda und-
ir ófriðnum í landinu.
Forsprakkar valdaránstil-
raunarinnar voru þeir Chakrapong
prins og Sin Song, fyrrum innan-
ríkisráðherra, en flokkur þeirra
laut í lægra haldi fyrir flokki kon-
ungssinna í þingkosningunum á
síðasta ári. Var Chakrapong rek-
inn úr landi eins og fyrr segir en
Sin Song var handtekinn. Valda-
ránsliðið, sem ekki taldi nema 200
hermenn, var stöðvað fyrir utan
Phnom Penh og hermennirnir
sendir til búða sinna en foringjarn-
ir handteknir.
Sihanouk konungur, sem er til
meðferðar við krabbameini í Pek-
ing, krafðist þess á sunnudag, að
sonur sinn yrði látinn laus en þá
var hann alls ekki í haldi, heldur
hafði verið vísað úr landi. Þá hót-
aði hann einnig að snúa ekki heim
aftur til Kambódíu ef lögin um
bann við starfsemi Rauðra khmera
yrðu samþykkt. Forsætisráðherra
Kambódíu, Norodom Ranariddh
prins, er einnig sonur Sihanouks
og eru þeir Chakrapong hálfbræð-
ur en svarnir óvinir.
37 fórust er DC-9 þota fórst í Charlotte í Bandaríkjunum
Flugmenn fengu við-
vörun um höggvind
Charlotte. Reuter.
ÞRJÁTÍU OG
SJÖ manns fór-
ust þegar DC-9
þota bandaríska
flugfélagsins
USAir hrapaði í
aðflugi að flug-
vellinum í Char-
lotte í Norður-
Karólínu í
Bandaríkjunum
á laugardags-
kvöld. Tuttugu
lifðu slysið af.
Höggvindur
gæti hafa verið
orsök. slyssins,
en það hefur þó
ekki verið stað-
fest opinberlega.
Mikið þrumu-
veður var þegar
flugvélin fórst.
Hún kom niður í
rjóðri, en rakst síðan á stór tré
og brotnaði.
Meðal þeirra sem lifðu af voru
báðir flugmennirnir. Rætt verður
við þá í dag, en báðir hafa mikla
reynslu af flugi. Bæði hljóðupp-
taka úr flugstjórnarklefa og
„svarti kassinn“, sem skráir upp-
lýsingar um flugið, hafa fundist í
flakinu og verða
send til Was-
hington til at-
hugunar.
Vitað er að
flugmennirnir
fengu viðvörun
um hættu á
höggvindi
skömmu áður en
vélin hrapaði.
Höggvindur er
staðbundin
breyting á vind-
átt, þannig að
flugvél sem er í
aðflugi á móti
vindi lendir
skyndilega í
meðvindi, með
þeim afleiðing-
um að dregur úr
hraða lofts yfir
vængina og
lyftikraftur tapast.
Stjórnandi rannsóknar á orsök-
um slyssins vildi ekki staðfesta að
höggvindur hefði valdið slysinu.
„Flugmenn eru æfðir í að varast
og bregðast við slíkum aðstæð-
um,“ sagði hann. „Ég vil ekki
segja að höggvindur hafi verið
orsök slyssins.“
Björgunarmenn skoða flak
þotunnar í Charlotte í gær.
LOUIS Freeh, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI
(t.h.), og Alexej Iljúshenko, starfandi ríkissaksóknari Rússlands.
FBI opnar úti-
bú í Moskvu
VILTU VíKKA SJÓNÞEILDARHRINGINN?
>1FS Á ÍSL4NDI
Alþjóðleg fræðsla og samskipti
Þú hefur tækifæri til að
eignast nýjan fjölskyldumeðlim.
Við óskum eftir fjölskyldum fyrir
skiptinema, á aldrinum 16—19
ára, frá miðjum ágúst '94 til
byrjun júlí '95.
Hvort sem fjölskyldan er stór
eða lítil, með ungbörn, unglinga
eða engin börn, þá hefur hún
möguleika á að hýsa erlendan
skiptinema.
Nánari upplýsingar á skrifstofu
AFS á íslandi, Laugavegi 59,
3. hæð, sími 91-25450.
Moskvu. The Daily TelegTaph.
BANDARÍSKA alríkislögreglan
FBI opnaði í gær útibú í Moskvu
sem ætlað er að afla upplýsinga
um rússneska glæpamenn sem
starfa í Bandaríkjunum og veita
rússneskum yfírvöldum upplýs-
ingar um tilraunir glæpamanna til
að kaupa rússnesk kjarnavopn.
Louis Freeh, yfírmaður FBI,
opnaði útibúið, en hann er á ferð
um átta ríki í Áustur- og Mið-Evr-
ópu til að ræða við þarlenda ráða-
menn um hvernig beijast eigi gegn
skipulögðum glæpahópum sem
hann segir „mestu ógnina við ör-
yggi Bandaríkjanna til lengri tíma
litið“.
Freeh hyggst ræða við yfirmenn
rússnesku lögreglunnar og Sergej
Stepashín, yfirmann gagnnjósna-
deildar leyniþjónustunnar.
„Höfuðmarkmiðið með fundum
okkar næstu daga er að tryggja
að starfsemi okkar verði skipu-
legri en skipulögðu glæpasamtak-
anna sem við beijumst gegn,“
sagði Freeh við komuna til
Moskvu.
Freeh gladdi gestgjafa sína með
því að lýsa yfir stuðningi við um-
deilda tilskipun Borís Jeltsíns
Rússlandsforseta, sem heimilar
lögreglunni að hafa meinta glæpa-
menn í haldi í 30 daga án þess
að ákæra þá og kanna bankareikn-
inga ættingja þeirra. Hvort
tveggja brýtur í bága við nýja
stjórnarskrá landsins. Þegar Freeh
var spurður um tilskipunina sagði
hann að í sögu Bandaríkjanna
væru dæmi um að stjórnvöld hefðu
beitt hermönnum og numið lög úr
gildi til að koma á lögum og reglu.
Rússnesk yfírvöld eru óánægð
með yfirlýsingar Freehs um ógn-
ina sem Bandaríkjunum stafi af
rússneskum glæpamönnum og
kjarnavopnum og búist er við að
Stepashín biðji hann að færa rök
fyrir staðhæfingum sínum.