Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 31
FRETTIR
Alþjóðlegt
sumarnám-
skeið í íslensku
ALÞJÓÐLEGT sumarnámskeið í ís-
lensku verður haldið í Háskóla ís-
lands dagana 4. til 29. júlí. Heim-
spekideild Háskólans og Stofnun
Sigurðar Nordals gangast fyrir nám-
skeiðinu. Þetta er áttunda sumarið
sem slík námskeið eru haldin og í
sjötta skiptið sem Stofnun Sigurðar
Nordal annast framkvæmd þess.
Námskeiðið sækja að þessu sinni
35 stúdentar frá 13 löndum, flestir
þó frá Þýskalandi og Bandaríkjun-
um, en þeir sem koma lengst að eru
frá Ástralíu, Hong Kong og Japan.
Nemendunum er skipt í tvo hópa
eftir því hvar þeir standa í íslenskun-
áminu en sumir hafa þegar lagt
stund á íslensku heima fyrir. Auk
íslenskunámskeiðsins er fyrirlestur
um ísland, sögu íslendinga og menn-
ingu, heimsækja Alþingi og skoða
söfn og sýningar. Nemendur fara í
ferðir um söguslóðir á Vestur- og
Suðurlandi.
Morgunblaðið/Sverrir
MIKIÐ var um að vera á Laugaveginum á laugardaginn og veðrið einstaklega gott.
Mannfjöldi á löngnm laugardegi
MIKILL fjöldi fólks kom á Laugaveginn síðastlið-
inn laugardag þegar verslanirnar við götuna stóðu
fyrir svokölluðum löngum laugardegi. Bárður
Agústsson hjá Laugavegssamtökunum segist sjald-
an hafa séð jafn marga saman komna á Laugaveg-
inum á versiunardegi, vart hafi verið hægt að
þverfóta fyrir fólki, veðrið hafi verið einstakt og
mikil stemmning ríkt.
Námskeið RKÍ
í skyndihjálp
NÚ FER í hönd sá tími sem fólk
notar gjarnan til ferðalaga. Því
gengst Reykjavíkurdeild RKÍ fyrir
námskeiði í skyndihjálp þar sem
sérstaklega verður farið yfir ýmis-
legt sem varðar slys á ferðalögum.
Námskeiðið hefst miðvikudaginn
6. júlí og verða kennsludagar 6.,
7., 11., 12. og 13. júlí. Námskeiðið
telst vera 20 kennslustundir og
verður haldið í Fákafeni 11. Þátt-
taka er heimil öllum 15 ára og eldri.
Þeir sem hafa áhuga á að kom-
ast á þetta námskeið geta skráð sig
í síma 688188 frá kl. 8-16. Nám-
skeiðsgjald er 4000 kr. og fá skuld-
lausir félagar í RKÍ 50% afslátt.
Hægt verður að ganga í félagið á
staðnum og fá nemendur í fram-
haldsskólum og háskólum 50% af-
slátt gegn framvísun skólaskír-
teina.
Önnur námskeið sem eru haldin
hjá Reykajvíkurdeildinni eru um
áfallahjálp og það hvernig á að taka
á móti þyrlu á slyssstað.
RAÐAOGÍ YSINGAR
Til leigu verslunarpláss
ca 70 fm í verslunarsamstæðunni Fjarðar-
torgi, Reykjavíkurvegi 50.
Upplýsingar í símum 51400 og 50902.
Skrifstofu-/iðnaðarhúsnæði
Til leigu á miðbæjarsvæði Hafnarfjarðar skrif-
stofu- og iðnaðarhúsnæði. Ýmsir stærðar-
möguleikar koma til greina. Húsnæðið getur
verið laust mjög fljótlega.
Upplýsingar eru veittar í símum 650070 og
652900.
HUSEIGENDUR
HÚSFÉLÖG
ÞARF AÐ GERA VIÐ I SUMAR?
VANTAR FAGLEGAN VERKTAKA?
í Viðgerðadeild Samtaka iðnaðarins
eru aðeins viðurkennd og sérhæfð
fyrirtæki með mikla reynslu.
Leitið upplýsinga í síma 16010 og
fáið sendan lista yfir trausta
<2)
viðgerðaverktaka.
SAMTÖK
IÐNAÐARINS
Lokað vegna sumarleyfa
Endurskoðunarskrifstofa Björns
E. Árnasonar, Sætúni 8, verður
lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks
4.-25. júlí.
KIPULAG RÍKISINS
Mat á umhverfisáhrifum
Frumathugun á Vesturlandsvegi
um Hvalfjörð
Samkvæmt lögum nr. 63/1993, um mat á
umhverfisáhrifum, er hér kynnt fyrirhuguð
vegaframkvæmd á Vesturlandsvegi um Hval-
fjörð.
Tilkynningin nær til tengingar frá núverandi
vegi sunnan fjarðar við Saurbæ, um göng
undir Hvalfjörð milli Saurbæjar og Innra-
Hólms ásamt tengingum, til Akraness til
vesturs og austurs með Akrafjalli um Grund-
artanga á Vesturlandsveg við Laxá í Leirár-
sveit.
Tillaga að þessari framkvæmd og mat á
umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til
kynningar frá 5. júlí til 9. ágúst 1994 á eftir-
töldum stöðum: Skrifstofu Kjalarneshrepps
frá kl. 8.30 til 12.30 alla virka daga. Félags-
heimilinu Miðgarði Innri-Akraneshreppi,
þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.00 til
17.00. Hjá oddvita Skilmannahrepps, Hvíta-
nesi, eftir umtali. Skipulagi ríkisins, Lauga-
vegi 166, Reykjavík, frá kl. 8.00 til 16.00 alla
virka daga.
Athugasemdum við þessa framkvæmd, ef
einhverjar eru, skal skila skriflega til Skipu-
lags ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík,
fyrir 9. ágúst nk. Þar fást ennfremur nánari
upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.
Skipulagsstjóri ríkisins.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Bogaslóð 19, þingl. eig. Gos, trésmiðja, geröarbeiðendur Gjald-
heimta Austurlands, Iðnlánasjóður, Sveinn Sighvatsson, Hafnarbraut
1, 780 Höfn og sýslumaðurinn á Höfn, 11. júlí 1994 k I. 14.00.
Hlíðartún 15, þingl. eig. Ómar Anotnsson, gerðarbeiðandi Gjald-
heimta Austurlands, 11. júlí 1994 kl. 15.00.
Sýslumaðurinn á Höfn,
4. júlí 1994.
HITA- OG VATNSVEITA
m AKUREYRAR
ÚTBOÐ
Hita- og vatnsveita Akureyrar óskar tilboða
í uppsetningu búnaðar í dælustöð á Lauga-
landi, Þelamörk, dælustöð í Efnaverksmiðj-
unni Sjöfn og í kyndistöð í Mjólkursamlagi
KEA við Súluveg. Innifalið í verkinu er einnig
lagning einangraðra röra í jörð á Laugalandi
og við Súluveg, samtals u.þ.b. 750 metrar,
þar af u.þ.b. 490 metrar af 175 mm röri og
u.þ.b. 260 metrar af 70-100 mm röri. Verk-
tími er 21. júlí til 30. september 1994.
Útboðsgögn eru afhent hjá V.N. Hofsbót 4,
Akureyri, frá og með 5. júlí nk. gegn 10.000
kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrif-
stofu HVA, Rangárvöllum, Akureyri, fyrir
kl. 11.00 fimmtudaginn 14. júlí 1994.
Tilboð verða opnuð þar klukkan 11.00 þann
sama dag, að viðstöddum þeim bjóðendum,
er þess óska.
auglýsingar
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533
Miðvikudagur 6. júlí:
Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð.
Verð kr. 2.700, 'h gjald fyrir
börn frá 7 ára. Ath.: Dvöl í Þórs-
mörk er á hagstæðu verði!
Kl. 20.00 Búrfellsgjá - Búrfell.
Létt kvöldganga. Búrfell er um
7,5 km aust-suðaustur frá Hafn-
arfirði. Verð kr. 600.
Laugardagur9. júlí:
Kl. 8.00 Hekla. Verð kr. 2.300.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin og Mörkinni 6.
Helgarferðir 8.-10. júlí:
Kl. 20.00 Yfir Fimmvörðuháls.
Kl. 20.00 Þórsmörk. Gist í báð-
um ferðum í Skagfjörðs-
skála/Langadal.
9.-10. júlí:
Kl. 8.00 Hvítárnes - Karlsdrátt-
ur, bátsferð. Gist í sæluhúsi F.í.
í Hvítárnesi.
Sumarleyfisferðir:
9.-16. júlí (8 dagar):
Yflr Vatnajökul á skíðum.
Gist á Skálafellsjökli fyrstu nótt-
ina. Á næstu dögum gengið yfir
aö Goðheimum á Goðahnúk og
þaðan niður að Snæfelli. Flogið
til baka frá Egilsstöðum. Ferð
fyrir þjálfað skíðagöngufólk.
16.-20. júlí (5 dagar)::
Suðurflrðir.
Gist að Stafafelli og Smyrla-
björgum. Leiðin liggur um fjöl-
breytt landslag austan við Höfn,
Lón og Suðurfirðina ásamt döl-
um, s.s. Flugustaðadal, Hofsdal
og Múladal.
Upplýsingar á skrifstofu F.i.
Ferðafélag (slands.
UTIVIST
Hallveigarstig 1 • simi 614330
Helgarferðir 8.-10. júlí
Básar á Goðalandi
Skipulagðar gönguferðir með
fararstjóra. Góð gistiaðstaða í
skála eða tjöldum.
Fararstjóri Margrét Björnsdóttir.
Helgarferð 9.-10. júlí
Fimmvörðuháls:
Fullbókað er í ferðina.
Fararstjóri Gunnar Gunnarsson.
Upplýsingar og miðasala á
skrifstofu Útivistar.
Útivist.