Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 15 Reuter Afram með synmgxma ÞAÐ er ekki efnilegt þegar aðal- barítónsöngvarinn forfallast á frumsýningarkvöldi og stað- gengill hans er hvergi nærri en það eru gömul sannindi, að sýn- ingin verður að halda áfram á hverju sem gengur. Sl. laugar- dagskvöld veiktist söngvarinn Anthony Michaels-Moore eftir fyrsta þátt á sýningu á Manon eftir Jules Massenet í Konung- legu óperunni í London og það var engan staðgengil að fínr.a. Það varð því úr, að hljómsveitar- stjórinn, David Syrus, söng hlut- verkið til hliðar við sviðið en framleiðandinn, Stuart Maund- er, fór með látbragðið á sviðinu. Tókst þetta eftir atvikum vel og enginn frumsýningargesta krafðist endurgreiðslu, rúmlega 10.000 kr. 12. morð- ákæran BRESKI fjöldamorðinginn Frederick West hefur verið kærður fyrir 12. morðið, á 18 ára gamalli, ófrískri stúlku árið 1967. Eiginkona Wests, Rose- mary, er sökuð um aðild að níu morðanna. Skattheimtan í Bret- landi hefur varað fólk, sem býr í næsta nágrenni við „Hryllings- hús“ þeirra West-hjónanna, við að gefa ekki upp þær tekjur, sem það hefur haft af blaða- mönnum og öðrum, en algengt er, að nálæg hús og garðar séu notuð vegna myndatöku. Aöur kr. 384- Aðurkr. 1.519■ Garðúðarar á sumartílboði meðan birgðir endast TURBOSPIKE með úðun í allt að 13 metra hring, stungið í grasið, verð áður 384- nú aðeins 200- IMPACT FS með úðun í allt að 28 metra hring, verð áður 1.519- nú aðeins 990- Verslun athafnamannsins frá 1916 Q ELLINGSE Grandagaröi 2, Reykjavík, sími 28855, grænt númer 99-6288. Mitterrand í Suður- • Afríku FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, varð fyrstur er- lendra þjóðhöfðingja til að ávarpa hið nýja þing Suður- Afríku en hann kom í opinbera hmsókn til landsins í gær. Sagði hann í ræðu sinni, að Frakkar myndu standa við hlið Suður- Afríkumanna í baráttu þeirra ( fyrir bjartari framtíð. Búist var | við, að Mitterrand myndi'skýra fra efnahagsaðstoð Frakka við Suður-Afríku í heimsókninni. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal suður-afrískra embættis- manna í garð franskra starfs- bræðra sinna, sem þeir segja vera hrokafulla. Haft var eftir einum aðstoðarmanna Mandel- | as: „Þeir sögðu við okkur, þið | kunnið ekki að skipuleggja op- I inbera heimsókn, svo að við ' skulum bara gera það fyrir ykkur.“ Hér ávarpar Mitterr- and suður-afríska þingið en Nelson Mandela, forseti Suður- Afríku, hlýðir á. þú hekktl ' I D^-7' / 't fóikið... Urvnnum - ávallt skammt undan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.