Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Úr fórum fyrri aldar
BOKMENNTIR
Sálmar og kvæði
BJÖRN HALLDÓRSSON
f LAUFÁSI: LJÓÐMÆLI
BoIIi Gústavsson annaðist útg.
290 bls. Skálholtsútgáfan. 1994.
Verðkr. 2.490.
BÓK ÞESSI hefst á langri og
ítarlegri ritgerð eftir séra Bolla
Gústavsson þar sem hann lýsir
prestinum, skáldinu og manninum
Birni Halldórssyni í Laufási. Við
kynnumst geðríkum manni og til-
finninganæmum sem fann sárt til
í stormum sinna tíða. Bjöm Hall-
dórsson orti mergjuð
ádeilukvæði þar sem
skeytum var beint að
pólitískum andstæð-
ingum. Ekki var sá
kveðskapur skáldinu
til sóma. En skáldið
hafði sér til afbötunar
að slíkt var þá lenska.
í bréfum til vina og
samheija, þar sem
ástand og horfur í
landsmálunum voru
jafnan rædd af hrein-
skilni, var Björn Hall-
dórsson skorinorður,
stundum óbilgjam og
meinlegur. Sennilega
Björn Halldórsson
í Laufási.
hefði hann notið sín á
Ijölmiðlaöld. En hann
var jafnframt trú-
hneigður; aðhylltist
síns tíma rétttrúnað
og mátti sem slíkur
glíma við marga mót-
sögn í skapgerð sinni.
Framan af ævi sótti
oft að honum þung-
lyndi, hugsanlega
vegna þess að hann
hefur ekki talið sig fá
út úr lífinu það sem
hann dreymdi um í
æsku. Þrátt fyrir það
gerðist hann með tím-
anum vinsæll maður
AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AE
eru mjög sparneytnar auk þess áb vera sterkar og fallegar.
Þær eru meö lós og inniljósí og einkar auðveldar í þrifum.
EL 61 ▲
RÚMMÁL 576 litrar
Hæ& 87 em
Breidd 170 cm
Dýpt 73 cm
Verö kr. STGR.
66.783,-
BRÆÐURNIR
©JORMSSONHF
Lágmúla 8, Sími 38820
Umbo&smenn um land allt
AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AÉG AEG AEG AEG AEG AEG AEG '
og virtur. Við búsýslu og í prests-
embætti fékk hann notið sinna
ótvíræðu mannkosta. Hann hefur
átt auðvelt með að umgangast
fólk, börn og unglinga jafnt sem
aðra; hefur vafalaust verið léttari
í máli dagsdaglega en í bréfum
sínum og ádeilukveðskap. Nota-
legt og gamansamt er t.d. kvæði
sem hann orti um heimafólk sitt
í Laufási og skrásett hefur verið
eftir munnlegri geymd. Svipað má
segja um sum tækifæriskvæði
hans.
Björn Halldórsson var virtur
kennimaður. Fólk kunni að meta
efnismiklar og áheyrilegar stól-
ræður í fábreytninni á fyrri öld.
En best hefur hann notið sín sem
sálmaskáld. Þar bauðst honum líka
einstakt tækifæri til að koma
þeirri grein kveðskapar síns á
framfæri þegar hann var — ásamt
fremstu samtímaskáldum — skip-
aður í nefnd til að taka saman
efni í sálmabók þá sem út kom
1886. Sú bók markaði þáttaskil í
íslenskum sálmakveðskap.
Allt um það verður Björn Hall-
dórsson ekki talinn til höfuðskálda
19. aldar. Til þess má hann hafa
skort hvort tveggja, metnað og
einbeiting. Umsjónarmaður útgáf-
unnar getur þess í eftirmála að
hvergi verði séð af sendibréfum
skáldsins »að honum hafí nokkru
sinni komið til hugar að gefa út
ljóð sín«. Það sýnir að prófasturinn
í Laufási hefur lagt rétt mat á
kveðskap sinn. Heildarútgáfa
kvæða hans nú er þó fyllilega rétt-
mæt þar sem séra Björn var í tölu
þeirra kennimanna sem settu svip
á samtíð sína, auk þess sem hann
var sannarlega metinn að verðleik-
um sem eitt af sálmaskáldum 19.
aldar.
Erlendur Jónsson
Suðræn hrynsósa
TONLIST
Salsasvcifla
MILLJÓN Á MANN
Milljón á mann með Páli Óskari
Hjálmtýssyni og Milljónamæringun-
um; Steingrími Guðmundssyni, Ast-
valdi Traustasyni, Birgi Bragasyni,
Jóni Björgvinssyni og Sigurði Jóns-
syni. Smekkleysa gefur út. 49,17
minútur. 1.990 kr.
Á SÍÐASTA ári má segja að Sig-
tryggur Baldursson, sem kom fram
jundir nafninu Bogomil Font, og Millj-
ónamæringar hans hafi tekið Island
með áhlaupi, því á skömmum tíma
varð hljómsveitin vinsælasta ballsveit
landsins og plata hennar, Ekki þessi
leiðindi, metsöluplata sumarsins og
reyndar með söluhæstu plötum ársins.
Bogomil og Milljónamæringamir léku
suðræna danstónlist; mambóa, tangóa,
tsja, tsja, tsja og álíka og áður en
varði var engin hljómsveit gjaldgeng
nema hún gæti hrist fram úr erminni
svo sem einn mambó eða svo.
Bogomil sagði skilið við sveitjna á
hátindi frægðarinnar og flutti vestur
um haf, en maður kom í manns stað,
Páll Óskar Hjálmtýsson tók við hljóð-
nemanum og eftir smá æfingahlé
tóku Milljónamæringarnir upp þráð-
inn af sama kappi. Fyrir skemmstu
kom svo út önnur plata sveitarinnar,
Milljón á mann.
Tónlistin á Milljón á mann er öllu
suðrænni en á fyrri plötu Milljóna-
mæringanna og minna ber á ís-
lenskri mambóhefð. Ólíkt fyrri plöt-
unni er sú nýja tekin upp í hljóð-
veri, sem þýðir að hljóðhnökrar
fínnast vart, aukinheldur sem hljóð-
færaleikur allur nýtur sín betur. í
Milljónamæringunum er og valinn
maður í hverju rúmi, Astvaldur
Traustason á smekklega píanófrasa,
sérstaklega á hann góðan leik í Qu-
ando, quando, Sigurður Jónsson er
allstaðar með frábær saxófóninn-
skot, Birgir Bragason á stórleik á
bassann, til að mynda eftirminnileg-
an spunakafla í laginu Moliendo café,
og slagverkið er í traustum höndum
Steingríms Guðmundssonar og Jóns
Björgvinssonar, og má vekja sér-
staka athygli á framlagi Steingríms
í jassskotnasta lagi plötunnar,
L.O.V.E. Páll Óskar er svo kapítuli
út af fyrir sig, en hann sýnir víða á
plötunni hve fjölhæfur og smekkleg-
ur söngvari hann er. Flestir þekkja
upphafslag plötunnar, Negro José,
sem mikið hefur verið spilað í út-
varpi og hann fer vel með, en einnig
er Look of Love vel sungið, þó sveiflu
vanti í útsetninguna, E1 africano er
gott og Something Stupid er ein af
perlum plötunnar; skemmtilega út-
sett og spilað og Páll og Bogomil
fara frábærlega með sönginn. Loka-
lag plötunnar, Sabor a mi, er líklega
best og flytur Páll það af innblásinni
tilfínningu. Masó tangó er aftur á
móti illa heppnað iag og Páll hnýtur
víða um söngtextann sem ekki er
vel settur saman. I’U Never Fall in
Love Again er heldur ekki nógu vel
heppnað. Að öðru leyti er platan
bráðskemmtileg og rólegu lögin á
henni gera hana skemmtilegri
áheyrnar en ella hafði orðið, því þó
suðrænn salsatakur sé vel til þess
fallinn að vekja gleði og kveikja
dansáhuga, er gott að kasta mæð-
inni á milli.
Árni Matthíasson
ÞU ÞARFT EKKI KASKO
EF ÞÚ KAUPIR ASKO!
Sænsku ASKO þvottavélarnar frá FÖNIX eru trygging þín fyrir
tandurhreinum þvotti, ítrustu sparneytni og sannkallaðri
maraþonendingu.
ASKO-DAGAR í FÖNIX
VERULEG VERÐLÆKKUN Á 8 GERÐUM ASKO ÞVOTTAVÉLA
ASKO framhl. ytralok stillanl. Verð Verð nú aðeins:
gerð topphl. tauborð vinduhr. áður: m/afb. staðgr.
10504 framhl. 800/1000 74.180 69.980 64.990
10524 framhl. 800/1200 81.700 75.250 69.980
10624 framhl. tauborð 800/1200 85.990 79.980 74.380
11004 framhl. 900/1400 94.600 89.200 82.960
12004 framhl. tauborð 900/1400 97.840 92.400 85.930
20004 framhl. tauborð 600-1500 119.980 113.900 105.930
14004 topphl. 800/1000 80.640 75.250 69.980
16004 topphl. 900/1400 90.960 85.980 79.960
ASKO
fyrsta
flokks
frá iii«á
Verðið hefur sjaldan verið
hagstæðara. Láttu þetta kostaboð
þér ekki úr greipum ganga.
Veldu ASKO - gæðanna og
verðsins vegna.
/FOnix
HATUNI6A REYKJAVlK SÍMI (91)24420
9
I
i
I
i
i
(
I
i
I