Morgunblaðið - 05.07.1994, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 05.07.1994, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM FOLK > Tori Amos fær hugsj ónaverðlaun ►TORI Amos tók við hugsjónaverðlaunum frá athvarfi fyrir fórnarlömb nauðgana í Washington. Það var fyrir lagið „Me And A Gun“ þar sem hún rifjar upp sína eig- in reynslu sem fórnarlamb nauðgunar. í tilefni af þessu gaf athvarfið út yfirlýsingu sem hljóðaði þannig: „Það er lifandi, tilfinningaþrungið og ofbeldiskennt lag sem snertir strengi í öllum sem á það hlýða. Sérstaklega því unga fólki sem einnig hefur orðið fyrir kynferðislegu JPofbeldi. Lagið hefur boðskap sem hjálpar til við að græða sárin.“ Richard Gere eins og hann lítur venjulega út. Richard Gere kastað á dyr ►RICHARD Gere var kastað út úr verslun í miðborg Lundúna þegar hann ætlaði að kaupa sér skó. Astæðan var sú að af- greiðslufólk verslunarinnar hélt að hann væri umrenningur. Tök- ur standa nú yfir á kvikmynd- inni „Last Knight" og leikur Gere Sir Lancelot. Hann hefur þurft að safna hári og skeggi fyrir hlutverk sitt og er óþekkj- anlegur. Sue hét afgreiðslustúlk- an sem kastaði honum á dyr og hún skildi mistök sín þegar Gere yfirgaf búðina brosandi og steig upp í lúxusbifreið sína sem beið fyrir utan. Hún var alveg miður sín: „Það er ótrúlegt að ég skuli hafa komið honum til að fara á þennan hátt.“ Jodie Foster heldur upp á Holly Hunter JODIE Foster var spurð að því hver væri hennar eftirlætis leikari og svaraði því til að það væri leik- konan Holly Hunter (Píanóið). „Ég elska gamanleikstíl hennar og hún leikur alvarleg hlutverk afbragðs vel.“ í sama viðtali sagðist hún ekki þola að safna upp drasli. Henni hefði því brugðið þegar hún hefði litið inn í fataskápinn sinn nýlega og séð að hann var yfir- fullur af fötum. „Ég hef aldrei viljað vera ein af þeim konum sem eiga alltof mikið af fötum. Núna er ég sjálf orðin svoleiðis. Ég gef mikið af fötum frá mér um þessar mundir.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞAKKA þér fyrir hringinn! Jón Guðmundsson, til vinstri, og Þórður Arason virðast vel sáttir við frammistöðuna eftir að hafa leikið saman einn hring. SIGRÚN Oddsdóttir púttar á mótinu á Miklatúnsvelli. Kraftur í starfsemi Púttklúbbs Ness MIKILL kraftur er í starfsemi Pútt- klúbbs Ness, og fór Vormót klúbbs- ins fram á Miklatúnsvelli við Kjar- valsstaði í síðustu viku. Það var 5. júlí 1989 að Vilhjálmur Halldórsson stofnaði klúbbinn, og því er fimm ára afmælið einmitt í dag. Eldri borgarar hafa sýnt púttinu mikinn áhuga, bæði í höfuðborginni, á Sel- tjarnarnesi og á Suðurnesjum, en Vilhjálmur hefur komið starfsemi af stað á öllum þessum stöðum. Það var sól og blíða er um 40 eldri borgarar komu saman við Kjarválsstaði í síðustu viku til keppni. „Ég held þetta sé annar besti völlurinn sem ég hef spilað á. Hann er svo skemmtilega vitlaus," sagði Vilhjálmur; „flatirnar halla, þannig að það er erfitt að spila völl- inn, og við það verður hann mun skemmtilegri en ella. Þetta er fyrsta klassa völlur.“ Vilhjálmur sigraði í eldri flokki karla á vormótinu á 73 höggum, Vernert Teslnew fór á 79 og Sigurð- ur J. Björnsson á 81. Karl Sölvason og Ágúst Friðjónsson léku best í yngri karlaflokki, á 77 höggum, en Karl sigraði í bráðabana. Bergþór Jónsson varð þriðji á 78. í kvenna- flokki sigraði Þorbjörg Jónsdóttir á 77 höggum, Guðríður Jónsdóttir varð önnur á 78 og Inga Ingvars- dóttir þriðja á 79. Þess má geta að félagar í Pútt- klúbbi Suðurnesja komu til Reykja- víkur og stjómuðu mótinu. Vildi Vilhálmur koma bestu þökkum á framfæri til þeirra fyrir hjálpina. HASKOLABIO SÍMl 22140 Háskólabíó Síðasta sýningarvika á Lista Schindlers. Leikstjóri Steven Spielberg. Hneykslismál Gazza barði eig- inkonu sína FÓTBOLTASTJARNAN Paul Cascoigne, sem gengur undir nafninu Gazza, viðurkenndi í bresku dagblaði að hafa barið fyrrverandi eigin- konu sína, fyrirsætuna Sheryl Kyle, í þau tvö ár sem hjónband þeirra stóð yfir. Hann segist hafa gert það ítrekað í afbrýðikasti: „Eg barði hana vegna þess að mér fannst hún ekki veita mér nógu mikla athygli og dró þá ályktun af því að hún elskaði mig ekki.“ Gazza lýsti því í viðtalinu hvernig hann hefði gripið um höfuð hennar og barið því í vegginn. „Þegar ég sá áverkana daginn eftir trúði ég varla hvað ég hafði gert henni. Síðan gerði ég það aftur.“ Hann sagði að hún hefði stífnað upp af hræðslu í hvert skipti sem hann reiddist. Gazza og Sheryl eiga tvö börn saman. Fréttinni var slegið upp á forsíðu dagblaðsins og náði yfir fimm síður. Hann segist þó ekki sjá eftir að hafa sagt frá barsmíðunum: „Ég er búinn að létta á mér. Núna vil ég að við séum látin í friði og einkalíf okkar sé virt.“ GAZZA á leið í heimsókn til Sheryl daginn sem að fréttin birtist í breskum fjölmiðlum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.