Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skipstjórar loðnuskipanna beðnir að hægja á veiðunum
V er ksmiðj urnar
hafa ekki undan
í bræðslunni
Morgunblaðið/Helgi Ólafsson
REYKUR er farinn að liðast upp frá strompi fiskimjölsverk-
smiðju SR-mjöls á Raufarhöfn.
LOÐNUVERKSMIÐJURNAR á
Norður- og Austurlandi hafa ekki
undan að vinna úr hráefninu sem
berst á land. Verksmiðja SR-mjöls
á Siglufirði hefur beint því til loðnu-
skipanna að hægja á veiðunum.
Um 23 skip eru nú á loðnuveiðum.
Aðalveiðisvæðið er um 120 mílur
norður af Siglufirði. Loðnan stefnir
norður og er gert ráð fyrir að hún
fari inn í grænlenska lögsögu.
Loðnuveiðin hefur gengið vel
þessa fyrstu daga. Ekki liggur fyr-
ir hvað mikill afli er kominn á land.
Verksmiðjurnar á Norður- og Aust-
urlandi hafa ekki undan. Verk-
smiðjumar á Bolungarvík og Þórs-
höfn hafa enn ekki hafið bræðslu
og á það sinn þátt í því að menn
þurfa að hægja á veiðunum. Tíu
loðnuverksmiðjur em komnar í
gang.
Húnaröst RE 550 varð fyrst
loðnuskipa til að landa á þessari
vertíð er skipið landaði um 740
tonnum á Raufarhöfn. Rúmlega
4.000 tonn af loðnu eru komin á
land á Raufarhöfn. Á eftir Húna-
röst kom svo hver báturinn í kjölfar
annars; Bergur VE, Dagfari ÞH,
Faxi RE, Gullberg VE og ísleifur
VE.
Loðnan full af átu
Fyrsta loðnan, sem landað var á
Siglufirði, kom þangað laust fyrir
miðnætti síðastliðinn laugardag.
Það var Víkingur AK 100 sem land-
aði rúmlega 700 tonnum. Að sögn
Þórðar Jónssonar, rekstrarstjóra
SR-mjöls á Siglufirði, er loðnan eins
og við er að búast á þessum árstíma
full af átu. Hann sagði því nauðsyn-
legt að koma henni sem allra fyrst
í bræðslu svo að hún skemmist
ekki. Geymsluþol loðnunnar er 4-5
sólarhringar.
Víkingur landaði fyrstu loðnunni
á Akranesi í gær, alls um 1.100
tonnum. Fiskimjölsverksmiðja Har-
aldar Böðvarssonar hf. verður
gangsett í dag. Sveinn Sturlaugs-
son, útgerðarstjóri, sagðist gera ráð
fyrir að nærri þrjá sólarhringa taki
að vinna úr farminum. Hitt loðnu-
skip fyrirtækisins, Höfrungur, land-
aði 640 tonnum á Seyðisfirði um
helgina. í gær lenti skipið í vand-
ræðum á loðnumiðunum vegna þess
að hvalur reif nótina.
Söluhorfur á mjöli eru svipaðar
og í fyrra en blikur eru á lofti í
sambandi við verð á lýsi vegna
mikils framboðs á lýsi frá Perú.
Verksmiðjurnar greiða nú um 4.000
krónur fyrir tonnið.
Isjaðarinn
nálgast
Vestfirði
Ferðafólki bent á
að birnir gætu
verið á ísnum
VEGNA suðvestlægra og vest-
lægra átta hefur hafís færst í
austurátt úti fyrir Vestijörðum
undanfarnar vikur. Flugvél Land-
helgisgæslunnar, TF-SYN, fór í
eftirlits- og ískönnunarflug yfir
miðin norður og norðvestur af
Vestfjörðum. ísjaðarinn er næst
16 sjómíiur undan landi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu íslands er útlit fyrir
sömu þróun næstu daga, þ.e. að
ísinn færist í austurátt, og telur
Þór Jakobsson hjá Veðurstofunni
að skipstjómarmenn ættu að vera
á varðbergi vegna hafíss og beinir
því til ferðamanna á Homströnd-
um að hvítabirnir gætu verið á
villigötum á ísnum.
16 sjómílur frá Kögri
Næst landi var ísjaðarinn 42
sjómílur norðaustur af Homi, 16
sjómílur norður af Kögri, 21 sjó-
míiu norðvestur af Rit, 19 sjómílur
norðvestur af Barða, 40 sjómílur
norðvestur af Svalvogum og 71
sjómílu vestur af Kópanesi. Þétt-
leiki hafíssjaðarsins var víðast
1-3/10.
íslendingar hýstu leiðtoga PLO þegar hann kom til ísrael
Arafat dvaldi á íslensku
verkfræðistofunni
YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu (PLO), hafði aðset-
ur á Verkfræðistofunni Al-Wadi á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á
Gaza. Verkfræðistofan er í meirihlutaeigu þriggja íslenskra verkfræði-
stofaj Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddssens hf., Verkfræðistofu Stef-
áns Olafssonar hf. og Fjarhitunar hf.
Mikil leynd hvíldi yfír dvalarstað
Arafats meðan á dvöl hans stóð á
Gaza. Að sögn Viðars Ólafssonar,
forstjóra VST, komu öryggisverðir
hans í heimsókn á stofuna fyrir
rúmri viku til að kanna aðstæður.
Verkfræðistofan er á stórri lóð í
eigu Omars Al-Sarraj en hann er
sonur fyrrum landstjóra Palestínu-
manna. Öryggisverðir könnuðu
svæðið sem liggur að sjó og er
meðal annars talið að það hafi átt
sinn þátt í valinu.
Það varð þó ekki ljóst fyrr en
á föstudag hvar Arafat kæmi til
með að dvelja. Eftir að mannfjöld-
inn hafði fagnað honum við kom-
una var bifreið hans óvænt ekið
inn á landareignina.
Kristján Sigurbjamarson, verk-
fræðingur og framkvæmdastjóri
Yasser Arafat Kristján Sigur-
bjarnarson
Al-Wadi, varð því að yfírgefa
skrifstofuna og koma sér fyrir í
bráðabirgðahúsnæði þessa daga
sem Arafat dvaldi á Gaza.
Yandræði með debetkort
KOMIÐ hefur fyrir undanfarið að
ekki næst samband við Reiknistofu
bankanna þegar reynt er að greiða
með debetkortum. Þórður Sigurðs-
son forstjóri Reiknistofunnar sagði
í samtali við Morgunblaðið að til
að mynda hefði slíkt gerst á börum
aðfaranótt sunnudagsins sl. „Þá
gerðist það þannig að verið var
að taka afrit af reikningaskránni
hjá okkur um miðja nótt og þá
lokaðist skráin á meðan,“ sagði
Þórður. Hann sagði að í slíkum
tilfellum eða ef fólk fengi ekki
aðgang að skránni hjá Reiknistofu
einhverra hluta vegna eigi að kom-
ast á tenging við alþjóðadeild Visa
í London.
„Það getur alltaf komið fyrir
að cinhver nái ekki sambandi en
það á ekki að geta varað nema
tiltölulega stuttan tíma, þangað
til sambandið við London er komið
á,“ sagði Þórður. Hann bætti við
að áður fyrr hefði það oft gerst á
milli þrjú og fjögur á daginn þeg-
ar álagið var sem mest frá bönkun-
um að færslur hefðu lent í biðröð
og ef þær hefðu ekki komist að
eftir ákveðinn tíma hefðu þær
verið sendar til baka og þau skila-
boð birst að Reiknistofan væri lok-
uð. Hið sama gæti gerst með
debetkortafærslur en tölvan hefði
hins vegar verið stækkuð nýlega
þannig að slíkt ætti að heyra til
undantekninga. Hann sagði að ef
tenging næðist ekki væri ekkert
annað að gera en að reyna aftur.
----------♦--------
Strandaði í
Siglufirði
HUGINN VE 55 strandaði skammt
frá bryggju í Siglufirði um hádegis-
bil í gær. Skipið losnaði sjálft af
strandstað á flóði um fímm tímum
síðar. Engar skemmdir urðu á skip-
inu, en það var að leggjast að
bryggju með fullfermi af loðnu þeg-
ar óhappið varð. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem skip taka niðri á
þessum stað.
Erfitt að fram-
fylgja veiðilögum
SÝSLUMAÐURINN í Vestmanna-
eyjum, Georg Kr. Lárusson, telur
að erfitt verði að framfylgja nýjum
lögum um veiðar á villtum dýrum
við hefðbundnar lundaveiðar í Eyj-
um. Lögin tóku gildi 1. júlí og
samkvæmt þeim verða allir sem
stunda slíkar veiðar að hafa veiði-
kort.
Reglugerð, sett með stoð í nýju
lögunum, mælir fyrir um að skot-
veiðileyfi gildi sem veiðikort til 31.
mars á næsta ári. Þeir sem stunda
veiðar án skotvopna geta sótt um
undanþágu til veiðistjóra.
Árni Johnsen alþingismaður
segir að í umræðum um lögin á
Alþingi hafi það alltaf verið skýrt
að engin veiðikort þurfí fyrir lunda-
veiði. Nýju lögin hafi því engin
áhrif á hefðbundnar lundaveiðar.
„Þetta kemur hins vegar heim og
saman við það sem við bentum á
að þetta frumvarp væri það klúð-
urslega orðað að það myndi kalla
á klúður hjá embættismönnum."
Húsafriðunarnefnd
ósátt við skyggt gler
Talið að of
heitt yrði í
glerskálan-
um án þess
INGIMUNDUR Sveinsson arki-
tekt segir að ákveðið hafi verið
að setja skyggt gler í glerskál-
ann í Iðnó samkvæmt ráðlegg-
ingum sérfróðra. Hafí verið
talið að of heitt yrði í skálanum
á sólskinsdpgum ef glerið yrði
gegnsætt. í tillögum sem lagð-
ar voru fyrir Húsafriðunar-
nefnd á sínum tíma vegna
framkvæmdanna kemur fram
að glerinu sé ætlað að vera
gegnsætt. Nefndin kemur sam-
an í dag vegna málsins.
Ingimundur segir viðbrögð
Húsafriðunarnefndar ekki hafa
komið honum á óvart. Segir
hann eðlilegt að nefndin hafí
staðið í þeirri trú að notað yrði
gegnsætt gler.
Segir Ingimundur hugsan-
legt að breytingin hafí ekki
verið kynnt nógu vel fyrir
Húsafriðunamefnd. Mælist
nefndin nú til þess að skipt
verði um gler en það fari eftir
vilja borgaryfirvalda til að
kosta breytinguna.
Aðspurður hvernig megi
bregðast við of miklum hita
verði skipt um gler segir Ingi-
mundur að það sé ef til vill
hægt með sólgluggatjöldum og
loftræstingu. En erfítt sé að
koma viðamiklu loftræstikerfi
fyrir í svo litlu og gömlu húsi
og yrði það flókið og kostnaðar-
samt. Loks segir Ingimundur
að framkvæmdirnar við Iðnó
hafi kostað um 160 milljónir
sé allt talið með.
Málið í
athugun
hjá borgar-
yfirvöldum
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir að athugað
verði hvað hafí valdið því að
ekki var sett gegnsætt gler, líkt
og til stóð, í glerskála sem búið
er að byggja sunnanvert við
Iðnó. Einnig segir borgarstjóri
að athugað verði hvað það
muni kosta að skipta um gler
ef til þess kæmi.
„Eg er að athuga með hvaða
hætti borgin geti komið inn í
þetta,“ segir Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir. Segir hún málið
hafa verið rætt lítillega hjá
borgaryfirvöldum eftir að
kvörtun barst frá Húsafriðun-
arnefnd og verði athugað nánar
í dag.
Ingibjörg Sólrún segir enn-
fremur að Hjörleifur Kvaran
borgarlögmaður, sem sæti á í
endurbyggingarnefndinni, og
Magnús Sædal byggingarfull-
trúi, sem var byggingarstjóri
við framkvæmdina, séu í sum-
arfríi og því hafí þeir ekki get-
að gert grein fyrir framvindu
málsins.
„En arkitektinn hefur verið
beðinn um að taka saman
minnisblað svo hægt sé að at-
huga hvernig ákveðið var að
hafa glerið með þessum hætti
og eins hvað það myndi kosta
að breyta því. Það virðast flest-
ir hafa gengið út frá því sem
vísu sem um þetta fjölluðu að
þarna yrði gegnsætt gler,“ seg-
ir Ingibjörg Sólrún loks.