Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 22

Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ 1 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ ISUNNUDAGSBLAÐI Morgunblaðsins nú um helgina er að finna gagnrýni og ábendingar frá tveimur útlending- um um agaleysi íslendinga. Annars vegar er um að ræða viðtal við bandaríska hijómsveitarstjórann Paul Zukofsky, sem starfaði hér á landi um fimmtán ára skeið, og hins vegar lesendabréf frá Tatiönu K. Dimitrovu, leikskólakenn- ara og bókmenntafræðingi. Zukofsky segir m.a. í áðurnefndu viðtali, um agaleysi Islendinga: „Agi er ekki það sem þetta land hefur — og það á ekki bara við um tónlistarlífið. Hér er agi undantekning. Það er eins og þið haldið að þið tapið hluta af sál ykkar eða sjálfstæði ef þið gangist undir aga. Það er ekki hægt að ná árangri í einu eða neinu ef agi er ekki fyrir hendi. Þið verðið aldrei samkeppnisfær við aðrar þjóðir, sem hafa skilið gildi þess að tileinka sér hann . . . Goethe skilgreindi þetta vel þegar hann sagði að hætta yrði að líta á aga sem skerðingu á einstaklingsfrelsi. Agi gerir ykkur kleift að ná árangri, sem þið getið ekki náð án aga. Hann gerir ykkur kleift að ná árangri, án þess að móðga fólk — eða eins og hann sagði: Fullkomið frelsi fæst með því að hlýða öllum reglum.“ Inntak lesendabréfs Tatiönu K. Dimitrovu, undir fyrir- sögninni „Agavandamálið", er í raun og veru hið sama og í orðum Zukofskys, þótt hún nálgist vandamálið frá öðrum sjónarhóli. Hún segir m.a.: „Agi tengist því að bera virð- ingu fyrir öðru fólki í samfélaginu sem við búum í . . . Þar sem óregla ríkir, fundur gleymist og skyldur eru vanrækt- ar er skortur á skipulagningu og þar af leiðandi skortur á aga.“ Dimitrova skilgreinir aga jafnframt sem hlýðni. Ekki hlýðni við annan einstakling, heldur hlýðni við iög og regl- ur sem fólkið í samfélaginu hefur sjálft viðurkennt og sett sér. Loks skilgreinir Dimitrova aga sem sjálfstjórn: „Sá sem hefur fulla stjórn á sjálfum sér er frjáls, sjálfstæður og skynsamur. Til þess að geta skipulagt, stjórnað og hugsað um eitthvað eins og heimili, fjölskyldu og starf þarf maður fyrst að læra hvernig stjórna á sjálfum sér . . . Einstakling sem skortir sjálfstjórn skortir aga.“ í þessum aðfinnslum og ábendingum þeirra Zukofskys og Dimitrovu um agaleysi íslensks samfélags er ýmislegt sem við íslendingar ættum að taka til gaumgæfilegrar íhug- unar. Glöggt er gests augað, segir máltækið. Til sanns vegar má færa að agaleysi íslendinga komi fram á mörgum sviðum íslensks þjóðfélags. íslendingar eru ótrúlega óstundvísir og með óstundvisi sinni sýna þeir öðr- um og tíma annarra lítilsvirðingu. Góð skipulagning er ákveðin tegund aga, en einatt sjáum við þess merki í daglegu lífi, að skipulagsleysi gerir það að verkum að vinnubrögð verða ómarkviss og sundurlaus og árangur vinnunnar þar af leiðandi mjög takmarkaður. Þetta skilar sér svo út í þjóðfélagið á þann hátt, að við leggjum fram ótrúlega mikinn fjölda vinnustunda, en sökum lélegs undirbúnings, aga- og skipulagsleysis, verður fram- legðin á engan hátt í samræmi við fjölda vinnustundanna. Enginn vafi leikur á því, að með vandaðri undirbúnings- vinnu, bættu skipulagi, aukinni virðingu fyrir skipulagi og aga, aukinni virðingu fyrir lögum og reglum, má bæta margt sem aflögu hefur farið í þjóðfélaginu. En til þess að svo megi verða, þarf ákveðin hugarfarsbreyting að eiga sér stað í þjóðfélaginu. Hún þarf að hefjast á heimilum þar sem foreldrar ganga á undan með góðu fordæmi og kenna börnum sínum aga og hlýðni og gildi þess að gangast undir lög og reglur samfélagsins. Skólar og uppeldisstofnanir þurfa að leggja mun meiri áherslu á þennan þátt í undirbúningsstarfi sínu, sem miðast að því að gera nemendurna að nýtum þjóðfélags- þegnum. Atvinnulífið, í orðsins víðasta skilningi, þarf sjálft að fara í gegnum skeið endurhæfingar og hugarfarsbreyt- ingar, þar sem kröfur eru auknar, skipulag er bætt og aga er krafist, jafnt af stjórnendum sem undirmönnum þeirra. Aðeins með því að tileinka okkur gildi agans, getum við orðið samkeppnisfær við aðrar þjóðir. HÚSBRÉF Hugrnyndir um breytingar á húsbréfakerfinu Viðræður hafa átt sér stað milli félagsmála- ráðuneytis, fjármála- ráðuneytis og Húsnæðis- stofnunar um breytta til- högun húsbréfaútgáfu. Borið hefur á góma að húsbréf hætti að bera ríkisábyrgð og að um- sýsla þeirra færist til banka og sparisjóða. Guðni Einarsson kynnti sér þessar hugmyndir. INNLENDUM VETTVANGI VERÐBRÉFA- KAUPENDUR Peningar Vextir/afföll Húsbréf Hin eiginlega lántaka 1________ HÚSNÆÐIS- KAUPENDUR A Fasteigna- Ábyrgöargjald/ veð b réf hluti af lántökugjaldi v BANKAR Bankabréf Hluti af lántökugjaldi HUSBREFADEILD Húsbréf Bankaáby bankaþjónústa HÚsbréf Ríkisábyrgð Húsbréfakerfið hóf göngu sína 1989 og hefur nú slitið barnsskónum. Sam- kvæmt upplýsingum hús- bréfadeildar Húsnæðis- stofnunar voru í umferð um síðustu mánaðamót húsbréf upp á 56,3 millj- arða króna miðað við nafnvirði auk verðbóta og vaxta. Alls er búið að innleysa húsbréf fyrir um 5,5 millj- arða. Kerfið gagnrýnt HUGMYNDIN er að viðskiptabankar annist bæði greiðslumat og húsbréfaútgáfu. Húsnæðiskaupandinn afhendir banka sínum skuldabréf með veði í hinni keyptu eign. í framtíðinni varðveiti bankarnir fasteignabréfin, sem nú bera 5% vexti, en gefi út banka- bréf með 4,75% vöxtum. Nú varðveitir húsbréfadeild veðskuldabréf- in. Vaxtamismunurinn, eða 0,25% vaxtaálag, er varðveittur til að mæta töpuðum útlánum. Bankinn skiptir bankabréfinu hjá hús- bréfadeild fyrir húsbréf að sömu fjárhæð og hefur milligöngu um að koma þeim til íbúðarkaupandans. Hann getur síðan selt húsbréf- in á verðbréfamarkaði fyrir reiðufé. Síðar kemur til greina að lánastofnanir yfírtaki húsbréfadeildina og beri sjálfar ábyrgð á húsbréfum í stað ríkisábyrgðar. Kerfið er ekki hafið yfir gagnrýni og í því sambandi má minna á grein I Morgunblaðinu 28. mars 1993, Þjóðin neytir húsbréfa, og svar fé- lagsmálaráðherra 31. mars 1993, Að éta steinsteypu. í greininni komu fram þau sjónarmið að húsbréfa- kerfið eigi mikla sök á aukinni skuld- setningu heimilanna og _____________________ háum vöxtum á fjár- Betri þjónusta magnsmarkaði. Leidd við íbúða- voru rök að því að stór kaupendur hluti húsbréfa hafi farið ________ til einkaneyslu í stað íjár- festinga í húsnæði. Bent er á leiðir til úrbóta, meðal annars afnám ríkis- ábyrgðar og að húsnæðislánin verði flutt inn í veðdeildir viðskiptabank- anna. Kerfið til endurskoðunar inn, 0,25% vaxtaálag, á að varðveita í varasjóði til að standa straum af töpuðum útlánum. Innan fjármálaráðuneytisins hafa verið mótaðar hugmyndir um breytt húsbréfakerfi. Steingrímur Ari Ara- son, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra, segir þær hafa það markmið að hús- bréfakerfíð verði alfarið fjármagnað af fjármagns- markaðnum og að það geti gengið án ríkisábyrgðar. „Við Félagsmálaráðherra skipaði nefndlhinn 9. mars 1993 til að fjalla um kosti eg galla ríkisábyrgðar á húsbréfum. Grétar J. Guðmundsson, þjónustuforstjóri í Húsnæðisstofnun, er formaður nefndarinnar. Fulltrúi félagsmálaráðuneytis er Ingi Valur Jóhannsson, deildarstjóri húsnæðis- deildar, og fulltrúi íj'ármálaráðu- neytis er Jón Ragnar Blöndal, deildarstjóri. Við útgáfu 1. flokks húsbréfa í ár var tekið upp vaxtaálag á bréfin. Húsnæðiskaupandi gefur út fast- eignatryggt skuldabréf sem ber 5% vexti og móti því eru gefin út hús- bréf sem bera 4,75% vexti. Mismun- að standa undir áhættu af útlánum. Sá sem kaupir húsnæði greiðir því 0,25% áhættugjald.“ Grétar segir að enn hafí ekki komið til útlánatapa vegna húsbréfa en kerfið stækki hratt og því aukist hættan á útlán- atapi. __________ Hinn 4. maí síðastliðinn Greiðs var viðræðunefndinni fal- 0g útg ið að leita eftir því við sama bankastofnanir og aðra _______ aðila á lánamarkaði hvort erum að vinna að því að hægt sé að afnema ríkisábyrgðina og stórt skref í þá átt var upptaka vaxtaálagsins um síðustu áramót," segir Steingrím- ur Ari. Ávinningur hins opinbera yrði að húsbréf kæmu ekki sem liður í lánsfjárþörf ríkisins og ekki þyrfti að sækja um heimild vegna húsbréfaútg- áfu í lánsfjárlögum. Vaxtaálag óháð ríkisábyrgð Grétar J. Guðmundsson, þjónustu- forstjóri Húsnæðisstofnunar, telur að vaxtaálagið sé óháð afnámi ríkis- ábyrgðar. Það hafí orðið niðurstaða nefndarinnar í desember síðastliðn- um að nauðsynlegt væri að stofna varasjóð til að fyrirbyggja að ríkið yrði fyrir útlánatöpum vegna hús- bréfa. Því var vaxtaálagið tekið upp en fram að því fékk húsbréfadeildin aðeins 1% lántökugjaid. „Við töldum að kaupendur og byggjendur yrðu unnt væri að bæta þjónustu við íbúð- arkaupendur án þess að því fylgi aukinn kostnaður eða skerðing á lánamöguleikum fyrir íbúðarkaup- endur. Nefndinni var sérstaklega falið að athuga þann möguleika að húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar skipti einungis við lánastofnanir. Nefndin skal skila áliti fyrir 1. sept- ember næstkomandi. Að sögn Steingríms Ara getur næsta skref veríð að færa umsýslu húsbréfa til bankanna, án þess að ríkisábyrgðin falli niður fyrst um sinn. Húsbréfadeildin fengi þá það hiutverk að verða einskonar heild- versiun með húsbréf fyrir banka og sparisjóði. Með því fyrirkomulagi yrði bæði greiðslumat og húsbréfaút- gáfa í höndum sömu aðila, banka eða sparisjóðs. Það er talið styrkja greiðslumatið ef sama stofnun ber ábyrgð á útgáfu húsbréfa á grund- velli matsins, í dag hafa lánastofnan-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.