Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
HELGI
GUÐMUNDSSON
Helgi Guð-
mundsson
fæddist í Reykjavík
10. febrúar 1976.
Hann lést í Borgar-
spítalanum 24.
júní. Hann var son-
ur Esterar Kristj-
ánsdóttur og Guð-
mundar Kristins
Helgasonar sem
lést 1980. Útför
Helga fer fram frá
Fossvogskapellu í
dag.
NÚ HEFUR minn
elskulegi sonarsonur fengið hvíld
frá þessum heimi. Hans tími hefur
verið kominn og hann leystur frá
sínum þrautum. Þegar hann kom
í þennan heim, varð hann fyrir
miklum súrefnisskorti, sem orsak-
aði að heili hans skaddaðist það
mikið að engum hefði dottið í hug
að hann næði þeim þroska er síðar
kom í ljós á þeim 18 árum er hann
fékk að dvelja hjá okkur. Faðir
hans lést af slysförum er Helgi var
fjögurra ára, svo móðir hans Ester
helgaði honum líf sitt, var hjá hon-
um öllum stundum og veitti honum
alla þá umhyggju sem í hennar
valdi stóð, og á hún mikinn heiður
og þakklæti skilið fyrir allt sem
hún var honum. Allt það álag og
kvíða sem hún hefur borið þekkir
enginn nema sá sem reynir.
Þau fengu sína eigin íbúð þegar
Helgi var átta ára, það var mikið
öryggi fyrir þau bæði og bætti til-
veru þeirra. Helga þótti vænt um
heimili sitt. Þar þurfti allt að vera
á réttum stað, t.d. ef púði aflagað-
ist í sófa var það lagfært. A dag-
heimilinu Lyngási í Safamýrar-
skóla fékk Helgi að dvelja á daginn
til þess tíma er hann kvaddi. Þar
fékk hann alla þá umönnun og
þroskaörvun sem hægt var að veita
honum og eiga allir sem þar gáfu
Helga af reynslu og hlýju hjartans
þakkir fyrir sitt framlag til þess
að Helgi ætti margar góðar stund-
ir þótt veikur væri. Hann hlakkaði
alltaf til að fara á Lyngás og síðan
heim til mömmu sinnar sem beið
hans. Þá sagði hann henni frá
ýmsu sem hann hafi upplifað yfir
daginn. Þau voru svo miklir vinir.
Minningin um allar samveru-
stundimar með Helga geymast um
ókomin ár og gleðja okkur. Hann
var alltaf í góðu skapi og hafði
skemmtilega kímnigáfu. Hann
naut þess að hlusta á tónlist, bæði
klassíska og aðra,
þekkti hljóðfærin og
tóna sem þau gáfu frá
sér. Á heimili hans er
gott safn tónlistar,
sem hann hlustaði á
með mömmu sinni.
Þegar hann var yngri
og ekki farinn að geta
tjáð sig og varð ergi-
legur settum við plötu
á spilarann og þá gat
þetta lagast. Það var
t.d. hljómsveitin Abba
sem við hlustuðum á í
eitt skiptið. Einnig átti
hann sjálfur hljómborð
sem hann myndaði sína tónlist
með, tónelskur mjög. Mamma hans
gaf honum hljómborðið, hún vissi
alveg hvað honum kom best og
veitti honum ánægju.
Ég bið Guð að styrkja Ester og
aðra ástvini Helga á þessum tíma-
mótum.
Blessuð sé minning Helga
Hrafnhildur amma hans.
Ég ætla í nokkrum orðum að
minnast frænda míns Helga Guð-
mundssonar. Er ég hugsa um hann
Helga litla þá streyma upp minn-
ingar sem allar eru ljúfar og falleg-
ar. Þannig var hann Helgi minn,
ljúfur og fallegur, og þó að hann
væri með þeim stærstu í fjölskyld-
unni þá var hann alltaf kallaður
Helgi litli. Helgi var sonur elsta
bróður míns, Guðmundar Kristins
Helgasonar, sem er látinn, og konu
hans, Esterar Kristjánsdóttur.
Hann kom í heiminn fyrir átján
árum og var fyrsta bamabarn for-
eldra minna og því var gleðin mik-
il við fæðingu hans. Hann fæddist
fyrir tímann og leit ekki vel út
með framtíð hans, en hann var
mikill baráttumaður og sigldi í
gegnum átján ár með jafnaðargeði
og lífsgleði.
Hann gaf okkur mikið. Helga
mínum fannst mjög gaman að vera
innan um fólk og kom reglulega í
heimsókn til ömmu Baddýjar í
Sævó. Hafði hann mjög gaman af
þessum heimsóknum. Þá spilaði
hann á orgelið því músíkalskur var
hann. Það var svo lítið sem þurfti
til þess að gleðja hann frænda
minn. Það að sitja hjá honum stutta
stund, stijúka hárið hans og bara
tala um eitthvað gaf honum mikið
og gladdi hann. Fyrir nokkrum
árum fór hann ásamt Ester móður
sinni til Þingvalla yfír helgi og leið
honum svo vel þar að hann minnt-
t
Maðurinn minn,
GUÐJÓN INGI SIGURÐSSON
leikari,
Stekkjarhvammi 36,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 3. júlí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóna Sigrún Harðardóttir.
t
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, bróðir,
afi og langafi,
SIGURJÓN ILLUGASON,
frá Hellissandi,
si'ðast til heimilis
á Höfðagranda 9,
Akranesi,
varð bráðkvaddur 1. júlí.
Hann verður jarðsunginn frá Akranes-
kirkju föstudaginn 8. júlí kl. 14.00.
Gunnar Jón Sigurjónsson, Kristný Pétursdóttir,
Leopold H. Sigurðsson,
Sigurlaug R. Sævarsdóttir, Einar B. ísleifsson,
Eydís Rut Gunnarsdóttir, Þorsteinn Benonýsson,
Sævar Jón Gunnarsson, Guðmundur G. Guömundsson,
og barnabarnabörn.
MINNINGAR
ist alltaf á þessa ferð við og við
og var þá viðkvæðið hjá honum:
„Þegar Helgi fór til Þingvalla."
Ester var Helga allt og hann henni
og helgaði hún sig uppeldi hans
og stóð sig þar með stakri prýði.
Helgi var í þroskaþjálfun á Lyng-
ási og í Safamýrarskóla á daginn
og tók hann þar miklum framför-
um í höndum þessa fólks sem þar
starfar.
Fyrir u.þ.b. tveimur árum fór
heilsa Helga míns að hraka, hann
fór æ oftar að fá alvarleg krampa-
köst og sýndi það sig þá hve skap-
góður og sterkur hann var. Hann
tók þessum erfiðleikum með þeirri
ró sem einkenndi hann.
Við sem syrgjum Helga nú erum
þakklát fyrir það að hann Helgi
fór í friði og kvalalaust og að nú
líður honum vel. Ég bið guð um
að blessa Ester og styrkja á þess-
ari erfiðu stundu og aila þá sem
þótti vænt um Helga og syrgja
hann nú.
Blessuð sé minning Helga Guð-
mundssonar.
Drífa.
Ég kynntist Helga Guðmunds-
syni fyrir tíu árum en þá hóf ég
starfsferil minn á Lyngási. Við
áttum saman margar góðar stund-
ir ásamt félögum okkar á „Hvolpa-
stofu.“
Oft þurftum við mikið að ræða
málin og það voru ófáar vísurnar
sem við sungum saman, en Helgi
var mjög söngelskur. Einnig fannst
honum gaman að hlusta á sögur
og lærði þá textana stundum utan
að.
Ég minnist góðra daga með
Helga í sumardvöl í Rjóðri. Einn
dagur er mér líka ógleymanlegur,
það var fermingardagurinn hans.
Helgi naut þess dags til hins ýtr-
asta og alls undirbúnings og er ég
þakklát fyrir að hafa fengið að
vera með honum og fjölskyidu
hans þann dag.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(H. P.)
Ég þakka Helga fyrir samfylgd-
ina og vináttu hans og sendi inni-
legar samúðarkveðjur til Esterar
móður hans, ömmu hans í Sæviðar-
sundi og annarra ættingja.
Helga Sigurjónsdóttir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
í dag kveðjum við góðan vin,
Helga Guðmundsson, sem lést
þann 24. júní sl., en hann hafði
veikst skyndilega tveimur dögum
áður.
Árið 1980 kom hann hingað á
Lyngás, lítill glaðlyndur fjögurra
ára hnokki með dökkt hrokkið
hár. Helgi var hér á Lyngási í
dagvist í 14 ár og fylgdumst við
með honum vaxa og verða að ung-
um myndarlegum manni. Stór hóp-
ur fólks kynntist Helga og naut
samvista við hann þessi ár og vann
hann hug og hjarta starfsfólks og
bama frá fyrstu kynnum.
Helgi var alveg einstakur per-
sónuleiki og mun hann aldrei
gleymast þeim sem honum kynnt-
ust. Hann var ákveðinn ungur
maður sem vissi hvað hann vildi.
Hann var þó alltaf tilbúinn til að
fara samningaleiðina til að ná settu
marki. Helgi hafði mjög gaman
af því að spjalla bæði við starfs-
fólk og börn hér á Lyngási og var
mjög gaman að ræða við hann og
hafði hann frá mörgu skemmtilegu
að segja.
____________________________________ <
Helgi hafði yndi af tónlist og
var hún stór þáttur í lífi hans. *
Hann var mjög söngelskur og
kunni hann fjöldann allan af söng-
textum. Oft söng hann fyrir okkur
svo skemmtilega og minnisstæðar
eru allar söngstundirnar þar sem
Helgi var hrókur alls fagnaðar.
Hans verður því sárt saknað af
öllum þeim sem fengu að njóta
þeirra forréttinda að fá að kynnast
honum en minningin um góðan
dreng mun lifa í hjarta okkar.
Elsku Ester, amma í Sæviðar-
sundi og aðrir aðstandendur, miss-
ir ykkar er mikill, Guð styrki ykk-
ur í sorginni.
Starfsfólk og börn
á Lyngási.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifír
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnamir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Þó að Helgi hafi verið heilsu-
veill frá fæðingu bar andlát hans
brátt að. Ekki datt okkur kennur-
um hans í hug við skólalok, að við
værum að kveðja hann í síðasta
sinn. Skólinn verður tómlegri að
hausti án Helga. Við höfum átt
margar góðar stundir saman gegn-
um árin, ekki síst við ýmiss konar
tónlsitariðkun, þar sem Helgi naut
sín vel.
Kæra Ester, við trúum því að
Helgi sé nú kominn þangað sem
hann fær að njóta hæfíieika sinna.
Ferð þín er hafin.
íjargægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða
og sjónhringar nýir
sindra þér fyrir augum.
(Hannes Pétursson.)
Sendum þér Ester og öðrum
aðstandendum samúðarkveðjur.
Bekkjarkennarar 4-C,
Áslaug, Dóra og Kristín.
AGUSTA EINARSDOTTIR
+ Ágústa Einars-
dóttir fæddist í
Haga í Holtum 24.
ágúst 1908. Hún
lést á St. Jósefssp-
ítala 27. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Stef-
anía Stefánsdóttir
og Einar Pálsson
bóndií Haga í Holt-
um. Ágústa giftist
Sigurbjarti Lofts-
syni frá Neðra-Seli
í Landsveit 23. maí
1940. Hún verður
jarðsett frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag.
í DAG verður til moldar borin
uppeldissystir föður míns og
frænka í ættir aftur. Mig langar
til að minnast hennar með nokkr-
um orðum þó að ég viti því miður
ekki nógu mikið um uppvaxtarár
Gústu á æskuheimili hennar í
Múla í Landsveit. Þar ólst hún upp
með móður sinni, sem var vinnu-
kona í Múla hjá þeim hjónum
Bjarnrúnu Jónsdóttur og Guð-
mundi Árnasyni, en þau hjón komu
að Múla 1912 og bjuggu þar í um
50 ár. Þeim Múlahjónum varð ekki
bama auðið, en þau tóku mörg
fósturbörn, sem voru á heimilinu
fram á fullorðinsár og litu á Múla
sem sitt æskuheimili, þar sem
Bjarnrún og Guðmundur vöktu
yfir velferð þeirra. Yfír heimilinu
í Múia sveif andi menningar og
höfðingsskapar eins og best gerð-
ist á íslenskum sveitaheimilum á
fyrri hluta þessarar aldar, en slík
er minningin um Múlaheimilið og
hjónin þar í huga þeirrar er þetta
ritar.
Hagur einstæðra
mæðra hefur löngum
verið erfiður, en á
uppvaxtarárum Gústu
hefur hann verið enn
erfíðari en hann er í
dag. Þær mæðgur
voru heppnar að kom-
ast á gott heimili, þar
sem Stefanía gat verið
nokkuð örugg um sig
og dóttur sína. Bjarta
hliðin í iífi þeirra
mæðgna hefur eflaust
verið að fá að vera
saman og fyrir Stef-
aníu að ala upp dóttur
sína í ást og eindægni sem henni
var svo eðlislæg, en vart er hægt
að hugsa sér elskulegri og einlæg-
ari konu heldur en Stefanía heitin
var.
Það kom fljótt í ljós að Gústa
var góðum gáfum gædd bæði til
munns og handa og tókst móður
hennar að koma henni til mennta
við Kvennaskólann í Reykjavík,
sem var helsta menntastofnun
ungra kvenna á þessum tíma. Þar
stundaði hún nám á árunum í
kringum 1925. Eftir námið þar
var hún um tíma við kennslu á
einkaheimilum.
Árið 1940 giftist Gústa Sigur-
bjarti Loftssyni og bjuggu þau
fyrst í Múla, síðan á Geldingalæk
í Holtum, en fljótlega fluttu þau
suður til Hafnarfjarðar og hafa
lengst af búið á Álfaskeiði 27. Er
stutt síðan þau áttu 50 ára búsetu-
afmæli í Firðinum. Þeim varð ekki
barna auðið, en Stefanía, móðir
Gústu, dvaldi hjá þeim til dauða-
dags. Einnig hefur ungt frændfólk
Sigurbjarts dvalið á heimili þeirra
um lengri og skemmri tíma. Sigur-
bjartur stundaði verkamanna-
vinnu, lengst af við fiskvinnsluna
í Hafnarfirði, en Gústa tók að sér
fatasaum og stundaði það í mörg
ár. Þau hjón tóku þátt í safnaðar-
lífí Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og
sungu með kirkjukórnum þar í
fjölda ára.
Gústa og Siggi tengjast bern-
skuminningum mínum. Ófáar
ferðir áttum við fjölskyldan suður
í Fjörð til þeirra hjóna, en mikil
vinátta ríkti milli föður míns og
Gústu og talaði hann jafnan af
mikilli virðingu um hana og varð
tíðrætt um hinar góðu gáfur henn-
ar.
Eftir að ég komst á fullorðinsár
og flutti út á land rofnaði sam-
bandið við þau um stund. En það
kom að því að ég kynntist Gústu
aftur og þá á annan hátt heldur
en barnið forðum. Ég átti vissu-
lega eftir að meta þann mikla fróð-
leik og vísdóm, sem Gústa bjó
yfir, en hún var víðlesin og stálm-
innug á allt sem hún las og heyrði.
Það var hreinlega sama hvaða efni
var rætt eða um hvað var spurt,
Gústa átti svar við öllu. Þó að
Gústa skilaði sínu lífsstarfi að
mestu innan fjögurra veggja heim-
ilisins þá er víst að hún skilaði
sínu og vel það til þjóðarbúsins
bæði með vinnu og nægjusemi.
Við fjölskyldan sendum Sigga
innilegustu samúðarkveðjur okkar
nú þegar hann syrgir ástkæra
eiginkonu og biðjum Guð að
styrkja hann. Við viljum líka
þakka þá einstöku hjálpsemi og
góðvild sem þau hjón sýndu okkar
þá mest á reyndi í lífi okkar. Elsku
Gústa, við þökkum þér fyrir allt.
Unnur Tómasdóttir
og fjölskylda.