Morgunblaðið - 05.07.1994, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 05.07.1994, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 7 FRÉTTIR Auður Guðjónsdóttir um gildistöku nýrra skaðabótalaga Niðurstaða nefndar- innar kom ekki á óvart Utgáfa full- nægjandi kvittana könnuð AUÐUR Guðjónsdóttir hjúkrunar- fræðingur segir að niðurstaða nefndar sem dómsmálaráðherra skipaði til þess að yfirfara skaða- bótalögin sem gengu í gildi fyrir um ári, komi sér ekki á óvart. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að gera skaðabótalög- in, sem gengu í gildi þann 1. júlí 1993, afturvirk, þannig að ung- menni sem slösuðust fyrir gildistök- una gætu gert upp skaðabótamál sín samkvæmt nýju lögunum. Fyrr á þessu ári skrifaði Auður bréf til allsheijarnefndar Alþingis þar sem hún óskaði eftir því að ungmenni sem slasast hefðu fyrir 1. júlí 1993 og hlotið hefðu meira en 50% örorku, en ættu enn eftir að gera upp skaðabótamál sín, yrðu metin eftir nýju lögunum. Auður segir að þegar hún hafi óskað eftir þessu við allsheijarnefnd hafi hún ekki haft mikla trú á að þetta gengi. „Ég átti ekki von á annarri niðurstöðu," segir hún. „Ég var bara að hugsa um það fyrst og fremst að gefa málinu Iíf. Það var ekki hægt að þegja og benda ekki á óréttlætið." Verður að leysa málið Hún segir að nú verði að koma í ljós hvað Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra hyggist gera. Nefnd- in komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að leysa mál ung- mennanna með því að gera lögin afturvirk og því þurfi að leysa mál- ið á annan hátt. „Fólk er allt í einu farið að kveikja á perunni hvernig hefur verið farið með þessa krakka,“ seg- ir hún. „Að mínu álit er búið að bijóta mannréttindi á börnunum með því að dæma þau láglaunafólk. Með nýju lögunum eru þau dæmd meðallaunafólk." Auður segir að um innan við tíu ungmenni sé að ræða. Hún segir að ef ekki sé hægt að gera lögin afturvirk þá telji hún að annað hvort eigi að semja við tryggingarfélögin eða að gera ríkissjóð ábyrgan. Morgunblaðið/Ingvar Valt eftir árekstur LADA-jeppi valt eftir árekst- valt síðan á brúnni. Engin ur á nýju Elliðaárbrúnni síð- teljandi meiðsli urðu á fólki, degis á sunnudag. Ladan lenti en bílarnir eru báðir mikið aftan á Toyota-fólksbíl og skemmdir. HJÁ Landsbanka íslands er verið að kanna með hvaða hætti verður staðið að útgáfu fullnægjandi kvitt- ana vegna skuldfærslu afborgana skuldabréfa. Neytendasamtökin gerðu athugasemd við það að LI sendi greiðendum enga stimplaða greiðsluseðla við skuldfærslu af- borgana af skuldabréfum, og úr- skurðaði bankaeftirlit Seðlabank- ans að bönkum beri að gefa út sér- stakar kvittanir í slíkum tilfellum. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri LÍ, segir að erindi hafi borist bankanum frá bankaeftirliti Seðlabankans vegna málsins, en hins vegar hafi ekki beinlínis verið farið fram á að sendar yrðu stimpl- aðar kvittanir vegna hverrar skuld- færslu afborgana skuldabréfa. Hann segir að hjá bankanum sé nú verið að skoða hvaða leið í þessu sé þægilegust, einföldust og ódýr- ust og þannig að endurskoðendur telji hana nægilega kvittun fyrir uppgjöri viðkomandi. Ljóst sé að ýmsir hafi notfært sér skuldfærslu- aðferðina án þess að gerðar hafi verið athugasemdir við það. Morgunblaðið/Alfons Æðarfuglsungi í góðum höndum ÞESSI litli æðarfuglsungi, sem þær Tinna, Svava Hrönn og Ás- gerður halda á, varð viðskjla við foreldra sína skammt frá Ólafs- vík á dögunum. Þær tóku hann í fóstur og hugsuðu vel um hann. Honum var síðan sleppt skammt frá þeim stað sem hann fannst. Alvöru fjallahjól OPID LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-14 Reiðhjólaverslunin SKEIFUNNI T T VERSLUN SÍMI 889890 - VERKSTÆÐI SÍMI 889891 RAÐGREIÐSLUR Sendum um land allt í C-gíró og póstkröfu TREK USA (og JAZZ by TREK) eru Nr. 1 í Bandaríkjunum og á íslandi, meö ævilanga ábyrgö (á stelli og gaffli), enda bandarísk hönnun í sérflokki. [L/A1T0‘1T(MJ[£)S 15 gíra, 26" hjól í mörgum litum og stæröum, kr. 23.900 stgr. B Y T R E K W(9)[LT/a\®S 18 gíra, 26" hjól, kr. 24.963 stgr. TREKusa IÆ@(]TIjOTTT\!]IjÍI 'tTItMLSISjIjT í mörgum stærðum og litum: Model 800...18 gíra, 26" hjól... kr. 27.936 stgr. Model 830................21 gíra, 26" hjól... kr. 39.570 stgr. Model 820...21 gíra, 26" hjól... kr. 34.868 stgr. Model 830 SHX, með dempurum...21 gíra, 26" hjól... kr. 47.763 stgr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.