Morgunblaðið - 05.07.1994, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
IDAG
BRIPS
llmsjón Guðm. Páll
Arnarson
HÚSVÍKINGURINN
Björgvin Leifsson þurfti að
velja á milli tveggja leiða
sem sagnhafi í sex spöðum
og var sjálfum sér gramur
þegar hann valdi þá sem
verr reyndist. Hvemig
myndi lesandinn spila með
litlum tígli út?
Suður gefur, NS á hættu.
Norður
♦ -
t G2
♦ Á1054
* ÁK97643
Suður
♦ ÁKDG653
V ÁD103
♦ 76
♦ -
Spilið er frá bikarleik
BSH-Húsavík og Neon.
Björgvin og félagi hans
Gaukur Hjartarson voru
fljótir upp í spaðaslemmuna
eftir sterka laufopnun suð-
urs og jákvætt svar. AV
sögðu aldrei neitt.
Björgvin drap á tígulás
og henti hinum tíglinum
niður í laufás. Nú var fyrsta
hugsun hans sú að henda
hjartaþristi niður í laufás
og svína síðan fyrir hjarta-
kóng. En þá fékk hann
bakþanka. Hvað ef laufið
lægi 5-1? Þá yrði lauf-
kóngurinn stunginn og síð-
an fengi vörnin væntanlega
annan slag á hjartakóng.
Björgvin skipti því um
áætlun, spilaði strax hjarta
heim á ás og tók trompin.
Það reyndist ekki vel
heppnað: Spaðinn lá 5-1
og hjartakóngur réttur.
Það hefði heppnast að
fylgja upprunalegu áætlun-
inni.
Hvor leiðin er betri?
Hætta í báðum tilfellum
er 5-1-lega í svörtum lit
(14,5%o). En sá er munur-
inn, að þegar laufkóng er
spilað þá þolir sagnhafí oft-
ast einspil í millihönd, því
hann getur trompað yfir
austur. Á hinn bóginn er
ekki alveg hættulaust að
svína fyrir hjartakóng ef
laufkóngurinn fær að vera
í friði. Góður varnaspilari í
vestur gæti dúkkað gosann
fumlaust með kónginn
fimmta, drepið næst og
gefið makker sínum
stungu. Þegar á allt er litið
virðist vera mjótt á munun-
um milli leiðanna tveggja.
En þótt slemman hafi
tapast, unnu Húsvíkingar
leikinn með 90 IMPum
gegn 51.
Pennavinir
SUÐUR-kóresk kennslu-
kona, sem kennir ensku í
2.500 nemenda mennta-
skóla, leitar að pennavinum
fyrir bekk sinn til þess að
nemendumir fái æfmgu í
ensku:
Park Myeong Shim,
C.P.O. Box 3315,
Seoul 100-633,
South Korea.
RÚSSNESKUR 24 ára
karlmaður með áhuga á
myntsöfnun, knattspyrnu
og ljósmyndun:
Vladislav Balitsky,
Flat 73,
36 Krygina St.,
Vladivostok,
Primorsky kray,
690065 Russia.
NORSK 21 árs stúlka með
áhuga á tónlist, dansi, söng,
bókmenntum, kvikmyndum
og tungumálum:
Freydis Nyheim,
Nákkvesvei 5,
Leil. 11004,
0670 Oslo,
Norway.
ÁRA afmæli. Sjö-
tugur er í dag,
þriðjudag, Ragnar Lárus-
son, Borgarholtsbraut 45,
Kópavogi. Hann tekur á
móti gestum á heimili sínu
eftir kl. 17.
ÁRA afmæli. Á
morgun, miðviku-
dag, er fimmtugur séra
Valgeir Ástráðsson, sókn-
arprestur í Seljakirkju.
Hann og kona hans, Aðal-
heiður Hjartardóttir, taka
á móti gestum á afmælis-
daginn í Akogessalnum í
Sigtúni á milli kl. 5 og 7.
Ljósmyndarinn - Jóhannes Long
BRÚÐKAUP. Gefm voru
saman í Dómkirkjunni 4.
júní sl. af sr. Jakobi Hjálm-
arssyni Guðríður Kolka og
Pétur Júlíus Halldórsson.
Með þeim á myndinni er-
Halldór, sonur þeirra.
Heimili þeirra er í Álfholti
2c, Hafnarfírði.
Ijósmyndarinn - Jóhannes Long
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman í Kópavogskirkju
þann 11. júní sl. af sr. Ægi
Fr. Sigurgeirssyni Guðrún
María _ Einarsdóttir og
Viðar Ásgeirsson. Heimili
þeirra er í Trönuhjalla 7,
Kópavogi.
Með morgunkaffinu
TM Reg P«t OH — «M riflhts rescrved
• 1994 Los Angeles Tlrnes Syndicate
Ást er...
3-Z8
Að vera í huga hennar
þóttþú sért ekki íaugsýn
Æ, æ. Þú ert með vitlaus-
an verkfærakassa. Eg
vona bara að konan geti
unnið með verkfærin þín
á tannlæknastofunni.
HÖGNIHREKKVÍSI
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 37
-venjulegur „lítill“ bás kostar
nú afeins 2*800*“ kr.
(..kostaði 3.500.- kr ígamla Kolaportinu)
PANTAÐU ÞÉRBÁS
STRAX í DAG I SIMA 625030!
KOIAPORTHE)
MARKAÐSTORG
Opiö iaugardag kl. 10-16 og sunnudaga kl. 11-17.
ara
Veldu verðlaunatækin frá
Blomberq
Þau kosta ekkert meira!
Blomberg hlaut
hin eftirsóttu,
alþjóðlegu IF
ver'ðlaun fyrir
framúrskarandi
glæsilega og
vandaða eldavél
á stærstu iðn-
sýningu Evróþu
í Hannover í
Þýskalandi. 586
framleiðendur frá
251 landi kepþtu
um þessa eftirsóttu
viðurkenningu.
Við bjóðum 6 gerðir
eldavéla á verði
frá dðeins
kr. 55.955* ster.
Að auki bjóðum við
mikið úrval af
helluborðum og
innbyggingarofnum
frá Blomberg
*Staðgreiðsluafsldttur er 5%
gffgff Einar
MmM Farestveit & Co hf
Borgartuni 28 « 622901 og 622900
- Þjónusta í þína þágu
Krabbi
(21. júní — 22. júli)
Vinur getur verið nokkuð
stygglyndur í dag en að öðru
leyti verður dagurinn
ánægjulegur. Þér gengur vel
i vinnunni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Óvænt þróun mála á vinnu-
stað getur valdið breytingum
á fyrirætlunum þínum. Þér
berast góðar fréttir varðandi
fjármálin.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Eitthvað verður til þess að
tefja þig við vinnuna í dag
og vinnufélagi þarfnast að-
stoðar þinnar, en samband
ástvina styrkist.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Vertu ekki með óþarfa
áhyggjur vegna vandamáls í
vinnunni. Óvænt heimsókn
góðra gesta breytir dagskrá
kvöldsins.
Sþoródreki
(23. okt. - 21. nóvember) **jj(0
Þú þarft að íhuga vel tilboð
um viðskipti sem þér berst.
Þú ert með of mikið á þinni
könnu til að njóta frístunda
í kvöld.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) áse
Eyddu ekki of miklu í óþarfa
í dag og taktu tillit til þinna
nánustu. í kvöld þarft þú að
sinna fjölskyldumálum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú átt eitthvað erfitt með að
einbeita þér í dag og kemur
ekki jafn miklu í verk og þú
ætlaðir þér. Það lagast á
morgun.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Frestun á vinafundi veldur
þér vonbrigðum í dag. Láttu
ekki smámuni spilia góðu
sambandi ástvina í kvöld.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Eitthvað fer úrskeiðis heima
i dag og vinur veldur þér
vonbrigðum. En í kvöld nýtur
þú þess að heimsækja vina-
fólk.
Stjömuspána á að lesa sem
dœgradv'ól. Spár a/ pessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni visindalegra stað-
reynda.
Sumarnámskeið í hraðlestri hefst miðvikudaginn 20. júlí nk.
Vilt þú lesa meira, en hefur ekki nægan tfma?
Vilt þú vera vel undirbúin(n) undir námið í haust?
Nú er tækifærið fyrir þá sem vilja margfalda lestrarhraða sinn,
en hafa ekki tíma til þess á veturna.
Lestrarhraði nemenda fjórfaldast að jafnaði.
Við ábyrgjumst að þú nærð mjög góðum árangri!
Skráning alla daga í símum 642100 og 641091.
HRAÐLESTRABSKÓUNN
STJÖRNUSPÁ
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Einhveijir samskiptaörðug-
leikar geta komið upp í dag
og ferðalangar orðið fyrir töf-
um. Þú finnur lausn á göml-
um vanda.
Naut
(20. apríl - 20. maí) (tfö
Þú getur orðið fyrir óvæntum
útgjöldum í dag. Vinur leitar
eftir aðstoð þinni við lausn á
erfiðu verkefni úr vinnunni.
Tvíburar
(21.maí-20.júnf)
Það getur verið erfitt að
sannfæra ráðamenn um
ágæti hugmynda þinna í dag.
Þú getur orðið fyrir nokkrum
töfum í vinnunni.
KRABBI
Afmælisbarn dagsins: Þú
kemur vel fyrir þig orði og
nýtur þess að blanda geði
við góða vini.
HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ
M9407