Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ A AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG E G A E G AEG kostar minna en þú heidur. Mjög hacjstætt verð á eldavélum, ofnum, lelluborðum og viftum. Á nálægt 20.000 íslenskum heimilum eru AEG eldavélar. Engin eldavélategund er á fleiri heimilum. Kaupendatryggð við AEGer 82.5%* Hvað segir þetta þér um gæði AEG? *Somkvæmt markaðskönnun Hagvangs í des. 1993. i a Eldavél GCompetence 5000 F-w: 60 cm. Undir- og yfirhiti, BRÆÐURNIR DJGRMSSONHF A geysSkúaaS,urssri"'9ri"' ^“^LágmúÍa 8, Sími 38820 I Ver& kr. 62.900,- Umbobsmenn um land allt G AEG AIG AEG AEG AEG AEG ÁEG AEG AEG AEG AEG AEG A E G A E G A E G A E G A E G A E G A £ G A i G A E G A £ G A I & A £ G A i G Stórgóð heimilisþvt 5 kg. - 800 snúningar á mínútu PHILCO Heimilistæki hf 8ÆTÚNI 8 SlMI 69 15 OO allt. Umboð LISTIR Bjartsýni og barok Jaap Schröder. Helga Ingólfsdóttir. TONLIST S ká I h o 11 i TVÍLEIKUR Tónleikar í Skálholti laugardag- inn 2. júlí kl. 15. Flytjendur Helga Ingólfsdóttir sembal og Jaap Schröder barokfiðlu. NÚ sýnist það ekki bjartsýni að halda sumartónleika í Skál- holti, svo föstum rótum hefur þetta tónleikahald náð, að ekkert virðist eðlilegra en að á miðju sumri logi kyndlar Sumartónleik- anna í Skálholti. Svona einfalt og sjálfsagt er þetta þó ekki, ótrúlega mikil vinna liggur að baki tónleik- unum og víst var það bjartsýni fyrir tuttugu árum af Helgu Ing- ólfsdóttur og co. að trúa því að tónleikahald á miðju okkar stutta sumri tækist að halda lífi og það utan höfuðborgarinnar, en Skál- holt dregur og ævintýrið tókst, og samgleðjumst við Helgu með bjartsýnisverðlaunin. Marga ágæta tónlistarmenn erlenda hef- ur Helga fengið til liðs við tónleik- ana og að þessu sinni hollenskan fíðluleikara, Jaap Schröder, en hann er, í efnisskrá, kynntur sem einn helsti frumkvöðull þess að flytja tónlist fyrri alda „með þeim hætti sem þá tíðkaðist og á hljóð- færi hvers tíma“. Kannski er svo- lítið vafasamt að gefa slíkar yfír- lýsingar, engar upptökur höfum við frá fyrrialdar tónlistarmönn- um, aðeins skrifuð orð og í sumum tilfellum aðeins eftirlíkingar þeirra hljóðfæra sem notuð voru, og hvað meinar Bach sjálfur þeg- ar hann óskar eftir ástríðu- þrungnu spili? En hvað um það, Schröder lék á barokkfíðluna sína - en hvar var - boginn? - af snilld, allur leikur hans er mjög vandað- ur, hreint mótaður, tæknin mjög örugg og tónmótun því mjög ör- ugg. Á þessum tónleikum léku þau Helga og Schröder fyrstu þijá - af sex - sónötum fyrir fiðlu og sembal, eins og kynnt er í efn- isskrá, en væri kannski réttara að kynna sem sónötur fyrir hjóm- borð (klaver) og fíðlu, því hér er um „obiigate“-útfærsl- ur að ræða en ekki tölusettan bassa og á þessu tvennu gerði Bach mun. Eg sat aftarlega í kirkjunni á tónleik- unum og nokkum tíma tók að venjast veikum tóni bar- okkfiðlunnar og hljómmiklu semb- alinu og virtist þarna vanta nokk- uð á jafnvægi, því oft var mjög á mörkunum að fíðlan næði í gegn. Sjálfsagt var það ætlan Schröders að algjört jafnræði væri með hljóðfærunum, en þá var líka sem- ballinn of hljómmikill, eða að hljómburður kirkjunnar aðgreindi illa þessi tvö hljóðfæri, eða að hljómur sembalsins var of þykk- ur, líkt og 16 fóta rödd væri of gegnumgangandi? Sónöturnar þtjár í h-moll, A-dúr og E-dúr, hver með sína fjóra þætti, voru allar mjög vel leiknar, hraðaval eðlilegt og samleikur góður og þegar eyrað fór að venjast sam- spili þessara tveggja barokk- hljóðfæra upplifði maður töfra- heim. Ragnar Björnsson. Grátur og glassúr KVIKMYNPIR Stjörn ubíó STÚLKAN MÍN2 (MY GIRL 2)+'/2 Leiksljóri Howard Zieff. Aðalleik- endur Dan Aykroyd, Jamie Lee Curt- is, Anna Chlumsky, Austin O’Brian, Richard Masur, Christine Ebersole. Bandarisk. Columbia 1994. ÞAÐ VAR svo sem auðvitað. Stúlkan mín, nauðaómerkileg hollívúddfroða um Vödu Sultenf- uss (Anna Chlumsky), 11 áratelpu í tilvistarkreppu, naut nokkurra vinsælda fyrir fáeinum árum og framhaldið lætur ekki á sér standa og komið á tjaldið. í fyrri myndinni sagði af högum telpunnar, hún hafði misst móður sína ung að aldri og bjó hjá föður sínum útfararstjóranum (Dan Aykroyd) og stjúpu (Jamie Lee Curtis). Nú er telputötrið komið á gelgjuskeiðið og farið að velta til jafns fyrir sér bekkjarbræðrunum, Dylan Thomas og afdrifum móður- innar. Síðasttalda hjartansmálið verður ofaná. Vada rífur sig upp í vorfríinu og hverfur til Los Ang- eles, á fornar slóðir mömmu. Finn- ur í skólaárbókum nöfn á bekkjar- systkinum hennar og smám saman kemst hún á snoðir um ýmsa leyndardóma úr stuttu lífshlaupi móðurinnar. Verður reynslunni ríkari. Oftast nær illþolandi undurljúft, sykursætt og tilfínningaþrungið að hætti sjónvarpsvelluþátta á borð við Húsið á sléttunni þar sem þeirri taktík er beitt að sparka í áhorfandann fyrir neðan mitti, þ.e. að koma honum úr andlegu jafn- vægi á hinn ómerkilegasta hátt, vola yfír engu. Höfundar þessarar mæðumyndar víla t.d. ekki fyrir sér að láta móðirina sálugu syngja á gömlum filmubút sem telpunni er sýndur, af hádramatískri innlif- un Smile eftir meistara Chaplin, minna mátti nú gagn gera. Sem Vada litla gaular svo síðar yfír nýfæddum bamunga, bróður sín- um. Lengst af er myndin á slíkum hræódýrum nótum en hrekkur þó einstöku sinnlim í jarðsamband og í rauninni alls ekki við hina ungu leikkonu, Önnu Chlumsky, að sak- ast. Hún stendur sig furðu vel. En handritshöfundarnir mættu gjarnan, þó ekki væri annað en að kíkja út um gluggann og reyna að fá einhveija nasasjón af lífinu — eins og það er. Sæbjörn Valdimarsson Síðasta Ský ELLEFTA og síðasta hefti af tímaritinu Skýi er komið út. í því eru óbirt bréf frá Þórbergi Þórðar- syni til Önnu Guðmundsdóttur, skrifuð hjá Vilmundi Jónssyni land- lækni á Isafírði 1925, árið eftir að Bréf frá Láru kom út. Einnig sex stuttar sögur eftir bandaríska skáldið Jim Heynen í íslenskun Óskars Árna Óskarssonar. Þá þýðir Gyrðir Elíasson gamalt sendibréf ritað af myndlistarmanninum Samuel Palmer þar sem hann segir frá kynnum sinum af William Blake. Ljósmyndir í þessu lokahefti tóku Nökkvi Elíasson og Einar Falur Ingólfsson. Ritstjórar Skýs eru Ósk- ar Árni Óskarsson og Jón Hallur Stefánsson. Tímaritið fæst í stærri bókaverslunum. -----» ♦ ♦--- Nýjar bækur ■ Nýjasta bókin í Disney- klúbbnum, bókaklúbbi barnanna, er ný útgáfa bókarinnar Hefðar- kettir sem hefur verið ófáanleg hjá útgefanda um nokkurt skeið. í kynningu útgefanda segir: „Hefðar- kettimir ijalla um ævintýri þriggja kettlinga og móður þeirra, sem er úthýst af heimili sínu af illa innrætt- um þjóni húsmóður þeirra. Vaka-Helgafell gefur bókina út, klúbbverð er 895 krónur. HF tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi HF riskuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.