Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Góður námsárangur dansk-íslensks pilts
Morgunblaðið/Theodór
Nánast
blindur en
alla tíð í
almennum
skóla
Borgamesi. Morgunblaðið.
DANSK-ÍSLENSKUR19 ára
piltur, Daníel Gartmann, sem
búið hefur í Danmörku síðan
hann fór þangað tveggja ára
gamall með íslenskri móður
sinni, Guðlaugu Eiríksdóttur,
og dönskum föður, lauk nýverið
stúdentsprófi með miklum
ágætum í Kaupmannahöfn.
Hann hlaut meðaleinkunina 10
en hæsta einkunn sem þar er
gefin er 13 og hefur náms-
árangur hans vakið athygli i
Danmörku. Það sem gerir þessa
frammistöðu enn markverðari
er sú staðreynd að Daníel hefur
verið næstum blindur frá fæð-
ingu.
Nýverið átti Morgunblaðið
viðtal við Daníel þar sem hann
var í sumarbúðum blindra ung-
menna frá norðurlöndnum að
Varmalandi í Borgarfirði. Að-
spurður sagði Daníel að honum
hefði alltaf gengið nokkuð vel
í skóla. Hann hafi nær alla tíð
gengið í almennan skóla en þar
fyrir utan hafi hann sótt nám-
skeið og þjálfun varðandi
blindraletur.
Sagði Daníel að sér hafi geng-
ið best i ensku enda hafi hann
mikinn áhuga á tungumálum og
hefði stundað nám við alþjóð-
legan einkaskóla fyrir sjón-
skerta í Bandaríkjunum um eins
árs skeið. Við námið kvaðst
Daníel nota blindraletur og
hyóðsnældur en auk þess notaði
hann sérstaka tölvu með stækk-
unarskjá og öðrum búnaði sem
gerði honum mögulegt að lesa
letrið. Einnig kvaðst Daníel eiga
litla ferðatölvu sem hann notaði
heima hjá sér og í skólanum.
Hann hefði sótt um styrk í sér-
stakan sjóð og fengið styrk fyr-
ir tölvunni.
„ Annars er ég búinn að fá
nóg af prófum í bili“ sagði Daní-
el, „þetta var erfið törn því þó
ég sé sama tíma í skólanum og
aðrir nemendur þá fékk ég
lengri tíma til að skila próf-
unum af mér. Næsta haust ætla
ég að fara í alþjóðlegan lýðhá-
skóla á Helsingjaeyri. Þar er
kennt á ensku og ég býst við
að leggja aðal áhersluna á
tungumál og félagsfræði.“
Aðspurður um önnur áhuga-
mál kvaðst Daníel gera margt
annað en að liggja yfir bókum,
hann hefði alltaf haft áhuga á
tónlist og hann spilaði svolítið
á píanó og einnig á gitar. „Hver
veit nema ég spili einhverntíma
á gítar í hljómsveit", sagði þessi
hressilegi piltur að lokum á
sinni lýtalausu íslensku.
Bjargað af þaki
jeppabifreiðar
í Núpsvötnum
FÓLK á Toyota-jeppa lenti í vand-
ræðum við Núpsvötn á sunnudag,
þegar bíll þess flaut nokkra tugi
metra niður ána. Fólk í öðrum bíl
kallaði á aðstoð og kom björgunar-
sveitin Kyndill á Kirkjubæjar-
klaustri fólkinu til hjálpar.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar á Kirkjubæjarklaustri
varð óhappið um kaffileytið á
sunnudag. Tveir jeppar voru í sam-
floti og þegar kom að Núpsvötnum
fór annar jeppinn, sem í voru karl
og kona, út í ána á merktu vaði.
Daginn áður hafði fólkið farið
þetta sama vað, en töluvert hafði
vaxið í ánni á þeim sólarhring sem
liðinn var.
Stöðvaðist á steini
Þegar jeppinn var kominn spöl-
korn út í ána drapst á honum,
hann flaut upp og nokkra tugi
metra niður ána, þar til hann stöðv-
aðist á steini. Jeppinn hélst á rétt-
um kili og fór fólkið upp á þak
hans og beið hjálpar.
Samferðafólkið í hinum jeppan-
um var með bílasíma og kallaði
eftir hjálp. Björgunarsveitin Kynd-
ill fór á staðinn og náði fyrst fólk-
inu í land og dró svo jeppann upp.
Fólkinu varð ekki meint af og lög-
reglan segir að engin hætta hafi
verið á ferðum. Þá mun jeppann
vera kominn í samt lag.
Lögreglan á Kirkjubæjarklaustri
segir að fólkið hafi verið mjög vel
búið til ferðalaga og greinilega
vant, svo því verði ekki kennt um
óhappið.
Lést eftir
bílveltu
KONAN, sem
lést þegar bif-
reið hennar fór
út af veginum
við Kálfá í
Gnúpveija-
hreppi á föstu-
dag, hét Guð-
ríður Guð-
mundsdóttir.
Guðríður var
62 ára, fædd 22. nóvember árið
1931. Hún var til heimilis í Úthlíð
5 í Reykjavík.
Guðríður lætur eftir sig eigin-
mann, fjóra syni, tvo stjúpsyni og
föður.
Sagt upp störfum
vegna stjórnarsetu
Morgunblaðið/Golli
HITAFUNDUR í starfsmannafélagi Stöðvar 2 í gær. Auk þess sem
rætt var um setu Eggerts Skúlasonar, sem er annar frá vinstri,
brottrekstur hans úr starfi og setu starfsmanna í stjóm fyrirtækis-
ins kom nýráðinn sjónvarpsstjóri, Jafet Ólafsson, á fundinn og
kynnti sig fyrir starfsfólki. Aðrir á myndinni em, frá vinstri:
María Maríusdóttir, varamaður Eggerts í stjóra fyrirtækisins, Sig-
urður G. Guðjónsson, sljóraarformaður, og Elín Hirst, fréttastjóri.
í upphaf fundarins kvöddu Páll Magnússon, fráfarandi sjónvargs-
stjóri, og Ingimundur Sigfússon, fráfarandi formaður stjómar ís-
lenska útvarpsfélagsins, starfsmenn og véku síðan af fundi.
Eggert Skúlasyni
fréttamanni hefur verið
sagt upp störfum á Stöð
2 eftir að hann neitaði
að segja sæti sínu í
----------------------
stjóm Islenska útvarps-
félagsins lausu. Pétur
Gunnarsson ræddi við
aðila málsins.
ELÍN Hirst, fréttastjóri Stöðvar 2,
sagði Eggert Skúlasyni, frétta-
manni og stjórnarmanni í íslenska
útvarpsfélaginu, upp störfum á
sunnudag eftir að hann hafði neitað
að verða við ósk hennar um að segja
stjórnarsæti sínu lausu.
Eggert segir í samtali við Morg-
unblaðið að hann telji að um grund-
vallaratriði sé að ræða og að
ákvörðun um uppsögn hans hafi
verið tekin að undirlagi nýs stjóm-
arformanns fyrirtækisins, Sigurðar
G. Guðjónssonar, en Sigurður vísar
þvi á bug. Elín Hirst segist hafa
frétt af stjórnarkjörinu í fréttum
og hafí hún sagt Eggert upp störf-
um þar sem hún telji mjög mikil-
vægt að viðhalda sjálfstæði frétta-
stofunnar og að starfsmenn þar
komi ekki við sögu stjórnar fyrir-
tækisins, sérstaklega vegna þeirra
átaka sem þar hafí verið. A fundi
í starfsmannafélagi Stöðvar 2 í gær
komu fram skiptar skoðanir um
hvort starfsmenn eigi að þiggja til-
boð Jóhanns Óla Guðmundssonar,
næststærsta hluthafa í fyrirtækinu,
um að kjósa fulltrúa starfsmanna
í stjórn og hefur verið boðað til nýs
fundar í dag til að gera út um af-
stöðu starfsmannafélagsins til þess
máls.
Elín Hirst sagði að strax og hún
hefði heyrt af málinu í fréttum á
laugardag hafí hún hringt í Eggert
og tjáð honum þá afstöðu sína að
það samræmdist ekki sjálfstæði
fréttastofunnar að fréttamenn sitji
í stjórninni, ekki síst vegna_ þeirra
átaka sem þar hafí verið. „Á sama
hátt og við gerum þær kröfur til
stjórnarmanna að þeir hafí engin
afskipti af okkur má alveg eins
hugsa sér að þeir geti gert sömu
kröfu til okkar,“ sagði Elín.
Elín sagðist hafa kynnt Sigurði
Guðjónssyni stjómarformanni
þessa afstöðu en lagt áherslu á að
hún vildi allt til gera að leysa mál-
ið farsællega. Síðan hafí hún átt
annan fund með Eggert, ítrekað
ósk um að hann léti af stjórnar-
mennsku með eðlilegum fresti en
hann hafi eins og áður neitað og
sagst mundu sitja í stjóm nema
honum yrði sagt upp. Þeim fundi
hafi lokið með því að Eggert var
sagt upp starfí.
Mikill stuðningur
Elín sagðist ekki hafa borið þessa
ákvörðun undir Sigurð Guðjónsson
enda hefði hún óskorað umboð sam-
kvæmt starfslýsingu til að ráða eða
reka starfsfólk. Hún sagðist hafa
fundið mikinn stuðning við sín sjón-
armið. „Það er einhugur hér innan
dyra um þetta grundvallaratriði en
um leið mikill leiði yfír því að Egg-
ert Skúlason skuli vera hættur
störfum," sagði Elín Hirst. „Ég hef
haft miklar mætur á Eggert Skúla-
syni fréttamanni og fer ekki í laun-
kofa með það.“
Fréttamenn Stöðvar 2 og Bylgj-
unnar samþykktu í gærkvöldi
traustsyfírlýsingu við Elínu Hirst
og ítrekuðu mikilvægf þess að skýr
skil væru milli stjómar fyrirtækis-
ins og fréttastofunnar. Jafnframt
var látin í ljós sú ósk að sættir
náist þannig að Eggert þyrfti ekki
að hverfa frá störfum vegna þessa
máls.
Aldrei afskipti af
ráðningum fréttamanna
„Það er mjög skýrt í mínum huga
og allra sem ég hef setið með í
stjórn Stöðvar 2 að til þess að menn
hafi trausta og góða fréttatstofu
þá á stjórnin aldrei að hafa af-
skipti af mannaráðningum eða
umfjöllun þar,“ sagði Sigurður G.
Guðjónsson stjórnarformaður í
samtali við Morgunblaðið.
Sigurður sagði að Elín Hirst hefði
haft samband við hann á laugar-
dag, eins og fyrr var rakið, og
kvaðst hann þá hafa lýst því yfir
að málið væri á hennar starfssviði
en ekki sínu. „Hins vegar þykir
mér mjög miður ef Eggert Skúlason
er að fara. Hann hefur verið ágæt-
is fréttamaður.“
Henning Haraldsson, formaður
Útrásar, Starfsmannafélags Stöðv-
ar 2, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að viðbrögð félagsins við
brottrekstrinum yrðu ákveðin á fé-
lagsfundi.
Kann að leggja saman
tvo og tvo
„Það þarf hluthafafund til að
afturkalla mitt umboð,“ sagði Egg-
ert Skúlason en kvaðst ekki mundu
sitja í stjórninni eftir að uppsagnar-
fresti hans hjá stöðinni lyki. Að-
spurður hvernig málið hefði borið
að sér sagði Eggert að síðdegis á
laugardag hafí Elín Hirst hringt til
hans og sagst líta á stjórnarkjör
Eggerts sem stríðsyfirlýsingu við
nýjan meirihluta hluthafa. Síðan
hefðu þau ræðst við á sunnudag
og þá hefði Elín sagt að nýr stjórn-
arformaður hefði sagt að stjómar-
seta Eggerts gæti skaðað hlutleysi
fréttastofunnar. Eggert sagðist
hafa lýst sig ósammála og vísaði
til þess í samtali við Morgunblaðið
að stjómarseta Hauks Helgasonar
í stjórn DV hefði ekki skaðað það
blað.
Eggert kvaðst síðan hafa neitað
beiðni Elínar um að víkja úr stjórn
og eftir það hafí honum verið sagt
upp. „í mínum huga snýst þetta
um grandvallaratriði. Ég ætla ekki
sem fyrsti fulltrúi starfsmannna að
víkja af því að ég er ekki nægilega
þægur og ég lít þannig á að starfs-
menn sjálfír velji sína fulltrúa í
stjórnina ef þeir vilja sitja þar en
hvorki stjórnarformaður né aðrir.“
Aðspurður hvort hann teldi upp-
sögnina að undirlagi Sigurðar G.
Guðjónssonar sagði Eggert: „Ég
kann að leggja saman tvo og tvo.“
„Stjómarformaðurinn sagði á
starfsmannafundi í dag [mánudag]
að honum fyndist óþægilegt að ég
sæti í stjórninni og að honum þætti
eðlilegra að þeir starfsmenn sem
sætu í stjórninni væru lítið áber-
andi, væra til dæmis dagskrárgerð-
armenn eða tæknimenn. Hann
uppskar hlátur fundarmanna,"
sagði Eggert Skúlason.
Augljóst samhengi
Páll Magnússon, fyrrverandi
sjónvarpsstjóri íslenska útvarpsfé-
lagsins, er sama sinnis og Eggert.
„Fyrir mér er þetta samhengi að
verða augljóst. Það liggur fyrir að
í kjölfar þess að fréttastjórinn átti
samtal við nýkjörinn formann
stjórnar um helgina þá biður hún
um fund með Eggert Skúlasyni, þá
nýkjörnum fulltrúa starfsmanna í
stjórn félagsins, og gerir honum tvo
kosti. Annað tveggja segi hann af
sér í stjórninni ellegar verði hann
rekinn úr starfí. Hann tók þann
kostinn að segja ekki lausu stjórn-
arsætinu og beint í kjölfarið fékk
hann uppsögn. Ég lít ekki á þetta
sem neina tilviljun, ég sé þetta í
þessu samhengi. Ég er þess fullviss
að það beri að líta á þetta sem at-
lögu nýs meirihluta stjórnar að
fréttastofunni og mér finnst það
ekki boða gott á fyrsta heila starfs-
degi nýrrar stjórnar að þetta sé það
fyrsta sem gerist,“ sagði Páll.