Morgunblaðið - 05.07.1994, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VEITINGAHÚS - LAUGAVEGUR
Nú er rétti tíminn. Hef til sölu veitingahús á besta
stað við Laugaveg, þar sem hægt er að stórauka velt-
una fyrir duglegt fólk. Allur aðbúnaður og leyfi til stað-
ar. Tækifæri þar sem verð og kjör eru viðráðanleg.
Áhugasamir sendi inn nafn og símanúmer á auglýs-
ingadeild Mbl. merkt: „Veitingahús - 10275“.
SIEMENS
Rafmagnsofnar!
Eigum hina vönduðu
rafmagnsþilofna frá
Siemens í miklu úrvali.
200 - 2000 W.
Áratuga frábær reynsla
á íslandi.
Veldu vel, veldu Siemens.
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
VHjir þú endingu og gseði-z
velur þú SIEMEIUS
-^r—rjjrr—“
Aðeins fáanlegir
VERSLUN I BORGARKRINGLUNNI. SIMI 677340
Borgarkringlunni, sími 887340
Indíánaskór
Ekta
handunnir
skór
frá
Minnetonka
Póstsendum.
Frá Hárprýði Fataprýði
Borgarkringlunni
Utsalan hefst í dag
L/l FATAPRYÐI
BORGARKRINGLUNNI,
l HÆÐ, SÍMI32347
IDAG
SKAK
U m s ] ó n M a r g c i r
Pétursson
ÞESSI STAÐA kom upp í
fjórðungsúrslitum PCA
áskorendakeppninnar í New
York um daginn. Rússinn
Sergei Tivjakov (2.630)
hafði hvítt og átti leik gegn
Michael Adams (2.660),
Englandi.
Sjá stöðumynd
Þetta var í sjöundu og
næstsíðustu skák þeirra og
Tivjakov þurfti nauðsynlega
á sigri að halda til að jafna
metin. 20. He7!(Laglegur
millileikur sem bætir mjög
stöðu hvíts. Nú má svara 20.
— f6 með 21. Hxe8+ —
Hxe8 22. d4 - Rf7 23.
Dxc6) 20. - Hf8 21. Dc5 -
Rg6 22. Ha7 - h6 23. Hxa6
- Ha8? 24. Dxc6 - Hxa6
25. Dxa6 og með tveimur
peðum yfir vann Tivjakov
auðveldlega. Það þurfti síðan
að framlengja einvíginu og
tefla styttri skákir en illa
gekk að fá fram úrslit.
Fyrstu fjórum hálftíma
skákunum lauk með jafn-
tefli. Þá var tíminn styttur í
fimmtán mínútur en samt
varð jafntefli. Það var svo
loks í seinni fimmtán mín-
útna skákinni að Tivjakov
lék af sér manni og Adams
komst áfram.
Hlutavelta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SEX ungar stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar
sjóðnum Börnin heim. Þær eru úr Hafnarfirði
og heita Hedda, Lilja, Tinna, Hafdís, Didda og
Bryndís Lóa. Stúlkurnar söfnuðu 2.825 krónum.
COSPER
Þú þarft ekki að opna. Mamma sér um að hleypa okkur inn
VELVAKANDI
Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Aldrei séð annan eins óskapnað
SVALA Magnúsdóttir hringdi og sagðist aldrei hafa
séð annan eins óskapnað og viðbygginguna við Iðnó,
sem hún kallaði „hálfan glerbragga". Hann er algjör-
lega úr stíl við húsið og alveg með ólíkindum að
nokkrum skuli detta annað eins í hug. Hún fer fram
á að þetta verði rifið. Henni fínnst að Húsfriðunar-
nefnd hafi brugðist í þessu máli.
Gseludýr
Köttur í óskilum
HREINRÆKTUÐ silfur-
persalæða fannst á
Brekkustíg. Upplýsingar
á Brekkustíg 10. Mar-
grét.
Kettlingar
FJÓRIR kassavanir
kettlingar fást gefrns.
Upplýsingar í síma
689581. Pétur eða Lára.
Tapað/fundið
Lyklar fundust
TVEIR lyklar á kippu
fundust á gatnamótum
Háaleitisbrautar og Bú-
staðavegar sl. sunnudag.
Eigandi hafi samband í
síma 34495 eða 671667.
Myndavél tapaðist
SVÖRT myndavél í
svartri tösku tapaðist í
búningsklefa í Koiaport-
inu sl. laugardag.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 91-676526
eða 96-27671.
Sól/sj óngleraugu
fundust
SÓLGLERAUGU í
hulstri með sjóngleijum
í fundust við Hofteig í
síðustu viku. Spyija má
eftir gleraugunum í
Teigakjöri, Laugateigi
24.
LEIÐRETT
Luku B.A.-prófi
í sagnfræði
í FRÉTT um brautskrán-
mgu kandídata frá Háskóla
íslands, sem birtist sl. laug-
ardag, lenti komma í upp-
talningu á nöfnum þeirra
sem luku B.A.-prófi í sagn-
fræði inni í miðju nafni og
misrituðust við það nöfn
tveggja stúdenta. Þeir heita
Haraldur Dean Nelson og
Helgi Ingólfsson. Hlutað-
eigandi eru beðnir velvirð-
ingar.
Víkveiji skrifar...
Sl. laugardagskvöld sendi Ríkis-
sjónvarpið út knattspyrnuleik
samfellt frá kl. 20.30-22-30. Vík-
veiji dregur ekki í efa, að margir
sjónvarpsáhorfendur hafi áhuga á
knattspyrnuleikjum. En þetta er
of langt gengið. RÚV (sem fólki
er skylt að greiða afnotagjöld til)
getur ekki hundsað aðra viðskipta-
vini sína með þessum hætti. Er
ekki hægt að senda fótboltaleikina
út á annarri rás?
xxx
Bankaeftirlitið hefur tilkynnt,
að bönkum beri skylda til að
senda út sérstakar kvittanir vegna
skuldfærslu afborgana skulda-
bréfa. Ástæða þessarar tilkynning-
ar er sú, að Neytendasamtökin
kvörtuðu vegna þess, að Lands-
banki íslands sendi viðskiptavini
sínum ekki slíkar kvittanir.
Þetta er nánast ótrúlegt. Hvern-
ig getur bankinn búizt við því, að
hann geti komizt hjá því að senda
frá sér slíkar kvittanir? Auðvitað
þarf fólk að hafa eitthvað í höndun-
um um að greiðsla hafi verið innt
af hendi. Áð auki er eðlilegt, að
fólki gefist kostur á að fylgjast
með því, hvort rétt skuldfærsla
hafi farið fram.
Bankaeftirlitið hefur iíka tekið
undir athugasemdir Neytenda-
samtakanna vegna þess, að bank-
ar og sparisjóðir taki svonefnt
vanskilagjald án þess að sundurl-
iða gjalda liði. Þetta eru líka frá-
leit vinnubrögð hjá lánastofnun-
um. Auðvitað á viðskiptavinurinn
rétt á sundurliðuðu yfirliti um
greiðslur þ.á.m. slík gjöld.
xxx
Ofangreind dæmi eru ein af
mörgum, sem eru til marks
um, að fólk tekur ekki lengur þegj-
andi því, sem að því er rétt heldur
gerir kröfu til þess, eins og í þessu
tilviki að vita hvað það er að borga
og hafa í höndunum gögn um það.
Mótmælin gegn gjaldtöku af
debetkortunum voru skýrt dæmi
um það. Ofangreindar athuga-
semdir Neytendasamtaka eru ann-
að dæmi.
Fyrir helgina birtist auglýsing
hér í blaðinu frá Sorpu um nýja
gjaldskrá fyrirtækisins. í a.m.k.
einu tilviki er Víkverja kunnugt
um að í þessari gjaldskrá felst
a.m.k. 16% hækkun! Það var ekki
tekið fram í auglýsingunni.
Hluthafafundur er afstaðinn í
Stöð 2 og væntanlega verður
rólegra yfir vötnunum í fyrirtæk-
inu á næstunni en verið hefur um
skeið. Þó er ólíklegt, að þessari
sögu sé lokið. í umræðum undan-
farnar vikur hafa komið fram at-
hugasemdir frá núverandi meiri-
hluta í Stöð 2 um sölu fyrri stjórn-
ar á svonefndum Sýnarbréfum,
sem núverandi meirihluti taldi, að
hefðu verið seld á of lágu verði.
Gera menn sér grein fyrir því
af hveiju þessu er haldið fram?
Ekki er Sýn svo umsvifamikið fyr-
irtæki að af þeim sökum sé ástæða
til að selja hlutabréfin á nafn-
verði. Rök núverandi meirihluta
fyrir því, að bréfin hafi verið seld
á of lágu verði eru fyrst og fremst
þau, að sjónvarpsrásirnar, sem Sýn
hefur yfirráð yfir séu svo verðmæt-
ar. Hver afhenti Sýn sjónvarpsrás-
irnar? Ríkið. Fyrir hvað? Ekki neitt.
M.ö.o. hér voru almanna verðmæti
afhent ókeypis, sem núverandi
meirihluti telur, að hefði átt að
selja á margföldu nafnverði. Felst
ekki í þessari röksemdafærslu við-
urkenning á því sjónarmiði, sem
Morgunblaðið hefur sett fram, að
slíkar rásir eigi menn ekki að fá
nema greiða leigugjald fyrir?