Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR .5. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Sljórnvöld and-
snúin tilskipun
um vinnutíma
ÍSLENSK stjórnvöld standa gegn því
að tilskipun um skipulag vinnutíma
sé lögtekin á evrópska efnahags-
svæðinu. Tilskipunin hefur verið
samþykkt af Evrópusambandinu, en
ísland stendur, eitt EFTA-landa,
gegn því að hún öðlist gildi á EES.
Arni Páll Árnason, lögfræðingur í
utanríkisráðuneytinu, sagði að ís-
lensk stjórnvöld efíst um að tilskip-
unin falli undir gildissvið EES-samn-
ingsins og hefðu því beðið ESB um
rökstuðning fyrir því. Tveir fulltrúar
ESB komu hingað til lands í gær til
að kynna sér viðhorf íslenskra stjórn-
valda og aðila vinnumarkaðarins.
Árni Páll sagði ekki rétt sem hald-
ið hefur verið fram í fjölmiðlum um
helgina að embættismenn ESB, sem
komu hingað til lands í gær, séu hér
til að veita íslenskum stjómvöldum
eitthvert tiltal. Hann sagði að eftir
að íslensk stjómvöld óskuðu eftir
rökstuðningi ESB fyrir því að nauð-
synlegt sé að staðfesta tilskipunina
hefði ESB ákveðið að senda hingað
tvo fulltrúa til að kynna sér sjónar-
mið íslendinga. í haust sé síðan að
vænta formlegra viðbragða frá ESB
við bréfi íslenskra stjórnvalda.
í dag áttu fulltrúarnir fund með
íslenskum embættismönnum og í dag
ætla þeir að kynnast sjónarmiðum
fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og
vinnuveitenda.
ísland hefur gengist undir tugi
tilskipana í félagsmálum í tengsium
við aðildina að EES. Árni Páll sagði
að það hefði verið sameiginleg nið-
urstaða félagsmálaráðherra og ut-
anríkisráðherra að þessi tilskipun um
vinnutíma samræmdist ekki að öllu
leyti íslensku efnahags- og atvinnu-
lífí. „Ég geri t.d. ráð fyrir að mönn-
um þyki það ekkert smámál á ís-
landi ef það heidur sem í tilskipunni
segir, að það sé undanþága frá 48
stunda hámarksvinnuviku fyrir
vinnslu fisks á sjó en ekki í landi.
Þetta myndi væntanlega ýta enn
frekar undir þá þróun að vinnsla fisks
færðist út á sjó,“ sagði Árni Páll.
Verkalýðshreyfíngin hefur lýst
yfir óánægju með afstöðu stjórnvalda
í þessu máli, BSRB sendi frá sér
ályktun í gær þar sem segir að það
sé með öllu óaðgengilegt að fylgt sé
til hins ítrasta reglugerðum og til-
skipunum á hinu evrópska efnahags-
svæði sem taka til óheftra markaðs-
viðskipta en neita að gangast inn á
ákvæði sem lúta að styttingu vinnu-
tíma og vinnuvernd.
tmmmt------
<*'■ STUTT
Umhverfis
jörðina á
þyrlu á 28
dögum
BANDARÍSKI þyrluflugmaður-
inn Ron Bower lenti á Reykja-
víkurflugvelli síðastliðinn
sunnudag á leið sinni umhverfis
hnöttinn. Hyggst hann setja
nýtt heimsmet með því að fljúga
þyrlu einn og án aðstoðar kring-
úm hnöttinn. Flugið er talið
um 38.000 kílómetrar kringum
jörðina og ætlar Bower að fljúga
vegalengdina á 28 dögum. Þetta
er í annað sinn sem hnattflug
er reynt á þyrlu því Ross Perot
Jr, sonur auðkýfíngsins og for-
setaframbjóðandans Perots eldri
flaug ásamt aðstoðarmanni
kringum jörðina árið 1982. Ron
Bower lagði af stað frá Texas
síðastliðinn þriðjudag og hélt
áleiðis til Evrópu frá Islandi.
Mun hann þvínæst leggja leið
sína yfír Rússland og Síberíu en
Bower flýgur Bell 206 Jet Ran-
ger þyrlu.
Sprengisand-
ur opnaður
ALLAR líkur eru á að takist að
opna Sprengisand snemma í vik-
unni að sögn Ólafs Hjörleifsson-
ar hjá vegaeftirlitinu. Fjalla-
baksleið syðri er enn iokuð og
segir Ólafur að það sé ekki
óvenjulegt.
Eyjafi'arðarleið og Skaga-
fjarðarleið eru lokaðar. Kjölur
og Öskju- og Kverkfjailaleið
hafa verið jeppafærar í um viku
og miðað er við að leiðirnar inn
í Landmannalaugar, Fjallabaks-
leið nyrðri og Landmannaleiðin,
verði opnaðar í vikunni. Vegirn-
ir um Hólssand, í Eldgjá úr
Skaftártungum og um Uxa-
hryggi og Kaldadal eru orðnir
færir.
Lægsta boð
í veg við
Giljá 49,5%
STEYPUSTÖÐIN á Blönduósi
átti lægsta tilboðið í lokuðu út-
boði Vegagerðar ríkisins í Norður-
landsveg um Giljá.
Fimm tilboð bárust og bauð
Steypustöðin kr. 1.193.050 eða
49,5% af kostnaðaráætlun sem
er kr. 2.410.000. Næstiægsta boð
rúmar 2,8 millj. átti V. Brynjólfs-
son hf., Skagaströnd. Suðurverk
hf., Hafnarfirði, bauð rúmar 2,9
millj., Fjörður sf., Sauðárkróki,
bauð rúmar 3,2 millj. og Króks-
verk, Sauðárkróki, bauð rúmar
3,9 millj.
Þjóðhagsstofnun boðar betri tíð í efnahagsmálum
)rgunblaðið/
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra, Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar og Olafur Dav-
íðsson ráðuneytisstjóri kynna efnahagshorfurnar.
Efnahagslífið er
að rétta úr kútnum
Þjóðhagsstofnun telur
þróun efnahagsmála
hér á landi hagstæða
um þessar mundir, eink-
um vegna uppgangs í
efnahagslífi annarra
ríkja og þess að starfs-
skilyrði hér á landi eru
hagstæð og stöðug.
í MINNISBLAÐI Þjóðhagsstofnunar
til undirbúnings þjóðhagsáætlun og
fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur
fram að hagvöxtur taki smám saman
við sér, að vísu hægar en í mörgum
öðrum löndum, en á móti komi að
viðleitni til eflingar fiskistofna feli í
sér von um hraðari vöxt þegar fram
í sækir. Nú er því spáð að landsfram-
leiðslan standi í stað milli áranna
1993 og 1994, en dragist ekki saman
um 1,1% eins og áður var gert ráð
fyrir. Þá er gert ráð fyrir 1% hag-
vexti árið 1995.
Gert er ráð fyrir að þjóðartekjur
aukist um 1,6% á næsta ári vegna
bættra viðskiptakjara. Útflutningur
vöru og þjónustu verði nánast sá
sami árið 1995 og á þessu ári. Út-
flutningur sjávarafurða dregst sam-
an en útflutningur iðnaðarvara og
tekjur af ferðaþjónustu aukast.
Viðskiptakjör eru talin munu
batna um 1,4% milli áranna 1994
og 1995 og einnig er gert ráð fyrir
nokkrum bata á þessu ári. Þá er eink-
um iitið til hærra álverðs og aukinn-
ar eftirspurnar erlendis vegna efna-
hagsbatans.
Reiknað er með að laun hækki
nokkuð og kaupmáttur aukist um
0,5% árið 1995. Spáð er svipuðu at-
vinnuleysi og er á þessu ári eða 5,2-
5,3%. Gert er ráð fyrir að verðlag
verði tiltölulega stöðugt áfram þótt
verðbólgan aukist eitthvað í kjölfar
meiri eftirspurnar. Þjóðhagsstofnun
áætlar að verðbólga verði 1,7% á
þessu ári sem er ívið meira en Seðla-
bankinn spáir, og 2% á næsta ári.
í forsendum Þjóðhagsstofnunar er
miðað við að halli á ríkissjóði verði
Helstu þjóðhagsstærðir 1992-1995
Hlutfallslegar breytingar milli ára.
Einkaneysla Samneysla Fjárfesting Þjóðarútgjðld Verglands- Þjóðartekjur Viðskipta-
%4n alls framleiðsla jöfnuður
(Hlutf. af
__ landsfrl.)
I
íí
1992
1993J
bráðab.
Spá1994
Spá1995
|f f 1
Viðskiptakjör, %
í heild
Atvinnuleysi
Hlutfall af mannafla
Verðbólga, framfærsluvísitala, %
Meðalhækkun milli ára
Kaupmáttur ráðst.tekna á mann, % I
Að meðalt. milli ára
Spá1994
Spá1995
6%
innan við tíu milljarðar króna á næsta
ári og í framhaldi verði stefnt að
lækkun hans í áföngum. Áfram verði
fylgt aðhaldssamri stjórn peninga-
mála og óbreyttu gengi.
Þjóðarútgjöld aukast um 2,2% á
næsta ári samkvæmt áætlunum
Þjóðhagsstofnunar en þjóðarútgjöld
hafa dregist saman síðastliðin þijú
ár. Áætlað er að einkaneysla aukist
um 2,6%, samneysla um l,6%ogfjár-
festingar aukist um 1,7%.
Loks er gert ráð fyrir því að við-
skiptajöfnuður verði hagstæður bæði
á þessu og næsta ári og gangi það
eftir yrði það í fyrsta skipti á lýðveld-
istímanum sem það gerðist þtjú ár
í röð. Þetta þýðir að erlendar skuldir
munu minnka á næsta ári, bæði að
raungildi og sem hlutfall af lands-
framleiðslu.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
og Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar kynntu þessar niður-
stöður í gær. Davíð sagði að þær
styrktu mjög það viðhorf og þá sýn
að ástandið sé að breytast hægt en
örugglega til batnaðar. Bæði eigi það
við um ástand efnahagsmála almennt
ið fer ekki framhiá bér!
Tæknival hf. er sölu-
og þjónustuaðili á
íslenska Skjáfaxinu.
Tæknival
Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664
í heiminum og einnig hér á landi á
flestum sviðum efnahagslífsins.
Davíð sagði að í samanburði við
aðrar þjóðir væru flestar hagstærðir
hér á landi hagstæðar nema þá helst
að hagvöxtur er hægari hér á landi.
Þetta væri mjög athyglisvert miðað
við þær þrengingar sem íslendingar
hefðu gengið í gegnum, og það segði
að áætlanir um stöðugleika, sem
menn hefðu verið ásáttir um að
tryggja, hefðu gengið eftir og væru
að skila þjóðinni langþráðum árangri
þótt mikilvægt sé að ekkert fari úr
böndum. „Við erum ekki að segja
að sú staða sé komin upp að menn
geti farið að slaka á,“ sagði Davíð.
Gott jafnvægi
Þórður Friðjónsson sagði að sam-
anburður við aðrar þjóðir segði að
hér væri traust yfir efnahagsmálun-
um og tiltölulega gott jafnvægi mið-
að við það sem gengur og gerist. Á
næsta ári væri almennt reiknað með
hægum upptakti í efnahagsþróuninni
en þar skipti að sjálfsögðu miklu
máli að áfram yrði beitt aðhaldi í
ríkisfjármálum og við fjárlagagerð.
„Við höfum aðstæður sem eru hag-
felldar um margt og eiga að geta
nýst til að hefja vaxtarskeið," sagði
Þórður. Bæði Davíð og Þórður
lögðu áherslu á að þessar áætlanir
væru mjög varfærnar. Ekki væri
gert ráð fyrir síldveiði umfram það
sem þegar hefur veiðst eða að álverð
hækki frá því sem nú er. Þá væri
ekki miðað við auknar veiðar utan
fiskveiðilögsögu. I forsendunum er
reiknað með að verðlag á sjávar-
afurðum lækki ekki meir en orðið
er en hins vegar er miðað við þá
hækkun sem orðið hefur á verði áls
og annarra stóriðjuafurða.