Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 13 VIÐSKIPTI Flutningar Litháískur togari land- ar karfa í Sundahöfn LITHÁÍSKI úthafsfrystitogarinn Vydunas, sem verið hefur á veiðum á Reykjaneshrygg, utan íslenskrar landhelgi, landaði í Sundahöfn í gær rúmlega 500 tonnum af frystum karfa og 200 tonnum, sem fara eiga í mjöl. Þar voru Samskip hf. sem önnuðust löndunina og verður aflinn fluttur með skipum félagsins til Hamborgar í Þýskalandi. Endanleg- ur áfangastaður farmsins er hins vegar í Póllandi. Vydunas er um það bil 120 metra langur togari og 19 metra breiður. Skipið er í eigu útgerðarfélags í Lit- háen, en veiðamar á Reykjaneshrygg eru stundaðar í samráði við íslenska aðila og hafa íslendingar með hönd- um stjóm bæði veiða og vinnslu um borð. Frá því var greint fyrr í vor, að keyptur hefði verið búnaður hér á landi um borð í skipið fyrir tugi milljóna króna, veiðarfæri, leitartæki og fleira. . Skipið hefur verið að veiðum frá því í maí í vor en fyrir nokkru var hluti afians losaður beint um borð í japanskt flutningaskip, sem á að flytja hann beint á markað í Japan. Samið var um sölu afgangsins af aflanum til pólskra aðila 'og verður hann fluttur þangað í gámum með viðkomu í Hamborg. Beint á veiðar aftur Að sögn Michaels Sigþórssonar hjá Samskipum hf. fer Vydunas beint á veiðar aftur eftir aðlöndun er lok- ið. Hann segir að samið sé um hveija löndun fyrir sig en líklegt sé að skip- ið landi hér aftur og Samskip hf. muni væntanlega áfram annast flutning afla þess á markaði. Michael segir, að Samskip hafi ekki verið mikið í flutningum áður með afla úr skipum frá fyrrum týð- veldum Sovétríkjanna. Hins vegar hafi fyrirtækið verið í nokkrum við- skiptum við rækjutogara frá Græn- landi framan af árinu, og einnig norska og jafnvel færeyska togara. Auk þess hafi fyrirtækið flutt tölu- vert af fiski fyrir íslenska aðila með gámum á markaði í Evrópu. Morgunblaðið/Golli Unnið var að löndun úr risatogaranum frá Litháen í gærdag á athafnasvæði Samskipa í Sundahöfn. Hitakútar! Eigum til á lager 15 - 300 lítra hitakúta frá sænska fyrirtækinu NIBE. Bjóðum einnig 5 og 10 lítra kúta frá Siemens. Úrvalsvara á góðu verði. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 HápegisMatseðiu. Fiskréttartilboð matreiðslumeistarans KR. 85O,- Ofnbökuð smálúða með osti og sperglum KR. 950,- Gufusoðinn regnbogasilungur með eplum og banönum í karrí-engifersósu KR. 950,- Glóðarsteikt blálanga í appelsínusósu KR. 950,- Súpa og heimabakað brauójylgir öllum réttum dagsins. Skólabrií Sími 62 44 55 Yfirlýsing Jóhanns/)la Guðmundssonar um meirahlutaskipti í íslenska útvarpsfélaginu Hagsmunum félagsins stefnt í voða JÓHANN Óli Guðmundsson, annar stærsti hluthafinn í íslenska útvarpsfé- laginu, fól Starfsmannafélagi fyrirtækisins að fara með hlut sinn á aðal- fundi félagsins á laugardaginn, en hlutafé hans er 82 milljónir króna að nafnverði, eða um 15% hlutafjár. Sagði hann í yfirlýsingu af því tilefni, að hann treysti starfsmönnum best til að stjórna fyrirtækinu af þeirri fagmennsku, sem nauðsynleg væri. Þá sagði hann jafnframt, að hagsmun- um fyrirtækisins væri alvarlega stefnt í hættu með tilkomu nýs meiri- hluta og byggði hann þá skoðun á reynslunni frá fyrri valdatíma „fjór- menninganna" svokölluðu í harðorðri yfirlýsingu sinni sagði Jóhann Óli Guðmundsson, að ekki yrði séð að neinu breytti nærvera endurborins „Garðars Hólm“ í hópi nýrra meirihlutaeigenda í íslenska útvarpsfélaginu. Það væru sér von- brigði, því hann hefði átt von á meiri fagmennsku úr „vestrinu mikla“. Jóhann Óli bætti við, að sér væru einnig ljósar áhyggjur starfs- fólks af þróun mála, enda teldi hann að þeir þekktu betur en flestir aðrir hvað væri í húfi. Aldrei fyrr hefði íslenska útvarpsfélagið haft meiri þörf fyrir fagmannleg vinnubrögð í stað sérhagsmunapots einstakra hluthafa eða stjórnarmanna. Hann sagði að í ljósi þessa kysi hann að víkja tímabundið úr stjórn félagsins og rýma til fýrir áhrifum starfsmanna. Engar kvaðir fylgdu þessu fyrir fulltrúa Starfsmannafé- lagsins aðrar en þær, að láta stjóm- ast af faglegum sjónarmiðum 0g gera Starfsmannafélaginu einu sinni í mánuði grein fyrir stöðu mála hjá stjórninni. Burda vill 25% í Vox- stöðinni MUnchen. Reuter. BURDA-útgáfufyrirtækið í Þýzka- landi hefur hug á að eignast rúm- lega 25% hlut í einkasjónvarpsrás- inni Vox að sögn stjórnarformanns Burda, Helmuts Marktworts. Hann sagði að Burda hefði skýrt yfirvöldum í Nordrhein-Westfalen frá áhuga sínum á Vox, sem var gert upp fyrr á þessu ári. Burda hyggst einnig ræða við Rupert Murdoch, en fyrirtæki hans, News Corp Ltd., stefnir að því að eignast 49,9% hlut í Vox, og við dótturfýrirtæki Bertelsmann AG, Ufa, sem á 24,9% í stöðinni. Sumarbónus hjá SUZUKI Seljum fáeina Suzuki Swift á sérstöku tilboðsverði, frá kr. 896.000. ______________Sumarbónus______________________ Þeirsem kaupa Swift fyrir 20. júlí, fá sérstakan sumarbónus innifalinn í verði: ■& Ryðvörn frá Bílaryðvörn hf. C( Fisher útvarp m/segulbandi. ☆ Mottusett. Komið og reynsluakið Suzuki Swift, rúmgóðum og einstaklega sparneytnum bíl, með eyðslu frá 4 I á hundraðið._________________________________ $SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SlMI 68 51 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.