Morgunblaðið - 05.07.1994, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Norrænir góðtemplarar halda ráðstefnu á Islandi
Ahrif hagsmunaaðila í
áfengisiðnaði verði skert
Morgunblaðið/Sverrir
YFIRMENN góðtemplarahreyfínganna á Norðurlöndum. F.v.
Sigrid Snderholm, ritari norræns ráðs góðtemplarahreyfing-
anna, Kjell E. Johanson frá Svíþjóð, Björn Jónsson, stórtempl-
ar, Maija-Leena Kettunen frá Finnlandi, Ingvald Back, fulltrúi
sænskumælandi Finna, og Björn Skau frá Noregi.
HLUTVERK norrænna góðtemplara
í baráttunni gegn áfengisböli í nýrri
sameinaðri Evrópu er meðal helstu
umræðuefna á ráðstefnu norræns
ráðs góðtemlarareglna sem haldin
er í Reykjavík dagana 2.-9. júlí.
Góðtemplarar segja mjög mikilvægt
að komið verði í veg fyrir áhrif þeirra
sem hafa hag af áfengi á áfengis-
dreifingu og -löggjöf. Þeir leggja
m.a. til ríkisvaldið haldi áfram að
hlutast til um áfengismál. Ráðstefnu
þessa, sem er haldin að sumarlagi
annaðhvert ár, sækja um 70-80 góð-
templarar. Árið 1996 ætla góðteml-
arar að hittast í Færeyjum.
Starf samtaka góðtemplarareglna
á Norðurlöndum gengur aðallega út
á þrennt að sögn Kjell E. Johanson,
sem er í forsvari fyrir norrænt ráð
góðtemplara. „í fyrsta lagi mörkum
við stefnu í áfengismálum, þ.e.a.s. í
baráttu okkar gegn áfengisbölinu. í
annan stað leita fulltrúar í norræna
ráðinu leiða til að efla og styrkja
starf góðtemplarahreyfinganna á
Norðurlöndum. Loks vinnum við
markvisst að menningarmálum, s.s.
útgáfustarfi og umhverfísvemd,"
sagði hann.
Hagsmunaaðilar hafi ekki
áhrif á áfengislöggjöf
Kjell segir mjög mikilvægt að gefa
ekki eftir í baráttunni gegn áfengi
og ofneyslu þess. „Við góðtemplarar
vitum að við höfum rétt fyrir okkur
og lítum á samtök okkar sem bar-
áttusamtök." Hann sagði að góð-
templarar teldu mikilvægast að láta
ekki hagsmunaaðila, bruggverk-
smiðjur og áfengisdreifiaðila, stýra
áfengislöggjöf og -dreifingu. „Slík
löggjöf á að snúast um manneskjuna
og félagslega velferð. Þess vegna
viljum við takmarka áhrif þeirra og
leggjum sérstaka áherslu á að ríkis-
einokun í inn- og útflutningi, sölu
og dreifíngu áfengis verði viðhaldið,"
sagði hann.
Kjell segir að góðtemplarar heyi
baráttu á mörgum vígstöðvum gegn
ofneyslu áfengis. Hann segir góð-
templara vinna að því að takmarka
áfengisdrykkju, seinka henni og helst
koma alveg í veg fyrir hana á a.m.k.
sjö sviðum samfélagsins.
Norrænir góðtemplarar hyggjast
sameina krafta sína enn frekar í ljósi
sameiningar Evrópu. Bjöm Skau,
sem er í forsvari fyrir góðtemlara-
hreyfínguna í Noregi, trúir því að
hin fjölmenna hreyfing bindindis-
manna á Norðurlöndum geti haft
mikil áhrif í sameinaðri Evrópu. í
því skyni hafa góðtemplarar lagt
fram fjórar kröfur í áfengismálum
að sögn Bjöms. í fyrsta lagi að halda
við ríkiseinokun á sölu og dreifíngu
áfengra diykkja. í annan stað að
óheftur flutningur vara á milli landa
sem sé hluti af fjórfrelsinu megi
ekki eiga við viðskipti með áfengi. í
þriðja lagi verði að varðveita og
herða reglur um hversu mikið áfengi
einstaklingar geti flutt inn í heima-
land sitt. Loks er þess krafíst að ríki
innan ESB fái áfram að ákveða eig-
in tolla og skatta á vörur þannig að
Norðurlöndin þurfí t.a.m. ekki að
lækka tolla á áfengi.
Viljum uppfræða æskuna
Bjöm Jónsson, stórtemplar Góð-
templarahreyfingarinnar á íslandi,
segist vera mjög ánægður með það
tækifæri að geta haldið ráðstefnu
með fulltrúum iiorrænna góðtempl-
ara hér á landi. „Við höfum haft
sérstöðu í norrænu samstarfi og ekki
getað tekið þátt í því af fullum krafti
vegna skorts á fjármagni." Hann
fullyrðir að góðtemplarahreyfíngin
sé í sókn um þessar mundir enda
hafi bamastarf verið eflt til muna.
„Við höfum heimsótt skóla og átt
fundi bæði með nemendum og kenn-
urum. Við teljum það geysilega þýð-
ingarmikið að uppfræða æskuna,"
sagði hann. „Skæðasti óvinur æsk-
unnar og fjölskyldunnar er áfengið.
Höfuðforsenda í okkar baráttu er sú
að þeir sem hafí hagnað á áfengi fái
ekki að hafa áhrif á útbreiðslu þess.
Rök okkar byggjast nefnilega á því
að neysla áfengis aukist um leið og
auðveldara reynist að ná til þess.“
Nýr forstöðumaður Arnastofnunar
Arnastofnun er
bæði þjóðleg og al-
þjóðleg stofnun
Stefán Karlsson
Stefán Karlsson hand-
ritafræðingur tók við
starfi forstöðu-
manns Stofnunar Áma
Magnússonar um síðustu
mánaðamót, en þá lét Jón-
as Kristjánsson af því
starfí fyrir aldurs sakir.
Starfsemi Árnastofnunar
er einkum fólgin í rann-
sókn handrita og útgáfu
texta sem varðveittir eru
í handritum, en að þessu
starfa starfsmenn stofn-
unarinnar og gestir bæði
innlendir og erlendir. Þá
segir Stefán mikinn tíma
fara í það hjá starfsmönn-
um stofnunarinnar að
fylgjast með verkum ann-
arra fræðimanna sem
stofnunin tekur til útgáfu.
Hann segir stofnunina
sameina það að vera bæði
þjóðleg stofnun og alþjóð-
leg, því mjög víða um lönd
starfí menn við rannsóknir á fs-
lenskum fræðum, og þar á meðal
séu ótrúlega margir bæði í Evr-
ópu og Norður-Ameríku sem
fengist hafa við beinar handrita-
rannsóknir og útgáfur.
- Hverjir koma helst á þær
handritasýningar sem haldnar
eru í stofnuninni?
„Okkur ber auðvitað skylda til
að sýna handrit og erum við með
reglulegar sýningar á sumrin. Þá
koma hingað mest erlendir hópar
og einstaklingar, og við þurfum
þá að leiðbeina því fólki ef það
vill vita eitthvað meira en fram
kemur í sýningarskrám og leið-
beiningum. Á vetuma emm við
hins vegar ekki með reglulegar
sýningar heldur setjum við upp
sýningar þegar beðið er um það
fyrir einhveija hópa. Þá em það
mest hópar frá skólum sem hing-
að koma.“
- Hyggur þú á einhverjar
áherslubreytingar í starfsemi
stofnunarinnar?
„Ég á ekki von á að þær verði
miklar, en þó get ég nefnt nokk-
ur atriði sem ég tel að leggja
verði talsverða áherslu á í nán-
ustu framtíð. Það em mjög marg-
ar bækur sem eiga að koma út
á vegum stofnunarinn-
ar og eru nánast full-
búnar. Þetta er því
toppur í útgáfunni sem
er framundan og við
sjáum ekki alveg
hvemig á að kljúfa fjárhagslega.
Eins og eðlilegt er með verk á
þessu sviði þá tekur það oft mörg
ár eða áratugi að undirbúa þau
og skrifa, og þá getur það farið
svo að það séu mörg verk tilbúin
um svipað leyti. Hvað varðar
önnur verk sem hér þarf að sinna
þá má nefna að búa þarf betur
um handritin en gert er. Þau em
auðvitað í traustri geymslu þar
sem er sjálfvirk stilling á hitastigi
og rakastigi, og langflest koma
handritin í góðu ástandi að því
leyti að farið hefur verið yfir þau
og gert við þau áður en þau hafa
verið send hingað. En ýmislegt
þarf að lagfæra frekar og sömu-
leiðis væri æskilegt að koma upp
betri umbúðum um einstök hand-
rit en þeim hafa fylgt. Þá má
geta þess að handritarannsóknir
geta aldrei beinst einvörðungu
að þeim handritum sem varðveitt
em á staðnum. Þá þarf annað-
hvort að útvega handrit að láni,
sem hefur verið tiltölulega auð-
velt fram að þessu innan Norður-
landa, eða þá að það þarf að út-
►Stefán Karlsson lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólan-
um á Akureyri 1948 og stund-
aði að því loknu nám við
Kaupmannahafnarháskóla í
dönsku og síðar norrænum
málum og bókmenntum, en
einnig nam hann við Háskóla
Islands og háskólana í Uppsöl-
um og Osló. Stefán lauk mag-
istersprófí frá Hafnarháskóla
1961. Á námsárunum starfaði
Stefán á Árnastofnun i Kaup-
mannahöfn, og að loknu mag-
isterprófi var hann með fasta
stöðu við stofnunina frá 1962
til 1970, enjafnframtkenndi
hann forníslensku við Hafn-
arháskóla. Hann fluttist síðan
til íslands 1970 og hefur starf-
að sem sérfræðingur við
Árnastofnun síðan.
vega filmur eða myndir. Þegar
gengið var endanlega frá skipt-
ingu íslensku handritanna milli
Kaupmannahafnar og Reykjavík-
ur var það í samkomulaginu að
við eignuðumst smám saman
myndir af öllum þeim íslensku
handritum sem eftir yrðu í Kaup-
mannahöfn. Það kostar að sjálf-
sögðu gríðarmikið fé
og er ekki nema tiltölu-
lega skammt á veg
komið. íslensk handrit
eru líka varðveitt miklu
víðar í heiminum og
ekki nema tiltölulega lítill hluti
þeirra sem við höfum eignast
myndir eða filmur af.“
- Hvenær er áætlað að af-
hendingu handritanna frá Kaup-
mannahöfn ljúki?
„Afhendingin hófst með af-
hendingu Konungsbókar eddu-
kvæða og Flateyjarbókar 1971
og ætti henni að ljúka á árinu
1996. Reglulegar sendingar hóf-
ust ekki fyrr en árið 1973 og síð-
an hafa handritin komið hingað
jafnt og þétt allan þennan tíma,
en af öryggisástæðum eru ekki
send nema fá í einu. Það má
geta þess að afhending handrit-
anna hefur kostað Dani gífurlegt
fé. Þar er um að ræða ljósmynd-
un handritanna og viðgerðir á
þeirn og auk þess hafa fræðimenn
á Árnastofnun í Kaupmannahöfn
þurft að fylgjast gaumgæfilega
með þessum verkum og hefur
þetta því kostað Dani ótaldar
milljónir króna. Það er skylda
Islendinga að varðveita handritin
sem best og efla rannsóknir á
þeim.“
Síðasta hand-
ritið kemur
1996