Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 26

Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Elskulegur eiginmaður minn, GARÐAR FINNSSON, Álfheimum 19, lést á heimili sínu að morgni laugardagsins 2. júlí. Guðný Matthíasdóttir. t Eiginmaður minn, ÍSÓLFUR GUÐMUNDSSON, ísólfsskála, Grindavík, lést í Landspítalanum 3. júlí. Hertha W. Guðmundsson. t MARINÓ SÆMUNDSSON, lést á hjúkrunar- og öldrunardeild Landspítalans í Kópavogi 3. júlí. Vinir og vandamenn. t Móðir okkar, STELLA WOLF, Willemoesgade 16, Kaupmannahöfn, lést í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn laugardaginn 2. júlí. Kirsten Wolf, Klaus Wolf. t Okkar ástkæra móðir, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS FINNBOGADÓTTIR, Hörgshlfð, Reykjafjarðarhreppi, lést í Borgarspítalanum þann 3. júlí. Gerður Elíasdóttir, Heiðrún Kristjánsdóttir, Kristján Pétursson, Dagbjört Jónsdóttir, Páll Agústsson, Jakob Jónsson, Ingibjörg Karlsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Kristinn Njáisson, Finnbogi Jónsson, Magnea Karlsdóttir, Halldór Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, GESTUR JÓNSSON, Ártúni 8, Selfossi, sem lést í Landspítalanum föstudaginn 1. júlí, verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju föstudaginn 8. júlí kl. 15.00. Steinunn Ástgeirsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN KRISTINN KRISTJÁNSSON, vélstjóri, Hjallavegi 16, ísafirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði þann 2. júlí. Ingibjörg Steinunn Einarsdóttir, Björg Aðalheiður Jónsdóttir, Kristján Jónsson. SIG URBJÖRG SIGHVA TSDÓTTIR + Sigtirbjörg Sig- hvatsdóttir fæddist í Reykjavík 20. desember 1927. Hún lézt í Landspít- alanum 25. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Vigfús- dóttir, f. í Frambæ í Litlu-Háeyrar- hverfi á Eyrar- bakka 27. júní 1897, d. í Reykjavík 9. apríl 1968, og Sig- hvatur Einarsson, pípulagningameist- ari og kaupmaður, f. í Nýjabæ undir Eyjafjöllum 30. ágúst 1899, d. í Reykjavík 18. septem- ber 1964. Sigxirbjörg giftist 27. ágúst 1954 Oskari Th. Þorkels- syni verzlunarmanni í Reykja- vík. Hann var fæddur 7. desem- ber 1923 og lézt 22. marz 1990. Móðir hans var Birgitta Guð- brandsdóttir. Faðir hans var Þorkell Þórðarson og ólst Ósk- ar upp hjá honum og eiginkonu hans, Guðrúnu Kristjánsdóttur. Sigurbjörg gekk í Kvennaskól- ann í Reykjavík haustið 1942 og lauk þar námi vorið 1946. Starfaði hún síðan við fyrirtæki föður síns, fyrst í Garðastræti 45, en síðan í Skipholti 15. Bjuggu þau Óskar fyrst í Garðastræti 45, en fluttust árið 1972 á Flókagötu 47. Sigur- björg verður jarðsungin frá Dómkirkjunni i dag. Í DAG fer fram frá Dómkirkj- unni útför Sigurbjargar Sighvats- dóttur, Flókagötu 47 í Reykjavík. Hún lézt í Landspítalanum aðfara- nótt 25. júnf eftir nokkurra mánaða erfíð veikindi, 66 ára að aldri. Sigurbjörg Sighvatsdóttir var af kunnum dugnaðar- og hagleiksætt- um komin. Sigurbjörg Hafliðadótt- ir, amma hennar á Eyrarbakka, var nafnkunn saumakona á sinni tíð, og Sighvatur, faðir hennar, og Sig- hvatur Bjamason, sá landskunni formaður og útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum, voru systkinasynir. Sigríður, móðir Sigurbjargar réðst ung til starfa við Hofs- árijómabúið við Seljaland undir Eyjafjöilum með Margréti Júníus- dóttur ijómabústýru. Á Seljalandi kynntist Sigríður Sighvati og giftust þau 4. nóvem- ber 1926 og bjuggu fyrst í Vestmannaeyj- um. Þar vann Sighvat- ur fyrst við sjóinn en fór fljótlega að stunda pípulagnir. Haustið 1927 fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu lengst af í Garðastræti 45. Starfaði hann upp frá því við pípulagnir og var meðal þeirra fyrstu, sem aflaði sér réttinda í þeirri grein. Sighvatur var sterkbyggður og mikið hraustmenni, ósérhlífínn og mikilvirkur í störfum. Voru honum því falin mörg verkefni í hita- og vatnslögnum fyrir einstaklinga, stofnanir, bæjarfélög og ríkisfyrir- tæki, bæði í Reykjavík og úti um land og hafði marga menn í vinnu, bæði nema og sveina. Með atorku sinni og hyggindum varð hann fljót- lega efnalega sjálfstæður og stofn- aði skömmu fyrir stríð verslun með miðstöðvarefni og hreinlætistæki. Rak hann hana framan af í húsi sínu í Garðastræti 45, uns hann reisti stórhýsi í Skipholti 15 og flutti reksturinn þangað árið 1960. Sigríður bjó manni sínum og dóttur gott og fagurt heimili. Hún var mikil húsmóðir og myndarleg í öllum verkum sínum, svo að af bar. Hún hafði yndi af að taka á móti gestum og veita góðgerðir og fyrirgreiðslu, jafnt vinum þeirra og þeim mörgu, sem áttu erindi við Sighvat. Hún var mjög ættrækin og fylgdist ávallt vel með mönnum og málefnum á æskustöðvum sínum austur á Eyrarbakka. Sigurbjörg var einkadóttir þeirra Sigríðar og Sighvats. Að loknu skyldunámi og námi við Kvenna- skólann starfaði hún við fyrirtæki föður síns, sá um bókhald og inn- kaup og fór ótaldar viðskiptaferðir með honum til útlanda. Eiginmaður Sigurbjargar, Óskar Th. Þorkelsson verslunarmaður í Reykjavík, lauk námi við Samvinnu- skólann vorið 1944. Næsta vetur var hann kennari við íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal í bóklegum greinum, bókhaldi og LEGSTEINAR ©[íqúqoG s/C? HEUUHfifiUNI 14, HfiFNfiRFIRÐI, SÍMI 91-652707 Islenskur etniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. if S S. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 > ....-v..............- Í&áttZíJ + Systir okkar, SOFFÍA MARELSDÓTTIR, Hringbraut 50, áður Njarðargötu 43, lést í Borgarspftalanum 1. júlí. Systkini hinnar látnu. stærðfræði. Meðal nemenda var Guðni B. Guðnason, síðar kaupfé- lagsstjóri á Eskifirði og í Vest- mannaeyjum og síðast aðstoðar- kaupfélagsstjóri Kf. Árnesinga á Selfossi. Minnist hann Óskars æ síðan með þakklæti fyrir uppörvun og hvatningu og telur hann öðrum fremur hafa mótað ævibraut sína með því að hvetja sig til þess að fara í Samvinnuskólann. Næstu misseri stundaði Óskar verslunar- störf, en fór 1946 til Svíþjóðar til frekara náms í verslunarskóla í Stokkhólmi um eins árs skeið. Eftir brúðkaup þeirra fóru þau Sigur- björg og Óskar til Bandaríkjanna til frekara náms í verslunarskóla í Trenton í New Jersey og dvöldust þar árið. Eftir heimkomuna hóf Óskar störf við fyrirtæki tengdaföður síns ásamt Sigurbjörgu og aflaði sér nýrra viðskiptasambanda. Eftir lát Sighvats 1964 héldu þau rekstrin- um áfram og nokkru eftir lát Sigríð- ar fluttust þau úr Garðastræti 45 árið 1972 í glæsilegt íbúðarhús á Flókagötu 47, þar sem þau byggðu sér mjög fallegt heimili. Þó að Óskar hefði á yngri árum skarað fram úr í íþróttum og hlotið viðurkenningar fyrir fímleika átti hann síðar lengi við mikið heilsu- leysi að stríða, Parkinsonsveiki. Urðu það örlög hans að heyja hetju- lega baráttu fyrir heilsunni í meira en tvo áratugi. Því seldu þau versl- unina árið 1981 Erling Magnússyni í Vörukaupum og húseignina Skip- holt 15 nokkrum árum síðar. Og 22. mars 1990 lést Óskar af veik- indum sínum, 66 ára að aldri. Allan þann tíma stóð Sigurbjörg við hlið hans og reyndi eftir fremsta megni að gera honum lífíð sem bærilegast. Sigurbjörg frænka var fríð kona sýnum, frábærlega vel gefín, frændrækin og hafði ljúfa lund en bar ekki tilfínningar sínar á torg. Hún var ávallt reiðubúin að rétta hjálparhönd, þegar á reyndi af fús- um vilja, því að hún var ríkulega gædd þeim góðu eiginleikum að vilja hjálpa öðrum og þjóna frekar en láta þjóna sér. Slíkir eiginleikar eru gott veganesti í framlífsheimin- um. Þar óska ég yndislegri frænku blessunar með þökk fyrir ljúf kynni allt frá því að ég dvaldist á heimili hennar og foreldra hennar í Garða- stræti á námsárum mínum í Reykja- vík 1945-51 og fyrir ævilanga vin- áttu. Guðm. Kristinsson. Það var í janúar á þessu ári, að Sigurbjörg Sighvatsdóttir veiktist af þeim sjúkdómi, sem varð orsök að skyndilegu brotthvarfi hennar úr þessum heimi. Sigurbjörg var einkadóttir sæmdarhjónanna Sigríðar Vigfús- dóttur, ættaðrar frá Eyrarbakka, og Sighvats Einarssonar, pípulagn- ingarmeistara, sem ættaður var undan Eyjafjöllum, en þau eru bæði látin. Sigurbjörg var Reykjavíkurbarn, ólst upp og bjó lengi í Garðastræti 45. Eftir skólagöngu starfaði hún alla tíð við fyrirtæki föður síns, Btómmtoja niófinm Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík, Sími 31099 Opið öll kvöld til kf. 22,« einnig um helgar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.