Morgunblaðið - 05.07.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 11
LANDIÐ
Fyrsta framlag til upp-
græðslu Hólasands afhent
Húsavík - íslandsbanki hf. hefur
nýlega afhent Húsgulli á Húsavík
400 þúsund krónur, sem fyrsta
framlag til uppgræðslu Hólasands,
en um hann lá áður fyrr þjóðleiðin
milli Mývatnssveitar og Húsavíkur
eða sú leið, sem nú er kölluð Kísil-
vegurinn.
Bankaútibússtjóri íslandsbanka,
Örn Björnsson, afhenti Benedikt
Sigurjónssyni, formanni Húsgulls,
gjöfina með þeim orðum að hann
vissi að féinu yrði vel varið til þess,
sem það væri ætlað. Bankastjórinn
sagði að þrátt fyrir óhagstæðan
rekstur bankans hefði hann á und-
anförnum 3 árum gefið til land-
græðslu rúmar 7 millj. króna og
hann hlakkaði til þess tíma, þegar
reksturinn væri orðinn viðunandi
hagstæður, því þá mætti vænta
þess að gjafirnar stækkuðu. „Allt
frá stofnun íslandsbanka hefði
starfsfólk bankans leitast við að
starfa í sátt við umhverfið og nátt-
úruna með því að sameina daglegan
rekstur og umhverfisvernd."
Bankastjórinn gat þess að starfs-
fólk íslandsbanka á Húsavík hefði
fengið útmældan reit í Uppsprett-
ugili og hefði nú gróðursett í hann
20 þúsund plöntur og verkefni þar
væri að hlú að því sem komið væri,
og nú væri fyrirhugað að hefja jafn-
framt nýtt átak á Hólasandi, með
gróðursetningu lúpínu og trjáa.
Hann sagði að fyrir um 250 árum
hefði leiðin yfir Hólasand verið
gróðri vaxin, en sandurinn hefði nú
alveg náð þar yfirhöndinni. Nú
væri hafin mikil vakning og áhugi
um að græða sandinn að nýju og
með sameiginlegu átaki einstakl-
inga og fyrirtækja ættu helst ekki
margir áratugir að líða, þar til
hægt væri að sjá sandinn algróinn.
En hann vildi sjá verkinu lokið á
næsta áratug og slíkt væri hægt
með sameiginlegu átaki. -
Við þetta tækifæri var viðstaddur
Sveinn Runólfsson, landgræðslu-
stjóri, og þakkaði hann íslands-
banka fyrir þann áhuga, sem bank-
inn hefði sýnt landgraéðslunni, og
sömuleiðis vildi hann þakka Þingey-
ingum fyrir ómetanlegan áhuga á
landgræðslu.
Morgunblaðið/Silli
Örn Bjarnason, útibússljóri íslandsbanka, afhendir Benedikt Sigurjónssyni, Húsgullsgjöfina.
Morgunblaðið/Hjalti Sigurbjömsson
Óðinn Elísson og Einar Stefánsson sjá um grenjaleitina.
Tvær læður í sama
greni og 11 yrðlingar
Kiðafelli - Fyrir stuttu unnu
grenjaskyttur greni í norðanverðri
Esjunni skammt frá bænum Tind-
stöðum á Kjalarnesi. Það var bónd-
inn á Kiðafelli, Kjós, sem fann
grenið sem var í sjónmáli frá bæn-
um.
4 greni unnin
Grenjaleit er langt komin og
hafa fjögur greni verið unnin í
Kjósinni. Á Meðalfelli 9 dýr, á
Eyjadal og víðar. Eftir er að leita
í Eyrarfjalli en þar hafa sést nokk-
ur dýr. Á þessu svæði er allur
fugl horfin og hefur tófan haldið
öllu hreinu á þessu vori sem áður.
Engin svartbakur eða sílamávur
aðeins nokkrir mófuglar.
Þeir sem sjá um grenjaleitina
eru Oðinn Elísson, Hlíðarási en
með honum er Einar Stefánsson.
Eldur í þaki
kartöflu-
verksmiðju
ELDUR kom upp í Kartöfluverk-
smiðjunni í Þykkvabæ um klukkan
11 í gærmorgun. Lítið tjón varð og
stöðvaðist starfsemin aðeins í nokkra
klukkutíma.
Eldurinn kviknaði í þaki vegna
hita út frá stórum varmaskipti sem
er í verksmiðjunni. Slökkvilið frá
Hellu og Hvolsvelli komu á staðinn,
en starfsmenn verksmiðjunnar höfðu
náð tökum á eldinum þegar slökkvi-
liðsmenn mættu á brunastað. Um
klukkutíma tók að ráða niðurlögum
eldsins.
Þessi frétt færði okkur í raun ekki nein ný sannindi
enda staðfesting á því sem við vissum fyrir.
Morgunblaðið er þarna að vísa til könnunar breska
dagblaðsins European á gæðum og áreiðanleika bíla.
Honda lenti í efsta sæti en aðeins fjórir
af hverjum hundrað bílum biluðu.
Bílar næsta samkeppnisaðila biluðu fimmfalt meira.
ra
HONDA
Vatnagörðum - Sími 689900
-klikkar ekki
Tilboð júlímánaðar:
Humar sumar
á Hótel Valhöll
HUMAR, BAKAÐUR UNDIR ORILLI,
í KÍLÓAVÍSf!
HÁLFT KÍLÓ KR. 1.700,-
EITT KÍLÓ KR. 2.900,-
EITT 06 HÁLFTKÍLÓ KR. 4.200
M/HVÍTLAUKSBRAUÐI, SALATI 06 SALSA.
ÓTRÚLE6T VERf>
ÞÚ BARA VERÐUR!!!
Borðapantanir í síma 98-22622