Morgunblaðið - 05.07.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 33
FRÉTTIR
Sautjánda úthlutun úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 1994
Styrkir veitt-
ir að upphæð
4,5 milljónir
LOKIÐ er úthlutun styrkja úr Þjóð-
hátíðarsjóði fyrir árið 1994 og þar
með sautjándu úthlutun úr sjóðn-
um. Til úthlutunar í ár komu kr.
4.520.000, þar af ijórðungur, 1.130
þús. kr., til Friðlýsingarsjóðs til
náttúruverndar á vegum Náttúru-
vemdarráðs og ijórðungur, 1.130
þúsund kr., til varðveislu forn-
minja, gamalla bygginga og ann-
arra menningarverðmæta á vegum
Þjóðminjasafns, skv. ákvæðum
skipulagsskrár. Allt að helmingi
úthlutunarfjár á hveiju ári er varið
til styrkja skv. umsóknum og voru
því allt að kr. 2.260.000 til ráðstöf-
unar í þennan þátt að þessu sinni.
Samkvæmt skipulagsskrá er til-
gangur sjóðsins að veita styrki til
stofnana og annarra aðila, er hafa
það verkefni að vinna að varðveislu
og vernd þeirra verðmæta lands
og menningar, sem núverandi kyn-
slóð hefur tekið í arf. Fjórðungur
af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins
skal renna til Friðlýsingarsjóðs til
náttúruverndar á vegum Náttúru-
verndarráðs, annar fjórðungur skal
renna til varðveislu fornminja,
gamalla bygginga og annarra
menningarverðmæta á vegum
Þjóðminjasafns.
Að öðru leyti úthlutar stjóm
sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni
í samræmi við megintilgang hans,
og komi þar einnig til álita við-
bótarstyrkir til þarfa, sem getið er
hér að framan. Við það skal mið-
að, að styrkir úr sjóðnum verði við-
bótarframlög til þeirra verkefna,
sem styrkt eru, en verði ekki til
þess að lækka önnur opinber fram-
lög til þeirra eða draga úr stuðn-
ingi annarra við þau.
I samræmi við 6. gr. skipulags-
skrár fyrir sjóðinn hafa aðilar, sem
skipa skulu menn í stjórn sjóðsins,
valið eftirfarandi menn til setu í
henni fyrir yfirstandandi kjörtíma-
bil, sem hófst 1. janúar 1994 og
stendur til ársloka 1997, en þeir
eru:
Hulda Valtýsdóttir blaðamaður,
formaður, skipuð af forsætisráð-
herra, Birgir ísleifur Gunnarsson
seðlabankastjori, varaformaður, til-
nefndur af Seðlabanka íslands.
Björg Einarsdóttir rithöfundur.
Björn Teitsson skólameistari og
Ásgerður Bjarnadóttir banka-
starfsmaður, sem kjörin voru af
Alþingi. Ritari sjóðsstjórnar er
Sveinbjörn Hafliðason lögfræðing-
ur.
I samræmi við skipulagsskrár
sjóðsins voru styrkir auglýstir til
umsóknar í fjölmiðlum um sl. ára-
mót með umsóknarfresti til og með
25. febrúar sl.
Hér á eftir fer skrá yfir þá aðila
og verkefni, sem hlutu styrki að
þessu sinni, en fyrst er getið verk-
efna á vegum Friðlýsingarsjóðs og
Þjóðminjasafns.
Friðlýsingarsjóður
Skv. skipulagsskrá Þjóðhátíðar-
sjóðs skal Friðlýsingarsjóður veija
árlegum styrk til náttúruverndar á
vegum Náttúruverndarráðs.
Styrknum í ár mun verða varið til
að undirbúa fræðslu og upplýsinga-
efni fyrir gestastofur (fræðslustof-
ur) og nú er stefnt að því að setja
upp gestastofu við Mývatn á næsta
ári.
Þjóðminjasafn
Samkvæmt skipulagsskrá Þjóð-
hátíðarsjóðs skal Þjóðminjasafnið
veija árlegum styrk til varðveislu
fornminja, gamalla bygginga og
annarra menningarverðmæta á
vegum safnsins. Þjóðminjavörður
hefur gert grein fyrir ráðstöfun
styrksins í ár og mun honum verða
varið til að greiða kostnað vegna
forvörslu gripa safnsins sem eru á
sýningunni Leiðin til lýðveldis og
forvörslu og viðgerða annarra gripa
safnsins eftir því sem styrkurinn
hrekkur til.
Úthlutun styrkja
samkvæmt umsóknum:
Djúpavogshreppur. Framhald
endurbygginga Löngubúðar:
200.000 kr.
Vesturgata 3 hf., Hlaðvarpinn.
Endurnýjun á ytra byrði Vestur-
götu 3. Hlaðvarpanum: 200.000 kr.
Framkvæmdanefnd um end-
urnýjun garðsins Skrúðs, Grétar
J. Unnsteinsson, Reykjum, Ölfusi.
Endurnýjun garðsins Skrúðs að
Núpi Dýrafirði: 200.000 kr.
Úr dagbók lögreglunnar
2.-4. júlí
í heild má segja að helgin hafi
verið tiltölulega róleg hjá lögregl-
unni. „Einungis“ eru 360 færslur
í dagbókinni. Af þeim eru 76 vegna
árekstra og 5 vegna umferðarslysa.
Sex ökutæki voru tekin með krana.
Heimilisófriðartilvik voru tvö. Út-
köll vegna hávaða utan dyra og
innan voru 26. Tíu þjófnaðir. Tutt-
ugu ökumenn voru kærðir fyrir að
aka of hratt og sex eru grunaðir
um að hafa ekið undir áhrifum
áfengis. í einu tilvikanna hafði
ökumaður lent í umferðaróhappi
áður en til hans náðist. Þrír aðrir,
sem stöðvaðir voru reyndust rétt-
indalausir. Tólf ökumenn fengu
kæru eða áminningu vegna ýmissa
annarra umferðarlagabrota. Til-
kynnt var um tíu skemmdarverk,
fímm rúðubrot og þijár líkams-
meiðingar. Sex sinnum var tilkynnt
um lausan eld.
Á föstudagsmorgun varð árekst-
ur tveggja bifhjóla við hesthúsin í
Mosfellsbæ. Flytja þurfti annan
ökumanninn á slysadeild. Meiðsli
voru talin minniháttar.
Á föstudag var tilkynnt um eld
á fimmtu hæð í húsi við Austur-
stræti. Starfsfólkinu tókst að
slökkva eldinn áður en slökkvilið
og lögregla komu á vettvang.
Kviknað hafði í uppþvottavél í eld-
húsi.
Um miðjan dag varð kona fyrir
bifreið á Hringbráut gegnt húsi nr.
50. Konan var flutt á slysadeild,
en meiðsli hennar virtust minni-
háttar.
Sextán ára stúlka á reiðhjóli
varð fyrir bifreið í Hamrahlíð á
föstudagskvöld. Stúlkan kastaðist
í götuna við óhappið og er talið að
hún hafi meiðst alvarlega á höfði.
Skömmu eftir miðnætti var til-
kynnt um fjóra krakka á hlaupum
Ljósmynd/Jón Svavarsson
Bifreið valt á mótum Ægisgötu
og Mýrargötu aðfaranótt laugar-
dags. Okumaður er grunaður um
ölvun við akstur. Nóttin var eril-
söm og nokkrir ökumenn í miður
góðu ástandi undir stýri.
frá húsi við Grensásveg í átt að
Skeifunni. Náðust þrír þeirra á
hlaupum. Kom í ljós að þeir höfðu
brotist inn á veitingastað við Grens-
ásveg og stolið þaðan peningum.
Krakkarnir, sem voru á aldrinum
12-14 ára, viðurkenndu verknað-
inn og voru sóttir á lögreglustöðina
af foreldrum sínum.
Á föstudagsnóttina missti öku-
maður vald á bifreið sinni á Mýrar-
götu með þeim afleiðingum að bif-
reiðin valt. Farþegi í bifreiðinni
slasaðist lítilsháttar. Ökumaðurinn
er grunaður um að hafa verið und-
ir áhrifum áfengis.
Um 2000 manns í miðborginni
Talið er að um 2000 manns hafí
verið í miðborginni þegar mest var
aðfaranótt laugardags. Talsverð
ölvun var á meðal fólks og mikið
bar á unglingum og ungum krökk-
um. 15 unglingar voru færðir á
lögreglustöðina og þeir voru síðan
sóttir þangað af foreldrum sínum.
Eitthvað var um það að ekki næðist
í foreldrana og urðu einhveijir að
bíða uns náðist í aðra ættingja, sem
gátu sinnt unglingunum.
Aðfaranótt laugardags var ekið
yfir fót á manni í Bankastræli.
Ástæða þótti til að færa manninn
á slysadeild, en um lítilsháttar
meiðsli virtist vera að ræða.
Á sunnudag var tilkynnt um eld
í húsi við Aflagranda. Þar hafði
pottur gleymst á heitri eldavélar-
heilu. Einum íbúa hússins hafði
tekist að slökkva í honum áður en
slökkvilið og lögregla kom á vett-
vang.
Seinnipart sunnudags valt bif-
reið á Elliðaárbrú á Breiðholtsbraut
eftir árekstur við aðra bifreið.
Meiðsli urðu ekki á fólki, en tals-
verðar skemmdir á ökutækjum.
Flestar tilkynningar vegna
þjófnaða um helgina voru vegna
reiðhjóla. Enn sem fyrr er fólki
bent á að geyma reiðhjól sín innan-
dyra að næturlagi og festa þau við
jarðfasta hluti að degi til, ef því
verður við komið.
Gert að fjarlægja veggspjöld
Afskipti voru höfð af piltum sem
voru að hengja upp veggspjöld á
Laugavegi. Þeim var gert að fjar-
lægja þau spjöld sem þeir höfðu
sett upp. Af þessu tilefni og öðrum
er enn sem fyrr minnt á það að
óheimilt er að festa upp upplýs-
ingar á mannvirki nema með leyfi
eiganda eða umráðamanns. Þá er
óheimilt að reisa auglýsingaskilti á
almannafæri nema með leyfi borg-
aryfírvalda.
Sameiginlegt umferðarátak lög-
reglunnar á Suðvesturlandi verður
dagana 18.-21. júlí. Lögreglumenn
og bifreiðaskoðunarmenn frá Öllum
lögregluembættunum munu vinna
saman á tilteknum stöðum þessa
daga og kanna ástand ökutækja
og eftirvagna sem og ástand og
réttindi ökumanna. Ökumenn mega
búast við því að verða stöðvaðir
og beðnir um gögn, sem fylgja eiga
ökutækinu, og ökuskírteini. Fram-
undan er ein mesta umferðarhelgi
ársins, verslunarmannahelgin.
Byggðasafn Skagfírðinga,
Glaumbæ. Viðgerð^ á timburhúsi
sem byggt var í Ási, Hegranesi,
1883-86: 100.000 kr.
Mývatnssafn. Kaupa sýningar-
skápa vegna uppsetningar náttúru-
gripa: 100.000 kr.
Lúðubankinn hf. Til opnunar
sæfiskasafns í húsakynnum Lúðu-
bankans hf. í Höfnum. 200.000 kr.
Félag áhugamanna um minja-
safn, Endursmíði Róaldsbrakka á
Siglufirði svo opna megi síldar-
minjasafn 8. júlí 1994: 100.000 kr.
Byggðasafn Rangæinga og V-
Skaftfellinga, Skógum. Skráning
og tölvuvæðing handrita, skjala og
ljósmynda: 100.000 kr.
Héraðsskjalasafnið ísafirði.
Endurskipulagning ljósmynda-
plötusafns: 150.000 kr.
Fríður Ólafsdóttir, Bergstaða-
stræti 80, Reykjavík. Safna upplýs-
ingum um lifnaðarhætti og verk-
menningu Vestfirðinga með sam-
tölum við Egil Ólafsson á Hnjóti:
100.000 kr.
Safnastofnun Austurlands. Við-
gerðir á safngripum Minjasafnsins
á Burstafelli, Vopnafirði: 100.000
kr.
Hið ísl. bókmenntafélag. Sverrir
Kristinsson. Útgáfa afmælisbókar
Þjóðminjasafnsins: 200.000 kr.
Sögufélag, Fischersundi 3,
Reykjavík. Ganga frá riti Arngríms
Jónssonar lærða, Brevis comment-
arius, til útgáfu: 100.000 kr.
Átaksverkefni í atvinnumálum í
vesturhluta Rangárvallasýslu.
Vernda manngerða hella í landi
Ægissíðu í Djúpárhreppi og gera
þá aðgengilega fyrir ferðamenn:
150.000 kr.
Fuglaverndarfélag' Islands.
Verndun íslenska arnarins: 60.000
kr.
Lifandi myndir hf. „íslands þús-
und ár“, heimildarmynd sem lýsir
vetrarvertíðardegi í árabátaútgerð:
200.000 kr.
VISA
5. 7. 1994 Nr 390
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.:
4507 4500 0021 1919
4507 4500 0022 0316
4543 3700 0008 7588
4543 3718 0006 3233
ÖLL ERLEND KORT
SEM BYRJA Á:
4550 50** 4560 60**
4552 57** 4941 32**
Afgreiöslutólk vinsamiegast takiö ofangreind
koft úr umferö og sendiö VISA islandi
sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og visa á vágest.
Álfabakka 16-109 Reykjavík
Sími 91-671700
^ -
Vinning laugard ®! Á2i
2. júlí 1994. I
ytyJ 125)
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA
1. 5af5 4.457.079
2. ,3,5* W 1 474.131
3. 4af5 106 7.715
4. 3al5 3.578 533
Heildarvinnlngsupphæð þessa viku: 7.656.074 kr.
upplýsingarsImsvari91 -681511 lukkulIna991002
• •
Okutækjum
stolið
TVEIMUR bílum og mótorhjóli
var stolið í Reykjavík um helgina
og óskar lögreglan eftir vitnum.
Rauðbrúnum Suzuki Alto, R-
40929, árgerð 1983, var stolið frá
Skipholti 11-13 á tímabilinu frá
kl. 23 að kvöldi föstudagsins 1.
júlí til kl. 10.30 2. júlí.
Steingráum Nissan 'Micra, XR-
541, árgerð 1991, var stolið frá
Suðurhólum 14 á tímabilinu frá
kl. 22 á föstudagskvöld fram á
laugardagsmorgun.
Þá var rauðu og svörtu tor-
færuhjóli, Honda XL 600, með
númerið IC-608, stolið frá Tjarn-
arbóli 6 á Seltjamamesi átímabil-
inu frá kl. 20 á föstudag fram til
kl. 14 á laugardag.
Ákeyrsla
Loks óskar lögreglan eftir vitn-
um að ákeyrslu, en ekið var utan
í Mitsubishi Lancer við Stórhöfða
17 frá kl. 9-11.30 á föstudag.
JOGA GEGN KVIÐA
Þann 12. júlí hefst nýtt námskeið
hjá JÓGASTÖÐINNI HEIMSUÓSI,
sem fjallar um kvíða og fælni. í lok
námskeiðs verður stofnaður stuðn-
ingshópur. Leiðbeinandi: Ásmund-
ur Gunnlaugsson.
Upplýsingar og skráning í JÓGA-
STÖÐINNI HEIMSUÓSI,
Skeifunni 19,2. hæð, sími 889181
(kl. 17 og 19).
Plastkassar
ogskinr
Sterkir plastkassar og skúffur.
Fyrir skrúfur, rær og aðra smáhluti.
Hægt að hengja á vegg, eða stafla
saman.
Margar stærðir gott verð.
Ávallt fyrirliggjandi.
Leitið upplýsinga.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
BÍLDSHÖFÐA 16
SÍMI 672444 • FAX 672580
Nr. Leikur:Röðin:
1. Forward - GunniLse 1 - -
2. Jonsered - Kalmar FF - - 2
3. Oddevold - Karlskrona 1 - -
4. Sleipner - Elfsborg - - 2
5. Stcnungs. - GAIS 1 - -
6. Halmstad - Silkeborg 1 - -
7. Young Boys - Hacken 1 - -
8. Lausannc - AIK • - 2
9. Rapid Wien - Odensc 1 - -
10. Servette - Admira W. 1 - -
11. Duisburg - Grashopper - - 2
12. Caen - Austria Wien - X -
13. Norrköping - W. Tilburg 1
Heildarvinningsupphæðin:
58 milljón krónur
13 réttir: 28.790 J kr.
12 réttir: 1.170 |o.
11 réttir: 0 |kr.
10 réttir: 0 J kr